Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 37 JÓSEFÍNA MARSIBIL JÓHANNSDÓTTIR + Jósefína Marsibil Jóhanns- dóttir fæddist í Siglufirði 12. júní 1914. Hún lést á Horn- brekku í Ólafsfirði 28. júní síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Olafsfjarðarkirkju 6. júlí. Það er svo margt sem mig langar til að segja um hana ömmu Massý. Ég trúi því varla enn að hþn sé far- in, hún var svo stór hluti af lífi okk- ar allra. Ég man þegar ég var lítil stelpa, þá var mér stundum hugsað til þess að sú stund rynni upp að amma yrði ekki lengur hjá okkur og fannst mér það óhugsandi. Mér er efst í huga mikið þakklæti þegar ég hugsa til ömmu Massýar, þakklæti yfir því að hún skyldi vera amma mín, vegna samverustunda okkar og hvað þær gáfu mér mikið. Jafnframt er ég full af þakklæti til hennar fyrir að hafa gætt mín og systkina minna þegar mamma lá veik á sjúkrahúsinu á Akureyri. Reyndi hún einatt að létta okkur lundina þótt sjálf væri hún áhyggju- full vegna veikinda dóttur sinnar. Amma vildi alltaf vita af börnunum í flölskyldunni nærri sér, helst hverja stund ef þess var kostur, og gætti hún þeirra vel, því reynslan hafði kennt henni að slysin gera ekki boð á undan sér. Ég sé hana fyrir mér í huganum skimandi út um gluggann að athuga hvort hún sæi ekki örugg- lega ömmubarnið í garðinum. Ef einhveijir í fjölskyldunni voru að ferðast á milli staða var hún ekki í rónni fyrr en hún vissi að allir væru komnir örugglega á leiðarenda, sérstaklega um vetrartímann. Amma mundi tímana tvenna og eru mér ofarlega í huga óteljandi sögur sem hún sagði mér bæði af fólki og atburðum frá_ liðnum tíma og sögur af sjálfri sér. Ég mun sakna þess að heyra hana ekki segja frá á sinn einstaka hátt. Hún var skemmti- leg og orðheppin kona og gott að vera í návist hennar. Það var engin lognmolla þar sem amma Massý fór. Amma þekkti erfiða tíma í gegn- um árin. Reynsla hennar og kynni af lífsbaráttunni á árum áður hafði þau áhrif á hana að hún tók engu sem sjálfsögðum hlut í lífinu og fór vel með það sem hún átti. En allir erfiðleikar í lífi hennar virtust aðeins gera þessa fallegu konu sterkari. Ég man ekki eftir ömmu öðruvísi en að vera sífellt að; í eldhúsinu, að baka, í garðinum eða að hjálpa öðr- um. Hún vildi alltaf hafa snyrtilegt í kringum sig og allt þar til hún veiktist annaðist hún öll heimilsstörf eins og henni var frekast unnt. Henni féll aldrei verk úr hendi. Það var alltaf gott að geta leitað til ömmu í hlýjuna í eldhúsinu í Vest- urgötunni þar sem ilmurinn af ný- bakaðri plötutertu eða formköku tók oft á móti manni. Hún átti alltaf til góð ráð, stundum var dreginn upp spilastokkurinn, horft saman á spennandi mynd í sjónvarpinu eða bara spjallað um alla heima og geima. Amma fylgdist vel með öllu sem var að gerast, bæði hér á landi og í umheimunum og hafði ávallt eindregna skoðun á mönnum og málefnum. Amma Massý kenndi okkur margt mikilvægt, til dæmis að vera hreykin af því hver við erum og bera höfuðið ætíð hátt. Allir væru jafnir fyrir Guði og menn dæmdir af gjörðum sínum og hugsunum. Amma var stolt kona og lét engan eiga neitt inni hjá sér. Ef henni þótt eitthvað miður mátti viðkomandi eiga von á því að amma léti það í ljós. En ofar öllu var amma hlý og hjartagóð og mátti ekkert aumt sjá. Mættum við öll vera sæl að því að hafa erft eitthvað af hennar mannkostum sem oft birt- ust á marga vegu í umhyggju henn- ar fyrir fjölskyldu sinni. Amma var kjarnakona og eftir að hún veiktist var hún hress í anda og gerði að gamni sínu sem fyrr. Þótt hún væri orðin rúmföst og gæti ekki ELÍNBORG DRÖFN GARÐARSDÓTTIR + Elínborg Dröfn Garðarsdóttir fæddist 31. maí 1933 á Sauðá við Sauðár- krók. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Sauðár- króks 20. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Ingibjörg Ámunda- dóttir, fædd í Dalkoti á Vatnsnesi 20. sept- ember 1907, dáin 26. júní 1985, og Garðar Haukur Hansen, fæddur á Sauðá við Sauðárkrók 12. júní 1911, dáinn 30. október 1982. Systkini: Steingrímur, f. 27. júní 1928, búsettur á Sauðárkróki, Friðrik, f. 21. mars 1931, dáinn 4. ágúst 1982, siðast búsettur í Hafnarfirði, Gunnar, f. 24. mars 1932, búsettur í Garði, Sveinn, f. 7. október 1934, búsettur á Skagaströnd, Steinunn f. 9. jan- úar 1936, búsett á Selfossi. Elínborg giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Friðrjki A. Jónssyni, syni Önnu Friðriks- dóttur og Jóns L. Nikodemussonar. Þau bjuggu alla sína lniskapartið á Sauð- árkróki, síðast í Háuhlíð 14. Þau eignuðust eina dótt- ur, Önnu Sigríði, f. 5. ágúst 1952. Henn- ar maður er Hörður Ólafsson, f. 16. maí 1950 á Blönduósi, þau eru búsett á Sauðárkróki. Börn þeirra eru Elínborg Björk, f. 29. maí 1970, Ólafur Friðrik, f. 23. apríl 1976, og Lísa Dröfn, f. 10. nóvember 1981. Elínborg vann m.a. við fisk- vinnslu, eigin verslunarrekstur og síðustu ár hafa þau hjón ver- ið umboðsmenn fyrir happ- drætti. Elínborg verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Senn er leiðin á enda, sumarið horfm tíð. Mun þó helkuldann lifa minningin skær og blíð. (Helgi Sæmundsson) Hún er skær og blíð minningin um frænku mína Elínborgu Garðarsdótt- ur, eða Boddu eins og hún var ávallt kölluð. Hún lést á Sjúkrahúsi Sauðár- króks eftir baráttu við krabbamein um rúmlega eins árs skeið. Veikindum sínum mætti hún með æðruleysi, þroska og ró sem einkenndu hana alla tíð. Hún gat alltaf hlegið, og skærasta minningin um hana er hlát- ur. Ég sat hjá henni á sjúkrabeði í fyrrasumar á Landspítalanum þar sem hún var í erfiðri og strangri meðferð vegna sjúkdómsins. Áttum við þarna góða samveru ásamt dóttur hennar. Margt bar á góma, þá sér- staklega fjölskyldan sem átti hug hennar, bamabömin og lét hún sér ekkert óviðkomandi um velferð þeirra. Þarna kom hjúkrunarfólk af og til, einnig urðu vaktaskipti. Það vakti sérstaka athygli mína að allir virtust þekkja hana persónulega, öll sam- skipti í þá átt og hún sagði ávallt tjáð sig í orðum einkenndi hana óbil- andi kjarkur, allt til hinstu stundar. Elsku amma Massý, þín verður sárt saknað en okkur er það huggun að nú líður þér vel og ert hjá afa Magga sem þú saknaðir mjög. Ég vona að þú hafir vitað hversu vænt okkur öllum þótti um þig. Minning þín lifir í huga og hjarta okkar allra, ástvina þinna. Guð blessi þig og varðveiti. Guðrún Pálína. t ÁSLAUGJOHANSEN, Bergen, Noregi Austurbrún 6, Reykjavík sem andaðist 17. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mándaginn 29. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Mig langar til að minnast hennar ömmu minnar, hennar Massýar, eins og hún var kölluð. Það sem mér er efst í huga nú eftir að hún er horfin yfir móðuna miklu er söknuður. Hún hafði alltaf verið mín hægri hönd frá blautu barnsbeini og leiðbeint mér í lífinu frá því að ég var lítil stúlka hjá henni í Guðmundarhúsinu, eins og það hús er kallað. Þaðan flutti hún í Vesturgötuna og ég og bróðir minn, hann Maggi, fluttum með. Þar ólumst við upp hjá ömmu og afa Magga. Þar var gott að vera þau ár sem við vorum hjá þeim og það varð okkur systkinunum gott veganesti út í lífíð. Hjá ömmu og afa lærðum við að vera sátt við Guð og menn og bænimar okkar lærðum við þar en við fórum aldrei að sofa á kvöldin fyrr en amma Massý var búin að lesa með okkur bænirnar. Það var oft glatt á hjalla hjá ömmu og afa. Afí Maggi var mjög glaðlynd- ur og létti okkur ávallt lundina. Þeg- ar ég var orðin fullorðin og fór að búa og eiga mín böm þá var alltaf gott að hafa ömmu í næstu íbúð. Þangað var stutt að leita og fá góð ráð. Amma kenndi mér það að passa bömin mín vel því hún sagði alltaf við mig að ef eitthvað kæmi fyrir bömin mín þá gæti ég ekki kennt mér þar um en sumu væri ekki hægt að afstýra. Þegar ég hugsa aftur í tímann þá erum við amma búnar að vera saman mestalla ævi mína og ég þakka guði fyrir það að hafa átt hana ömmu mína og allar þær sam- verustundir sem við áttum, því amma mín gaf mér svo mikið. Amma Massý, ég mun sakna þín en ég geymi þig í mínu hjarta. Hafðu þökk fyrir allt. Guð geymi þig. Aðalbjörg. „þetta er allt í lagi, elskurnar mínar, mér líður vel“ er spurt var af þessu góða fólki, sem lagði sig fram um að gera allt það mesta og besta. En þannig var ekki um frænku mína að hún hefði sig í frammi eða hefði hátt. Hún talaði oft um það hvað hún væri ómannglögg, þekkti fáa, hélt sér frekar til hliðar, kvartaði aldrei eða bar tilfínningar sínar á torg. Þeir sem henni kynntust, vissu hins vegar að hún var trú og trygg á sínum stað, fús til að hjálpa og gleðja, ófáir eru sem notið hafa hjálp- semi og velvildar fyrr og síðar. Þegar mér barst andlátsfregn hennar rifjaðist margt upp frá liðnum tímum. Hún var nær kynslóð eldri en ég, en aldrei var hægt að fínna annað en við værum á sama reki. Hún fæddist á þeim árum er fátt var nútíma þæginda á heimilum, ijórða í röð sex systkina. Fljótlega hefír hún lagt lið við heimilishaldið eins og títt var, mikið unnið og heimagert, hvað- eina sem til féll á stóru heimili. Vinnu- semi og elja var einstök, verklagni og handbragð sérstakt, allt lék í hönd- um hennar, svo ber heimili þeirra hjóna vott um. Stór þáttur í h'fi henn- ar var að hugsa um aðra. Minnisstæð- ar eru heimsóknir frændfólksins á Sauðárkróki á æskuheimili mitt, með Siggu frænku og Garðar í far- arbroddi. Eigum við systkinin og for- eldrar okkar Ijúfar minningar frá þeim stundum. Bodda hafði oftast veg og vanda að undirbúningi. Hún hafði yndi af blómum og rækt- un hvers konar. Að fegra og prýða hvort sem var úti eða inni var henni lagið. Henni varð að ósk sinni að dótturdóttir og nafna, nemi í hjúkrun yrði hjá henni uns yfír lyki. Áttu þær eins og alla tíð dýrmætan tíma, gam- ansemin og hláturinn ríkjandi. Það er ótalmargt sem hægt væri að minn- ast og þakka á kveðjustund. Söknuð- ur ríkir hjá ástvinum, en minningar um mæta konu eru huggun harmi gegn. Guð blessi minningu hennar og fjölskyldu. Guðrún Jónsdóttir. Dagmar Svala Runólfsdóttir, Guðjón Sigurbergsson. t Útför JÓHANNS ANDRÉSSONAR, Boðahleín 12, Garðabæ, áður Barónsstíg 20, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Arndís Jóhannsdóttir, Gunnar Þór Adolfsson, Grétar Kristinn Gunnarsson, Fríða Björnsdóttir, Trausti Björnsson. t Ástkær unnusti minn, faðir, sonur, bróðir og mágur, ISLEIFUR HEIÐAR KARLSSON, Ástúni 8, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Hjallakirkju í Kópavogi mánudaginn 29. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Heiður Hjaltadóttir, Hjalti Þór ísleifsson, Karl Stefánsson, Valborg (sleifsdóttir Guðrún Karlsdóttir, Guðjón Helgason, Herdís Karlsdóttir, Árni Arnarson, Stefán Karlsson. t Alúðarþakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARSGUNNARSSONAR húsasmíðameistara, Miötúni 72, Guð blessi ykkur öll. Guðfinna Lárusdóttir, Inga Gunnarsdóttir, Gylfi Gíslason, Gunnar Gunnarsson, Gerður Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkirtil allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför BJARNA ÁRNASONAR, Efri-Ey 1, Meðallandi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Klausturhóla, Kirkjubæjarklaustri. Guðbjörg Runólfsdóttir, Þórir Bjarnason, Guðgeir Bjarnason, Sigrún Sæmundsdóttir, Arndis Eva Bjarnadóttir, Gunnar Þorsteinsson, Runólfur Bjarnason, Anna Arnardóttir, Gunnhildur Bjarnadóttir, Sigurjón Einarsson og barnabörn. Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85„ Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfí í númer 5691181. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfílegri lengd en lengd annarra greina um sama ein- stakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blað- inu. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.