Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 7 FRÉTTIR Tónleikar til heið- urs forsetahjónum HÁTÍÐARTÓNLEIKAR verða haldnir að kvöldi fimmtudagsins 1. ágúst nk. í Háskólabíói í tilefni af embættistöku nýs forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar. Fjölmargir tónlistarmenn efna til tónleikanna til heiðurs forsetahjónunum, Ólafi Ragnari og Guðrúnu Katrínu Þor- bergsdóttur. Tónleikarnir bera heitið Komið til móts og að því er segir í frétta- tilkynningu vísar yfírskriftin til þess að þar mætist ólíkir listamenn, full- trúar mismunandi tegunda tónlist- ar. Meðal flytjenda á tónleikunum eru Bryndís Halla Gylfadóttir, Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson, Bubbi Morthens, Sigrún Hjálmtýsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðarson, Sigurður Flosason og jassfélagar hans, Ellen Kristjáns- dóttir og Eyþór Gunnarsson, Guðni Franzson, Kristján Kristjánsson og stúlkur úr skólakór Kársnesskóla. Auk þess koma fram lúðurþeyt- arar, harmonikusveit og karlakórs- félagar. Að tónleikum loknum verður kaffi í boði í anddyri bíósins og þar heldur hátíðin áfram með þátttöku listamannanna. Forsala aðgöngum- iða hefst þriðjudaginn 30. júlí í Háskólabíói. Aðgöngumiðinn kostar 1.500 kr. en bæði Sjónvarpið og Stöð 2 munu senda beint út frá tónleikunum. Dreifing með Morgunblaðinu MORGUNBLAÐINU í gær fylgdi nýstárlegt auglýsingablað frá Toy- ota en þetta var í fyrsta skipti sem Morgunblaðið tók að sér dreifíngu auglýsingablaðs sem ekki er prent- að af blaðinu sjálfu. Dreifing þessi var tilraunaverk- efni Morgunblaðsins í samvinnu við auglýsingastofuna Yddu og Toyota sem nú standa að kynningarherferð fýrir nýjan Land Cruiser jeppa. Áuglýsingablaðið var prentað í prentsmiðjunni Odda. Það er von Morgunblaðsins að þessi nýbreytni hafí fallið í góðan jarðveg hjá lesendum og marki upphaf að nýrri leið auglýsenda til að koma auglýsingum á framfæri við neytendur. Morgunblaðið/RAX Skrifstofa forseta tilbúin um mánaðamót FRAMKVÆMDUM við endur- bætur á tilvonandi skrifstofu- húsnæði embættis forseta íslands á Sóleyjargötu 1 miðar vel, að sögn Ólafs Davíðssonar, ráðuneytisstjóra forsætis- ráðuneytisins, og er útlit fyrir að húsnæðið verði tilbúið til notkunar um næstu mánaða- mót. Áætlaður heildarkostnað- ur við endurbæturnar er um 10 miljljónir króna. Ólafur sagði í samtali við Morgunblaðið að litlar breyt- ingar væru gerðar á innrétt- ingum hússins, en verið væri að mála, lagfæra glugga, dyraumbúnað og lagnakerfi, auk þess sem verið væri að koma upp öryggiskerfi og sér- kerfum fyrir tölvu- og síma- búnað. Þá er jafnframt verið að lagfæra lóðina umhverfis húsið. Álagning opinberra gjalda og endurgreiðslur úr skattkerfinu á árinu 1996 5,3 milljarðar greiddir einstakl- ingum 1. ágúst Úr álagningarskrám 1996 I Álagðir skattar og bótagreiðslur til einstaklinga Útkoma 5% hátekjuskattur, fyrirframgreiðsla 357 m.kr. Eignarskattur að frádregnum skattaafstætti 1.538 m.kr. Sérstakur eignarskattur 153 m.kr. Framkvæmdasjóður aldraðra 484 m.kr. SAMTALS 2.532 m.kr. Greiðslur barnabótaauka Fjöldi Alls Meðaltal Hjón sambýlisfólk 14.816 1.303 m.kr. 88 þús.kr. Einstæðir foreldrar 7.133 752 m.kr. 105 þús.kr. SAMTALS 21.949 2.055 m.kr. 94 þús.kr. Greiðslur vaxtabóta Fjöldi Alls Meðaltal Vaxtabætur* 47.133 3.301 m.kr. 70 þús.kr. Vaxtagjöld 49.726 11.742 m.kr. 236 þús.kr. SAMTALS 94,8 % 28,1 % 29,7 % | * Hjón talin sem tveir einstaklingar Greiðslur barna- og vaxtabóta úr ríkissjóði nema 8,1 milljarði kr. á þessu ári. Alls verða greiddir 5,3 milljarðar kr. úr ríkissjóði til ein- staklinga 1. ágúst, að meðtöldum ofgreiddum tekjuskatti og útsvari. Mikil aukning varð á framtöldum eignatekj- um einstaklinga í fyrra og jókst framtalinn arð- ur af hlutabréfum um 37% milli ára. TÖLUR um álagningu opinberra gjalda á einstaklinga og fyrirtæki liggja nú fyrir. Næstkomandi mánudag verða álagningarseðlar póstlagðir til framteljenda og álagn- ingarskrár verða lagðar fram hjá skattstjórum á þriðjudag, 30. júlí, skv. upplýsingum skattyfirvalda. í greinargerð sem efnahagsskrif- stofa fjármálaráðuneytisins hefur tekið saman kemur fram að álagn- ing einstaklingsskatta er nokkurn veginn í takt við áætlun fjárlaga ársins en bótagreiðslur eru þó held- ur lægri en búist var við og er það m.a. rakið til meiri tekjubreytinga á seinasta ári en reiknað hafði ver- ið með. Töluverð hækkun hefur orðið á frádrætti vegna hlutabréfa- kaupa, sem lækkar tekjuskatt ein- staklinga um 150 millj. kr. umfram það sem áætlað var í fjárlögum. Heildarálagning tekjuskatts á tekj- ur sem aflað var á seinasta ári nemur 31,5 milljörðum kr. Tókst að innheimta 26 milljarða af þeirri upphæð í staðgreiðslu í fyrra. Úti- standandi skattur af tekjum fyrra árs nemur því 5,5 milljörðum kr. Ofgreiddur tekjuskattur og út- svar nema 2,3 milljörðum og verður sú fjárhæð greidd út i einu lagi um næstu mánaðamót. Mikil aukning varð á framtöldum eignatekjum einstaklinga á síðasta ári. Jókst framtalinn arður af hluta- bréfum um 37% milii ára sem er talið éndurspegla batnandi afkomu fyrirtækja og aukin hlutabréfavið- skipti. Framteljendum sem telja fram arð af hlutabréfum hefur fjölgað um nær 6.400 eða um tæp- Iega 40%. Einnig jókst skattskyldur söluhagnaður um 63% á milli ára og tekjur af fasteignum um tæp 10%. Loks hækka framtaldar vaxta- tekjur um rúmlega 8% milli ára. 9.500 nýta skattafslátt vegna hlutabréfakaupa Framteljendum sem nýta sér skattafslátt vegna hlutabréfakaupa hefur fjölgað verulega eða úr rúm- lega sjö þúsund i fyrra í rúmlega 9.500 í ár. Heildarijárhæðin nemur nú tæplega 1,5 milljörðum kr. og meðalflárhæð hlutafjárafsláttar skattgreiðenda er nú 152 þús. kr. á hvern gjaldanda samanborið við 146 þús. kr. við álagningu á sein- asta ári. Um 10.300 einstaklingar njóta sjómannaafsláttar og nemur hann svipaðri upphæð og í fyrra eða 1.509 milljónum kr. 5.500 einstaklingar og hjón greiða hátekjuskatt Álagning sérstaks 5% hátekju- skatts á tekjur seinasta árs nemur 358 millj. kr. og er það heldur hærri upphæð en reiknað var með í fjárlög- um. Áætluð fyrirframgreiðsla vegna yfirstandandi tekjuárs er 357 millj. kr. Er um 2.500 einhleypum ein- staklingum og 3.000 hjónum ætlað að greiða þessa fyrirframgreiðslu í fímm hlutum á síðari hluta ársins og nemur hún að meðaltali 50 þús- und kr. á hvern einstakling og tæp- lega 80 þús. kr. á hjón. Greiddar verða 658 millj. kr. í barnabætur og 631 millj. kr. í barnabótaauka um næstu mánaða- mót. Breytingar á bamabótakerfinu tóku gildi um síðustu áramót þegar heildargreiðslur barnabótaaukans voru hækkaðar með því að dregið var úr tekjuskerðingu hans. Hækka greiðslur barnabótaauka um rúm 7% frá seinasta ári og nema sam- tals 2,1 milljarði kr. á árinu öllu. Hækkunin er heldur meiri hjá hjón- um og sambýlisfólki en hjá einstæð- um foreldrum. ágúst Greiðslur vaxtabóta hækka um liðlega 9% milli ára. Greiddir verða út 3,3 milljarðar kr. í vaxtabætur til rúmlega 47 þúsund einstaklinga um næstu mánaðamót og er meðal- upphæð á hvern einstakling 70 þúsund kr. Ástæða hækkunarinnar- innar milli ára er fjölgun bótaþega uin 7,4% frá seinasta ári. Álagning tekjuskatts á fyrirtæki og aðra lögaðila nemur 5,2 milljörð- um kr., sem er nánast sama fjárhæð og í fyrra en 3-400 millj. kr. lægri upphæð er gert var ráð fyrir í tekjuáætlun fjárlaga. Fjármála- ráðuneytið telur skýringuna m.a. vera meiri nýtingu á yfírfæranlegu tapi frá fyrri árum en áætlað hafði verið. Hefur yfírfæranlegt tap fyrir- tækja lækkað um 2,9 milljarða kr. á milli ára en það svarar til eins milljarðs króna lækkunar á tekju- skatti lögaðila. Fyrirtækjum sem greiða tekjuskatt hefur hins vegar fjölgað um 8% á milli áranna 1995 og 1996. Fyrirtækjum sem nýta sér tapsfrádrátt hefur fjölgað um tæp 5% milli ára. Fjánnálaráðuneytið tel- ur að annað hvert fyiirtæki eigi enn- þá yfírfæranlegt tap frá fyrri árum, eða samtals um 83 núlljarða kr. Af álagningartölum má einnig ráða að hlutfallslega fleiri fyrirtæki í einstaklingsrekstri voru rekin með hagnaði á seinasta ári en árið á undan, eða rúmlega 50% samanbor- ið við 47% á árinu 1994.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.