Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Björn Blöndal Kristjánsson fæddist á Brúsa- stöðum í Vatnsdal, Austur-Húnavatns- sýslu, 10. nóvember 1916. Hann lést á Héraðshælinu á Blönduósi fimmtu- daginn 18. júlí síð- astliðinn. Hann var sonur hjónanna jr Margrétar Björns- dóttur, Benedikts- sonar Blöndal. Hann var frá Hvammi í Vatnsdal, og Kristjáns Sigurðssonar, kennara, Pálssonar frá Páls- gerði, S-Þing., sem þar buggu um langt skeið. Auk Björns áttu þau hjónin tvær dætur, Ingibjörgu og Gróu. Björn lauk kennaraprófi frá Kenna- raskólanum árið 1938, en stundaði jafnframt nám við Handíðaskólann í Reykjavík. Veturinn 1938-1939 var hann farkennari í Svínavatns- og Þegar Bjöm fluttist hingað í sveitina árið 1943 tókust strax með okkur góð kynni. Frá fornu fari ríkti vinátta milli okkar á Torfalæk og fólksins á Húnsstöðum enda áttum við alltaf mikil samskipti og héldust þau áfram eftir að Björn kom þang- að. Bjöm og Dadda stunduðu hefð- bundinn búskap á Húnsstöðum en auk þess sinnti Björn barnakennslu ámm saman. Á þeim árum var far- Torfalækjarhreppi, en stundakennari við Miðbæjarskól- ann í Reykjavík 1939-1941 og Gagn- fræðaskóla Austur- bæjar 1940-1941. Björn hóf kennslu á ný með búskapnum árið 1955 og var far- kennari í Torfalækj- ar- og Sveinsstaða- hreppi til ársins 1962, eftir það í Barnaskólanum, síð- ar Gunnskólanum, á Blönduósi, til ársins 1983. Þá hætti hann kennslu, en vann um sumur hjá Vegagerð- inni á Blönduósi 1984 til 1989, en stundaði meðfram söðlasmíði, leðuriðju og smíðar. Björn byggði hús að Hólabraut 5, Blönduósi, sem þau hjónin fluttu í árið 1966 og bjuggu í síðan. Björn kvæntist Maríu Sigur- laugu Þóru Jónsdóttur árið 1941, en hún er dóttir Jóns Benediktssonar bónda á Húns- skóli í þessum sveitum og kennt á bæjunum til skiptis. Kenndi Bjöm þá annan mánuðinn í Sveinsstaða- hreppi en hinn í Torfalækjarhreppi. Aðstæður til kennslu voru ekki allt- af upp á það besta því víða var þröngt um bæði kennara og nem- endur og kenna varð öllum aldurs- árgöngum í sömu stofunni. En kennslustarf Björns gekk vel enda gjörþekkti hann krakkana. Árið 1966 brugðu þau Björn og stöðum og konu hans Sigur- bjargar Gísladóttur. Björn og María stofnuðu heimili í Reykjavík en fluttu árið 1944 norður og stunduðu búskap á Húnsstöðum á móti Jóni allt til 1963. Björn og María eignuðust þrjú börn. Þeirra elst er Sigur- björg Margrét, fædd í Reykja- vík 26. apríl 1942. Hún er hjúkrunarfræðingur og hefur búið í Svíþjóð frá 1966. Gréta Kristín, fædd 28. júlí 1943, kennari við Húnavallaskóla, býr á Húnsstöðum. Yngstur er Jón Benedikt, fæddur 20. mars 1947, framkvæmdasljóri menningar-, uppeldis- og fé- lagsmála hjá Reykjavíkurborg. Þá hafa þau hjónin eignast sex barnabörn og þijú barna- barnabörn. Björn var lengst af heilsu- hraustur, en fékk þó atvinnu- sjúkdóm sem olli að hann gat ekki stundað búskap, sem var ein ástæðan til þess að hann hóf kennslu á ný eftir nokk- urra ára hlé. Hann kenndi vor- ið 1995 sjúkdómsins, sem að lokum varð honum að fjörtjóni. María lifir mann sinn. Útför Björns fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Dadda búi á Húnsstöðum þegar Gréta dóttir þeirra og Kristján, maður hennar, tóku við jörðinni. Þau fluttu þá út á Blönduós þar sem Björn kenndi við barna- og gagn- fræðaskólann. Þau reistu sér hús við Hólabraut fyrir utan á og í bíl- skúrnum innréttaði Björn sér smíðaverkstæði því hann var hag- leiksmaður. Einkum smíðaði hann hnakka, beisli, gjarðir og margs konar hluti úr tré. BJORN BLONDAL KRISTJÁNSSON Björn var frekar hár og grannur, ljós yfirlitum. Hann var einstaklega gamansamur, hafði léttan og græskulausan húmor sem kom öll- um í gott skap og í hversdagsleg- ustu hlutum gat hann fundið eitt- hvað skoplegt. Hann starfaði m.a. í Lionsklúbbi Blönduóss, tók þar oft til máls og hafði jafnan frá ein- hveiju skemmtilegu að segja. Við Björn spiluðum lomber, ásamt fleiri mönnum, reglulega árum saman og var hann þar sem endranær hrókur alls fagnaðar. Við lát Björns sakna ég góðs vin- ar. Ég sendi Döddu, börnum hennar og öðrum vandamönnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Torfi Jónsson, Torfalæk. Vor sál er svo rik af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú. Þó ævin sem elding þjóti, Guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo rikt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. - Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. (Jóhannes úr Kötlum) Með þessum orðum kveðjum við okkar elskulega afa hinsta sinni. Takk fyrir allt, elsku afi. Jóhanna María og Sigurbjörg Hvönn. Björn Blöndal var fulit nafn hans, sótt til móðurafans sem var sonarsonur Björns sýslumanns í Hvammi í Vatnsdal, þess er frægur er af Natansmálum Ketilssonar og banamanna hans. Björn var fæddur Vatnsdælingur. Móðir hans Mar- grét Sigríður var þriðji liður frá yfirvaldinu í Hvammi í föðurætt, en móðurmóðirin Gróa Bjarnadóttir var afkomandi séra Sigvalda prests Snæbjörnssonar í Grímstungu í Vatnsdal. Gróa bjó á Brúsastöðum í Vatnsdal eftir að hún missti mann sinn á besta aldri. Faðir Björns var Kristján Sigurðsson, fæddur í Páls- gerði í Dalsmynni í Suður-Þingeyj- arsýslu, en upp alinn á Stóruvöllum í Bárðardal. Um Sigurð Pálsson látinn, föður Kristjáns, sagði Sig- urður Jónsson í Ystafelli: „Hann var einn af þessum ágætu alþýðu- mönnum, er gefa svo góða raun.“ Kristján Sigurðsson kom í Vatnsd- alinn árið 1910, sem barnakennari. Þau foreldrar Björns gengu í hjóna- band árið 1914 og hófu búskap á Brúsastöðum. Kristján kenndi vatnsdælskum ungmennum um 40 ár á biómaskeiði sveitarinnar og kom mjög við sögu menningarmála í sveit sinni og sýslu. Björn Kristjánsson fór ungur að heiman, bæði til þess að afla sér ijár og menntunar. Heiman- mundurinn var lítill í fjármunum talið. Hann tók kennarapróf og varð kennsla meginlífsstarf hans. Starfssvið hans varð Austur-Húna- vatnssýsla þótt aldrei kenndi hann í fæðingarsveit sinni, þar sem hann dvaldi aðeins æskuárin. Tengslin rofnuðu þó aldrei. Árið 1941 kvæntist Björn Maríu Jónsdóttur bónda á Húnsstöðum í Torfalækjarhreppi og gerðist bóndi þar um langt árabil, samhliða kennarastarfinu. Þrjátíu ár eru þó síðan þau hjón fluttu til Blönduóss, þar sem Björn lauk kennaraferli sínum og síðasta æviskeiði. Ræturnar að kynnum okkar Björns lágu í Vatnsdalnum og voru mótuð af vinfengi við foreldra hans. Þessi kynni urðu öll nánari eftir að við vorum báðir orðnir Blöndós- ingar og áttum margt saman að sælda. Gott er að minnast þess alls. Ferðalaga með þeim hjónum og öðrum góðum félögum, lomberspila + Hringur Jó- hannesson fæddist í Haga í Aðaldal 21. des- ember 1932. Hann lést í Landspítalan- um 17. júlí síðast- liðinn. Hringur var jarðsunginn frá Dómkirkjunni 25. júlí, en jarðsett verður í Nesi í Að- aldal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ( _________________ r Fallinn er í valinn einn þekktasti og virtasti myndlistarmaður ís- lensku þjóðarinnar, Hringur Jó- hannesson. Lífsstarf hans á lista- sviðinu var óvenju farsælt og áhrif- anna gætir víða. Verk hans eru Islendingum afar hugieikin, auk þess sem hann hafði mikil áhrif á annað listafólk með kennslu og leið- beiningum í áratugi. Hringur fór ]' eigin leiðir í listsköpun sinni. Hann sýndi okkur hluti sem við tökum oft ekki eftir í umhverfi okkar, dró fram smáatriði í náttúrunni sem öðrum yfirsáust. Hann var meistari Sérfræðingar í blóinaskrevlingum við öll tækilæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 í að gera mikið úr því sem öðrum sýndist við fyrstu sýn lítilvægt. Við hjónin vorum þeirrar gæfu aðnjót- andi að þekkja lista- manninn bærilega. Annað okkar kynntist honum sem kennara, en síðar kynntumst við honum enn betur eftir að við hófum rekstur listmunasölu. Þau kynni voru öll á einn veg, okkur til mikillar ánægju og gagns. Hringur var ávallt til- búinn að Ieiðbeina okkur, hjálpa og gefa góð ráð. Margoft leituðum við til hans, fengum álit og ráð, enda var hann hafsjór af fróðleik um ís- lenska myndlist. Fyrir það verðum við ávallt þakklát. Þeir sem starfa við sölu myndlistar finna fljótt inn á hvað fólkið í landinu kann að meta. Það er ekki ofsögum sagt að Hringur Jóhannesson hafi verið meðal ástsælustu myndlistarmanna þjóðarinnar. Eftirlifandi sambýlis- konu hans, börnum og vandafólki sendum við einlægar samúðarkveðj- ur. Elínbjört Jónsdóttir, Tryggvi P. Friðriksson. Það var árið 1977 sem við Hring- ur kynntumst, ég sem nemandi og hann sem kennari. Þau kynni urðu að vináttu sem erfitt er að lýsa, en ég er þakklátur fyrir að hafa notið. í heimi myndlistarinnar er að sjálf- sögðu sama barátta og annarstaðar en á milli okkar Hrings myndaðist einhvern veginn sterkt band sem einkenndist af gagnkvæmri vináttu og virðingu. Það er ekki sjálfgefið að þeir sem maður kann að meta séu jafn eðlilega notalegir og Hring- ur var. Það var sama hvort við hitt- umst á Skólavörðustígnum rétt til að taka utanum hvor annan eða sungum saman „Það var sumar og sól“ að lokinni verðlagningu fyrir sýningu. Sagt er að „vík skuli milli vina“ og það átti við okkur. Mikil- hæfan listamann, góðan gagnrýn- anda og vin kveð ég í bili og vona að það sé sumar og sól þar sem hann er og að þar eigum við eftir að sitja og una okkur saman. Með vinarvirðingu, Guttormur Jónsson. Enn kemur dauðinn á óvart. Þótt árunum fjölgi lærist seint að taka við þeim sannleika að vinir og félag- ar tínist burt hver af öðrum. Mokka- kaffí við Skólavörðustíg var miðja alheimsins hjá listspírum sem þá töldust af yngri árgerð og er víst enn, og oft sáust þeir eldri líka eins og Kristinn Pétursson úr Hvera- gerði og Jón Engilberts ef hann var í stuði, og ekki má gleyma þeim stórmerka listamanni Jóni Gunnari Árnasyni. Við Hringur vorum meðal fastagesta þarna árum saman, árum sem voru svo fljót að líða að við vissum varla af þeim. Umræðu- efni og áhugamál voru af ýmsum toga eins og títt er hjá sveitamönn- um, en tíðindi úr „listaheiminum" voru auðvitað stórtíðindi og rædd sem slík. Þá var þjóðinni heldur ekki bannað að hafa áhuga á listum og bókmenntum eins og nú þegar áhuganum er skipulega beint að poppdrasli og atvinnuíþróttum af því peningarnir eru þar ásamt eitur- efnunum, og enn síður var lista- mönnum bannað að þroska sköpun- arkraft sinn og þeim skipað að hengja upp mótífin í stað þess að mála þau. Þá var enn litið svo á að listin sprytti uppúr einhveiju þjóðardjúpi í stað þess að vaxa á gervitijám alþjóðlegs fjármagns eins og nú telst vera. Þá datt held- ur engum í hug, ekki einu sinni í Háskólanum, að kalla þá Kjarval og Jónas Hallgrímsson ómerkilega þjóðrembumenn sem ekki skildu alþjóðlega menningu. Þetta þýddi ekki að allt væri tekið gott og gilt og að við lifðum í fortíðinni. Trú- lega hafa fáir listamenn verið ávít- aðir eins harkalega fyrir nýjunga- girni og kúnnarnir á Mokka. Hringur var fjölhæfur listamaður sem ekki fór troðnar slóðir en mál- aði þó okkar forna leikvöll sveitina, en með sínum aðferðum og komst upp með það. Hin skarpa sjón og fínlegt og þjálfað handbragðið sýndi okkur sveitina í ljósi nútímans. Hringur kom víðar við, ekki síst í bókaskreytingum, og þar naut handbragðið sín vel. Hann mynd- skrejdti m.a. eina bók sem undirrit- aður tók saman, Vísur Æra-Tobba sem Iðunn gaf út árið 1974. Nú er sæti Hrings á Mokkakáffi autt eins og nokkura annarra sem farið hafa með stuttum fyrirvara og án þess að kveðja. Skeggræður verða ekki fleiri. Ég þakka margar liðnar stundir og bið honum og ættingjum hans blessunar. Jón frá Pálmholtl. Ég kynntist Hringi fyrst þegar ég eins og svo margir fór að læra módelteikningu í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hringur var góður kennari, nákvæmur og gerði kröfur um árangur en var iíka jákvæður og hvetjandi. Þegar ég hafði lokið námi í öðrum skólum og geystist fram á völiinn með listsýningar, oft í litlum sýn- ingarsölum og kannski ekki með mikilli fyrirhyggju, var Hringur í þeim hópi sem heimsótti flestar sýningar og ræddi málin við okkur. Seinna vorum við saman í safnráði Listasafns íslands og þá var gott að hafa Hring innanborðs enda mörg viðkvæm og erfið mál í gangi. Ég held að með Hringi sé fallinn frá einn allra besti listmálari þjóðar- innar og fannst mér hann fara vax- andi með hverri sýningu. Við hitt- umst- síðast rétt áður en hann fór til hinnar áriegu dvalar í Aðaldal og ræddum um væntanlega sýningu á Kjarvalsstöðum sem var auðvitað mikið tilhlökkunarefni. Það var allt- af gott að hitta Hring, við áttum gott skap saman og hann hafði góðan húmor. Alltaf gat maður leit- að ráða hjá honum í erfiðum málum og fengið góð ráð. Að lokum langar mig að votta sambýliskonu hans, ættingjum og vinum, mína innileg- ustu samúð. Daði Guðbjörnsson. Það er erfitt að kveðja góðan vin sinn, sem hverfur af þessari jörð, einmitt þegar sumarið er blíðast, himinninn alveg skýlaus og þota skilur eftir sig hvítt strik. Ég kynntist Hring fyrir nær tveimur áratugum, þessum manni sem var svo fullur af lífsorku, síung- ur og hafði ávallt ferskt sjónarhorn á tilveruna. Hringur sá oft lífið öðrum augum en almúginn og hann var fordómalaus, víðsýnn, hreinskil- inn og skopskynið var á réttum stað. Hann brosti oft að uppátækj- um mannanna. Hringur var mikill vinnuþjarkur og hann gladdist yfir vinnunni. Að koma á vinnustofu Hrings var gam- an, hann var snyrtimenni og hann safnaði ails kyns smáhlutum, sem höfðu fallega lögun eða lit og voru þess vegna dýrmæti. Ég minnist þess þegar ég fór að heimsækja Dóru og Hring norður og oft kom ég á heimili þeirra á Óðinsgötu, þau voru gestrisin og samhent um heimili sitt. Með frá- falli Hrings missir þjóðin einn sinn besta listamann. Ég minnist vinar míns með þakklæti, o'g votta sam- býliskonu hans og börnum innilega samúð. Jónína Björg Gísladóttir. Það eru ekki liðnir nema u.þ.b. tveir mánuðir síðan ég hitti Hring, vin minn og nágranna, við Óðins- torgið. Við höfðum ekki hitzt í tvö ár vegna fjarveru minnar úr borg- inni. Eg er honum þakklátur fyrir að hann gladdist við þá frétt að ég væri að flytja í hverfið aftur og við hlökkuðum sameiginlega til að geta þá hitzt og rabbað í garðinum, eins og iðulega var á góðum dögum áður fyrr, en þó of sjaldan. — Já, allt of sjaldan, því hver stund með Hringi varð Ijúf mynd; mynd eins og honum einum var lagið að mála — og þær munu lifa í minningunni. í rauninni vorum við Hringur ekkert nánir vinir, í þeim skilningi HRINGUR JÓHANNESSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.