Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 19 NEYTENDUR Útsölur áður en haustvara kemur í verslanir 30-50% afsláttur algengastur Islenskar kartöflur á 79 eða 235 kr. kílóið! ÍSLENSKAR kartöflur eru á mis- munandi verði þessa dagana og augljóslega nokkur titringur á markaðnum. Kílóið af Premier kartöflum var á mismunandi verði í gær eða allt frá 79 krónum og upp í 235 krónur. Það var því hægt að kaupa þrjú kíló á einum staðnum fyrir 237 krónur en kíló á þeim næsta á 235 krónur. I Hagkaupi kostaði kílóið af íslenskum Premier kartöflum 189 krónur í gær en gullauga var einnig komið í hús þar á bæ og kostaði kílóið 289 krónur. Kilóið af nýjum íslenskum kart- öflum var hinsvegar á 99 krónur hjá Þinni verslun í gær, 79 krónur kostaði kílóið í lausu hjá Bónus og 89 krónur hjá 10-11 búðunum. Nóatún var í gærmorgun með í GÆR, föstudag, hófst sala á indó- nesískum húsgögnum hjá Hagkaup í Kringlunni. Um er að ræða nokk- uð magn af borðstofuborðum, stól- um, sófaborðum, speglum, kistlum, bekkjum, glerskápum, skápum, kommóðum og lampaborðum. Hús- gögnin eru úr mahóní eða tekki. Til að gefa lesendum hugmynd nýjar rauðar kartöflur á 269 krónur kílóið og íslenskar Premi- er á 235 krónur. Hinsvegar sagði Einar Jónsson í Nóatúni að ef verðið færi að lækka verulega þá myndu þeir fylgja straumnum. „Við munum hinsvegar ekki fylgja þeim sem auglýsa lágt verð og eiga svo einungis takmarkað magn af kartöflum," segir Einar. Þá má geta þess að kartöflu- bændur eru farnir að selja nýjar kartöflur í Kolaportinu og þar má eflaust gera góð kaup á kart- öflum líka. um verð þá kosta sófaborð með skúffum 19.900 krónur, bókaskáp- ar eru á 28.900 krónur og skenkur kostar 14.900 krónur. Húsgögnin eru einnig til sölu þjá póstversluninni og ef keypt er fyrirlO.OOO krónur eða meira er frír sendingarkostnaður. ÞAÐ var ekki mikið um að vera í verslunum síðastliðinn miðvikudags- morgun þegar rölt var á útsölur víða um bæ. I Kringlunni eru verslunar- eigendur þegar famir að lækka verð- ið enn frekar á útsöluvarningi. Að sögn forsvarsmanna hjá Kringlunni lýkur útsölunum þar formlega með götumarkaði 15.-17. ÁSLAUG Pálsdóttir hjá tísku- versluninni Evu við Laugaveg brá sér í útsölufatnað. Jakk- inn kostaði áður 8.900 kr. en nú 4.400 kr. Pilsið kostaði 5.900 kr. en nú 2.900 kr. HJÁ Hagkaup hefur útsölu- vara lækkað enn frekar. Peys- an var á 1.795 kr., nú 989 kr., buxurnar á 1.295 kr., nú 789 kr. og skórnir á 1.995 kr., nú á 499 kr. ágúst næstkomandi en ýmsar versl- anir taka þó fyrr upp haustvörurn- ar. Þeir verslunareigendur sem ekki eru þegar byijaðir með útsölu við Laugaveg ætla að láta til skarar skríða núna um mánaðarmót. Svo virðist sem algengur afsláttur nemi 30-50% af nýjum vörum en stundum em vömr sem em eldri en ÞÓRÐUR Ú. Ragnarsson starfsmaður í Herragarðinum í Kringlunni brá sér í ítölsk ullarjakkaföt. Jakkafötin kostuðu áður 29.980 kr. en nú kosta þau 17.998 kr. frá í vor seldar með allt að 70% afslætti. Eins og sést á þeim sýnis- homum sem eru hér á myndunum má gera fín kaup vanti fólk á annað borð það sem er á lækkuðu verði. Það er ekki einungis fatnaður heldur líka ýmis búsáhöld, garðhúsgögn, tjöld og annað sem tengist sumri og sól. í versluninni Cara er veittur 10% aukaafsláttur af kjólum. Þessi kjóll, með jakkablússu yfir, kostaði 14.900 kr. Hann lækkaði svo í 9.900 kr. og með aukaafslætti 8.900 kr. Morgunblaðið/Ámi Sæberg HJÁ Boltamanninum við Laugaveg var í gangi lagersala og þar var hægt að fá ýmsa vöru á niðursettu verði. Til dæmis kostaði þessi regnjakki á myndinni áður 7.980 kr. en var á 4.990 kr. núna. Jakkinn við hliðina sem er vatns og vindþéttur var áður á 9.900 kr. en núna á 5.900 kr. „21 fet og 7 tommur af hollustu", segir Eiríkur Friðriksson mat- reiðslumeistari og bendir á stóran salatbar þar sem eru ótal græn- metistegundir, kartöflusalöt, heit- ur hrísgijónaréttur, tvær súputeg- undir, fimm tegundir af grófu og fínu brauði, ávextir og sósur. „Við bjóðum upp á sextíu tegund- ir af grænmeti og öðru sem pass- ar á svona salatbar eins og rækj- ur, skinkubita, sósur, salöt og svo framvegis og verðið er 699 krónur fyrir allt og þá er djús og kaffi innifalið. Vilji fólk fara eina ferð á salatbarinn kostar það 499 krón- ur“, segir hann en salatbarinn hans er til húsa í Fákafeni 9 og opnaði í síðustu viku. Eiríkur hefur komið nálægt veitingarekstri áður og er félagi í klúbbi Matreiðslumeistara og situr þar í stjórn. „Þegar ég var í hótelrekstrarskóla í Bandaríkj- unum fyrir nokkrum árum fékk ég hugmyndina að stað sem þess- um og mér fannst vanta svona stað hérna“, segir hann. Eiginkon- an Halla Sjöfn Jónsdóttir stendur í daglegum rekstri með honum og í sameiningu hönnuðu þau staðinn. „Við sáum enga þörf fyr- ir djúpsteikingapotta eða nein önnur tæki sem brasað er í eða djúpsteikt því á þessum bæ leggj- um við áherslu á að hráefnið sé sem ferskast og að þeir heitu rétt- ir sem við erum með séu hollir og fitusnauðir.11 Hægt er að taka salat með sér 60 tegundir á salatbarmim hjá Eika Morgunblaðið/Sverrir EIRÍKUR Friðriksson matreiðslumeistari og Halla Sjöfn Jóns- dóttir sem reka staðinn. út ef vill og einnig að fá súpu og brauð sér. Staðurinn er opinn frá hálftólf til átta á kvöldin og enn er óvíst með opnunartíma um helgar. Eins og ávallt föluðumst við eftir uppskriftum handa lesendum og hér koma þær. Ostasalat 1 bolii ostateningar (17% ostur eða eftir smekk) 1 bolli steinlaus vínber 1 bolli rauð epli með hýði skorin niður í teninga 2 msk ólífuolia _______1 msk bglsomic edik_____ Öllu blandað saman. Þýskt-íslenskt kartöflusalat 1 kg nýjar kartöflur soðnar og skornar i teninga 1 hvítur salatlaukur 1 pgprika skorin í litla bita 1 bolli agúrka skorin í teninga 'Adl ólifuolia 4 msk balsamic edik gult amerískt Heinz sinnep eftir smekk 2 msk Maple síróp Öllu blandað saman í skál og hrært vel saman ■ Reikningshafar Póstgíró Greitt með einkakorti Esso PÓSTGÍRÓ hefur gert samning við Olíufélagið Esso um að gíró- reikningshafar geta tekið út vörur og þjónustu með einka- korti Esso á bensínstöðvum og í hraðbúðum Esso um land allt. Úttektir verða skuldfærðar af póstgíróreikningi. Engin færslu- gjöld þarf að greiða af úttektum né stofngjald vegna kortsins. Þessi rafrænu viðskipti fara fram með þeim hætti að gíró- reikningshöfum er boðið að reikningar þeirra séu skuldfærð- ir fyrir úttektum einu sinni í mánuði eða einu sinni í viku. Ef skuldfært er vikulega er veittur staðgreiðsluafsláttur af vörum og þjónustu. Gíróreikn- ingshafar fá einnig sundurliðað yfirlit yfír úttektir sem. er ætlað að auðvelda þeim að fylgjast með rekstri bílsins, heimilisbók- haldinu og fyrir skattauppgjörið. Tekið er á móti umsóknar- eyðublöðum á stöðvum Esso og þar er einnig hægt að nálgast umsóknareyðublöðin. Hægt er að sækja um póstgíróreikning á pósthúsum og er það umsækj- andanum að kostnaðarlausu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.