Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 10
Y? / 10 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996___________ ___________________ _______MORGUNBLAÐIÐ VERSLUNARMANNAHELGIN MARGT ER í BOÐI Hátíðarhöld um verslunarmannahelgina verða með svipuðu sniði og í fyrra. Bæjar- og fjölskylduhátíðir sækja þó sífellt í sig veðrið og þetta árið verða engir stórtónleik- ar að erlendri fyrirmynd eins og var við Kirkjubæjarklaustur í fyrra. Helgi Þorsteinsson fór rangsælis um landið á símalínunum og spurðist fyrir. lögð hátíðarhöld verslunarmannaheigina Siglufjörður .... ' A, Skaga- strönd 4 Vopnafjörður . ‘ Akureyri Eyjólfsstaðir ‘ •. * ■ ' Hellnar o, , Borgar- fjörður ->Nes- kaup- staður " ^Vatnaskógur >.•-_•-•• ; Hefðbundin Þjóðhátíð í Eyjum Þjóðhátíð var fyrst haldin í Vest- mannaeyjum á þúsund ára afmæli íslandsbyggðar árið 1874 þegar landsmönnum var færð stjórnarskrá. Prá aldamótum hefur hún verið hald- in nokkuð samfleytt þannig að segja má að aldarafmælið sé í nánd. íþróttafélagið Þór heldur hátíðina í ár. Meðal hljómsveita í Eyjum nú verða meðal annars SSSól, Greifarn- ir og Sniglabandið. Einnig munu Emilíana Torrini, Páll Óskar, Berg- þór Pálsson og Jón Ólafsson skemmta. Hefðbundin atriði verða á sínum stað, bjargsig, brenna, flug- eldasýning, brekkusöngur og auðvit- að Arni Johnsen. Þjóðhátíðarmenn lofa einnig óvæntum uppákomum. Löggæsla og eftirlit verður í hönd- um lögreglumanna og björgun- arsveitamanna úr Eyjum og ofan af landi. Læknar verða á svæðinu allan tímann. Forsöluverð aðgöngumiða í Spari- sjóði Vestmannaeyja er 6.500 krónur og stendur til 26. þessa mánaðar, en eftir það kostar 7.000 krónur. Pakkaferðir verða í boði hjá Flug- leiðum, íslandsflugi, Vali Andersen, Heijólfi í Þorlákshöfn og Fossnesti á Selfossi. Flug og aðgöngumiði frá Reykjavík kostar milli 12 og 13 þúsund, frá Akureyri og ísafirði 18.330 og frá Egilsstöðum 20.130. Með rútu frá BSI og siglingu með Herjólfi kostar pakkinn 9.900 krón- ur. Tjaldstæði eru innifalin í verði aðgöngumiða en fyrir þá sem vilja búa betur eru bæði hótel og gisti- heimili. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja að miðað við hvað þegar hafi selst af aðgöngumiðum megi búast við einni stærstu Þjóðhátíð fram að þessu. Bindindismótið við Galtalæk Bindindismótið í Drætti kannast fáir við. Það hefur þó verið með vin- sælustu hátíðum um verslunar- mannahelgina. Staðurinn er betur þekktur sem Galtalækjarskógur. Þegar templarar tóku svæðið fyrst á leigu var ákveðið að breyta nafn- inu til þess að valda ekki neinum misskilningi. Það verður margt góðra gesta í Galtalækjarskógi og má þar fyrstan telja Ólaf Ragnar Grímsson, nýkjörinn forseta. Annar VO Ov 0\ a Galtalækur Vestmannaeyjar 'yf: Kirkjubæjarklaustur f Aðstandendur taka þó fram að í sögu Bindindismótsins hafi aldrei komið upp sakamál á svæðinu. Al- gert áfengisbann er og leitað verður í bílum og farangri við aðgönguhlið- ið og áfengi hellt niður ef það finnst. Ölvuðum gestum verður vísað burt. Aðgangur í Galtalæk kostar fimm þúsund krónur fyrir fullorðna, fjögur þúsund fyrir unglinga og ókeypis er fyrir börn tólf ára og yngri. Miðar verða seldir við inngang á mótssvæð- ið frá fimmtudegi. Pakkaferðir frá BSÍ kosta 7.800 krónur með ferðum báðar leiðir og aðgöngumiða. Tjaldstæði eru innifaíin í miða- í GAITALÆ KJARSKÓGl heilsuhraustur íþróttamaður, Magn- ús Scheving, mun skemmta gestum og einnig mæta Halli og Laddi, Ómar Ragnarsson, Haukur Heiðar, Gunnar Þorláksson, hljómsveitirnar Reaggae on Ice, Upplyfting, Lúðra- sveit TK og plötusnúðagengið Dj TB 303. Sýndir verða suður-amer- ískir dansar, börn sýna bandaríska kántrídansa og Pálmi Matthíasson messar og er þá fátt eitt talið. Með- al nýjunga verður Galtalækjarkeppni í styrk og þolfimi. Mörg hundruð starfsmenn auk lögreglumanna frá Hvolsvelli munu sjá um gæslu og þjónustu á svæð- inu. Læknavakt verður allan tímann og meðal annars verður læknir sér- þjálfaður í meðhöndlun á fórn- arlömbum kynferðislegs ofbeldis. verðinu og öll hreinlætisaðstaða þar er mjög góð. Ferðir verða frá BSÍ og kosta þær 1.400 aðra leið. Senni- lega verða einnig ferðir frá Keflavík. Mótshaldarar gera ráð fyrir 5-6 þús- und gestum eins og verið hefur und- anfarin ár. Hvítasunnumenn í Kirkjulækjarkoti Hvítasunnumenn halda landsmót 1.-5. ágúst í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Samhliða því verður hald- ið sérstakt barnamót. Hvítasunnu- hreyfíngin á íslandi fagnar nú 75 ára afmæii. Aðalræðumaður mótsins verður Danny Chambers frá Bandaríkjun- um. Ymis önnur dagskrá verður fyr- ir fullorðna fólkið og fyrir börnin verða kvöldvökur, varðeldur, leikir, föndur, fræðsla og brúðuleikhús. Landsmótið er fjölskylduhátíð og áfengisneysla stranglega bönnuð. Þeim sem bijóta gegn því verður vísað af svæðinu. Hvítasunnumenn segja að í 46 ára sögu landsmótsins hafi aldrei komið til ofbeldis af neinu tagi. Við Kirkjulækjarkot er skáli sem rúmar á annað hundrað manns í gistingu, tjaldstæði og aðstaða fyrir tjaldvagna og húsbíla. Einnig verður svefnpokapláss í loftstofu hvíta- sunnukirkjunnar í Kirkjulækjarkoti. Gistiheimili og bændagisting er í grenndinni. Aðgangur á alla dag- skrárliði er ókeypis. I fyrra voru mótsgestir í Kirkju- lækjarkoti uin eitt þúsund en nú búast hvítasunnumenn við að minnsta kosti 1.300 manns. Fjölskylduhátíð Flugmálafélagsins Flugmálafélag íslands heldur há- tíð við flugvöllinn í Múlakoti í Fljóts- hlíð. Þar verður samankomið fólk sem tengist flugi á einhvern hátt, svo sem vélflugmenn, svifflugmenn, fallhlífarstökkvarar, svifdrekamenn og flugmódelmenn. Ýmsar uppá- komur verða á staðnum, til dæmis boðhlaup, lendingarkeppni í módel- svifflugi fyrir börn, stangartennis, pokakast og margt fleira. Mótsgest- um gefst kostur á að bregða sér í flug í véldreka eða svifflugu. Á laug- ardag verður í fyrsta sinn á íslandi haldin listflugkeppni. Líkur eru á að rússneskur listflugmaður komi til landsins í tengslum við keppnina. Aðgangur að mótssvæðinu er ókeypis en tjaldstæði kosta þúsund krónur á hvert tjald fyrir þijár næt- ur. Grillveisla, sem haldin verður á laugardagskvöld, kostar 1.500 krón- ur en ókeypis er fyrir börn. Fjölskylduhátíðin Vík ’96 Fjölskylduhátíð verður haldin í Vík í Mýrdal í tíunda sinn. Áhersla er þar lögð á útivist, íþróttir og leiki. Meðal íþróttagreina verður vatnsfót- bolti, en hann fer þannig fram að markmaður ver markið með vatns- bunu. Á laugardag verður ljósmynd- amaraþon, varðeldur, brekkusöngur og flugeldasýning og daginn eftir víðavangshlaup frá Dyrhólaey, yfír Reynisfjall til Víkur. Hesta-, báta-, göngu-, snjósleða- og jeppaferðir standa til boða. Dansleikir verða föstudags- og laugardagskvöld og ýmsir aðrir dagskrárliðir. Björgunarsveit og lögregla fylgj- ast með hátíðarsvæðinu og verður þess gætt að gestir njóti svefnfrið- ar. Áfengisbann er ekki á svæðinu en þetta er fjölskylduhátíð og því er þess gætt að ölvun sé innan skyn- samlegra marka. Aðgöngumiði að Vík ’96 kostar 1.500 krónur en ókeypis er fyrir börn yngri en 12 ára í fylgd með foreldrum. Miðar eru seldir á hátíð- arsvæðinu. Pakkaferðir eru seldar hjá BSÍ og kosta 4.900 krónur með ferðum báðar leiðir og aðgöngumiða. Tjaldstæði eru innifalin í verði að- göngumiða en aðgangur að dans- leikjum kostar þúsund krónur á kvöld fyrir tjaldgesti. Aðstaða á tjaldstæðinu er mjög góð en jafn- framt eru margir aðrir gistimögu- leikar. Mest hafa komið þrjú þúsund gestir á Fjölskylduhátíðina í Vík. Fjölskylduhátíð á Klaustri Ár uxans er liðið, segja menn á Kirkjubæjarklaustri. Nú verður fjöl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.