Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 23 í tjöldmn undir steikjandi Afríkusól „VIÐ sváfum í tjöldum, en byggðum lítið skýli með flugnaneti. Þar var aðstaða til að elda mat og við gátum setið þar á kvöldin. Þarna voru margir sporðdrekar, stórar, eitraðar köngulær og nokkuð um slöngur. Hitinn um 40°, og tíðir sand- eða leirstormar voru mjög þreytandi. Þunn skán af ryki kom ofan á vatn í vatnsglasi eftir nokkr- ar mínútur svo að maður varð að hella því niður og fá sér nýtt.“ Það eru hjónin Guðlaugur Gísla- son og Birna Jónsdóttir, sem segja þetta eftir að hafa búið í Ómó Rate ásamt dætrum sínum Guðrúnu og Katrínu á meðal Dasenech-þjóð- flokksins, sem býr á heitri og þurri sléttu í Suðvestur-Eþíópíu, rétt norðan við landamæri Kenýju, um 900 km frá höfuðborginni, Addis Abeba. Þau voru send þangað ásamt norskri hjúkrunarkonu til að hefja nýtt kristniboðsstarf. Svæðið hefur ekkert af þeim þægindum, sem við erum vön á okkar góða íslandi, eins og t.d. heilbrigðisþjón- ustu, mennta- og menningarstofn- unum, hreinu, rennandi vatni, búð- um með alls konar varningi, o.s.frv. Sem brautryðjendur þurftu þau að búa við mjög erfiðar aðstæður, auk þess sem dætur þeirra þurftu að vera á heimavistarskóla í Addis Abeba mestan hluta ársins. Það tekur tvo daga að aka til þeirra. Fjölskyldan er á leið út til Eþíópíu aftur í lok júlí. Guðlaugur er trésmiður og hefur starfað sem umsjónar- og eftirlits- maður með byggingarframkvæmd- um víða í S-Eþíópíu. Birna er hjúkr- unarkona og ljósmóðir og hefur m.a. starfað á heilsugæslustöðinni í Konsó þar sem þau bjuggu í tvö og hálft ár áður en þau fluttu til Ómó Rate á síðasta ári. En hvað fær ungt fólk á íslandi til að taka sig upp og setjast að við frumstæðar aðstæður fjarri fóstuijörðinni? Þau eru sammála um að það sé sameiginleg köllun til að fara út og leggja hönd á plóg- inn í kristniboðsstarfinu. Konsó Fjölskyldan bjó á íslensku kristni- boðsstöðinni í Konsó í tvö og hálft ár. Eins og kunnugt er hófu íslensk- ir kristniboðar á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga störf þar árið 1954. Starfið hefur vaxið svo að nú hafa innlendir menn tek- ið við því að mestu. Þess vegna hefur verið haldið inn á ný svæði. Fyrir um sjö árum hófu hjónin Guðlaugur Gunnarsson og Valgerð- ur Gísladóttir ásamt norskri hjúkr- unarkonu starf um 100 km Suðvest- ur af Konsó í hinum stóra Voító- dal. Þar er loftslag mjög heitt og hitinn oft um 40°. A síðasta ári var síðan hafíst handa í Ómó Rate. Fólk á íslandi hefur heyrt um Konsó í mörg ár. Guðlaugur bjó þar í tíu ár í æsku ásamt foreldrum sínum, sem störfuðu þar. Hvernig ætli það hafi verið að koma þangað? Birna: „Það var mjög merkilegt að koma þangað. Ég hafði séð ótal- margar myndir þaðan og heyrt kristniboða segja frá starfinu þar frá því ég var unglingur í KF'UM & K. Þegar ég kom þangað litu hlutirnir eins út og ég hafði séð á myndunum. Mörg nöfn, sem ég hafði heyrt, fengu nú andlit." Guðlaugur segir að það hafi ver- ið eins og að koma heim að koma til Konsó. „Það var mjög sérstök tilfinning. Það var svolítill uggur í mér og ég óttaðist að fólk væri búið að gleyma mér. En óttinn reyndist ástæðulaus. Strax og við stigum út úr bílnum og gengum inn í húsið okkar, sem var það sama °g ég bjó í sem barn, fannst mér eins og ég væri að koma heim eftir nokkurra daga ijarveru. Húsið var eins og þegar við fluttum heim til íslands 1972. Breytingar á högum fólksins höfðu ekki orðið mjög mikl- ar í hinu ytra. Reyndar var miklu meiri gróður á kristniboðslóðinni, en verið hafði. Síðan tóku gömlu vinirnir, sem ég lék mér við sem strákur, að streyma til okkar. Auðvitað höfðu þeir elst á þessum árum, en ég þekkti andlitin aftur. Síðar leitaði ég fleiri vini uppi og aðrir komu í heimsókn, þannig að eftir nokkrar vikur var mér farið að líða eins og ég ætti heima þarna. Þegar við þurftum að ráða starfsfólk, réðum við sama fólkið og foreldrar mínir höfðu haft. Það var sama konan, sem sá um fataþvottinn, og sama húshjálpin. Hún kom með heitar, nýbakaðar og upprúllaðar pönnu- Hvað er það sem fær ungt fólk á íslandi til að taka sig upp og setj- ast að við frumstæðar aðstæður fjarri fóstur- jörðinni? Kiajrtan Jóns- son segir kristniboðs- starfið sameiginlega köllun slíks fólks. kökur með sykri á morgnana heim- an frá sér, þótt við bæðum hana ekki um það. Hún hafði lært að baka íslenskar pönnukökur hjá móður minni. Hún vann eins og þegar hún var hjá mömmu og pabba, vissi hvernig þau vildu hafa hlutina og gekk út frá að ég vildi hafa þá eins. Það var næstum eins og mamma væri komin bæði í eld- húsið og í þvottinn. Maður var eins og sonur, sem hafði verið lengi í burtu. Hún stjanaði við mig eins og mamma hafði gert. Mér leið því eins og heima hjá mér. Konsófólk er mjög trygglynt og gleymir manni ekki. Þegar við fór- um aftur heim til íslands í fyrra, fannst mér ems og ég væri að fara að heiman. Ég á miklu fleiri vini og kunningja þar og finnst ég líka eiga marga ættingja þar.“ Er auðveldara að kynnast Eþíóp- íumönnum en íslendingum? Ljósmyndari: Bima Jónsdóttir. DASENECH kona við matar- gerð. Konur eru mjög kúgað- ar á meðal þessa þjóðflokks. Tilvera þeirra gengur út á að vinna fyrir eiginmenn sína. „Já. Þeir eru miklu opnari og glaðlyndari og fljótari að bjóða manni inn og tala við mann. Þeir hafa áhuga á að kynnast fóiki og eru mjög gestrisnir." Aftur til Ómó Rate Fjölskyldan fer út tii Eþíópíu til tveggja ára. Fyrra árið mun hún búa í stórum bæ í Suður-Eþíópíu, sem heitir Arba Minch. Þar er sjúkrahús, rekið af norskum kristni- boðum, og stór iðnskóli. Birna mun starfa þar, en Guðlaugur halda áfram byggingarstörfum eins og þegar þau bjuggu í Konsó. Meðal annars mun hann hafa umsjón með byggingu nýs skólahúss í Konsó og biblíuskóla fyrir ungu söfnuðina í Suður-Eþíópíu. Seinna árið eiga þau síðan að halda áfram uppbyggingunni í Omó Rate. Nú er dönsk fjölskyida þar, en þau Guðlaugur og Birna munu leysa hana af hólmi. Hvernig leggst það í ykkur að fara aftur til Omó Rate? „Við kvíðum svolítið fyrir því. Aðstæður þar eru mjög erfiðar, bæði mikill hiti og svæðið er mjög einangrað. Þetta er óralangt frá höfuðborginni.“ Finnst ykkur þið vera óörugg þar? „Nei.“ Starfið í Ómó Rate Hvers konar starf á að fara fram í Ómó Rate? Getum við hjálpað fólk- inu þar? „Það er mikil þörf fyrir margs konar aðstoð, t.d. hjúkrunarstarf. F'ólk deyr úr ýmsum sjúkdómum, t.d. niðurgangi, malaríu, lungna- Ljósmyndari: Guðlaugur Gíslason. HEIMUR karla er annar en heimur kvenna. Karlar hafa samfé- lag fyrir sig og konur fyrir sig. Eiginmaður og eiginkona hafa lítið andlegt samfélag saman. Ljósmyndari: Friðrik Hilmarsson. GUÐLAUGUR Gíslason og Birna Jónsdóttir, ásamt dætrunum Guðrúnu og Katrínu. Þau eru á förum til starfa í Eþíópíu. Ljósmyndari: Guðlaugur Gunnarsson. ÞETTA var heimili Guðlaugs, Birnu og dætranna í Ómó Rate. Þau munu m.a. starfa þar í eitt ár við byggingu íbúðarhúsa o.fl. bólgu o.fl., sem auðvelt er að lækna með fúkkalyfjum, auk þess sem augnsjúkdómar, sem einfalt er að lækna, heija á fólkið. Áætlað er að byggja þijú íbúðar- hús, fyrir hjúkrunarfólk og fólk, sem stundar kirkjulegt starf. Hug- myndin er að byggja sjúkraskýli, en ekki er búið að fjármagna bygg- ingu þess enn þá. Það tekst von- andi. Verið er að leita eftir stuðn- ingi hjá þrónarstofnunum ríkja Norðurlanda, en enn hefur það ekki tekist.“ Er ekki hægt að fjármagna þetta með fjárstuðningi opinberra stofn- ana á íslandi? „Það virðist ganga erfíðlega að fá stuðning frá opinber- um aðilum hérlendis." Finnst ykkur íslendingar gefa mikið til þróunar- og líknarmála? „Nei, allt of lítið. Það er þjóðinni til skammar, sérstaklega í ljósi þess hve þörfin er mikil og margir lifa við erfið kjör. Einnig í ljósi þess hve hátt hlutfall Norðmenn og hin- ar Norðurlandaþjóðirnar gefa af þjóðartekjum sínum til slíkra mála. Við getum hjálpað til að byggja heilsugæslu upp frá grunni á þess- um slóðum. Innlendu kirkjuna skortir fólk með sérfræðiþekkingu á því sviði. Það er erfitt að fá Eþíópíumenn af öðrum þjóðflokk- um til að taka sig upp og fara á þessar slóðir. Aðstæður þarna eru líka frumstæðar fyrir þeim. Alda- gamall þjóðflokkarígur hefur áhrif. Það eru helst Konsómenn, sem eru fúsir til að fara þangað. Kristniboð- unum fylgir fé. Þegar kristniboðs- félag er fúst til að staðsetja kristni- boða á nýju svæði eins og Ómó Rate veitir það þeim einnig fé til starfa þar og búsetu. Þess vegna reynir kristniboðsfélagið að fjár- magna byggingu kristniboðsstöðv- arinnar. En það var fyrst og fremst hin innlenda kirkja, sem tók ákvörðunina um að hefja starf þarna.“ Dasenechþj óðflokkurinn Dasenechmenn eru hirðingjar, en þróunin undanfarin ár hefur verið sú að sífellt fleiri taka sér fasta búsetu meðfram Ómóánni, sem rennur um sléttuna. En jafnvel þótt þeir séu hirðingjar, flytjast þeir til innan mjög afmarkaðs svæðis, ekki langt í einu. í ánni eru krókódílar og fiskur, sem innfæddir borða. Auk þess borða þeir asna, sem þykir lostæti. Margt er öðruvísi á meðal þessa fólks en við eigum að venjast. Getið þið nefnt nokkur daemi? Bima verður fyrir svörum: „Ég hef aldrei séð eins óhreinar og þreyttar konur. Þær voru eins og þrælar. Þær unnu og unnu. Þær gerðu allt. Þær byggðu húsin, fluttu þau þegar það þurfti, hugsuðu um börnin, unnu á ökrunum, elduðu matinn, hugsuðu um kýrnar, sem voru heima við, og mjólkuðu. Ofan á allt þetta lagðist hinn mikli hiti og sandfok. Þær litu út fyrir að vera 20 árum eldri en við vissum að þær voru. Konurnar fengu aldrei kjöt af slátruðum skepnum, karlarnir átu það. Þær máttu bara fá kjöt af sjálf- dauðum skepnum." Hvernig eru trúarbrögð þeirra?“ „Þeir trúa á anda forfeðranna, sem þarf að friða með blóði. Þeir slátra geitum og löðra fólk í blóði þeirra. Einnig slátra þeir kindum til að reka illa anda frá fólki, þegar það verður veikt eða deyr.“ Hvað gera karlarnir? „Þeir gæta þeirra kúa, sem hafð- ar eru burtu frá heimilinu. Yfírleitt lágu þeir og höfðu það náðugt í skugga tijáa og sváfu, ræddu sam- an eða greiddu hár hver annars. Konurnar höfðu sér samfélag fyrir sig, en karlarnir annað fyrir sig. Konur og karlar ræddu aldrei sam- an.“ í fjarlægð Fáið þið ekki stundum heimþrá, þegar þið sitjið tvö ein saman á síðkvöldum í þykku Afríkumyrkri, fjarri ættjörð, vinum og skyldfólki? Birna: „Jú, ég sakna bæði ís- lands, fjölskyldu og vina. Af efnis- legum gæðum sakna ég hreina vatnsins mest. Árin, sem við bjugg- um í Konsó var vatnsskortur. Einn- ig í Ómó Rate. Þar var alltaf erfitt að fá hreint vatn.“ Hvað getum við lært af þessu fólki? „Nægjusemi og að fara vel með hlutina. Þar hefur fólk tíma fyrir hvert annað.“ Við íslendingar getum verið stolt af því að eiga fulltrúa í Eþíópíu, sem eru fúsir til að veita þeim hjálp, sem helst þurfa hennar með án þess að gróðasjónarmið ráði ferð- inni. Við óskum þeim góðrar ferðar og blessunar Guðs. Höfundur er kristnibodi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.