Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Albert Kemp FRÖNSKU ungmennin héldu grillveislu fyrir utan franska spítal- ann á Hafnarnesi og buðu þangað þeim íslendingum sem hafa aðstoðað þau við að hreinsa húsið. Franskir unglingar í húsaviðgerðum Fáskrúðsfirði - Átta ungmenni frá Frakklandi eru nú stödd á Fá- skrúðsfirði og með þeim eru blaða- maður og ljósmyndari fransks dag- blaðs. Hingað er þetta fólk komið til að huga að gamla franska spítal- anum sem stendur úti í Hafnarnesi og hafa þau unnið við að hreinsa húsið og loka því í því augnamiði að hægt verði að varðveita það og endurbyggja. Hópurinn er á vegum hollenskrar konu, Elisabeth Rec- henmann að nafni, sem starfar við menningarsjóð á sviði læknavísinda í París. Sjóðurinn styrkir ferð ung- mennanna hingað til lands og ætlar meðal annars að leggja varðveislu spítalans fjárhagslegt lið ásamt ís- lenskum aðilum. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Grillveisla á Grandarfirði Grundarfirði - Verslun Ragnars Grundfirðingum til afmælisgrill- Kristjánssonar á Grundarfirði veislu. Grundfirðingar létu sig átti 30 ára afmæli um helgina ekki vanta þótt sólin léti ekki sjá og af því tilefni bauð Ragnar sig, og gæddu sér á pylsum og ís. Mikil eftirspurn eftir þjónustuíbúðum í Stykkishólmi Sjö nýjar íbúðir reistar fyrir aldraða Stykkishólmi - Fyrsta skóflu- stunga að þjónustuíbúðum fyrir aldraða var tekin nýlega í Stykkis- hólmi. Það var Rúnar Gíslason, forseti bæjarstjórnar sem það gerði. í ræðu hans við það tilefni kom fram að það ætti að vera rnetnað- ur hverrar bæjarstjórnar að búa svo að öidruðum að þeir þyrftu ekki að flytja úr sinni heimabyggð að ævistarfi loknu vegna aðstöðu- leysis. í Stykkishólmi er hátt hlut- fall eldri borgara og það segir að vel hafi verið staðið að málefnum þeirra hingað til. Fyrstu þjónustu- íbúðir fyrir aldraða voru byggðar í Stykkishólmi fyrir 7 árum. Þá renndu menn blint í sjóinn varð- andi þörfina. En reynsla hefur sannað að mikil eftirspurn er eftir svona íbúðum og margar umsókn- ir berast ef íbúð losnar. Aðstaða eldri borgara í byggingunni sem nú á að rísa verða 7 íbúðir sem eru 60 m2 og 70 m2 að stærð. Þar verður líka gert ráð fyrir aðstöðu fyrir tóm- stundastörf eldri borgara í Stykkishólmi. Byggingin verður áföst við dvalarheimilið. Til að svo gæti orðið varð að kaupa 2 gömul hús í nágrenninu sem varð að ijar- lægja. Rúnar þakkaði íbúum þeirra fyrir mjög jákvætt sam- starf. Áður en hafist var handa um teikningar af þjónustuíbúðum voru skoðuð sambærileg mannvirki á nokkrum stöðum og í framhaldi af því var Gunnar Guðjónsson arkitekt hjá Nýju teiknistofunni, ráðinn t.il að teikna og hanna bygginguna. Fyrsti áfangi bygg- RÚNAR Gíslason forseti bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar tekur fyrstu skóflustunguna að nýjum þjónustuíbúðum fyrir aldraða. ingarinnar sem er að steypa upp húsið, var boðinn út í júní og bár- ust tvö tilboð. Lægra tilboðið átti Trésmiðjan Nes í Stykkishólmi upp á 26,2 milljónir króna sem er 85% af kostnaðaráætlun og var það tilboð tekið. Rúnar var ánægður með að heimamenn skyldu hafa fengið verkið og óskaði þeim gcðs gengis. Heilsu- sokkamir frábæru Halda vel að þreyttum fótum. Heiðurs- borgari Sauðár- króks Á HÁTÍÐARFUNDI bæjarstjórnar Sauðárkróks laugardaginn 20. júlí var samþykkt að kjósa Svein Guð- mundsson heiðursborgara Sauðár- króks. í fréttatil- kynningu segir að Sveinn Guð- mundsson hafi um áratuga skeið unnið að ræktun íslenska hestsins með einstæðum ár- angri. Með ræktunarstarfi sínu hafi Sveinn Guðmunsson tengt nafn Sauðár- króks víð það besta sem fyrirfinnst í hrossarækt á íslandi og borið nafn Sauðárkróks víða um lönd. Sveinn Guðmundsson er fæddur á Sauðárkróki og hefur búið þar alla ævi. Fyrir störf sín að ræktun íslenska hestsins hefur Sveinn hlotið margvíslegar viðurkenning- ar. Fyrir utan ræktunarstörf hefur Sveinn verið í fararbroddi i félags- málum hestamanna á Sauðárkróki og í Skagafirði og er hann m.a. einn af frumkvöðlum uppbygging- ar Vindheimamela. Sveinn Gudmundsson Goðir fynr folk sem stendur við vinnu sína allan daginn. Viðurkenndir af fólki í heilsugæslu. pilofa Mjúkir, þrýsta ekki að blóðrásinni heldur örva hana Þu qetur valið um fjóra liti. Þessir sokkar eru frábærir fyrir barnshafandi konurl Öðlastu hvíld í OFA! APÓTEK KEFLAVÍKUR ÁRBÆJAR APÓTEK BORGAR APÓTEK BRBÐHOLTS APÓTEK GARÐS APÓTEK HOLTS APÓTEK INGÓLFS APÓTEK HÐUNNAR APÓTEK DOMUS MEDICA MOSFELLS APÓTEK REYKJAVÍKUR APÓTEK Heitir sólardagar í Atlavík ÞAÐ var líflegt í Atlavík í sól og 26 stiga hita. Margir gestir á öllurn aldri létu sjá sig í víkinni og nutu góða veðursins. Það er ekki oft sem gestir vaða eða synda í Lagar- fljóti en það gerðist í þessum hita. Sumir voru í stígvéium, kannski til þess að tryggja það að Lagar- fljótsormurinn klipi þá ekki í tærnar, aðrir fóru úr sokkunum og kærðu sig kollótta. Og svo voru það þeir sem tóku lífinu með stó- ískri ró og pissuðu í sandinn. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.