Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Ný úrræði í atvinnumálum REYKJAVÍKURBORG og félags- málaráðuneytið hafa á undanförnum vikum skoðað ýmsar leiðir sem ár- angri gætu skilað í baráttunni við atvinnuleysi ungs fólks. Niðurstaðan er sú að ákveðið hefur verið að koma á fót í tilraunaskyni svokölluðum vinnuklúbbi. Þetta fyrirkomulag er notað víða erlendis og hefur skilað ótvíræðum árangri. Vinnuklúbbar starfa þannig að atvinnuleitendur undir stjórn sérhæfðs ráðgjafa vinna daglega saman á skipulegan hátt við atvinnuleitina og byggir aðferðin á atferlislegri nálgun við starfsráðg- jöf sem þróuð hefur verið af banda- rísku prófessorunum Azrin og Besal- el. Ef vel tekst til hérlendis og reynsl- an verður svipuð og í öðrum löndum þar sem vinnuklúbbar eru starfrækt- ir má gera ráð fyrir því að alit að 100 manns úr hópi langtímaatvinnu- lausra fái vinnu með aðstoð Vinnu- klúbbsins á tilraunatímanum. Atvinnumál ungs fólks Þegar skoðaðar eru tölur um atvinnuleysi hér í Reykjavík er tvennt sem segja má að sé sérstakt áhyggjuefni. Annars vegar hversu stór hópur ungs fólks á aldrinum 16 til 25 ára er atvinnulaus og hins vegar hve margir virðast vera að festast í langtímaatvinnuleysi. Atvinnuleysi er áberandi hjá ungu, ómenntuðu fólki og hlutfalls- lega mun hærra en meðal þeirra sem eldri eru. Ljóst er að sívaxandi at- vinnuleysi ungs fólks eykst hlutfalls- lega og óháð því hvað atvinnuleysið er mikið i þjóðfélaginu almennt. Stór hópur þessa fólks festist í langtímaat- vinnuleysi. Hér í Reykjavík eru um 84% þeirra sem eru atvinnu- lausir á aldrinum 16-25 ára aðeins með grunn- skólapróf. Þetta endur- speglar hve ungt fólk sem hefur litla mennt- un á í raun fárra kosta völ á vinnumarkaði. Lausn þessa vanda er í því fólgin að finna úrræði til þess að mennta þetta unga fólk. Sú þróun sem átt hefur sér stað hér á landi síðan 1990 bendir til þess að við eigum við að etja kerfislægt atvinnuleysi. Það er sá vandi sem nágrannalönd okkar glíma við og er þess eðlis að erfitt kann að vera að takast á við hann. Jafnvel þó að hagvöxtur aukist og uppsveifla komi í atvinnulífíð, þá er alls ekki víst að þessi vandi leysist. Þessi kerfislægi vandi er ekki síst hagstjórnarvandi og hann verður ekki leystur í sveitarfélögunum. Sveitarfélögin hafa engin tæki til þess að leysa þessi mál, en þau geta margt gert til þess að milda áhrifin og til þess að reyna að tengja þetta unga fólk við vinnumarkaðinn. En þótt sveitarfélög reyni með ýmsum aðgerðum að draga úr atvinnuleysi, bæði með því að halda uppi háu fram- kvæmdastigi og tíma- bundnum verkefnum er þó mikilvægast að framhaldsskóiinn og skólakerfið taki með einhveijum hætti á menntunarmálum þessa unga fólks. Er- lendar rannsóknir gefa ótvírætt til kynna að einstaklingar með starfsmenntun bjarga sér best á vinnumark- aðinum og komast helst hjá atvinnuleysi. Menntastefna yfir- valda og viðleitni til að auðvelda umskiptin frá skóla til atvinnulífs eru því mikilvægir þættir í heildarstefnu atvinnumála. Fjölþætt starf á vegum Reykjavíkurborgar Reykjavíkurborg mætir atvinnu- leysi ungs fólks með ýmsu móti og á hennar vegum er unnið fjölþætt brautryðjendastarf. Þetta er gert með markvissum hætti í gegnum Hitt húsið, Vinnumiðlun Reykjavík- urborgar og gegnum Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkur. Sum- arvinna skólafólks tryggir um 1.600 ungmennum á aldrinum 16-18 ára vinnu og vil ég sérstaklega geta þess að í fyrsta skipti á þessu ári stendur þessi vinna ekki einvörð- ungu skólafólki til boða heldur líka Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 859. þáttur í merku og mjög vinsamlegu bréfi frá Sigursteini Hersveins- syni koma enn fram upplýsingar um orðið sjálfbær, sjá þætti 853 og 857. Það er sem sagt fram komið að til eru sjálfbærar kýr. Orðlengjum þetta ekki, en gef- um með þökkum Sigursteini orðið: „Ég þakka fróðlegt svar við spurningu minni um orðið „sjálf- bær“. Þann sama laugardag og svarið birtist í Morgunblaðinu hringdi til mín Magnús Árnason, múrarameistari, 91 árs að aldri. Hann sagði mér að í sinni sveit, Landsveit, hefði þetta orð (sjálf- bær) verðið notað þegar kýr bæri hjálparlaust og kálfurinn hefði komið niður í flórinn. Hann sagði að um 70 ár væru frá því hann fluttist úr sveitinni. Mér sýnist nokkuð ljóst að orðið hef- ur hér aðra merkingu en það sem ég spurði um. Ég lofaði samt Magnúsi að koma þessu til skila til þín og geri það hér með. Ég man nú allt í einu að fyr- ir svo sem 19 eða 20 árum vant- aði orð fyrir enska orðið component þegar það merkir hlut eða hluti sem t.d. rafeinda- tæki eru samansett úr (þéttar, spólur, viðnám, smárásir o.s.frv.). Eftir nokkra umhugs- un kom í hugann orðið „íhlut- ur“. Ég skýrði það á þann veg að hlutirnir sem blöstu við manni t.d. í sjónvarpstæki þegar bak þess er tekið frá gætu kall- ast íhlutir, þ.e. hver einstakur smáhlutur (component). Þetta orð er nú mikið notað þegar skrifað og talað er um þessa tækni þó sumum hafi ekki litist á það í fyrstu. Sjálfum finnst mér þetta orð hafi getað myndast á líkan hátt og orðið sjálfbær þegar það kom í huga bóndans sem kom að kúnni sinni nýborinni í fjósinu og sagði svo frá sínum sjálfbæra grip.“ Skyldi sr. Matthías hafa lært orðið sjálfbær af rangæskum bændum, þegar hann var prest- ur í Odda? ★ Ragnar er fornsagnanafn, sbr. Ragnars sögu loðbrókar. Fyrri hluti nafnsins táknar goð- in, en þau hétu öðru nafni reg- in - hin ráðandi öfl. Það orð beygðist: regin, regin, rögn- um, ragna. Himinninn er kall- aður ragna sjöt í Völuspá. Svo segja lærðir menn að nafnið Ragnar komi fyrir í frönsku í gerðinni Rainer. Vera má að til hafi verið raun- verulegur Ragnar á íslandi á öldum fyrr. í fornbréfi frá 15. öld er maður Ragnarsson. Ekki er þó skýlaust að faðir hans væri íslenskur. Líður nú og bíð- ur. Olafur heitir maður Jónsson og var m.ö. veitingamaður á Akureyri. Honum fæddist sonur 1871 og var sá látinn heita Ragnar. Engan veit ég fyrr hér á landi í seinni tíð. Nafnið komst skjótt í tísku og árið 1910 bar það 191 íslendingur, J)ar af 32 fæddir í Reykjavík. I þjóðskrá 1982 voru þeir 1.591 og nafnið í 21. sæti karla. í þjóðskrá 1989 eru 1.791, þar af 474 sem heita Ragnar síðara nafni. ★ Hlymrekur handan kvað: Inga Fel. átti pels sem var ekkert rusl, og aldrei hún sást klædd í neinar drusl- ur, hún var frú, en á Oddbjörgu sú héngu aðeins leppar og iafadusl. ★ Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli skrifar mér og birtist hér hluti bréfs hans: „Sæll vertu Gísli. Þegar sveitarfélög eru samein- uð þarf gjarnan nýtt nafn. Mínir fornu sveitungar og grannar á Vestfjörðum vilja að sitt sveitar- félag heiti ísafjarðarbær. Ég hefði viljað að það fengi að heita ísafjarðarhreppur. Það nafn var ekki til athugun- ar. Frá því að skikkanlegri skipan var komið á félagsmál íslenskra manna hér á Iandi hafa hreppar gegnt hlutverki sínu. Þegar þurfti að vinna í félagi, svo sem við fjallskil eða að ala önn fyrir börnum og sjúklingum, voru þau mál falin hreppunum. Það færi vel á því að nafn þeirra væri notað enn sem fyrr. Mér kemur á óvart ef mínir gömlu sveitungar hafa nú þá til- finningu að þeir myndi bæjar- félag, þó að þeir séu þátttakend- ur í sveitarfélagi. Mér finnst það andstætt öllu réttu máli að kalla t.d. Staðarsveit á Snæfellsnesi bæ, eins og nú er gert. Hvenær varð rétt að nefna dreifbýli bæ? Mér ofbýður að heyra til manna i þessu nýja sveitarfé- lagi. Þeir tala um bæjarfélag, bæjarstjórn og bæjarstjóra. Það er kannske vorkunnarmál þó ís- firðingar geri það fyrst í stað af gömlum vana en þeir ættu að hætta því sem fyrst. Ég játa að mér er þetta tals- vert tilfinningamál. En sjálfsagt er ég hér minnihlutamaður. Bestu kveðjur." Hafi H.K. sæll skrifað mér bréf. Umsjónarmaður þorir ekki að skrifa um sameiningu sveitar- félaga og hagræðingu. Hann væri vís til að gá sín ekki. Auk þess skal áréttað að göngur er í eignarfalli gangna, sbr. gangnamenn, en göng er í eignarfalli ganga, n-laust, svona einfalt er það. í Hvalfirði er unnið að gangagerð. Og í síðasta þætti féll niður nafn bréfritara, Bernharðs Har- aldssonar. Þá laumaðist u aftan á orðið fjárhúsin í limrunni. Menn eru beðnir velvirðingar á þessu, ekki síst Vilfríður vestan og B.H. ★ „Það sannaðist á honum eins og mörgum öðrum Islendingum, að annað er gæfa, en annað gjörvuleiki. Samt ber þess hins vegar að geta, að slíkir menn lifa margar sælustundir, sem mikill þorri manna þekkir ekki.“ (Ur minningarorðum um Jónas Hallgrímsson eftir Konráð Gíslason.) Stofnun og rekstur Vinnuklúbbsins markar tímamót. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir seg- ir að markmiðið sé að hjálpa fólki sem lent hefur í vítahring langtímaatvinnuleysis. ungu atvinnulausu fólki. Það skýtur skökku við ef stefnan er sú að reyna að bjóða sem flestu skólafólki á aldr- inum 16-19 ára vinnu á sumrin ef ungt atvinnulaust fólk er undanskil- ið. Af því starfi sem fram fer í Hinu húsinu vil ég nefna fjögurra vikna námskeið sem haldin voru í byijun sumars fyrir 30 ungmenni sem nú eru í fimm mánaða starfsþjálfun hjá stofnunum, félögum og menningar- samtökum. Á annað hundrað ung- menni hafa einnig verið ráðin til félagasamtaka, stofnana og menn- ingarsamtaka og á þriðja tug ung- menna var ráðinn á vegum Jafnin- gjafræðslunnar til að vinna að for- vamarstarfi með ungu fólki. Einnig má nefna Iðnskólaverkefn- ið, sem Reykjavíkurborg hefur stað- ið fyrir, en í sumar fara 70-80 ung- menni í starfsnám í Iðnskólanum á vegum Reykjavíkurborgar. Loks vil ég geta um starfsþjálfunarverkefni á vegum Evrópusambandsins, sem Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar mun taka þátt í og ekki síst mun koma ungu atvinnulausu fólki til góða. Vinnumiðlun Reykjavíkur- borgar fær styrk að upphæð 1,9 milljónir króna frá Evrópusamband- inu til þessa verkefnis en framlag Vinnumiðlunar er 1,3 milljónir á tveimur árum. Þetta er samstarfs- verkefni sem unnið er í samstarfi við Belgíu, Grikkland og Spán. Vinnuklúbburinn markar tímamót Samstarf Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytis um stofnun og rekstur Vinnuklúbbsins markar tímamót. Markmiðið er að hjálpa fólki sem lent hefur í vítahring lang- tímaatvinnuleysis til þess að komast út á vinnumarkaðinn að nýju. Miklar vonir eru bundnar við árangur þessa starfs og sérstaklega er vonast til þess að það verði ungu atvinnulausu fólki lyftistöng. Reykjavíkurborg leggur til hús- næði undir starfsemi Vinnuklúbbsins í Aðalstræti 6 sem betur er þekkt sem gamla Morgunblaðshúsið. Vinnuklúbburinn er fyrir alla at- vinnulausa einstaklinga sem skráðir eru hjá Vinnumiðlun Reykjavíkur- borgar og óska eftir fullu starfi, en forgang munu þeir hafa sem hafa verið atvinnulausir í 6 mánuði eða lengur. Það starf sem ég hef gert hér að umfjöllunarefni miðast við að koma til móts við atvinnulaust fólk, ekki síst unga fólkið, þjálfa það og bæta möguleikana til þátttöku á vinnu- markaði. En ýmislegt bendir til að atvinnuleysi meðal ungs fólks verði viðvarandi vandi ef ekki er tekið á því í skólakerfinu. Höfundur er borgarsljóri. Guðfræðiganga í Skaftafelli DAGANA 28. júlí - 2. ágúst gengst Æsku- lýðssamband kirkjunn- ar í Reykjavíkurpróf- astsdæmum fyrir guð- fræðigöngu í Skafta- felli. Verkefnið er unn- ið í samstarfi við Sam- kirkjuráð ungs fólks í Evrópu (Ecumenical Youth Council in Europe) og Ungt fólk í Evrópu (Youth for Europe) og er styrkt af Evrópusambandinu. Þátttakendur eru á aldrinum 15-25 ára og koma frá Ukrainu, Rúmeníu, Póllandi, Tékklandi, Englandi, N-írlandi, Finnlandi, Svíþjóð, Möltu, ítaliu og íslandi. Námskeiðið er samkirkju- iegt og eiga þátttakendurnir það allir sameiginlegt að starfa í æsku- lýðsstarfi sinnar kirkjudeildar. Eins og yfirskrift göngunnar ber með sér verður gengið um þjóðgarð- inn í Skaftafelli, hlýtt á fyrirlestra, efni þeirra skeggrætt og unnið í hópnum. I fyrirlestrunum verður fiallað um tengsl manns og nátt- úru, sköpunarguðfræði, náttúru- sýn, vistfræði og náttúrusiðfræði. Tekist verður á við spurningar á borð við: Hver er sérstaða mannsins í náttúrunni? Hver eru tengsl manns og náttúru? Hver er náttúrusýn Biblíunnar? Hver er afstaða krist- innar guðfræðihefðar til náttúrunn- ar? Hefur kirkjan eitthvað til mál- anna að leggja í vistfræðiumræðu samtímans? Hvernig getur ungt fólk í Evrópu látið til sín taka í náttúru- og umhverfisvernd? Hver eru tengsl vistfræði og efnahags- lífs? Hver er afstaða nútímamanns- ins til náttúrunnar og efnislegra gæða? Fyrirlesarar verða Stefán Bene- diktsson þjóðgarðsvörður, Hjörleif- ur Finnsson heimspekingur og leið- sögumaður hjá íslenskum fjalíaleið- sögumönnum, Carlos Ari Ferrer guðfræðingur, Sebastian Kopanski guðfræðistúdent frá Póllandi og Björn Guðbrandur Jónsson umhverfis- fræðingur. Kirkjan víða um heim hefur beitt sér fyrir rannsóknum og umræðu um umhverfis- vernd og t.d. rekur sænska kirkjan bú- garða, fræða- og rann- sóknarsetur þar sem leitað er lausna á vist- fræðilegum vandamál- um. Markmiðið með guð- fræðigöngunni í Skaftafelli er að láta ungt fólk af ólíku þjóð- erni og frá ólíkum kirkjudeildum hittast og kynnast og takast á við þær brennandi spurningar sem mannkyn stendur frammi fyrir og varða samskipti Kirkjan víða um heim, segir Haukur Ingi Jónasson, hefur beitt sér fyrir rannsóknum og umræðu um umhverfisvernd. manns og náttúru. Námskeiðinu er einnig ætlað að sýna fram á að ís- lenska þjóðkirkjan getur einnig fengist við brýnni verkefni en sjálfs- og embættisskilning íslenskrar prestastéttar. Með samræðum ungs fólks um krefjandi málefni samtímans og guðfræðinnar er hugsanlegt að komandi kynslóð muni í auknum mæli sína ábyrgð í daglegu lífi sínu og veiji dýrmætum tíma sínum og lífskrafti ekki í titlingaskít heldur í það sem er uppbyggjandi og fram- sækið. Höfundur er framkvæmdastjóri Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum. Haukur Ingi Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.