Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 39 FRÉTTIR Heyannir í Arbæ HEYANNIR verða á Árbæjar- safni sunnudaginn 28. júlí. Túnið við Árbæinn verður slegið með orfi og ljá eftir hádegið. Þá verður rifjað, rak- að, tekið saman og bundið í bagga. Gömul heyvinnutæki verða til sýnis á túninu og dráttarvél frá miðri öldinni við Reykhóla. Ásamt þessu öllu verður hefð- bundin dagskrá, svo sem roð- skógerð, harmóníkuleikur og lummubakstur í Árbænum. Þá verða gullsmíði, hannyrðir og netahnýtingar í safnhúsunum og mjaltir við Árbæinn klukk- an 17. Laugardagurinn verður eins og áður helgaður börnum og' verður dagskrá fyrir þau frá klukkan 14 til 15. HEYANNIR í Árbæjarsafni. Verðlaun í slagorðakeppni VERÐLAUN í slagorðasam- keppni, sem Landsbankinn efndi til í tilefni af 110 ára afmæli sínu 1. júlí sl., voru afhent í kaffisam- sæti í aðalbanka fyrir skömmu. Slagorðið, sem valið var úr á fjórða þúsund tiilagna, er I for- Veiðimót barna og unglinga í Elliðaánum STANGAVEIÐIFÉLAG Reykjavík- ur endurtekur mánudaginn 29. júlí kl. 15-21 veiðimót og kennslu fyrir börn og unglinga í Elliðaánum. Slíkt mót var fyrst haldið 15. ágúst í fyrra. Þátttaka er heimil öllum félags- mönnum SVFR 16 ára og yngri og er án endurgjalds. Vanir leiðsögu- menn verða þátttakendum til að- stoðar allan tímann. Mæting er við veiðihús kl. 14.15, þá fer fram skráning þátttakenda og þeim verður skipt í hópa. Veið- ar, kennsla og leiðsögn um Elliða- árnar. Safnast saman við veiðihúsið aftur, afli veginn og mældur og boðið uppá léttar veitingar og viður- kenningar afhentar. -----» ♦ ♦---- Menning og gleði á Vopnafirði DAGANA 28. júlí - 5. ágúst halda Vopnfírðingar svokallað Vopna- skak, með tilheyrandi menningar- og skemmtistökki. Aðaldagskráin stendur frá fímmtudegi til sunnudags. Hljóm- ustu til framtíðar. Á myndinni eru verðlaunahafarnir ásamt Kjart- ani Gunnarssyni formanni bank- aráðs. Frá vinstri eru Halldóra Ólafsdóttir, Kjartan, Ingibjörg Hannesdóttir og Svala Öskars- dóttir. sveitirnar Sixties, Sóldögg og Sál- in hans Jóns míns leika fyrir dansi um verslunarmannahelgina, einn- ig verða ýmsar uppákomur, svo sem Stalla-Hú, Rjúpan, málverka- og ljósmyndasýningar, dorg- keppni, götuleikhús og útimarkað- ir. Lifandi safndagur á Bustar- felli, brandarakeppni, skemmti- sigling, golfmót, sjóstangaveiði- mót og skemmtiskokk, - að ógleymdu sagna- og hagyrðinga- kvöldi fímmtudagskvöldið 1. ág- úst. ------» -» ♦----- Leitað að Subaru LÖGREGLAN í Reykjavík leitar enn Subaru 1800 bifreiðar, sem var stolið af Borgarbílasölunni við Grensásveg helgina 29.-30. júní. Bíllinn er hvítur skutbíll, árgerð 1988 og er með skráningarnúmerið R-66863. Þeir sem kynnu að vita hvar bíll- inn er nú eru beðnir um að hafa samband við slysarannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. ------♦ ♦ ♦------ LEIÐRÉTT Rangt símanúmer í FRÉTT um orlofsviku fyrir krabbameinssjúk börn, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, misritaðist annað símanúmerið, þar sem tekið er á móti umsóknum. Rétta númer- ið er 557-8897. Skógardag- ur í Hauka- dalsskógi HINN árlegi skógardagur í Hauka- dalsskógi verður haldinn laugar- daginn 27. júlí miili kl. 14 og 18. Þar mun margt verða til skemmtunar fyrir almenning en auk þess er þessi dagur hugsaður til þess að fólk geti komið og kynnt sér allt það starf sem fram hefur farið þar á vegum Skógræktar rík- isins síðustu ár. Boðið verður upp á fræðslu- göngur þar sem ýmsir menn innan skógræktargeirans verða með ýmsan fróðleik. Einnig verður ein lengri ganga þar sem fólk getur séð stærri hluta af skóginum og eins mun verða farin sérstök skóg- arferð fyrir börnin. Allar göngurn- ar munu fara og skoðá skógargrisj- un sem verða mun í gangi allan daginn. Ymislegt mun verða til sýnis á planinu á Miðhlíðarholti m.a. af- rakstur skógarhnífasamkeppninn- ar, handverksmenn munu vinna úr íslenskum við, skógarverkfæra- sýning og síðan verður boðið upp á grillpylsur, gos, kaffi o.fl. Haukadalskirkja verður opin og við hana verður einnig hestaleiga fyrir börnin. -----♦ » ♦----- Athugasemd frá Lög- heimtunni Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd: „Okkur hefur borist til eyrna að þess gæti manna á meðal að nafni Lögheimtunnar og Lögþings sé ruglað saman. Þykir af því til- efni rétt að taka fram að engin tengsl eru, eða hafa nokkurn tíma verið, milli Lögheimtunnar og Lögþings. Ruglingur í tali manna virðist stafa af líku heiti félag- anna. Lögheimtan er elst sérstakra innheimtufyrirtækja, stofnuð 1980. Innheimtufyrirtæki sem síð- an voru stofnuð völdu mörg keim- lík nöfn sem byija á Lög... Lögheimtan hefur skrifstofu á Laugavegi 97. Undirritaðir eru eigendur stofunnar og hafa allir full lögmannsréttindi og eru aðilar að Lögmannafélagi íslands. Reykjavík 25. júlí 1996, Ásgeir Thoroddsen, Bjarni Þór Óskarsson, Tómas Jónsson, Sveinn Andri Sveinsson, Gunnar Thoroddsen. Stjórnsýslukæra til ráðherra Kæra synjun á vínveitingaleyfi FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, Páli Péturssyhi, hefur borist stjórn- sýslukæra frá Hrafnkeli Ásgeirs- syni hæstaréttarlögmanni fyrir hönd Þorvaldar Ásgeirssonar, Við- ars Halldórssonar, Lilju Matthías- dóttur og Strandgötu 30 ehf. vegna samþykktar bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar frá 16. apríl sl. Þá var felld með 8 atkvæðum gegn 3 tillaga um að veita Þorvaldi Ásgeirssyni vínveitingaleyfi til bráðabirgða í sex mánuði fyrir veitingahúsið Strandgötu 30 með því skilyrði að almennur aðgangur að veitinga- staðnum verði takmarkaður við 20 ára aldur. Þess er krafist að félagsmála- ráðherra mæli með því við lög- reglustjóra að Þorvaldi Ásgéirssyni verði veitt umbeðið leyfi. Til vara er þess krafíst að ómerkt verði samþykkt bæjarstjórnar og fyrir hana lagt að afgreiða málið að nýju og taka þá tillit til jafnræðis- reglunnar sem lögfest er í 11. grein stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Til þrautavara er þess krafist að ráð- herra lýsi yfir því að samþykkt bæjarstjórnar sé ólögleg og and- stæð stjórnsýslulögum. Mistök við lóðarúthlutun Forsaga málsins er sú að hús- eigninni Strandgötu 30, sem áður var kvikmyndahús, var breytt í dans- og skemmtihús og leyfí feng- in frá Hafnarfjarðarbæ og lögreglu- yfírvöldum, þ.m.t. vínveitingaleyfí. Reksturinn gekk ekki upp og var rekstraraðili tekinn til gjaldþrota- skipta. Eftir úthlutun lóðar til Miðbæjar hf. í Hafnarfírði komu í ljós þau mistök embættismanna Hafnar- fjarðarbæjar að hluti lóðarinnar, sem ætluð var fyrir verslunarmið- stöðina við Fjarðargötu 13-15, reyndist vera hluti lóðar Strandgötu 30. Svo fór að Miðbær Hafnarfjarð- ar keypti Strandgötu 30 af þrotabúi Kvikmyndahúss Hafnarfjarðar hf. í kaupsamningi kemur fram að um þjónustu- og veitingahús er að ræða svo og að húseignin þarfnist tölu- verðra lagfæringa. Töldu að leyfi yrðu auðfengin Þorvaldur, Viðar og Lilja keyptu húseignina af Miðbæ Hafnarfjarðar hf. og stofnuðu einkahlutafélagið Strandgötu 30. Kaupin voru gerð með vitund og vilja bæjaryfirvalda í Hafnarfírði, sem höfnuðu for- kaupsrétti. í kærunni kemur fram að hinir nýju eigendur hafí talið að vínveitingaleyfí og rekstrarleyfi yrðu auðfengin. Húsið var lagfært og í það keypt húsgögn og innrétt- ingar. Hluthafar lögðu sjálfír fram fé og ábyrgðir vegna þessa. „Fram- kvæmdirnar fóru fram með vitund hinna ýmsu embættismanna Hafn- arfjarðarbæjar,“ segir í kærunni. Þá segir að á tímabilinu frá 7. nóvember 1995 til 12. júlí, þegar kæran er dagsett, hafí bæjarstjórn Hafnarfjarðar mælt með vínveit- ingaleyfum í níu tilvikum. Auk þess eru taldir upp 5 staðir í Hafnarfírði sem hafi vínveitingaleyfi. Þá kemur fram að til lausnar málinu hafi Hafnarfjarðarbæ verið boðið með bréfí 24. apríl sl. að kaupa fasteign- ina Strandgötu 30 en því boði hafi verið hafnað. Jafnræðis ekki gætt Lögmaður kærenda heldur því fram að samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti hafi ekki verið gætt við umsóknina. Henni hafí verið hafnað án rökstuðnings og án þess að einstakir bæjarfulltrúar hafí gert grein fyrir atkvæðum sínum. Um- bjóðendur lögmannsins séu þeir einu á umræddu tímabili sem hafi fengið synjun. Smfl auglýsingor Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14 í umsjón unglinga. Allir hjartanlega velkomnir. Dagsferð 28. júlí kl. 10.30: Selvogsgatan. Forn leið á milli Hafnarfjarðar og Sel vogs. Verð 800/900. Útivist. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MORKINNI 6 - SlMI 568-2533 Dagsferðir Ferðafélagsins: Sunnudagur 28. júlí kl. 8.00: 1) Þórsmörk - dagsferð - verð kr. 2.700. 2) Hveravellir - dagsferð - verð kr. 2.700. 3) Kl. 13.00 - Hrútagjá - Fjallið eina. Ekið áleiðis Krýsuvíkur- veg, framhjá Vatnsskarði. Gengið á Fjalfið eina (223 m) og áfram að Hrútagjá. Verð kr. 1.200. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. Ferðafélag fslands. Þingvellir - þjóðgarður Laugardagur 27. júll kl. 13.30 Skógarkot Gönguferð að hinu gamla býli í Þingvallahrauni. Hugað að nátt- úru og búsetusögu. Ferðin hefst við þjónustumiöstöð og tekur í kringum þrjár og hálfa klst. Takið með ykkur skjólfatnað og verið vel búin til fótana. 16.00 Þinghelgi Gengið um hinn forna þingstað, Lögberg, Lögréttu og upp í Al- mannagjá. Stiklað á stóru i sölu þinghalds á Þingvöllum. Ferðin hefst við Flosagjá (Peningagjá) og tekur eina og hálfa klst. Sunnudagur 28. júli kl. 13.00 Barnastund Helgistund fyrir börn. Söngur, leikir og náttúruskoðun. Hefst við Þingvallakirkju og stendur i tæpa klukkustund. Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Þingvallakirkju. Kl. 15.05 Þinghelgarganga. Rölt um hinn forna þingstað og næsta nágrenni Þingvallabæjar. Hefst við kirkju að lokinni messu og tekur um Vh klst. Allar nánari upplýsingar um dag- skrá þjóðgarðsins fást I þjón- ustumiðstöð, sími 482 2660.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.