Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni HERE'5 TME WORLP WARI FLYING ACE CR05SING NO MAN'S LANO TO V/ISIT HIS BROTHERIN THE TRENCHE5.. Hl, SPIKE! H0U)'S EVERVTHIN6 60IN6? U/ELL, I HAVETO 6ET BACKTOTHE AERODROME.. HAVE A NICE OM.. NEVER TELL AN INFANTRVMAN TO HAVE A NICE PAY.. Hér er flugkappinn í fyrri Sæll, Sámur! Hvernig Jæja, ég verð að fara aftur Segðu aldrei við fót- heimsstyrjöldinni að fara hefurðu það? Ég er I út á flugvöll ... gangi þér gönguliða: „Gangi þér yfir einskis manns Iand til fótgönguliðinu. allt í haginn ... allt í haginn." að heimsækja bróður sinn í skotgröfunum... BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: Iauga@mbl.is Konur, jafnrétti, forsjá Frá Helgu Dögg Sverrisdóttur: JÆJA, konur. Hafið þið lesið grein- arnar í Degi 11. og 23. júlí sl. Hvað finnst ykkur? Höfundur gefur í skyn að feður séu jafnir okkur að ala upp börn. Hann leyfír sér meira að segja, að draga í efa að réttlæti felist í því að okkur mæðrum sé nær alltaf falin forsjá barna okkar. Hvemig vogar höfundur greinanna sér að ryðjast svona inn í okkar reynsluheim. Eigum við konur ekki börnin? Hver skiptir best á barninu - við!? Hver kann að gefa því að borða eins og á að gera - við!? Hver gælir við barnið - við!? Hver kann að klæða bamið - við?! Hver veit hvað barninu er fyrir bestu - við!? Nei, dokum aðeins við. Hver held- ur þessu fram. Eru það við kynsyst- ur góðar. Að þessari „vitleysu" slepptri. Mér krossbrá við að lesa þessar greinar. Er jafnréttinu í for- sjármálum komið eins og raun ber vitni. Erum við komin svo skammt á veg, ný öld nálgast. Hafa konur ekki barist nóg fyrir jafnræði í for- sjármálum? Nei. Hví ekki? Er barátt- an okkur ekki að skapi, eða njótum við þessara forréttinda í hefnd- arskyni fyrir ójafnræðið. Þora dóm- arar, sýslumenn og aðrir þeir sem hafa með forsjármál að gera ekki að koma sér upp úr þeim gömlu hjól- förum að vera hliðhollir mæðrunum í forsjárdeilum? Hvað óttast þessir opinberu aðilar? Kvenréttindasam- tök! Konur góðar. Það er langt frá því að nokkur skynsemi felist í þessum úrelta hugsunargangi. Börn eiga rétt á samvistum við báða foreldra sína, svo segja lögin. Hví er þeim ekki framfylgt? Spyr sá sem ekki veit. Hvaða réttlæti er í því að þegar hjón geta ekki lifað í sátt og samlyndi að annar aðilinn eigni sér börnin og kerfið segir: Þetta er bara svona. Hvaða lög/sáttmála er verið að bijótá á bömunum. Hvaða yfirvöld eiga að sjá um að lögum/sáttmálum sé fram- fylgt? Hvaða réttlæti er það að faðir- inn þurfi að beijast með öllum tiltæk- um ráðum til að umgangast börn sín. Móðirin telur sinn rétt svo vísan að hún getur beitt honum gegn föð- urnum. Virtir lögfræðingar segja feðram að það sé útilokað fyrir þá að sækja um forsjá barna sinna. Hefðin er svo sterk, þeir eiga enga möguleika. Eingöngu kostnaður og sárindi. í nær öllum forsjárdeilum sem faðrinn sækir rétt sinn er þrautargangan of erfið, faðirinn gefst upp. Kerfið er konum hliðhollt og við konur virðumst ekki vilja jafn- ræði á þessu sviði, það er ljóst. Oflugri barátta hefði annars átt sér stað. Konur geta í forsjármálum ekki sagt, karlmennirnir eiga að beijast sjálfir fyrir þessum rétti sínum. Barn á sér tvö foreldri karl og konu. HELGA DÖGG SVERRISDÓTTIR, sjúkraliði og fjögurra barna móðir. Eru siðalög’mál lækna- stéttarinnar á reiki? Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur og Ásdísi Frímannsdóttur: HVE mörg mál fær siðanefnd lækna- félagsins til umfjöllunar á ári hveiju? Eru það alvarleg mál, eða aðeins smávægileg siðferðileg brot? Sam- kvæmt Alþjóðasiðareglum lækna, er hlutu samþykki á allsheijarþingi þeirra í Feneyjum í október 1993, virðast því miður ýmsar þeirra siða- reglna lítt sýnilegar í raun í dag. Þar segir meðal annars: „Lækni ber að koma heiðarlega fram við sjúklinga sína og starfsbræður, hon- um ber að leggja sig fram um það, að fletta ofan af læknum, þeim sem áfátt er í skapgerð, eða í færni, eða viðhafa svik og blekkingar." Þetta tiltekna atriði höfum við ekki getað séð í framkvæmd hér á landi ennþá. Þvert á móti þorir eng- inn læknir að staðfesta skriflega misferli annars. I þessum sömu alþjóðlegu siða- reglum segir einnig: „Lækni ber að staðfesta það eitt sem hann hefir sjálfur sannprófað." Hvemig getur læknir staðfest, (sann- prófað) sjúkdómsgreiningu gegnum síma? Slíkt er þó mjög algengt hér á landi, þ.e. lyf era símsend eftir eitt samtal. Sjúklingar eru gerðir þátttak- endur í tæknilegri tilraun, er kostar tilheyrandi peninga, og skýtur raun- veralegri sjúkdómsgreiningu á frest. Ennfremur segir um almennar skyldur lækna í alþjóðasamþykkt- inni. „Læknir á ekki að leyfa hagn- aðarhvöt að hafa fáhrif á fijálsa og óháða beitingu fagmannlegs álits í þágu sjúklings." Þetta tiltekna atriði má síðan bera saman við tilvísanaskrif lækna á sín- um tíma, er nokkrir læknar fóru ham- föram yfir hugsanlegri tilkomu tilvís- ana. Fróðlegt væri til dæmis að vita hvort þeir hinir sömu hafi talist sið- ferðilega brotlegir, í skrifum þessum. Einnig má nefna Lissabonyfírlýs- inguna, um réttindi sjúklingsins, er var samþykkt á 34. heimsþingi lækna, grein c, en þar segir: „Sjúklingurinn á þann rétt, að vænta þess að læknir hans virði trún- að um allar upplýsingar er varða læknisfræðileg atriði og einkahagi". Má í því sambandi nefna dæmi þess að mynd tekin af áverkum í kjölfar aðgerðar á sjúklingi, er sýnir einnig kynfæri, virðist ekki höfða nægilega til siðferðisvitundar viðkomandi lækn- is, þannig að sú mynd sé tekin frá sem gagn í áframhaldandi málsmeð- ferð fleiri aðila utan læknastéttar. Samkvæmt starfsreglum siða- nefndar Læknafélags Islands, skulu félagsmenn er bregðast skyldum sín- um, fá áminningu og sekt ef um ítrek- að brot er að ræða. Sektarfé þetta rennur í Ekknasjóð, og er innheimt af LÍ. ‘ Spyija má hvort álíka ráðstöfun hvað varðar opinberar áminningar, gæti ef til vill verið á þann hátt, að sektir væra viðhafðar, ef ítrekuð brot væra til staðar, og þeir fjármunir myndu þá renna í hinn tóma sjúkl- ingatryggingasjóð, er virðist fjárvana. Ef vilji er til þess að viðhalda hér samfélagi siðmenningar, þá er fyrir það fyrsta að virða og fara eftir þeim reglum, er hver hefur mótað, og því miður er þar stórlega mjög „víða pottur brotinn". F.h. Lífsvogar, GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, ÁSDÍS FRÍMANNSDÓTTIR. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni tii birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.