Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 LÆKNADEILAN MORGUNBLAÐIÐ Ríkíð telur viðræðumar snúastum 1/3 heildartekna Mikið ber enn í milli í Iqaradeilu heilsugæslu- lækna og ríkisins og sleit ríkissáttasemjari viðræðum milli samninganefndanna á sunnu- Morgunblaðið/Golli ALLS komu 114 heimilislæknar alls staðar að af landinu saman á landsfundi Félags íslenskra heim- ilislækna sem boðað var til í gær vegna stöðunnar í kjaramálunum. dagskvöld. Læknar leggja höfuðáherslu á hækkun fastra launa en ríkið vill semja til áramóta og nota næstu mánuði til að endur- skoða allt fyrirkomulag launagreiðslna til lækna, þar sem þeir hafa ekki fengist til að ræða þær greiðslur sem þeir fá fyrir unnin læknisverk en ríkið telur að þær séu um 2/3 tekna þeirra. Ómar Fríðríksson kynnti sér deiluatriðin. TEKJUR heilsugæslulækna eru byggðar á tveimur meginþáttum. Annars vegar á föstum mánaðar- launum, auk aksturs- og gæsluvakt- argreiðslna og hins vegar greiðslum frá Tryggingastofnun fyrir unnin læknisverk. Samkvæmt upplýsingum Gunnars Inga Gunnarssonar, formanns samn- inganefndar Læknafélags íslands, eru föstu launin að meðaltali um 85.000 kr. á mánuði. Einnig fá lækn- ar sérstakar akstursgreiðslur en skv. samningum fá læknar greitt fyrir 8.000 km. akstur á ári og ákveðnar gæsluvaktargreiðslur samkvæmt kjarasamningi. Vægj þessara álagsgreiðslna er mjög mismunandi eftir heilsugæslu- stöðvum eða allt frá 350 klst. upp í 1.500 klst. Frá kl. 17 tii miðnættis er greitt 33% álag á föst laun, frá miðnætti til kl. 8 er greitt 45% og 45% álag er greitt allar helgar, skv. upplýsingum fjármálaráðuneytisins. Þessum greiðslum er ætlað að tryggja að læknir sé tiltækur allan sólarhringinn, þó honum sé ekki ætiað að vinna fyrir ríkið nema sem svarar 40 klst. á mánuði. Gunnar Ingi bendir á að í dag sé ekki greitt fyrir allar gæsluvakta- stundir sem læknar standa og segir að í tilboði SR hafí verið gert ráð fyrir að það ástand ríkti áfram um óákveðinn tíma. Hinn megin þáttur tekna heilsu- gæslulækna eru greiðslur fyrir unnin Morgunverðarfundur miðvikudaginn 14. ágúst 1996 kl. 8.00 - 9.30, í Sunnusal Hótels Sögu ÓGNAR GÓÐÆRIÐ STÓDUGIEIKANUM? VERDUR 1997 = 1987? N» virðist flest ganga íslensku efnahagslífi í haginn. Atvinna og neysla eykst og verðlag er áfram stöðugt. En nú stefnir í viðskiptahalla og ýmis þenslumerki eru sjáanleg. Mun sagan frá 1987 endurtaka sig, jpegar vöxtur efnahagslífsins fór úr böndunum? Framsögumenn: Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri VSI. Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður. Umræður og fyrirspurnir. Fundargjald er kr. 1.200,- (morgunverður innifalinn). Fundurinn er opinn en nauðsynlegt er að skrá þátltöku fyrirfram í síma Verslunarráðsins, 588 6666 (kl. 8.00-16.00). VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS læknisverk samkvæmt gjaldskrá Tryggingastofnunar ríkisins. Gunnar Björnsson, formaður samninga- nefndar ríkisins (SR), bendir á að samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoð- unar frá árinu 1992 séu hlutföllin á milli þessara greiðslna til lækna þau að um 1/3 þeirra byggist á kjara- samningi en 2/3 á greiðslum frá Tryggingastofnun fyrir unnin lækn- isverk. Samningaviðræðumar sem nú standi yfir snúist eingöngu um þann hluta launakjara lækna sem byggist á kjarasamningi en það sé minnihluti heildartekna flestra heii- sugæslulækna. Gunnar Bjömsson segir að samninganefnd lækna vilji ekki ljá máls á að greiðslur fyrir unnin læknisverk verði teknar inn í samningaviðræðumar. Gunnar Ingi Gunnarsson, formað- ur samninganefndar heilsugæslu- lækna, segir að engar þær breyting- ar hafi orðið á greiðslum fyrir unnin læknisverk á undanförnum ámm að ástæða sé til að taka tillit til þeirra þegar föst laun lækna séu leiðrétt í kjaraviðræðunum. „Þær greiðslur eru heldur ekki fyrir sömu verk og föst laun eru greidd fyrir,“ segir hann. Hann bendir auk þess á að í þéttbýli vegi þessar greiðslur tölu- vert í tekjum lækna en minna í dreifðum byggðum. „Ekkert vit í áframhaldandi viðræðum“ „Tíminn frá því að við hittum samninganefnd ríkisins fyrst 20. júní, hefur verið mjög illa nýttur," segir Gunnar Ingi. „Við fengum á sunnudag skriflegt svar við skrifleg- um hugmyndum okkar, sem við lögð- um fram á föstudag. Eins og samn- inganefnd ríkisins lagði fram svar sitt var því tekið sem lokatilboði hvað magnið varðar,“ segir Gunnar Ingi. „Við settumst niður til að reyna að meta þetta tilboð þeirra en þá kom í ljós að við gátum eingöngu séð hvaða áhrif tilboðið hefði varðandi hækkun fastra launa hjá helmingi heilsugæslulækna eða þeirra sem stunda ekki vaktir á vegum heilsu- gæslustöðva, vegna þess að í tilboði ríkisins er ekki gengið frá vaktamál- unum. Það þýðir minni hækkanir en samninganefnd ríkisins hefur látið flesta aðra hópa fá á því tímabili sem samningar okkar hafa verið lausir. Þegar við stóðum frammi fyrir þessu var augljóst að það væri ekkert vit í áframhaldandi viðræðum á þessu plani“, sagði Gunnar Ingi. Ríkið býður 5,86% fastlaunahækkun Tilboð ríkisins er í meginatriðum í takt við aðra samninga sem samn- inganefnd ríkisins hefur gert við önnur stéttarfélög á yfirstandandi samningstímabili, að sögn Gunnars Björnssonar. Að mati ríkisins þýða þær launahækkanir sem ríkið býður samantekið að meðaltali 7-8% hækk- un til áramóta frá undirritun samn- ings. Ríkið vill að gerður verði samning- ur til næstu áramóta. Boðin er 2.700 kr. hækkun dagvinnulauna að meðal- tali, auk 3% hækkunar, sem eru þær almennu launahækkanir sem samið hefur verið um við önnur félög. Þá felst í tilboði ríkisins að 6.000 km. akstursgreiðslur til lækna af 8.000 km. á ári verði felldar inn í launa- töflu eins og gert hefur verið í nýleg- um samningi við sjúkrahúslækna. Við þá breytingu hækka föst laun lækna verulega og gæsluvaktarálag sem reiknað er út frá föstum laun- um, að sögn Gunnars Björnssonar en kostnaðaráhrifin fyrir ríkið eru minni. Kemur þetta misjafnlega út fyrir lækna en þeir sem hafa mestu yfir- vinnuna eða standa flestar bakvaktir fengju hlutfallslega meira í sinn hlut en aðrir. Loks býður ríkið að sérstakar greiðslur sem læknar hafa fengið fyrir ungbamaeftirlit og mæðra- vemd verði felldar niður en röðun lækna í launatöflu hækki í staðinn. í dag em greiddir 13 dagvinnutímar vegna þessa á hvem lækni á stöðvum þar sem ero 1.200 íbúar eða fleiri en þeim fjölgar um tvær stundir fyr- ir hvetja 200 íbúa umfram 1.200. Hefur þetta verið metið til eins launa- flokks hækkunar. Talsmenn samninganefndar ríkis- ins og samninganefndar Iækna eru sammála um að í tilboð ríkisins felist um það bil 5,87% hækkun á launa- töflu Iækna en auk þess eru boðnar um 1,8% svokallaðrar sérkjarahækk- anir ofan á föstu launin en þar er um að ræða hækkanir á einstökum starfsheitum til að bæta sérstaklega stöðu lækna í einstökum umdæmum. Gagnvart öðrum hópum hefur þessi hækkun verið útfærð þannig að 2/3 hlutar félagsmanna hækkuðu um einn launaflokk. „Sóknarprestar með tvöfalt hærri mánaðarlaun“ „Staðan í dag hefur þróast þannig að á margra ára tímabili hafa heilsu- gæslulæknar orðið fyrir tekjutapi og það hefur verið vaxandi óánægja með kjörin, bæði föstu launin og vakta- greiðslur út um allt land,“ segir Gunn- ar Ingi. „í mars árið 1982 vorum við ofar í launaflokkaröðun en sóknarprestar. I dag eru föst mánaðaralaun þeirra meira en tvöfalt hærri en fóst laun okkar. Það er ekki hægt að skýra þetta með því að veröldin í kringum þá hafi breyst eitthvað öðrovisi en í kringum okkur,“ segir hann. „Þessi deila er nokkuð sérkennileg og hefur þróast öðro vísi en von var á. Mánuðum saman sögðu fulltrúar heimilislækna að uppsagnir þeirra væro tilkomnar vegna þess að þeir vildu leggja áherslu á að styrkja stöðu heilsugæslunnar innan heilbrigði- skerfisins, en þeir voru óánægðir með að sérfræðingar hefðu gengið inn á þeirra starfssvið,“ segir Friðrik Soph- usson fjármálaráðherra. „Heilbrigðisráðherra náði sam- komulagi við heimilislæknana um stefnu í heilsugæslumálum. Þess vegna kom það á óvart að heilsu- gæslulæknamir skyldu ekki draga uppsagnir sínar til baka þegar niður- staða var fengin í þessu máli. Mín von er sú að á landsfundi læknanna fái samninganefnd lækna umboð til þess að semja um breytta samsetn- ingu tekna heimilislækna. Um það bil þriðjungur tekna þeirra eru beinar launagreiðslur en tveir þriðju koma frá Tryggingastofnun og viðskipta- mönnum þeirra. Eðlilegasta leiðin til að leysa þessa deilu er að heimilislæknar fái sam- svarandi hækkanir á laun sín eins og aðrar stéttir hafa fengið á þessu samningstímabili, þar á meðal aðrir læknar, eins og til dæmis sjúkrahús- læknar. Samningar renna út um ára- mótin og því er eðlilegt að tíminn verði notaður næstu íjóra mánuði til þess að fara yfir þær kerfísbreyting- ar sem þurfa að eiga sér stað í tekju- myndun heimilislæknanna. Samn- inganefnd ríkisins hefur fullt umboð til þess að ganga frá slíkum samn- ingi. Það hljóta allir að sjá að það eru ekki efni til þess að heimilislækn- ar fái nú launahækkanir umfram aðrar stéttir og þar á meðal aðra lækna," segir fjármálaráðherra. Skert læknisþjónusta vegria landsfundar heimilislækna Ráðstafanir ekki gerðar STARFSHOPUR heilbrigðisráðu- neytisins, landlæknis og héraðs- lækna kom saman í gærmorgun og var haft samband við alla héraðs- lækna á landinu til að ræða hvort nauðsynlegt væri að gera sérstakar ráðstafanir í læknisþjónustunni vegna tveggja daga landsfundar Fé- lags íslenskra heimilislækna sem hófst í gær, þar sem óttast var að læknislaust yrði í mörgum héruðum. í gær komu á annað hundrað heimilislæknar af öllu landinu saman til tveggja daga landsfundar sem boðað var til, til að ræða þá stöðu sem upp er komin vegna uppsagna heilsugæslulækna. „Við höfðum í huga hvort ástæða væri til að setja lækna á nokkra staði en það var mat héraðslæknanna að þess þyrfti ekki með,“ sagði Matthías Halldórs- son aðstoðarlandlæknir. Ástandið víða mjög slæmt Hann benti á að ástandið væri víða mjög slæmt vegna uppsagna heilsugæslulækna, sérstaklega á suðaustur og norðaustur horni lands- ins. Þó væru a.m.k. einn læknir að störfum við hvert af litlu sjúkrahús- unum úti á landi. Auk þess væru nokkrir læknar á stöðum þar sem ekki ero sjúkrahús, s.s. í Borgar- nesi, Grondarfírði og á Djúpavogi. „Menn gera sér grein fyrir því að það geta alltaf komið upp alvarleg bráðatilfelli og varanlegt heilsutjón eða dauðsfall sem má beinlínis rekja til þessarar deilu. Það má benda á að margt gamalt fólk vill ekki ónáða lækni á neyðarvakt, jafnvel þó það sé með töluverð óþægindi og ein- kenni, af því það veit hvert ástandið er. Það er hins vegar ástæða til að leggja áherslu á að heilsugæslustöðv- amar ero ekki auðar og reyndir hjúkrunarfræðingar til staðar,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.