Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 13 Sjóferðir ehf. á Dalvík Nýr farþegabátur til hvalaskoðunar tekinn í notkun FYRIRTÆKIÐ Sjóferðir ehf. á Dalvík hefur tekið í notkun nýjan farþegabát og er ætlunin að nýta hann til hvalaskoðunar á Eyjafirði en farið verður í daglegar skoðunar- ferðir frá Dalvík. Einnig mun báturinn verða not- aður í grillferðir til Hríseyjar en Sjóferðir hafa komið sér upp grillað- stöðu í lokaðri vík á vesturhluta eyjarinnar. Þá hefur verið mikill áhugi á að nota bátinn í ýmiss kon- ar skemmtiferðir fyrir hópa, m.a. frá Grímsey, Ólafsfírði, Héðinsfirði og Siglufirði. Þessi nýi bátur er tæpir 13 metrar að lengd og 4,4 metrar að breidd. Hann er búinn tveimur 570 hestafla vélum sem skila 30 mílna ganghraða. Sjóferðir ehf. hafa orðið viða- mikla reynslu af hvalaskoðunar- og sjóstangaveiðiferðum í utanverðum Eyjafirði, enda hefur fyrirtækið starfað á þessum vettvangi í 4 ár, eins og segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins. Hvalur sést í hverri ferð í sumar hefur ekki verið farin sú ferð að ekki sjáist til hvala. Mik- ið er af hrefnu í Eyjafirði og þá einnig af höfrungum og hnísum en því til viðbótar hafa sést hnúfubak- ar allt inn fyrir Hrísey. Með tilkomu þessa nýja farartæk- is, sem útbúið er með útsýnisbúri sem er eina sex metra yfir þilfari, verður auðveldara að finna hvar dýrin halda sig á hveijum tíma og fylgja þeim eftir. Með þessu móti er enn líklegra að hvalur sjáist í hverri ferð. Víðtæk leit gerð að þriggja manna fjölskyldu Fannst heil á húfi í gangnamannakofa FÉLAGAR í Hjálparsveit skáta og Flugbjörgunarsveitinni á Akureyri voru kallaðir út til leitar að þriggja manna fjölskyldu skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Hjón og fullorðin dóttir þeirra ætl- uðu að ganga úr Eyjafirði yfir í Bleiksmýrardal í S-Þingeyjarsýslu í gegnum Gönguskarð í Garðsárdal en villtust af leið. Þau fundust und- ir morgun í gangnamannakofa sem heitir Addi og er um 2 km sunnan við Gönguskarð og amaði ekkert að þeim. Göngufólkið lagði af stað um kl. 11 á laugardagsmorgun og ætlaði sonur hjónanna að ganga til móts við þau að austanverðu. Þegar fólk- ið skilaði sér ekki yfir í Bleiksmýrar- ardalinn um kvöldið kallaði hann hjálparsveitarmenn til aðstoðar. Er göngufólkið gerði sér grein fyrir því að það hafði villst af leið snéri það þegar í gangnamannakofann enda komin svarta þoka og skyggni lítið, þótt veður væri gott. Fólkið er vant göngufólk og það var vel búið og gerði það eina rétta þegar þokan skall á, að koma sér fyrir í kofanum. Myndlistar- sýning í skókassa GALLERÍ Gúlp!, sem er einn minnsti sýningarstaður á landinu, en sýningarnar eru í skókassa, efn- ir til sýningarinnar „Sýnir og veru- leiki“ á Café Karólínu í Grófargili miðvikudagskvöldið 14. ágúst kl. 21. Sýningin verður opin eitthvað fram eftir nóttu. Hlynur Hallsson skipuleggur sýn- inguna og hefur hann fengið 24 hollenska, þýska, bandaríska og ís- lenska myndlistarmenn til liðs við sig. Hlynur er búsettur í Þýskalandi og rekur sýningarstaðina „Kunst- raum Wohnraum" í Hannover og „galerie hallsson" í Köln, Hamborg og Berlín auk þess sem hann hefur gefið út tímaritið „Blatt blað“ í rúm þijú ár. Báturinn þrifinn eftir mettúrinn Grímscy. Morgunhlaðið. VALDIMAR Traustason sem rær með handfæri á trillunni Trausta er elsti sjómaðurinn í eynni. Hann fór fyrst í róður með afa sínum, árið 1931, þegar hann var 9 ára. Þá var hann bundinn niður í bát- inn svo hann félli ekki útbyrðis. Valdimar hefur stundað sjó- sókn nær óslitið frá því hann var 12 ára. I síðustu viku var hann að koma að landi með 650 kíló sem er mesti afli sem hann hefur fengið í einum róðri í sumar. Hann var í óða önn að þrífa bát- inn sinn eftir þennan mettúr sum- arsins þegar ljósmyndari átti leið um bryggjuna í Grímsey. LANDIÐ VERSLUNIN Blómsturvellir á Hellissandi. Morgunbiaðið/Heigi Kristjánsson Blómsturvellir stækka við sig Ólafsvík - Við verslunina Blómst- urvelli á Hellissandi, sem hefur verið starfrækt í 25 ár, var á dögunum tekin í notkun ný viðbygging við húsnæði verslunarinnar. Starfar hún nú á 510 fm gólffleti. Reksturinn skiptist í fjórar deildir sem eru: Raftækja- og heimilistækja- deild, sportvörudeild, vefnaðarvörur og álnavörur og svo búsáhöld og gjafavörur. Umsvif verslunarinnar hafa verið vaxandi með hveiju ári enda er hún fyllilega samkeppnisfær við það sem best gerist annars staðar bæði hvað varðar verð og þjónustu. Eigendur Blómsturvalla eru hjónin íris Tryggvadóttir og Óttar Svein- björnsson. Færir bændum pitsur út á tún Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundss. KARL Guðlaugsson tann- læknir og Ingibjörg Sva- varsdóttir aðstoðarkona. Tannlæknir kominn til starfa í Vogum Vogum - Tannlæknirinn Karl Guðlaugsson hefur opnað tannlæknastofu í húsnæði Heilsugæslu Suðurnesja í Vogum. Undanfarin þijú ár hefur Karl rekið tannlæknastofu í Reykjavík og verður tann- læknastofan í Vogum rekin samhliða. í samtali við Morg- unblaðið sagðist Karl vera bjartsýnn um rekstur stof- unnar og vonaðist eftir að eiga. gott samstarf við Vogabúa. Hvolsvelli - Það eru ekki aðeins hvítu heyrúllurnar, sem nú sjást á flestum túnum iandsins, sem vitna um breytta búskaparhætti. A Hvolsvelli var í vor opnaður nýr veitingastaður, Gallerý-Pitsa, og hafa eigendurnir þeir Þorsteinn Jónsson og Ingólfur Ingvarsson haft í nógu að snúast í sumar. Eitt af því sem vakið hefur at- hygli er að nú hringja bændurnir á pitsustaðinn og panta pitsu í mannskapinn í stað þess að tefja sig á því að fara heim í mat. Hefur þetta mælst vel fyrir að sögn Þorsteins og verið þó nokkuð um að þeir hafi veitt bændum þessa þjónustu enda þurrkurinn alltaf dýrmætur. Þorsteinn rak áður veitingastað í Vestmannaeyj- um og segir hann að mikið sé um að Eyjamenn skelli sér á Hvol- svöll og fái sér málsverð á nýja veitingastaðnum. „Reksturinn hefur gengið ljóm- andi vel frá því opnað var, miklu betur en við þorðum að vona. Við erum nú sex alls sem störfum hér og ökum með pitsur um allt hérað en höfum auk þess innréttað hér notalegan veitingastað," sagði Þorsteinn Jónsson veitingamður. Gallerý-Pitsa starfar á nokkr- um stöðum á landinu og hefur að markmiði, auk þess að selja veitingar, að vera ætíð með myndlistarsýningar í gangi. Um þessar mundir sýnir Anna María Guðnadóttir á Gallerý-Pitsu á Hvolsvelli. Morgunblaðiö/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir ÞORSTEINN Jónsson og Siguijón Sváfnisson, starfsmaður á Gallerý-Pitsa. Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsson ÞORGILS Baldursson, eigandi að Apóteki Hornafjarðar, með fyrri eigendum, þeim Jóni Sveinssyni og Guðrúnu Óskarsdóttur. Eigendaskipti á Apótekinu á Hornafirði Hornafirði - Eigendaskipti urðu á Apótekinu á Hornafirði 1. ágúst sl. þegar þau Jón Rozinkrans Sveins- son og Guðrún Óskarsdóttir seldu fyrirtæki sitt. Eftir rúmlega 19 ára dygga þjónustu við Hornfirðinga flytja þau sig til Kópavogs þar sem þau opna nýtt apótek, Engihjalla- apótek. Þorgils Baldursson og Inga Jóns- dóttir keyptu af þeim og koma frá Seyðisfirði þar sem þau hafa verið apótekarar síðan 1992. Þorgils þekkir vel til hér í sýslu þar sem hann hafði leyst fyrri eigendur af í fríum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.