Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 52
Milljóna- tjóní vatna vöxtum MILUÓNATJÓN varð á Norðaust- urlandi þegar jökuláin Kreppa og Jökulsá á Pjöllum rufu skörð í vegi og varnargarða. Vegagerðin gerði í gær við veginn til bráðabirgða við Jökulsárbrú um 3 km sunnan Ásbyrgis. Þar rofnaði skarð í vamargarð og vegurinn sópað- ist burtu á 30-40 metra kafla. Vegur- inn að brúnni yfír Kreppu skolaðist í burtu svo klappir stóðu berar eftir. Eldgos undir jöklinum Hlaup sem hófst í Skaftá á föstu- dag var í rénun í gær og varð hlaup- ið, að sögn Oddsteins Kristjánssonar, bónda á Hvammi í Skaftártungum, helmingi minna en hlaupið á síðasta ári. Margt bendir til þess að hlaupið hafí verið undanfari eldgoss undir vestari sigkatlinum vestan Gríms- vatna á Vatnajökli sl. sunnudag. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir ekki vitað til þess að áður hafí gosið á þessum stað. ■ MilIjónatjón/26-27 More^inblaðið/Þorkell JOKULSÁ á Fjöllum rauf skarð í veginn við brúna nálægt Ásbyrgi á 30-40 m kafla. Bráðabirgðaviðgerð er lokið og er vegurinn nú fær. ‘Slm tií Ríkið vill endurskoða dæmanna launakerfi heimilislækna ÖSSUR hf., sem sérhæfir sig í framleiðslu stoðtækja, hefur gengið frá samningum við heil- brigðisráðuneytið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, um sölu á stoðtækjum fyrir um 5 milljónir króna. Er búist við fleiri slíkum samningum í kjöl- farið því ráðuneytið hefur ákveðið að notast við stoðtæki frá Össuri hf. Jón Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Össurar hf., segir að fyrirtækið hafi komist í sam- band við þessa aðila á sýningu í Ástralíu fyrir tveimur árum, og nú liggi samningar fyrir. Hann segist reikna með því að með tímanum geti þessi markaður aukist að vægi fyrir Össur og orðið ágætis markað- ur fyrir fyrirtækið. Morgunblaðið/Golli LÆKNARNIR Katrín Fjeldsted og Vilhjálmur Rafnsson við upphaf landsfundar Félags íslenskra heimilislækna í gærdag. Viðræður íslands og Danmerkur hefjast í dag Danir ekki á „gráa svæðiuu44 VIÐRÆÐUR danskra og íslenzkra embættismanna um þann ágreining, sem upp er kominn miili ríkjanna um rétt danskra skipa til veiða á um- déildu hafsvæði norður af Kolbeins- ey, hefjast í Reykjavík í dag. Ákveð- ið hefur verið að eingöngu verði um viðræður utanríkisráðuneyta ríkj- anna að ræða. Forystu fyrir dönsku sendinefnd- inni hefur Toge Lehmann. í íslenzku viðræðunefndinni verða Tómas H. Heiðar, lögfræðingur í utanríkisráðu- heytinu, og Guðmundur Eiríksson, þjóðréttarfræðingur og nýkjörinn dómari við Hafréttardóminn í Ham- borg. Lehmann og Guðmundur tóku einnig þátt í embættismannafundi árið 1988, er gert var óformlegt sam- komulag um framkvæmd landhelg- isgæzlu á hafsvæðum þeim, sem rík- in deila um. Danir utan við landhelgina Danska blaðið Berlingske Tidende sagðist í gær hafa heimildir fyrir því að fimm til tíu dönsk loðnuskip væru á umdeilda eða „gráa“ svæðinu norð- ur af Kolbeinsey eða rétt utan við það. Þrátt fyrir þetta kveðst Landhelg- isgæzlan ekki hafa orðið vör við land- helgisbrot danskra skipa. Á sunnu- dag flaug þyrla Gæzlunnar, TF-LÍF, að miðlínunni milli Islands og Græn- lands, norður af Kolbeinsey. Þá varð ekki vart við dönsk skip innan ís- lenzku lögsögunnar, en utan hennar sást til danskra skipa. I gær fengust þær upplýsingar hjá Gæzlunni að engar fregnir hafi bor- izt af dönskum skipum á umdeilda svæðinu. ■ Samkomulagið rætt/6 Læknar lýsa ábyrgð á hendur ráð- herrum og vilja alvöru viðræður KJARADEILA ríkisins og samn- inganefndar Læknafélags íslands er í hnút eftir að upp úr viðræðum slitnaði sl. sunnudagskvöld. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Ríkið vill semja til áramóta og nota næstu fjóra mánuði til að endur- skoða launakerfi fastráðinna heilsu- gæslulækna. Samninganefnd ríkisins heldur því fram að samningaviðræðurnar hafi eingöngu snert minnihluta heildartekna heilsugæslulækna, þar sem læknar ljái ekki máls á að ræða þær greiðslur sem þeir fá fyr- ir unnin læknisverk samkvæmt gjaldskrá Tryggingastofnunar rík- isins. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, og Frið- rik Sophusson, fjármálaráðherra, benda á að skv. skýrslu Ríkisendur- skoðunar frá árinu 1992 séu þriðj- ungur tekna heilsugæslulækna beinar launagreiðslur en tveir þriðju séu greiðslur samkvæmt gjaldskrá Tryggingastofnunar. Gunnar Ingi Gunnarsson, for- maður samninganefndar Læknafé- lags íslands, segir að engar þær breytingar hafi orðið á greiðslum fyrir unnin læknisverk á undanförn- um árum að ástæða sé til að taka tillit til þeirra þegar föst laun lækna séu leiðrétt í kjaraviðræðunum. „Þær greiðslur eru heldur ekki fyr- ir sömu verk og föst laun eru greidd fyrir,“ segir hann. „Eðlilegasta leiðin til að leysa þessa deilu er að heimilislæknar fái samsvarandi hækkanir á laun sín eins og aðrar stéttir hafa fengið á þessu samningstímabili, þar á með- al aðrir læknar, eins og til dæmis sjúkrahúslæknar. Samningar renna út um áramótin og því er eðlilegt að tíminn verði notaður næstu fjóra mánuði til þess að fara yfir þær kerfisbreytingar sem þurfa að eiga sér stað í tekjumyndun heimilis- læknanna. Samninganefnd ríkisins hefur fullt umboð til þess að ganga frá slíkum samningi," segir fjár- málaráðherra. Læknar á landsfundi Um 120 heimilislæknar, alls staðar að af landinu komu saman í gær til landsfundar sem Félag íslenskra heimilislækna boðaði til að ræða það ástand sem skapast hefur. I sérstakri ályktun fundarins er það alvöruleysi, sem samninga- nefnd ríkisins er sögð hafa viðhaft í samningaviðræðum undanfarna daga, harmað, þegar við blasi neyð- arástand í heilbrigðisþjónustu landsmanna. „Fundurinn lýsir allri ábyrgð á hendur fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra, hvernig komið er og skorar á þá að hefja þegar í stað alvöru samningavið- ræður við samninganefnd LÍ (Læknafélags íslands),“ segir í ályktuninni. „Eins og dæmið lítur út þá eru engar líkur á því að ég muni snúa aftur að fyrri störfum sem yfirlækn- ir heilsugæslustöðvarinnar í Árbæ,“ segir Gunnar Ingi Gunnarsson. ■ Ríkiðtelur/4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.