Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 27 Y Morgunblaðið/Börkur Kjartansson MW- :: ^rvv-ji^ ■ jitsfíií'V iKSássíaasiawaí ■ - Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Vatns- flaumur brýtur vegi BELJANDI vatnsstraumur rauf skarð í veginn vestan Jökulsárbrúar um 3 km frá Asbyrgi. A myndinni hér að ofan sést skarðið, en í gær var gert við veginn til bráða- birgða. Áður hafði Kreppa, sem rennur í Jökulsá á Fjöll- um hlaupið og varð eins og hafsjór yfir að líta með Herðubreið í baksýn, eins og sést á myndinni hér til hliðar. Að neðan sést hvernig lausum jarðvegi skolaði frá brúar- endanum yfir Kreppu í vatn- avöxtunum. sér leið í gegnum skarðið á varnar- veggnum séu malarnámur í eigu Vegagerðarinnar. Þar átti Vega- gerðin mikið af unnu efni og stór hluti þess er glataður. „Það hlýtur að hlaupa á milljón- um króna tjónið. Þarna standa vegavinnuskúrar á eyri við ána og þeir sluppu naumlega. Það flaut vel yfir dregarana, stóra bita sem skúrarnir liggja á,“ sagði Guðni. Unnið er að viðhaldi á brúnni þessi misserin og eru þá starfsmenn Vegagerðarinnar í skúrunum. Eng- ar framkvæmdir stóðu yfir þegar áin hljóp fram. Gert var við varnargarðinn til bráðabirgða á sunnudag. Guðni seg- ir að talað sé um að styrkja og hækka garðinn. Það verði þó að ígrunda þá framkvæmd vel því skárra sé að vegurinn fari þarna í sundur ef annað svona hlaup verður heldur en að brúin fari af stað. „Með því að styrkja garðinn hlýt- ur álagið á brúna að aukast að sama skapi. Það var feykilegt vatnsmagn sem fór þarna í gegnum veginn og fram hjá brúnni. Brúin hefði vafa- laust verið í meiri hættu ef varnar- garðurinn hefði ekki rofnað. Það er því alls ekki sjálfgefið að rétt sé að styrkja garðinn,“ sagði Guðni. Morgunblaðið/Þórhallur Þorsteinsson Morgunblaðið/Ásdís MORAUÐ og hvítfyssandi beljaði Skaftá undir brúna á sunnudag. Engar skemmdir urðu á varnargörð- um eða öðrum mannvirkjum enda er talið að hlaupið nú hafi verið minna en oft áður. náð upp úr jöklinum. Þetta er ekki algengt en við eystri ketilinn hefur það þó gerst nokkrum sinnum að það hafi komið óróakviður sem eru alveg eins og órói sem fylgir venjulegum eldgosum. Áð öllum líkindum er hlaupið húna úr vestari katlinum svo þetta myndi vera í fyrsta skipti sem við sæjum kviður með hlaupi úr vest- ari katlinum,“ sagði Páll. Hann sagði að þetta væru þá tals- verð tíðindi. „Það er heilmikil at- burðarás sem hefur átt sér stað undir jöklinum frá því í fyrra. Segja má að hún hafi byijað með Skaftár- hlaupi í júlí í fyrra sem kom úr eystri katlinum og var frekar stórt hlaup. Því fylgdi líka svona óróakviða sem stóð yfir í 20 tíma. Fjórar áberandi kviður komu þar innan um sem voru það stórar að þær sáust á mælum allt í kring. Það benti allt til þess að því hlaupi hefði fylgt smágos undir eystri katlinum. Skjálftavirkni á þessu svæði jókst eftir hlaupið. Næstu mánuði á eftir var skjálfta- virkni áberandi meiri miðað við það sem á undan var gengið. í febrúar sl. kom síðan heilmikil skjálftahrina undir Hamrinum sem er vestan við vestari ketilinn. Sú hrina benti til þess að þarna gæti hafa átt sér stað kvikuhlaup eða kvikufærsla í skorp- unni. Hlaupinu núna fylgir aftur óróakviða. Það bendir því ýmislegt til þess að það sé ókyrrð í eldstöðv- unum undir jöklinum, þ.e. eystri og vestari katlinum og Hamrinum," sagði Páll. Hann sagði að miklar líkur væru til þess að framhald gæti orðið á þessum óróa og ómögulegt að segja hvort hræringarnar gætu orðið stærri í sniðum. Síðasta eldgos sem vitað er til með vissu sem náði í gegnum jökulinn var árið 1910. Það var undir eystri katlinum. Með minni hlaupum Oddsteinn Kristjánsson, bóndi á Hvammi í Skaftártungum, hefur fylgst með Skaftárhlaupinu og lesið af vatnamælum í ánni. „Þetta er með minni hlaupum, u.þ.b. helmingur af því sem það er þegar mest er. Það er heldur að lækka í ánni núna en hlaupið er ekki yfirstaðið. Ætli það hafi ekki lækkað um 15-20 cm í morgun,“ sagði Oddsteinn þegar Morgunblað- ið talaði við hann í gær. Hann sagði að varnargarðar hefðu haldið og engar skemmdir orðið á mannvirkjum. Áin hafi verið kolmórauð og mikill fnykur af henni en hún sé mun ljósari núna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.