Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Úr árshlutareikningum Marels hf árið 1996 7^0- Milljónir kr. 1996 1995 Breyting ntfKðiíéfrrmmiifiguf nwnMi MIMHtMWnMUBI mmmmKmmmmammm ib (ihcmm í' m *ii ii'i im Rekstrartekjur 853,1 502,5 +69,8% Rekstrargjöld (796,1) (450,2) +76,8% Rekstrarhagnaður 56,9 52,2 +9,0% Fjárm.gj. umfram fjármunatekjui (7,8) (14,8) +47,6% Hagnaður af reglulegri starfsem 49,2 37,5 +31,3% Hagnaður fyrir skatta 48,5 37,6 +29,0% Hagnaður ársins 34,0 25,0 +35,6% Veltufjármunir 663,3 519,4 +27,7% Fastafjármunir 223,8 152,0 +47,3% Eignir samtals 887,1 671,4 +32,1% Skammtímaskuldir 434,2 295,1 +47,1% Lanqtímaskuldir 171,8 130,1 +32,0% Skuldir samtals 606,0 425,3 +42,5% Eipið fé 249,8 222,1 +12,4% Veltufé frá rekstri 73,5 EIGINFJÁRHLUTFALL 29,2% Velta Marels jókst um 70% fyrstu sex mánuði ársins Hagnaður 34 milljónir HAGNAÐUR Marels hf. á fyrri helmingi þessa árs nam 34 milljónum króna og jókst um 36% miðað við sama tímabil í fyrra er hagnaður fyrirtækisins var 25 milljónir. Velta fyrirtækisins nam 853 milljónum króna fyrstu sex mánuðina og jókst um 70% miðað við sama tímabil í fyrra. Geir A. Gunnlaugsson, forstjóri Marels, segir að þar séu menn þokka- lega ánægðir með afkomuna fyrstu sex mánuði ársins, þrátt fyrir að hagnaðurinn aukist minna en sem nemur veltuaukningunni. „Þessi veltuaukning stafar að hluta til af því að við höfum verið að selja meira af stórum vinnslukerfum og það er ljóst að þau hafa ekki eins mikla framlegð eins og okkar framleiðsla almennt gerir. Við erum hins vegar alveg þokkalega ánægðir með þessa útkomu." Geir segir að sala fyrirtækisins hér á landi hafí verið mjög góð, en Island og Noregur séu mikilvægustu markaðssvæði þess með um 50% hlutdeild í heildarsölu þess. Útflutn- ingur Marels á fyrstu sex mánuðum ársins nam hins vegar um 608 millj- ónum króna eða um 75% af heildar- veltu fyrirtækisins. Mikil endurskipulagning og fjárfesting í framleiðslunni Að sögn Geirs standa nú fyrir dyrum miklar fjárfestingar í aukinni framleiðslugetu hjá Marel. Annars vegar verður bætt við 750 fermetra húsnæði undir framleiðsluna og hins vegar verður fjárfest í tækjabúnaði fyrir um 70 milljónir króna. Með þeirri fjárfestingu sé ætlunin að vél- væða hluta framleiðslunnar sem hingað til hafi verið unnin í höndun- um. Geir segir ljóst að þessari miklu aukningu í umsvifum fyrirtækisins hafi fylgt mikið álag á starfsfólk þess, m.a. þar sem ekki hafi tekist að auka framleiðsiugetuna í sam- ræmi við veltuaukninguna. Því sé ráðist í þessar fjárfestingar nú. „Auk þessarar fjárfestingar erum við að gera ákveðna tilraun með skipulagsbreytingar á framleiðsl- unni. Við ætlum að bijóta hana upp í framleiðslueiningar, þar sem um 10-12 manna hópur mun sjá alfarið um að framleiða hvert tæki. í dag er þessu hins vegar skipt upp í smiðju og samsetningu. Við vonumst til þess að með þess- um breytingum muni okkur takast að ná verulegri framleiðniaukningu í fyrirtækinu auk þess að ná að stytta afgreiðslutímann nokkuð. Það háir okkur nokkuð að fjárfestar taka yfir- leitt ákvörðun eins seint og þeir geta en vilja síðan fá vöruna afhenta eins fljótt og mögulegt er.“ Geir segist frekar reikna með svip- aðri afkomu hjá Marel á síðari hluta ársins, miðað við verkefnastöðu fyr- irtækisins í dag. Miðað við það stefnir í um 70 milljón króna hagnað hjá félaginu í ár samanborið við um 56 milljóna króna hagnað á síðasta ári. Stóraukin bílasala hjá Heklu fyrstu sex mánuði ársins Hagnaður eykst um 48% HAGNAÐUR Heklu nam 58 millj- ónum á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Hefur hagnaðurinn aukist um 48% miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður alls síðasta árs var rúm- ar 60 milljónir þannig að einungis munar tveimur milljónum að þeim hagnaði væri náð á fyrstu sex mán- uðum þessa árs. Samkvæmt milliuppgjöri var velta fyrirtækisins 2.656 milljónir króna og er um að ræða 39% hækk- un. Rekstrarkostnaðurinn hækkaði einnig um 39% á sama tíma og nam hann 2.523 milljónum króna. Hagn- aður fyrir fjármagnsliði og skatta var 84 milljónir sem er ríflega tvö- földun frá sama tímabili í fyrra. Allar helstu lykiltölur úr milliupp- gjöri Heklu koma fram á meðfylgj- andi töflu. Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu, segir að allar deildir fyrirtækisins séu að skila betri afkomu í ár held- ur en á síðasta ári. „Við erum mjög ánægðir með niðurstöður milliupp- gjörsins. Veltan er mest í bílasöl- unni en það er góður gangur í sölu á Caterpillar vinnu- og bátavélum. Sömu sögu er að segja af sölu á Scania vöru- og langferðabílum. Eins hefur markaðssetning á raf- tækjum skilað frábærum árangri og sala þeirra margfaldast." Mikil bifreiðasala Samkvæmt bifreiðatölum frá Bif- reiðaskoðun Islands hefur innflutn- ingur á bifreiðum aukist um 21% á fyrstu sex mánuðum ársins. Að sögn Sigfúsar hefur bifreiðasala hjá Heklu á nýjum bifreiðum verið mun meiri, en fyrirtækið er með umboð fyrir Volkswagen, Audi, Seat og Mitsubishi bifreiðar. „Við höfum aukið söluna um 40% fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Allt bendir til að þróunin verði sú sama það sem eftir er árs- ins. Við erum því hóflega bjartsýn- ir um framtíðina og ætlum að halda áfram á sömu braut, segir Sigfús. Hekla birti í fyrsta skipti upplýs- ingar úr milliuppgjöri og ársreikn- inga fyrirtækisins á síðasta ári en að sögn Sigfúsar er ætlunin að gera fyrirtækið að almenningshlutafélagi „en það er langtímamarkmið og engin ákvörðun hefur verið tekin um hvenær af því verður." Eigið fé Heklu nam 405 milljón- um í lok júní og hafði það aukist um 23% frá sama tíma í fyrra. 0 HEKLA hf. Ur milliuDPPÍöri 1996 Jan.-júní Jan.-júní | Rekstur Milljónir króna 1996 1995 Breyt. Rekstrartekjur 2.656 1.904 +39% Rekstrargjöld 2.533 1.827 +39% Fjármunatekjur og (fjárm.gjöld) Hagnaöur af reglulegri starfsemi (39) 84 (36) 41 +105% Tekju- og eignarskattur (26) (2) Hagnaður 58 39 +48% Veltufé frá rekstrl 72 53 +36% Efnahagur Milliónir króna Eignir 1.557 1.532 +2% Skuldir 1.152 1.204 ■4% Elgið fé 405 328 +23% Eiginfjárhlutfall 26,0 % 21,4% Veltuf járhl utfal l 1,29 1,16 Margfaldur verðlaunabíll sameinar glœsilegt utlit, óviðjafnanlega aksturseiginfeika, ríkulegan staðalbúnað. mikil gC&ðÍ og einstaka hagkvœmni í rekstri. Verðið stenst allan samanburð Honda Accord 1.8i er búinn 115 hestafla 16 ventla vél með tölvustýrðri fjölinnsprautun. Upptak er 11.3 sek. í 100 km/klst. meðan eyðslan við stööugan 90 km. hraða er aöeins 6,6 lítrar á 100 km. Honda Accord 1.8i er búinn loftpúöa í stýri, rafdrifnum rúðuvindum og loftneti, vökva- og veltistýri, þjófavörn, samlæsingum, útvarp/segulbandi og bremsuljósi í afturrúöu. Styrktarbitar eru í huröum. Lengd: 468,5 cm. Breidd: 172 cm. Hjólhaf: 272 cm. Honda Accord 2.0i LS er búinn 131 hestafla vél, ABS-bremsukerfi, tvöföldum loftpúða, 4 gíra sjálfskiptingu ásamt fjölmörgum öðrum kostum. Verðið er aðeins 2.185.000,- á götuna. Tveggja ára alhliöa ábyrgð fylgir öllum nýjum Honda bifreiðum og þriggja ára ábyrgð er á lakki. Tökum aðra bíla uppí sem greiðslu og lánum restina til allt aö fimm ára. 1.734.000,- E) VATNAGARÐAR 24 S: 568 9900 SP-Fjár- mögnun með skulda- bréfaútboð SP-FJÁRMÖGNUN hefur hafíð út- gáfu skuldabréfa að nafnvirði 600 milljónir króna. Skuldabréfin eru boðin út með 5,90% föstum vöxtum. Þau eru til fimm ára og gjalddagar vaxta og afborgana eru tvisvar á ári, 17. febrúar og 17. ágúst, í fyrsta skipti 17. febrúar 1997. Ávöxtunar- krafan á útgáfudegi, 9. ágúst, var 6,15%. Kaupþing hf. annast sölu bréfanna fyrir SP-Fjármögnun. Markmiðið með sölu bréfanna er að afla fyár til starfsemi SP-Fjár- mögnunar. Skuldabréfín verða seld gegn staðgreiðslu. Lágmarksupp- hæð er 1 milljón að nafnverði. SP-Fjármögnun hf. hóf starf- semi í apríl 1995. Félagið stundar einkum eignarleigu, en tilgangur félagsins er að stunda eignarleigu- starfsemi, skylda starfsemi á sviði fjármálaþjónustu, þar með talinn rekstur fasteigna. Tap á rekstrin- um nam tæpum 16 milljónum á síðasta ári en rúmlega 3 milljóna króna hagnaður varð á rekstrinum fyrstu sex mánuði þessa árs. Eigið fé félagsins á miðju ári 1996 er 109 milljónir króna, segir í útboðs- og skráningarlýsingu með skulda- bréfaútboðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.