Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 39 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Stórikarl Vaðbrekka, Jökuldal. . STÓRIKARL, stór stakur I klettadrangur, stendur undir Skoruvíkurbjargi á Langanesi. A Stórakarli er eitt af fjórum HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykjavíkur hefur veitt kjúkl- ingastaðnum Suðurveri viður- kenningu fyrir að hafa komið á GÁMES kerfinu við innra eftirlit með matvælavinnslu og mat- reiðslu. Kjúklingastaðurinn Suð- urveri er einn fyrsti íslenski skyndibitastaðurinn sem öðlast j þessa viðurkenningu. „GÁMES kerfinu er ætlað að stærstu súluvörpum á íslandi, en þar hafa líka búsetu aðrir bjarg- fuglar, svo sem langvía, rita og fýll. tryggja að öllum heilbrigðisþátt- um í framleiðslu matvæla sé full- nægt og hefur Kjúklingastaður- inn Suðurveri starfað samkvæmt þessum reglum frá áramótum. GÁMES merkir greining áhættuþátta og mikilvægra eftir- litsstaða í framleiðslunni (á ensku HACCP, Hazard Analysis Critical Control Points) og tekur á öllum þáttum matvælaframleiðslunnar. Sýning á norrænni gullsmíði SJÖ skartgripahönnuðir/gullsmiðir frá Gullsmíðaskólanum í Kaup- mannahöfn sýna lokaverkefni sín í Gullsmiðjunni Pyrit G15, Skóla- vörðustíg 15 þessa dagana en sýn- ingunni lýkur 25. ágúst. I fréttatilkynningu segir: „Gull- smiðirnir nýútskrifuðu hafa leitast við að skapa nýjungar í danskri skartgripahönnun með því að vinna á óhefðbundinn hátt með form, efnivið, notkun og annað. Eðli verk- anna hefur í för með sér að maður kemst ekki hjá að taka afstöðu til hvers og eins skartgrips og til þess boðskapar sem sá sem skartgripinn ber sendir frá sér. Nemarnir sjö frá Gullsmíðaskól- anum sóttu vorið 1996 um styrki til að fara með sýningu á lokaverk- efnum sínum í Danmörku til Is- lands og Finnlands. Þau fengu bæði ferða- og sýningarstyrki frá Norrænu ráðherranefndinni, Sleipni og Norræna menningar- sjóðnum. Þannig var sýnendum gert kleift að taka þátt í uppsetn- ingu og opnun sýningarinnar í Gullsmiðjunni, Pyrit G15.“ Fyrirlestur um breytingaskeið kvenna SÁLFRÆÐISTÖÐIN mun standa fyrir fyrirlestri um breytingaskeið kvenna þriðjudagskvöldið 13. ágúst kl. 20 í Norræna húsinu. Aðeins er um þennan eina fyrirlestur að ræða. I fréttatilkynningu segir: „Varp- að verður ljósi á hvernig þetta lífs- skeið markar tímamót í ævi flestra kvenna. Hvaða áhrif getur það haft á einkalíf og starf að vera á miðjum aldri? Er þörf á endurmati og breyt- ingum til að njóta sín betur og hvaða svör getur kvensjúkdóma- læknirinn gefið konum? Anna Inger Eydal, íslenskur sér- fræðingur í kvensjúkdómum, fjallar um líkamlegar hliðar breytinga- skeiðsins. Hún starfar nú á einka- stofnun í Lundi í Svíþjóð. Anna hefur um langt árabil veitt konum á breytingaaldri fræðslu og meðferð og hefur fylgst með nýjum vísinda- legum rannsóknum _á þessu sviði. Sálfræðingarnir Álfheiður Stein- þórsdóttir og Guðfinna Eydal taka til umfjöllunar ýmsa þætti sem hafa áhrif á andlega líðan og heilsu kvenna í þessu lífsskeiði." Sumarnám- skeið Dóm- kirkjusafnaðar SEINNA sumarnámskeið Dóm- kirkjusafnaðar fyrir börn á aldrin- um 6-10 ára hefst mánudaginn 19. ágúst. Námskeiðið stendur frá kl. 13-17 þá viku til föstudagsins 23. ágúst og lýkur formlega með messu í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnu- daginn 25. ágúst kl. 11. I fréttatilkynningu segir: „Hvern dag er komið saman í Safnaðar- heimili Dómkirkjunnar að Lækjar- götu 14a þar sem eru samveru- stundir með fræðslu, söng, bæn og föndri. Frá Safnaðarheimilinu er svo farið í skoðunar- og skemmti- ferðir með leikjum og nesti. Loks er hin hefðbundna Viðeyjarferð á föstudeginum með grilli fyrir alla fjölskylduna." Þátttökugjald er 1500 kr. og er allt innifalið í því, nesti, ferðir og grill. Umsjónarmaður námskeiðsins er sr. María Ágústsdóttir. Skráning fer fram í Safnaðarheimili Dómkirkj- unnar alla virka daga frá kl. 10-12. Perú ferðalag kynnt UNNUR Guðjónsdóttir mun kynna ferð til Perú í kvöld, þriðjudags- kvöld, kl. 21 að Reykjahlíð 12 en ferðin verður farin á vegum Kína- klúbbs Unnar 21. nóvember til 15. desember á hausti komandi. Kynningin er opin öllum sem hug hafa á að ferðast um Perú og kom- ast í snertingu við forna menningu inka og njóta stórkostlegrar náttúru landsins. Gestakennari í Heimsijósi JÓGAKENNARINN Tom Gillette verður gestakennari hjá Jógastöð- inni Heimsljósi í ágúst. Gillette mun halda jóganámskeið í Kripalujóga og Asthangajóga (Power Yoga) á vegum Jógastöðv- arinnar Heimsljóss helgarnar 17.-18. og 24.-25. ágúst og einnig kenna jóga í stöðinni þriðjudaginn 20. og fimmtudaginn 22. ágúst. Nánari upplýsingar fást í Jóga- stöðinni Heimsljós, Ármúla 15. ■ FÍSN telur hátt í hundrað félaga og hefur aðsetur í Guðrúnarstofu á Sogn studentby. Starfsemin mið- ar að því að tengja saman þá fjöl- mörgu íslensku námsmenn sem eru á svæðinu. Blaðakvöld eru haldin hvern mánudag, þar sem ný Morg- unblöð eru lesin og kaffi og með því er á boðstólum. Auk þess eru á dagskránni vídeókvöld, sauma- klúbbar, fótbolti og 1. des.-hátíð svo eitthvað sé nefnt. Félagar FÍSNar gerast sjálfkrafa félagar í SÍDS og SINE. Nýir félagar eru velkomnir og fyrsta blaðakvöldið er 19. ágúst nk. Nánari upplýsingar fást hjá Hrund í síma (0047-)22187947. LEIÐRÉTT Hagnaður Skeljungs í FRÉTT um rekstarafkomu Skelj- ungs sem birtist á viðskiptasíðu Morgunblaðsins á laugardag var skekkja í töflu þar sem helstu lykil- tölur úr milliuppgjöri fvrirtækisins voru birtar. Þar var rekstarhagnað- ur fyrir fjármagnsliði og skatta fyrstu sex mánuði síðasta árs sagð- ur 118 milljónir en hið rétta er 126 milljónir. Þar af leiðandi er breyt- ingin ekki 35% heldur rúmlega 21% á milli ára. Mynd speglaðist Mistök í myndvinnslu ollu því að mynd sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag af Sænautaseli á Jökul- dalsheiði speglaðist og snéri því öfugt. Er beðist velvirðingar á þessu. ÁGÚST Thorsteinsen heilbrigðisfulltrúi, t.v., afhendir Alfreð Ómari Alfreðssyni viðurkenninguna. ; Kjúklingastaðurinn Suður- í veri fær viðurkenningu R AÐAUGL YSINGAR : : Gott íbúðarhúsnæði Raðhús, einbýlishús eða 5 herbergja íbúð óskast á leigu í 6-12 mánuði. Upplýsingar í síma 552 2223 eftir kl. 19.00. Kaupi gamla muni s.s. skrautmuni, bækur, bókasöfn, myndir, málverk, silfur, silfurborðbúnað, jólaskeiðar, ■ Ijósakrónur, bollastell, gömul póstkort, íslensk spil og húsgögn, stór og smá. Upplýsingar í síma 567 1989. Geymið auglýsinguna. Til sölu er hlutur þrotabús Jakobs Arnars Sverrisson- ar í Hafróti hf., Reykjavík, að nafnvirði kr. 4,0 millj. Þeir, sem þess kunna að óska, geta fengið send gögn varðandi hlutinn hjá undirituðum skiptastjóra þrotabúsins sem gefur nánari upplýsingar í síma 552 4753. Tilboð þurfa að berast fyrir 21. ágúst nk. Ingi Ingimundarson, hrl., sími 552 4753. 1 I I Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! Hótel á hálfvirði 3ja og 4ra stjörnu í Evrópu frá kr. 680 pr. mann á dag. Hótel- skrá: s. 587 6557 kl. 19-21. Dalvegi 24, Kópavogi Almennar samkomur falla niður í ágúst. Bænastundir verða á þriðjudagskvöldum kl. 20.30 í umsjón Sigrúnar og Ragnars. Sumarmót verður haldið 23.-25. ágúst að Varmalandi í Borgar- firði. Allir velkomnir. Upplýsingar í síma 554 0086. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Miðvikudagur 14. ágúst Kl. 08.00 Þórsmörk, dagsferö eða til lengri dvalar. Kl. 20.00 Síðsumarskvöld á Álftanesi. Auðveld kvöldganga. Brottför frá BS(, austanmegin og Mörkinni 6. Helgarferð 16.-18. ágúst Árbókarferð um svæðið milli Hvítár og Þjórsár. Brottför föstud. kl. 18.00. Fararstjóri: Ágúst Guðmundsson jarðfræð- ingur og höfundur árbókar Ferðafélagsins 1996 (Ofan Hreppafjalla) sem ferðin er til- einkuð. Gist í húsum í Kisubotn- um og Leppistungum. Fróðleg og fjölbreytt ferð. Farmiðar á skrifstofunni. Ferðafélag íslands. Dagsferð 18. ágúst kl. 9.00 Fjallasyrpan, 7. ferð, Högnhöfði. Kl. 9.00 Nytjaferö, sveppir. Helgarferðir 14.-15. ágúst Fimmvörðuháls, i miðri viku kl. 8.00 Verð 5.100/5.600. 16.-18. ágúst Básar kl. 20.00 Fjölskyldusvæði í gróð- urvin undir jöklum. Gönguferðir við allra hæfi. Verð 4.300/4.900. 16.-18. ágúst Skaftárdalur, Leiðólfsfell kl. 20.00 Gist í Skaftárdal, geng- ið að Leiðólfsfelli þar sem hópur- inn verður sóttur. Ný gönguleið um einstaklega failegt svæði. Verð 7.800/8.400. Netfang: http://www.centrum.is/utivist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.