Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 Ferðamálaskóli íslands, MK býður upp á fjölbreytt nám í ferðaþjónustu Ferðafræðinám Alhliða tveggja anna nám í ferðafræðum. Á námsárinu 1996-1997 verða 19 fjölbreyttir og spennandi áfangar í boði. Nemendum gefst einnig kostur á að taka sjálfstæða áfanga. Inntökuskilyrði er 20 ára aldurstakmark og haldgóð kunnátta í ensku. Námið er góður undirbúningur fyrir margvísleg störf í ferðapjónustu eða frekari menntun á pessu sviði. Námsframboð á haustönn: • Ferðafræði • Hótel- og veitingarekstur • Flugfélög • Markaðsfræði ferðaþjónustu • Stjórnun • Ferðalandafræði íslands • Bókfærsla • Tölvunotkun • Enska fyrir ferðaþjónustu Skráning í ferðafræðinámið fer fram 12-23. ágúst. Hikið ekki við að hringja í síma 564 3033 og fá nánari upplýsingar. Skrifstofa skólans er opin virka daga frá kl. 09:00-14:00. Ferðamálaskóli íslands Menntaskólanum í Kópavogi AUTHOKZED TRAIMNO CtNIHt ÍDAG Með morgunkaffinu ÞETTA minnir mig á að þegar við mamma þín vor- um ung, fengum við aldrei stundlegan frið fyrir pabba hennar. Farsi Undiri/Ojg/nj/nuws." HÖGNIHKEKKVÍSI Ást er... > að baka fyrir smáfólkið. TM Reg U.S. Pat. Off — aH nghis reservod (C) 1996 Los Angoles Times Syndicale VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Tapað/fundið Nintendo tölvu saknað NINTENDO Game Boy leikjatölva í glæru huistri með leikjum hvarf úr bíl sem stóð ólæstur á bíla- stæði Hótel Eddu á Ak- ureyri um verslunar- mannahelgina. Eigand- inn er sjö ára drengur og saknar þessara hluta sárt og biður skilvísan finnanda að hafa sam- band í síma 565-6939. Úr fannst KVENMANN SÚR úr gulli fannst í Land- mannalaugum fyrir u.þ.b. þremur vikum síð- an. Eigandinn má vitja þess í síma 568-2453. Flíspeysa tapaðist SPÆNSK stúlka, Elena Guijarro að nafni, fékk far með bíl frá Selfossi að Selfossflugvelli sl. laugardag kl. 14. Hún gleymdi í bílnum, grænni og blárri flíspeysu, sem hún hafði nýverið fengið í afmælisgjöf frá foreldr- um sínum. Hún biður bílstjórann vinsamlega að hafa samband við sig í vinnusíma 552-0240 eða í heimasíma 551- 5032. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur ÞESSI staða kom upp í B flokki á alþjóðamótinu í Biel i Sviss sem nú er að ljúka. Ástralski stórmeist- arinn Ian Rogers (2.575) hafði hvítt og átti leik, en Corina Peptan (2.395) var með svart, en hún er frá Rúmeníu og ber stór- meistaratitil kvenna. 24. Bxh5! - gxh5 (Svart- ur hefði getað framlengt baráttuna eitthvað með því að þiggja ekki „fórnina") 25. Bxh6 - Hfc8 (Svartur verður mát eftir 25. - Rxh6 26. Hg7+ - Kh8 27. Dxh5) 26. Hg7+ - Kh8 27. Bg5 og svartur gafst upp. Hlutavelta ÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 3.128 krónur. Þau heita Inga Valgerður Stefánsdótt- ir, Hrefna Rós Matthíasdóttir, Theodór Orri Jörgens- son og Róbert Vignisson. Víkveiji skrifar... AÐ skiptir töluverðu máli fyrir einstakar stéttir og starfs- hópa, sem standa í kjarabaráttu að koma sjónarmiðum sínum og rökum á framfæri við almenning á þann veg, að fólk skilji um hvað er deilt. Þetta hefur talsmönnum heimilis- lækna ekki tekizt í þeirri kjaradeilu, sem þeir eiga nú í. Það hefur reynzt nánast ómögu- legt fyrir fjölmiðla að fá upplýs- ingar um á hverju kröfur heilsu- gæzlu- og heimilislækna byggjast eða hveijar þær eru. Það skiptir engu, hvort talað er við talsmenn læknanna eða fulltrúa stjórnvalda, báðir aðilar hafa tekið þann kost að gefa engar upplýsingar um efnis- atriði málsins. Eini maðurinn, sem hefur gert það á skiljanlegan hátt fyrir fólk er heilsugæzlulæknirinn í Vestmannaeyjum, sem sagði í samtali við Morgunblaðið sl. laugar- dag, að hann hefði 330 þúsund krónur í tekjur á mánuði skv. skatt- skrá. Hann vinni 70 tíma í viku hverri, þar af séu 30 yfirvinnutím- ar. Þetta þýði að grunnlaun hans nemi um 140 þúsund krónum. Hann kvaðst telja eðlilegt, að grunnlaun hans næmu 200 þúsund krónum á mánuði. Töiur, sem eru settar fram með þessum hætti eru skiljanlegar fyrir almenning og þær setja líka í annað Ijós sögusagnir um, að læknarnir krefjist margra tuga prósenta hækkunar á launum. Eitt eru grunnlaun. Annað eru tekjur, sem menn skapa sér með mikilli yfír- vinnu. Þetta skilur hvert mannsbarn í landinu og þekkir af sjálfu sér eða sínum. xxx HEIMILIS- og heilsugæzlulækn- ar ættu að íhuga að treysta almenningi fyrir meiri upplýsingum um kjarakröfur þeirra. Það er ekki endilega víst, að þeir hlytu fordæm- ingu fyrir. Starfandi læknar eiga að baki langt og strangt nám. Ef það er almennt, að grunnlaun þeirra nemi um 140 þúsund krónum á mánuði er skiljanlegt að þeir telji breytingu tímabæra. í umræðum, sem hér fara fram um kaup og kjör og í samanburði á milli stétta og starfshópa er nauð- synlegt að bera saman sambærileg- ar tölur. Hver eru grunnlaun stétta, sem eðlilegt er að bera saman við heimilis- og heilsugæzlulækna svo að dæmi sé nefnt? Satt bezt að segja, er margt sem bendir til þess, að heimilis- og heilsugæzlulæknar hafi klúðrað kynningu á sjónarmiðum sínum og hagsmunum með einstökum hætti. Þeir ættu að geta gert betur. xxx HINS vegar verkar það aldrei vel, þegar starfshópar, sem standa í kjaradeilum veifa því fram- an í almenning, að þeir geti fengið vinnu í öðrum löndum, eins og þessi tiltekni hópur lækna gerir nú. Við- horf iiins almenna borgara er ein- faldlega þetta; gott og vel, af hveiju farið þið ekki? Sannleikurinn er sá, að hér er enginn skortur á læknum og eins og mál standa nú er frekar skortur á verkefnum fyrir lækna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.