Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó EyeForAnEye Forsýnd í kvöld LD JTHERLAND FORSYNIRIG: AUGA FYRIR AUGA Hvað gerir þú þegar að réttvísin bregst? Meðlimur í fjölskyldu | er myrtur á hrottafengin hátt. Morðinginn næst en er látinn I; vegna formgalla. Hverning bregstu við? Forsýnd kl. 9 íAjTbArÚÍl Frumsýnd eftir 4 daga FORSALA HAFIN íslensk heimasíða: http://id4.islandia.is 44 -U 44 4 J il JiJ 1j JJ'_ Ekkert er ómögulegt þegar, annars uega' Misstu ekki af sannkölluðum viðbnrði i kvHcmyndaheiminum. Mættu á MI5SION: IMPOSSIBLE. i n r I ð I SáosaQðaam oc? ★ ★★ A.l. MBL Hér eru skilaboð sem eyðast ekki af sjálfu sér: Sjáðu Sérsveitina. i nn n \ i T! úiTUírH innnnimr pruððioLi r 2 i í í ij Leikstjóri: Brian De Palma (The Untouchables). Aðalhlutverk:Tom Cruise, Jon Voight (Heat), Emanuel Béart, Jean Reno (Leon). Kristin Scott-Thomas (Fjögur brúðkaup og jarðarför), Ving Rhames (Pulp Fiction) oq Emilio Estevez (Stakeout) Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. B.i. 12 ára. MJRINN BILKO LIÐÞJÁLFI STEVE MARTJN^JDAN AYKROYD ★ ★★★ i atla staði." ★ ★★1/: ★ ★★i Hvað gerirðu þegar réttvísin bregst? Meðlimur í fjölskyldu þinni er myrtur á hrottafenginn hátt. Morðinginn næst en er látinn laus vegna fomigalla. Hvemig bregstu við? SALLY FIELD KIEFER SUTHERLAND ED HARRIS EyeForAnEye m Auga fyrir Auga m Forsýning í kvöld kl. 9. b. í. 16 ára ROBIN Williams í hlutverki sínu í „Jack“. BIOAÐÍ í Bandarí AÐSOKN laríkjunum BI0AÐS0KN í Bandaríkjunum BI0AÐS0KN Bandaríkjunum Titill Síðasta vika fllls 1. (-.) Jack 745,8 m.kr. 11,3 m.$ 11,3 m.$ 2. (1.) A Time To Kill 719,4 m.kr. 10,9 m.$ 59,3 m.$ 3. (-.) Escape From L.A. 613,8 m.kr. 9,3 m.$ 9,3 m.$ -4. (2.) Independence Day 528,0 m.kr. 8,0 m.$ 256,8 m.$ 5. (3.) Matilda 330,0 m.kr. 5,0 m.$ 18,9 m.$ 6. (5.) Phenomenon 264,0 m.kr. 4,0 m.$ 88,1 m.$ 7. (4.) Chain Reaction 217,8 m.kr. 3,3 m.$ 14,5 m.$ 8. (7.) Courage Under Fire 217,8 m.kr. 3,3 m.$ 48,2 m.$ 9. (8.) The Nutty Professor 198,0 m.kr. 3,0 m.$ 115,1 m.$ 10. (6.) Kingpin 191,4 m.kr. 2,9 m.$ 19,3 m.$ Robin Williams tíu ára á toppnum ► GRÍN-spennumyndin Jack, með Robin Williams í hlutverki tíu ára drengs föstum í líkama fullorðins manns, er vinsælasta mynd síðustu helgar í Banda- ríkjunum með innkomu upp á 745,8 m.kr þrátt fyrir nei- kvæða umjöllun í fjölmiðlum. Skoðanakönnun sem kvik- myndatímaritið Variety gerði meðal gagnrýnenda sýndi að einugis níu af 46 gagnrýnend- um í fjórum stórborgum lands- ins líkaði myndin. 20 líkaði alls ekki og 17 voru á báðum átt- um. „A Time to Kill“ féll úr fyrsta sætinu með 719,4 m.kr og mynd leikstjórans Johns Carpenters „Escape From L.A.“ er í þriðja sæti. Af mynd- um sem ekki eru sýndar jafn víða og ganga mjög vel eru „Emma“ með 92,4 m.kr., „Trainspotting“ með 85,8 m.kr og „Basquiat" mynd um mynd- listarmanninn Jean-Michel Basquiat sem dó fyrir aldur fram með David Bowie í hlut- verki Andy Warhols, með 52,8 milljónir í innkomu. Feiti og mjói snúa aftur KVIKMYNPIR Iláskólabíó Svarti sauðurinn „Black Sheep“ ★ Leikstjóri: Penelope Spheeris. Handrit: Fred Wolf. Aðalhlutverk: Chris Farley, David Spade, Tim Matheson og Gary Busey. Para- mount. 1996. BANDARÍSKA gamanmyndin Svarti sauðurinn er byggð upp eins og gömlu Gög og Gokke myndirn- ar. Tveir vir.ir, annar feitur og fyrir- ferðarmikill en hinn mjór og væskilslegur, lenda í endalausum vandræðum myndina út í gegn. Sá feiti er nautheimskur og er sífellt að verða fyrir meiðingum en sá mjói reynir hvað hann getur að forða þeim frá slysum og vandræða- gangi. Chris Farley og David Spade leika þessa nýju Gög og Gokke og léku einnig hvor á móti öðrum í samskonar gamanmynd, sem sýnd var hér í fyrra undir heitinu „Tommy Boy kallinn". Og sjálfsagt er þriðja myndin með þeim félögum á leiðinni. Það eru að sönnu mikil ærsl og læti í Svarta sauðnum en sárafátt er fyndið í myndinni. Ærslahúmorinn er einhæfur og á fremur lágu plani. Sá feiti er ein- faldlega alltaf að slasa sig á hinn klaufalegasta hátt. En þetta er svo- sem dæmigerð þrjúbíómynd og litlir krakkar sem fara í þijúbíó geta eflaust skemmt sér. Farley er svarti sauður myndar- innar. Hann á bróður sem er í fram- boði til ríkisstjóraembættis og gerir ekki annað en að eyðileggja fyrir honum kosningabaráttuna með heimsku sinni og óheppni svo hann er sendur með vini sínum David Spade í fjarlægan fjallakofa þar sem hann getur ekki valdið skaða. Nema hvað allt verður skaðlegt þegar Farley er annars vegar. Gamansemin í bíómyndunum undanfarin ár eða frá því „Home Alone“ myndirnar urðu til hefur einkennst af einskonar teikni- myndagríni þar sem sögupersón- urnar verða fyrir hveiju slysinu á fætur öðru án þess að meiða sig neitt frekar en Tommi og Jenni í sjónvarpinu. Það er ákveðinn sad- ismi tengdur þessu gríni. Sá feiti í Svarta sauðnum, sem Chris Farley leikur af miklu kappi með hárið í allar áttir, rúllar niður fjallshlíðar, skýtur með heftibyssu í gegnum hendina á sér, dregst áfram fastur aftan í bifreiðum, fær ísskáp ofan á sig og margt, margt fleira en það sér aldrei á honum frekar en hann væri plastdúkka. Þetta er ofnotaður liúmor í seinni tíð og Svarti sauður- inn bætir engu nýju við. Leikurinn í myndinni er ekki upp á marga fiska enda kannski ekki tækifæri til að sýna mikil tilþrif í einfeldingslegri gamanmynd eins og þessari. Sá eini sem setur veru- legt mark sitt á myndina í þeim efnum er Gary Busey í hlutverki snarbilaðs víetnamhermanns. Sjald- an hefur ofleikur hans komið að eins góðum notum. Arnaídur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.