Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 1
92 SIÐÚR B/C tvguuÞIaMfe STOFNAÐ 1913 181.TBL.84.ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Skyndiárás tsjetsjenskra skæruliða á rússneska herstöð Lebed telur vopna- hlé hugsanlegt í dag Moskvu. Reuter. ALEXANDER Lebed, yfírmaður rússneska öryggisráðsins, sagði í gær, að hann og Aslan Mask- hadov, yfirmaður herráðs aðskiln- aðarsinna í Tsjetsjníju, hefðu orðið sammála um það á fundi sínum í fyrrakvöld að vinna að vopnahléi og binda enda á bardagana í Grosní. Skæruliðar gerðu í gær skyndiárás á Khankala-herstöðina fyrir austan Grosní. Lebed fór til Grosní á sunnudag og var það fyrsta ferð hans til Tsjetjsníju eftir að Jeltsín skipaði hann í embætti 18.júní. Var skot- ið á bílalest Lebeds á leið til fundar við Maskhadov en jafnvel er talið, að rússneskir hermenn, sem ekki vissu um fundinn, hafi verið að verki. Lebed sagði eftir komuna til Moskvu, að Konstantín Púlíkovskí, yfírmaður rússneska hersins í Tsjetsjníju, og Maskhadov væru að ræða vopnahlésskilmálana og væri hugsanlegt, að byssurnar þögnuðu í dag. Sækja að Khankala- herstöðinni Interfax-fréttastofan rússneska sagði í gær, að skæruliðar hefðu gert skyndiárás úr vestri og norðri á Khankala-herstöðina fyrir austan Grosní en þaðan hafa Rússar stýrt hernaðinum í Grosní. Voru fréttir um ástandið þar óljósar í gær. Rússar segja, að þeir sæki fram í Grosní en Interfax-fréttastofan sagði, að skæruliðar verðust af hörku og væru að styrkja varnir sínar. Meðal annars hefðu þeir lagt jarðsprengjur til að gera Rússum sóknina erfiða og búið um sig í skotgröfum. Talið er að þeir ráði enn stórum hluta borgarinnar. Sprenging í Moskvu Sprengja sprakk í yfirfullri lest í Moskvu í gær og lést einn maður og nokkrir slösuðust. Kenndi lög- reglan hryðjuverkamönnum um en talið er líklegt, að verknaðurinn tengist átökunum í Tsjetsjníju. Rússneskir sérfræðingar og fréttaskýrendur virðast hafa nokkra trú á, að Alexander Lebed geti fengið einhverju áorkað í Tsjetsjníju, meðal annars vegna þess, að hann hafi barist í Afganist- anstríðinu og geri sér því grein fyrir, að deilan verði ekki leyst með hernaði. Reuter Sigurhátíð í Króatíu KRO AT AR minntust þess í gær, að 281 ár er liðið síðan þeir unnu sigur á Tyrkjum árið 1715 en þeir hafa minnst þess árlega alla tíð síðan. Hér er Stipe Simundza í búningi riddara á hátíðinni. Bjartsýni á flokksþingi repúblikana FLOKKSÞING bandaríska Repú- blikanaflokksins hófst í San Di- ego í Kalif orníu í gær og eru þingfulltrúar næstum 2.000 tals- ins. Þar verður Bob Dole útnefnd- ur frambjóðandi flokksins í for- setakosningunum 5. nóvember en hann hefur valið Jack Kemp sem varaforsetaefni sitt. Pat Buchanan, flokksbróðir Doles en lítill skoðanabróðir, lýsti í fyrrakvöld yfir vopnahléi og stuðningi við þá Dole og Kemp og kvaðst hann mundu leggja þeim allt sitt lið við að sigra Bill Clinton. í gærkvöld var beðið með eftir- væntingu ræðu Colins Powells hershöfðingja en einnig munu þeir forsetarnir fyrrverandi, Ger- ald Ford og George Bush, ávarpa þingið. Ronald Reagan verður ekki á þinginu vegna sjúkleika síns en Nancy, kona hans, mun bera því kveðju hans. Þingið sam- þykkti í gær stefnuskrá flokksins en þar segir, að innflyljendalög- gjöfin skuli hert verulega og stjórnarskránni breytt og fóstur- eyðingar bannaðar alveg. í ræð- um manna í gær kom fram bjart- sýni á, að repúblikanar gætu sigr- að i kosningunum í haust og í skoðanakönnun, sem TODA Y/CNNbirti í gær, hefur Clinton aðeins níu prósentustig umfram Dole. Er það meðal ann- ars þakkað vali hans á Jack Kemp sem varaforsetaefni. í annarri skoðanakönnun ABC News kemur hins vegar fram, að enn munar 20 prósentustigum á þeim keppinautunum. Hér er hópur fulltrúa á leið til þingsins á báti. ¦ Maður Doles/18 Reuter Bosníu-Serbar leyfa eftirlit í bækistöðvum Mladics NATO-herliðið haft í viðbragðsstöðu Sarajevo. Reuter. BOSNÍU-Serbar létu í gær undan óbeinum hótunum NATO um vald- beitingu og heimiluðu eftirlit í her- stöð fyrir austan Sarajevo. Áður hafði NATO gripið til víðtækra ör- yggisráðstafana í þeim hluta Bosn- íu, sem Serbar ráða, flutt einangr- aðar sveitir til stöðva sinna og hvatt borgaralega starfsmenn til að koma sér á burt. Sir Michael Walker, einn af yfir- mönnum NATO-herliðsins, til- kynnti í gær að gripið yrði til víð- tækra öryggisaðgerða, öllum her- mönnum skipað að halda til stöðva sinna auk þess sem skorað var á borgaralega starfsmenn að yfirgefa serbneska lýðveldið. Kom fram í tilkynningu NATO, að ástæðan fyrir þessum viðbúnaði væri, að Serbar hefðu hindrað NATO-hermenn í að skoða Han Pijesak-herstöðina. Brot á Dayton-sam- komulagi ekki liðin Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagði í Sarajevo í gær, að Kýpurdeilan SÞ for- dæma ofbeldi Níkosíu, Ankara. Reuter. KÝPURSTJÓRN lagði í gær form- leg mótmæli fyrir Sameinuðu þjóð- irnar og öryggisráð þess vegna of- beldisfullra viðbragða Tyrkja á norðurhluta eyjarinnar á sunnudag, þegar hópur Kýpur-Grikkja fór inn fyrir vopnahléslínuna sem skipt hefur eynni eftir innrás Tyrkja árið 1974. Ungur maður úr hópi mótmæl- enda lét lífið í átökunum og fleiri en 50 særðust, en auk þeirra meidd- ust 12 úr hópi Tyrkja. Sameinuðu þjóðirnar brugðust við með því að fordæma ofbeldið og sögðu kýp- versk stjórnvöld bera ábyrgð á því að ekki var komið í veg fyrir að til þess kom. „Það er ekki hlutverk Sameinuðu þjóðanna að hafa stjórn á mótmælaaðgerðum," sagði tals- maður SÞ í gær. Þetta eru alvarlegustu átök, sem orðið hafa í mörg ár milli þjóðabrot- anna tveggja á Kýpur. Þau virðast ætla að valda alþjóðlegum tilraun- um til að finna lausn á Kýpurdeil- unni verulegu bakslagi. ¦ Kýpurstjórn/17 Serbar yrðu ekki látnir komast upp með að brjóta Dayton-samkomulag- ið um frið í Bosníu og eftir fund með fulltrúum þeirra staðfesti hann, að Biljana Plavsic, forseti Bosníu-Serba, hefði fallist á eftirlit í Han Pijesak. Er málið ekki síst viðkvæmt fyr- ir það að talið er að Ratko Mladic, yfirmaður hers Bosníu-Serba, hafi þar aðsetur. Hann er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi og NATO-her- mönnum ber að handtaka hann eigi þeir kost á því. Bylting í flugvéla- smíði í vændum Fimm- faldur hljóðhraði London. Ðaily Telegraph. VERIÐ er að þróa nýja þotu í Bandaríkjunum sem flýtur á loftflæði á fimmföldum hljóð- hraða og gæti flogið yfir Atl- antshafið á innan við klukku- stund. Þegar hafa verið gerðar til- raunir með líkön af lítilli stærð af flugvélinni, sem gengur undir nafninu LoFlyte, og tek- ist hefur að sýna fram á, að kenningin um svokallað „bylgjuflot" gengur upp. Hefðbundnar flugvélar verða að vinna sig áfram í gegnum loftpúða sem myndast framan við vænginn. LoFlyte-flugvélin vefur hins vegar um sig höggbylgju, sem myndast þegar farið er hraðar en hljóðið, og svífur áfram á loftflæðinu í bylgjunni með þeim afleiðingum að verulega dregur úr viðnámi. Bandaríski flugherinn og geimferðastofnun Bandaríkj- anna (NASA) hafa varið hundruðum milljóna dollara til að sanna kenninguna. „Það er aðeins tímaspursmál hvenær flugvél í fullri stærð flýgur," segir bandarískur flugmála- fræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.