Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Menntamálaráðherra um fjárskort Háskóla íslands Skólinn verður að sníða sér stakk eftir vexti BJÖRN Bjarnason, menntamála- ráðherra, telur að ekki hafi verið gengið harðar fram í sparnaðarað- gerðum gagnvart Háskóla íslands en öðrum ríkisstofnunum. Hann telur að ráðstafanir til að sporna við fyrirsjáanlegum rekstrarhalla geti ekki riðið baggamuninn fyrir gæði kennslunnar. Sveinbjörn Björnsson, háskóla- rektor, hefur sagt að horfur séu á 50 til 60 milljóna króna halla á rekstri Háskóla íslands á árinu. Halli vegna rekstrar kennsludeilda og húseigna gæti orðið 25 milljón- ir hvor liður. Björn tók fram að í HÍ væri enn verið að fjalia um hvernig hægt væri að mæta rekstrarhallanum. „Eins og aðrar ríkisstofnanir verð- ur háskólinn að sníða sér stakk eftir vexti og halda rekstrinum innan ramma fjárlaga. Nefnt hefði verið að fækka þurfti námskeiðum og hugsanlega kennslustundum í einhveijum námskeiðum. Ef Há- skólanum finnst sú leið vænlegust hlýtur hann að reyna hana til þrautar,“ sagði Björn og tók fram að af hálfu háskólans hefði verið óskað eftir viðræðum við sig eftir að farið hefði verið yfir stöðuna innan skólans. Hann sagði að framlög til HI tækju að verulegum hluta mið af nemendafjölda. „Greiðslurnar hafa aukist en auð- vitað ekki nóg fremur en til ann- arra ríkisstofnana. Ég veit ekki til að nein ríkisstofnun telji sig hafa nægilegt fé,“ sagði hann og tók fram að auðvitað tæki í á ýmsum stöðum þegar jafn mikið átak þyrfti að gera til að ná niður útgjöldum ríkisins, en stefnt væri að því að ríkissjóður yrði hallalaus á næsta ári. Gæti það þýtt allt að 4 milljarða króna minnkun út- gjalda. Til sölu Á frábærum stað við Laugaveg er til sölu glæsileg tískufata- verslun með eigin innflutning á notuðum og nýjum fötum frá París, London, og New York, einnig er um eigin framleiðslu að ræða. Þarna er á ferðinni vel rekið fyrirtæki með góða framlegð. Frábær sölutimi framundan. Allar nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu. Hóll - Fyrirtækjasala, Skipholti 50b, S. 551 9400. Morgunblaðið/Ásdís Kátir krakk- ar á leikja- námskeiði ÞRIÐJA leikjanámskeiðinu, sem haldið hefur verið á vegum Nes- kirkju í Reykjavík í sumar, lauk í gær. Fullbókað hefur verið á öllum námskeiðunum. Á mynd- inni sést glaðlegur hópur barna á kirkjutröppunum með umsjón- armönnum sinum. Vorum að fá í einkasölu, snyrtilegan, vel tækjum búinn og öflugan veitingastaö á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða daglegan rekstur kaffiteríu ásamt mjög góðri aöstöðu til veisluþjónustu. Staðurinn gefur mikla möguleika og státar af frábærri staðsetningu viö sjóinn. Fyrirtæki til sölu ! Svnishorn úr söluskrá. Söluturn, Breióh. m/Lottó Videoleiga, söluturn, austurb. Pizzastaður, heimsend., vinsæll Pöbb, kaffihús í miðbænum. Dagsöluturn, m/eigin framl. Matvöruverslun í vesturbæ. Sólbaðstofa, ein mjög góð. Prentsmiðja, lítil í rekstri. Bóka- og ritfangaverslun, Kóp. Blómabúð, mjög þekkt. Veitingastaður, iðnaðarhverfi. Vöruflutningar á góðri leið. Sjoppa, videoleiga, v/skóla. Grill á Laugaveginum. r Fyrirtækjasala Islands Ármúla 36, sími 588 5160 — Morgunblaðið/Ásdís GESTIRNIR sem heimsóttu Skógræktarfélag Garðabæjar, dilluðu sér í takt við harmonikkuspilið á meðan þeir gæddu sér á veitingum. Góð þátttaka í skógræktardegi ÞRJÁTÍU skógræktarfélög efndu til skógræktardags á laugardag- inn sl. og er áætlað að yfir 2.000 manns hafi heimsótt skógræktar- reiti félaganna víða um land. Brynjólfur Jónsson, fram- kvæmdastjóri hjá Skógræktarfé- lagi Islands, segir að skógrækt- ardagurinn hafi heppnast Ijóm- andi vel hjá félögunum og veður hafi verið gott á öllu landinu, þrátt fyrir að grátt væri yfir að líta. í Hafnarfjörðinn hafi komið um 5-600 manns og á Hánefs- staði í Eyjafirði hafi komið yfir 200 manns. Dagskrár félaganna voru fjöl- breyttar og uppákomur með ýmsu móti. Boðið var upp á gönguferðir með leiðsögn viðast hvar, og þáðu gestir veitingar á eftir. I Garðabæ, þar sem þessar myndir voru teknar, komu um 100 manns, sem þáðu veitingar og hlustuðu á fjörugan harmon- ikkuleik í grænni náttúrunni. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Mokað úr Laxá í Dölum Sveiflur eru í veiði í ám vestanog suðvestanlands, enda hafa komið miklar úrkomugusur og árnar orðið erfiðar til veiða er vatnsmagnið hefur orðið hvað mest. Síðan hefur glæðst er vatn hefur sjatnað. Eigi að síður er landsins gæðum mis- skipt í ánum og auk þess sem ár á umræddu landssvæði eru misgóðar, þá hefur lítið ræst úr nyrðra. Skárri tölur að undanförnu skýrast að ein- hverju leyti á því að maðki hefur verið beitt á ný eftir fluguveiðitíma- bil. Hægist um í Norðurá Heldur hefur hægst um í Norð- urá eftir mikla veiði í sumar. Há- marki var náð fyrir rúmri viku, er fyrsta holl eftir fluguveiðitímann veiddi 150 stykki á þremur dögum, mest á maðk. Næsta holl veiddi 60 laxa og hópurinn sem síðan tók við hafði veitt 15 laxa á hádegi í gær, eftir eins dags veiði. Nú fer í hönd rólegasti tími vertíðarinnar í Norð- urá, en þó gera menn sér vonir um að enn reytist vel upp þar sem tals- vert er af laxi í ánni og vatn gott. Veitt er til 10. september og eru þvi allir möguleikar fyrir hendi að yfir 2000 laxar komi á land. í gær- dag voru komnir fast að 1700 fisk- ar úr ánni. Næstu ár Næstu ár í röðinni eru Langá og Þverá, sú fyrri með rétt yfír 1100 laxa og sú síðari með um 1100 fiska. Jón Olafsson, einn leigutaka Þverár og Kjarrár sagði í gærdag að góð veiði hefði verið um helgina og lúsugir fiskar veiðst bæði á efri og neðri svæðum. Þá hefðu veiðst nokkrir stórir og legnir, allt að 17 punda í Kjarrá. Mokveiði í Laxá í Dölum Enn er mokveiði í Laxá í Dölum, en þar hrökk allt í gang við rigning- ar á dögunum. Veiddust þá á þrem- ur dögum 155 laxar á sex stangir og næsti hópur veiddi 75 laxa á aðeins tveimur dögum. Að sögn Gunnars Björnssonar kokks í veiði- húsinu við ána var hópurinn sem nú veiðir kominn með 30 laxa eftir einn dag, það hefur því heldur rén- að veiðin, en er samt frábær. Að sögn Gunnars hafa menn bæði ver- ið að draga nýgengna smálaxa og legna stærri fiskar, þó nokkra 12-15 punda. Alls voru komnir um 650 laxar á land í gærdag. Gott í Svalbarðsá Að sögn Þorláks Sigtrygssonar veiðivarðar við Svalbarðsá voru í gærdag komnir milli 150 og 160 laxar á land úr ánni og hefðu sum síðustu holla verið að fá fallega smálaxa í bland við legna stórfiska. Eitt holl var með 12 laxa og annað 15 stykki og sagði Þorlákur drjúgan hluta hafa verið bjartan smálax. „Svo kom eitt rólegt holl sem fékk aðeins 5 eða 6 laxa, en sumir þeirra voru mjög stórir,“ sagði Þorlákur. Taldi hann veiðina þokkalega góða, hvorki afburðagóða né heldur slaka. „Það er talsvert af laxi í ánni, en skilyrði ekki alltaf upp á það besta. Áin hefur t.d. verið vatnslítil að undanförnu og hér hafa verið mikl- ir hitar.“ Stærstu laxarnir í sumar hafa verið 19 pund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.