Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÖST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand 6UE55 UJHAT, 5PIKE.. I UJROTE T0 M0M,AND SME'5 C0MIN6 OVER MERE ON A TR00P5HIP tn vnn Gettu hvað, Sámur. Ég skrifaði mömmu og hún er á leiðinni hing- að í herskipi til að heimsækja þig... JltargimMafeife BREF TBL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavik • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is Internet Frá fjarskiptasviði Pósts og síma: VEGNA þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað undanfarna daga um aðstöðumun á milli Sam- keppnissviðs Pósts og síma annars vegar og annarra aðila sem selja þjónustu á Internetinu hins vegar, vill Fjarskiptasvið Pósts og síma vekja athygli á eftirtöldum atriðum. Fjarskiptasvið sér um að leigja línur og veitir jafnframt aðgang að öðrum grunnþjónustum kerfís- ins og gildir þá einu hvort við- skiptavinurinn er Gagnaflutnings- deild Pósts og síma eða einhver annar aðili, kjörin og aðgengið er það sama. Það sem mest hefur verið rætt um er á hvem hátt notendum verði gert kleift að hringja inn í Intemet- ið í gegnum almenna símakerfið. Þetta er hægt að gera á nokkra mismunandi vegu samkvæmt gjaldskrá og reglum Fjarskipta- sviðs Pósts og síma. Einn möguleikinn er að allar innhringingar komi inn á einn stað og notendur sem hringja inn greiða þá ýmist staðartaxta eða langlínu- taxta fyrir innhringingar eftir því hvort þeir eru á sama svæði og þjónustuaðilinn eða ekki. Til þess að jafna þennan mun á milli not- enda er einnig mögulegt að fá grænt númer, en þá greiðir sá ekkert sem hringir inn en þjón- ustuaðilinn greiðir hinsvegar kostnað við langlínusímtalið. Annar möguleiki fyrir þjónustu- aðila er að opna fyrir möguleika á innhringingum á hveiju einstöku gjaldsvæði landsins en þau eru átta. Þá fengi þjónustuaðilinn eitt númer á hveiju gjaldsvæði og geta þá notendur hvar sem er á landinu hringt í eitt númer á stað- artexta. Alnúmer Þriðji möguleikinn er Alnúmer en sú þjónusta er í undirbúningi hjá Pósti og síma og er hún í próf- un hjá einum viðskiptavini fyrirtæk- isins. Alnúmer gæti hentað fyrir internetþjónustuna en þá fengi þjónustuaðilinn eitt símanúmer sem notað yrði um allt land en innhring- ingum yrði vísað á þjónustustaði á hveiju gjaldsvæði fyrir sig. Sá sem hringdi inn myndi þá alltaf greiða staðargjald en þjónustuaðilinn yrði hins vegar að greiða annan kostnað vegna þjónustunnar. Þjónustuaðilar internetsins ákveða algerlega sjálfir hveija þess- ara aðferða þeir nota með þeirri undantekningu að Alnúmerið er ekki fullprófuð þjónusta og því hvorki hægt að leyfa ótakmarkaðan aðgang að henni né tryggja að ekki geti orðið einhver breyting á skil- málum áður en þjónustan verður markaðsfærð. Til greina kom að Gagnaflutn- ingsdeild notaði Alnúmer til inn- hringinga í sína internetþjónustu, en þar sem skilmálar fyrir þá þjón- ustu eru ekki tilbúnir svo hægt sé að veita að henni ótakmarkaðan aðgang var ákveðið að opna heldur sérstakt númer á hveiju gjaldsvæði. Til að leggja áherslu á jafnan aðgang hefur verið ákveðið að opna sérstaka númeraröð á hveiju gjald- svæði fyrir fyrirtæki sem reka þjón- ustu af þessari tegund, þannig að hvert fyrirtæki fái númer sem eru með fjóra síðustu stafina eins á öll- um stöðum. FJARSKIPTASVIÐ PÓSTS OG SÍMA. Fótaaðgerðafræðingar og Reykjavíkurmaraþon Frá Margréti Jónsdóttur: SUMARIÐ er sá tími, sem göngu- fólk og skokkarar eru hvað mest á ferðinni, uppi um fjöll og firnindi og á götum borga og bæja. Stórir og smáir hópar taka þátt í göngu- ferðum og skipulögð eru maraþon- hlaup víðsvegar um landið. Það fer ekki hjá því að þessu fylgi mikið álag á fætur iðkenda og koma margir fótsárir heim. Einhveijir hafa þó haft þá fyrirhyggju að ann- ast fætur sína vel og fyrirbyggja, með ýmsum ráðum, að þeir verði fyrir álagsmeiðslum. Þeir eru þó fleiri sem fyrst hyggja að aðhlynn- ingu fóta sinna eftir að skaðinn er skeður og eru þá oft svo aumir í fótum að frekari iðkun íþrótta ligg- ur niðri um skeið eða þar til þeir eru grónir sára sinna. Fótaaðgerðafræðingur veita fræðslu og leiðbeina um hlífðarmeð- ferð fóta auk þess að veita meðferð við hinum ýmsu fótameinum, svo sem niðurgrónum nöglum, líkþorn- um og siggi, svo eitthvað sé nefnt. Þeir, sem hlúa vilja að fótum sínum og gera ráðstafanir til að fæturnir komi heilir heim, ættu að leita eftir meðferð á fótum sínum hjá fótaað- gerðafræðingi einni til tveimur vik- um áður en lagt er upp í langa göngu eða hlaupið maraþonhlaup. Síðan þegar nær dregur göngu eða hlaupi eru fæturnir búnir undir væntanlegt álag með viðeigandi hlífðarmeðferð að ráði fótaaðgerða- fræðings. Til þjónustu Nú fer í hönd fjölmennasta lang- hlaup sem hlaupið er á íslandi ár hvert, Reykjavíkur maraþon. Fóta- aðgerðafræðingar hafa unnið sér fastan sess meðal annarra heil- brigðisstétta, sem hlúa að hlaupur- um. Sjálfboðaliðar úr röðum fótaað- gerðafræðinga verða til þjónustu reiðubúnir föstudaginn 17. ágúst nk. í kjallara Ráðhúss Reykjavíkur, þar sem gögn hlaupara verða af- hent. Þar munu þeir aðstoða hlaup- ara við hlífðarmeðferð o.fl. er við kemur fótaaðgerð og gefa góð ráð. Einnig munu þeir aðstoða hlaupara fyrir og eftir hlaupið sunnudaginn 18. ágúst í bækistöó Reykjavíkur- maraþons í Miðbæjarskólanum. Hvetjum við hlaupara eindregið til að líta við hjá fótaaðgerðafræð- ingum og leita eftir aðstoð þeirra. Betri fætur - beint í mark. MARGRÉTJÓNSDÓTTIR fótaaðgerðafræðingur, Lindarbraut 3, Seltjarnarnesi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.