Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR ELÍSABET KARLSDÓTTIR + Elísabet Karlsdóttir fædd- ist á Knútsstöðum í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu 1. júní 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 2. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 9. ágúst. Komið er að kveðjustund og minningarnar líða gegnum hug- ann. Fyrstu kynnin voru á Skóla- dagheimilinu Langholti (áður Skipasundi 80). Síðar var ég stúlk- an á loftinu, þegar ég leigði hjá Betu og Sigtryggi og kynntist ég þá þeim hjónum mjög vel. Ætíð síðan hefur verið gott að sækja þau heim, hvort sem var í Skipa- sundið eða í sveitasæluna þeirra í Aðaldal, sem er sannkölluð para- dís. Einnig áttum við fjölskyldan með þeim hjónum alveg einstakan dag á Húsavík, fyrir nokkrum árum. Þar voru þau á heimaslóðum og nutu þess vel að rifja upp bú- skaparár sín þar. Þá verður mér ávallt minnisstæð hvínandi norð- Ipnskan hennar Betu, glaðværð hennar og hlátur. Bömunum mínum var hún góð sem amma og þökkum við fyrir það. Mig langar að lokum að kveðja Betu mína með fallegu ljóði eftir skáldið frá Fagraskógi. Þó að margt hafí breyst, síðan byggð var reist geta bömin þó treyst sinni íslensku móður. Hennar auðmjúka dyggð, hennar eilífa tryggð eru íslensku byggðanna helgasti gróður. Hennar fóm, hennar ást, hennar afl til að þjást skal í annálum sjást, verða kynstofnins hróður. Oft mælir hún fátt, talar friðandi og lágt. Hinn fórnandi máttur er hljóður. (Davíð Stefánsson.) Elsku Sigtryggur og fjölskylda, við sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð veri minning Betu okk- ar. Svanhildur og fjölskylda. Okkur langar með fáum orðum að minnast ömmu og langömmu okkar. Heima hjá ömmu og afa var alltaf tekið á móti okkur af gest- risni og mikilli ást. Við eigum einn- ig ljúfar minningar frá heimsókn- um okkar í bústað þeirra, norður í Aðaldal, það var svo gaman að fara út í hraun að tína grös og bara ganga með þeim og njóta náttúrunnar. Einnig eiga Sig- tryggur Björn og Ásta Rós ljúfar minningar frá ferðalaginu með ömmu, afa og Njalla um Aust- firði. Fyrir þetta og svo margt annað ber að þakka. Það er komið að kveðjustund og okkar missir er mikill. Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upprunnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sipr sá er fenginn fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem) Elsku amma og langamma, við þökkum þér fyrir þau ár sem við fengum með þér og allt sem þú hefur gefið okkur. Við munum ávallt minnast þín. Elsku afi, að lokum sendum við þér okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þig á erfiðri skilnaðarstund. Sigtryggur Björn, Birgitta, Asta Rós og Sigiryggur Bjarki. Ab læra meira Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 25. ágúst nk.,fylgir blaðauki sem heitir Að læra meira. í þessu blaði verður m.a. fjallað um fjölbreytta námsmöguleika, hvort sem um er að ræða tómstundaiðju, endurmenntun, símenntun eða starfstengt nám. Rætt verður við ráðgjafa, nemendur og kennara um nám fyrir alla aldurshópa og aðrar leiðir til að auðga andann. Þeim, sem hafa áhuga á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 12 mánudaginn 19. ágúst. Anna Elínborg Gunnarsdóttir og Arnar Ottesen, sölufulltrúar í auglýsingadeild, veita allar nánari upplýsingar í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110. pliírrgtwMíiliið - kjarni málsins! FRIÐRIKKA PÁLSDÓTTIR + Friðrikka Páls- dóttir fæddist í Sandgerði 8. mars 1918. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 20. júní síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Hvalsneskirkju 28. júní. Frissa, elskulegasta amma okkar, er farin úr þessum heimi. Það huggar mig að vita af henni hjá ástvinum sínum sem á undan fóru. Alltaf var hún amma Frissa svo blíð og góð og svo mikill vinur, þvílík manneskja, það eru ekki til orð yfir persónutöfra hennar. Það var svo fínt hjá ömmu og afa, svo hlýlegt, þar fann ég frið, og alltaf get ég dáðst að handa- vinnunni hennar. Það passaði ömmu svo vel að vera fangavörður í Hverfisteini, þar kom hennar innra eðli í ljós, hún skyldi svo vel þá sem urðu undir í lífsbaráttunni, hún var vinur þeirra allra. Svo fékk hún nöfnu, mikið var hún glöð. Allir voru í uppáhaldi hjá henni, það var góð tilfínning. Elskulegasta amma okkar, mikið er erfitt að kveðja þig, en við hitt- umst seinna. Góðar minningar lifa að eilífu. Helga, Erlendur og Tinna. Okkur langar til að minnast í nokkrum orðum Frissu eða ömmu Frissu eins og hún hefur alltaf ver- ið kölluð á okkar heimili. Hún kom inn í líf okkar þegar hún giftist stjúpa mínum fyrir um það bil 30 árum, og síðan hefur hún átt stóran hlut í hjarta okkar alh-a. Hún var óþreytandi við að gleðja, gefa og umveija okkur ást og kærleika, stundum skammaði hún krakk- ana mína en þeim þótti bara vænna um hana. Ef langt var heim í mat, þá var bara farið til ömmu Frissu og afa, þar var alltaf nóg handa öllum. Frissa fæddist í Sandgerði, en það var fyrir okkar tíma saman. Hún vann hjá Miðnesi sem ráðs- kona en eftir að hún fluttist til Reykjavíkur vann hún í verslunum og síðan sem fangavörð- ur meðan kraftar entust. Síðasta árið var henni mjög erf- itt, ekki aldeilis hennar vani að láta aðra hafa fyrir sér, og ekki góðgerðir á borðum. A sjúkradeild Hrafnistu hafði hún það eins gott og hægt var, þar er þolinmæði og nærgætni í fyrirrúmi. Nú er Frissa komin til þeirra sem hún er búin að sakna sárt, Gerðu dóttur sinnar og móð- ur sinnar, sem létust af slysförum, þær hafa tekið henni opnum örm- um. Kveðjur og þakklæti frá börnum mínum í Ósló, Halla, Sigrúnu og Gumma ásamt Geirnýju og Frið- rikku litlu Guðmundsdóttur og svo okkur öllum hérna sem höfðum tök á að fylgja henni síðasta spölinn. Getur það verið: Þú vakir? Það vildi ég gjarna. Hitt er mér sorg, ef þú sefur í svartnætti grafar. Hvarvetna hreyfir sig lífið hitinn og ljósið, hvarvetna á himni og jörðu þú hlýtur að vaka. (G.F.) Takk fyrir allt. Brynja og Bjarni. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 5691181. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksenti- metra í blaðinu. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur i veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. IslensUur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. KAIUN OUtutv Áralöng reynsla. fi S. HELGAS0N HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 557 6677 Leitið upplýsinga. ifi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.