Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 ÚRSLITIN í fimmgangi voru hörkuspennandi og mjótt á munum milli Sigurbjörns Bárðarsonar sem hér hefur fengið verðlaunin úr hendi Barböru Mayer sem horfir á full aðdáunar og Sigurjón Gylfa- son sem var hársbreidd frá sigri fagnar sem sigurvegari væri. Hörkukeppni á frábæru móti MORGUNBLAÐIÐ HÁSTÖKKVARI mótsins Sigurjón Gylfason fékk góðan stuðning frá áhorfendum og endurguldu þeir Kolbakur stuðninginn með feiknagóðum skeiðsprettum. YFIRBURÐIR Farsæls frá Arnarholti og Ásgeirs Svan voru alger- ir í fjórgangi og börðust keppinautarnir hart um annaðs ætið. STJARNA er fædd er með réttu hægt að segja eftir sigur Þórð- ar Þorgeirssonar í tölti á unga hestinum Laufa frá Kolluleiru en þetta er í annað sinn sem hann nær þessum áfanga. EFTIR tólf ára fjarveru mun töltbikarinn nú á nýjan leik gista hillur Þórðar Þorgeirssonar sem hér hampar bikarnum eftirsótta á baki snillingsins Laufa. enda sem náðu yfir 100 stigin í HESTAR Varmárbakkar í Mosfellsbæ ÍSLANDSMÓT í HESTA- ÍÞRÓTTUM Einu glæsilegasta íslandsmóti sög- unnar í hestaíþróttum lauk undir kvöld á sunnudag. Keppnin á mótinu bauð upp á mikla spennu í öllum flokkum, hestakostur með því besta sem sést hefur og öll umgjörð móts- ins og framkvæmd eins og best verð- ur á kosið. Ný stjarna í töltinu HÁPUNKTUR mótsins var nú sem fyrr úrslit í tölti í opnum flokki þar sem þrír fyrrum íslandsmeist- arar börðust um töltbikarinn í æsispennandi keppni. Eftir forkeppni var Hafliði Hall- dórsson á Nælu frá Bakkakoti í efsta sæti en þau höfðu siglt tap- laus í gegnum keppnistímabilið í greininni. Fast á hæla hans fylgdi Þórður Þorgeirsson sem var orðinn langsoltinn í titil á nýrri stjörnu, Laufa frá Kolluleiru, sem er aðeins sex vetra gamall og síðan kom meistarinn frá síðasta ári Sigur- björn Bárðarson á Oddi frá Blönduósi. Eftir hægatöltið sem hefur tvöfalt vægi var ljóst að stefndi í hörkukeppni milli Þórðar og Hafliða sem var með 0,20 í forskot. I hraðabreytingum vann Þórður upp forskotið og var kominn með 0,60 yfir Hafliða. Á yfirferðinni hafði Þórður einnig betur og tryggði sér þar með sigurinn. Þetta er í annað sinn sem Þórður vinur þennan titil, áður gerðist það 1983 og þá var hann einnig á sex vetra hesti Snjalli frá Gerðum sem byrjaði þar glæstan feril sinn. Áthygli vakti hversu ómjúkum höndum þýski dómarinn Marlise Grimm fór um Sigurbjörn og Odd í úrslitunum og má segja að hún hafi kippt honum út úr aðalrimm- unni á toppnum. En Sigurbjörn má hinsvegar ve! við una með af- rakstur þessa móts eins og flest önnur íslandsmót því hann er með gull í flórum greinum og þremur stigasöfnunarpóstum, alls sjö gull. Auk þess er hann með eitt silfur og tvö brons. Kannski ekki alveg eins góður árangur og þegar best hefur látið hjá þessum mikla keppnismanni en mjög gott eigi að síður. Keppnin hefur harðnað mjög hin síðari ár og meira haft fyrir góðamálmaveiðum á Islandsmóti. Sigurbjörn sigraði á Dyni frá Ytra-Skörðugili í bæði fimmgangi og gæðingaskeiði og mun þetta líklega ellefti sigur Sigurbjörns í greininni. En tæpt var það að þessu sinni því Siguijón Gylfason á Kolbaki frá Viðvík var rétt við það að ná Sigurbirni. Segja má að leið Siguijóns í annað sætið hafi verið þyrnum stráð því hann var jafn Erling Sig- urðssyni og Gunnari Arnarssyni í 9. til 11. sæti og þurfti bráðabana til að skera úr um hveijir tveir fengju inni í B-úrslitin. Dugði ekki minna en tveir bráðabanar því Gunnar og Siguijón urðu jafnir eftir fyrsta bráðabanann. Síðan vann Siguijón B-úrslitin og þar með rétt inn í A-úrslitin og þulur- inn hafði á orði að ef þeir færu saman í ein úrslitin enn myndi Siguijón líklega vinna Sigurbjörn. En þessi framistað Siguijóns og Kolbaks vakti mikla athygli enda fagnaði knapinn óskaplega þegar hann fékk laun erfiðisins. Enn og aftur vekur yfirburðatækni Sigur- björns í gæðingaskeiði athygli og má telja líklegt að Sigurbjörn hafi alla möguleika á að endurtaka það sem hann gerði á Höfða frá Húsa- vík á HM ’93. Ekki er hægt að láta ógetið frammistöðu þularins Sigurðar Sæmundssonar en hann skrapp í gæðingaskeiðið á Grana sínum og hreppti annað sæti en þeir Sigurð- ur og Sigurbjörn voru einir kepp- gæðingaskeiðinu sem er afburða góður árangur. Ásgeir Svan Herbertsson varði titil sinn í fjórgangi á Farsæli frá Arnarholti og kom glöggt í ljós þama að Farsæll er mikill yfir- burðahestur þegar allt er í góðu standi. Var aldrei spurning hvar sigurinn lenti. Þórður og Sigur- björn höfðu skipti í úrslitum á öðru sæti og því fjórða þannig að Sigurbjörn var ofar. Upp með fimina niður með hindrunina í fimikeppninni sigraði Atli j Guðmundsson sem var með feikna gott atriði í fijálsum fimiæfingum * 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.