Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Dagbók/ Smíði/ Viðbúnaður PIETJERTE van Splunter: Úr íslenzkri dagbók. Lind Völundardóttir: „Og jafnvel þó við féll- um/þá leysti sólin okkur í sundur í frumefni/og smám saman urðum við aftur ein heild.“ Katrín Sigurðardóttir: „Viðbúnaður“. Ana Mendieta: „Vakið til lífs“. MYNPLIST Nýlistasafnið HUGMYNDAFRÆÐI Pietjerte van Splunter, Lind Völund- ardóttir, Katrin Sigurðardóttir, Ana Mendieta. Opið alla daga frá 14-18. Til 18. ágúst. Aðgangur ókeypis. ÞEGAR inn í Nýlistasafnið er komið blasir við röð lítilla mál- verka, sem eiga að vera eins kon- ar sjónræn dagbók hollenzku lista- konunnar Pietjerte van Splunter frá aðskiljanlegustu lifunum henn- ar á íslandi. Það er frekar óvenjulegt að sjá svo sígildan miðil í sölum safnsins í jafn almennri útfærslu, og fljót- lega uppgötvar maður að þetta er samsafn skyndihrifa, sem lista- konan hefur orðið fyrir af landinu, fólkinu, þjóðháttum, skoðunar- ferðum, ferðalögum vítt og breitt og almennum athöfnum svo sem heimsóknum í Sundlaugamar, Gamla kirkjugarðinn, eða að setið er yfír veitingum á Sóloni. Þetta eru hratt unnar myndir og málunarhátturinn er afar óformlegur, þótt ekki sveiji mynd- irnar sig beinlínis til óformlega málverksins, frekar að þetta séu spegilmyndir, vísanir og úrvinnsla skynrænna lifana frá degi til dags. Litnum er smurt á léreftið í mikl- um móð og að því er virðist á mjög tilviljunarkenndan hátt í samræmi við geðslag listakonunn- ar hveiju sinni og það sem hún hefur í sjónmáli. Hún leitar svo bersýnilega ekki eftir þróttmiklum átökum á myndfletinum sjálfum, heldur leitast öllu frekar við að tjá skaplyndi sitt á því augnabliki er hún mundaði verkfærin ásamt ýmsum hughrifum af smálegum sjónarhornum í umhverfínu, broti af stærra samhengi. Myndirnar 50 segja ekki mikið hver fyrir sig, sem er og naumast tilgangurinn, en mun meira sem heild og hnitmiðuð innsetning í rými. Lind Völundardóttir er hins veg- ar öll í smíðisverkinu og að því leyti mjög á línu með því sem ungt fólk er að fást við í hug- myndafræðinni nú um stundir. Hún telur að verk sín, sem eru myndræn útfærsla á enn tilfinn- ingalegri upplifun, eigi sér engan framvörð í heimi orða, en séu fremur skyld vel kveðnum ljóðlín- um. Um er að ræða einn mikinn aflangan kassa úr ljósum óhefl- uðum viði í gryfju, minni kassa ofan á honum í hægra homi, ásamt stiga á palli hennar, en hvort tveggja hefur hún sett sam- an á frekar hráan hátt, sem má vera skírskotun til þess að upplif- unin hafi verið giska kuldaleg. Það styður getspekina, að á veggnum í bakgrunninum eru fölrauðir taumar og enn rauðari á gólfi við jaðar hans ásamt því að naglar standa út úr veggjunum. Skírskot- unin er þannig margræð en hvergi augljós. Lind býr og starfar í Hol- landi, og hélt ég satt að segja, að reynsla af hugmyndafræði átt- unda áratugarins hefði orðið ung- um nokkur lærdómur, en svo virð- ist ekki, nema að þetta sé nokkurs konar þijóska og mótmæli, nema að aðrir vilji orða það við stað- festu. Jafnframt kemur rýninum á óvart, að hún telur sköpunar- ferli sitt ekki eiga sér neinn fram- vörð í heimi orða, því að ekki skort- ir andagiftina, er viðlíka myndverk eru útlistuð í fagritum. Katrín Sigurðardóttir er hins vegar og í bókstaflegri merkingu rafmögnuð í innsetningum sínum á palli og í Súm-sal, er markar efstu hæðina. Hún hefur myrkvað pallinn og hengt svart fortjald efst við stigaskör miðhæðar, sem er jafnframt inngangur að gjörning- um hennar sem bera nafnið „Við- búnaður“ og er ekki eingöngu upp fundið til að lýsa notagildi tækj- anna/verkanna, heldur er sýningin fyrst og fremst nefnd eftir því tímabili sem verkin urðu til á. Nafnið á að lýsa því ferli sem verk- in fæddust inn í, eins og það heit- ir. Á palli á miðhæð er stórt hring- laga svið og innan þess valsar dularfullt lýsandi farartæki, sem hvolfir sér og snýr við í hvert sinn sem það rekst einhvers staðar á jaðarbrún. Jafnframt varpar það geisla um sviðið og er gjörningur- inn hinn dularfyllsti og myndi gleðja margt bamshjartað. Ferlið er flóknara og merk- ingarfræðilegra í Súm-sal og þar ber gestum að stíga niður fæti af varúð, því rafleiðslur liggja um allt milli ýmissa skauta er liggja tvist og bast á gólfi. Þetta mun vera óður til lágtækninnar á tím- um hátækni, eða eins og lista- konan orðar það „er hér um að ræða nostalgískt svæði innan okk- ar augnabliks. Jafnframt er að- ferðin við framleiðslu verkanna og þar af leiðandi verkin sjálf nokk- urs konar óður til lágtækninnar.“ Að baki gjörningnum er vafalít- ið heilmikil heimspeki, en einhvern veginn er ferii hennar flóknara en svo að skoðandinn höndli hana í einni svipan og hin tyrfna útlistan skilgreinir gjörninginn full yfir- borðslega, vekur hins vegar upp ýmsa þanka er gætu orðið grund- völlur að dýpri samræðu, virkri díalógu. Ana Mendieta var kúbönsk listakona, er kastaði sér út um glugga á skýjakljúf í New York 1985, 37 ára að aldri. í setustofu safnsins fer fram sérstök kynning á æviferli hennar og list sem kem- ur hingað frá Listasafninu í Hels- ingfors og er lítill hluti stærri heildar. Vettvangur hennar var fyrst og fremst sjálfið og líkamsl- ist, „Body Art“, og eru blóð, eldur og mold áberandi þættir í verkun- um og hinum úthverfa tjáhætti. Mjög vel er staðið að þessari kynn- ingu og þannig er hægt að nálg- ast boðskap listakonunnar á nokkrum myndböndum, auk þess sem rætt er um líf hennar og list. Þá má renna litskyggnum af ýms- um verkanna á tjald þannig að skoðandinn gerir sér óhjákvæmi- lega nokkra grein fyrir því femin- íska ferli er einkenndi allar athafn- ir hennar á listavettvangi. „Leit og löngun til að sameinast um- heiminum, þrá eftir að finna ræt- urnar, berskjöldun kvenlíkamans og hverfulleika lífsins. Það far sem mannslíkaminn skilur eftir er sí- endurtekið stef í verkum hennar. Þrykkir í mold, sand eða jarðveg og fléttar úr tágum og blómum, formar úr berki, sveppum eða öðru lífrænu efni.“ Sýningin skilur meira eftir sig í sálarkirnunni en allar hinar til samans og á umbúnaðurinn ríkan þátt í því, en hann er verk þeirra Hafdísar Helgadóttur og Þóru Sig- urðardóttur. Hefði verið meira en áhugavert að fá framkvæmdina alla í sali safnsins. Bragi Ásgeirsson Sannleikurinn um andarungann Ljósmynd/Elfriede Liebenow ARNÓR G. Bieltvedt við myndir á sýningunni. Blómamyndir í Barcelona KVIKMYNDIR Rcgnboginn SANNLEIKURINN UM HUNDA OG KETTI („THE TRUTH ABOUT CATS & DOGS'j ★ ★ Vi Leikstjóri Michael Lehman. Hand- ritshöfundur Audrey WeUs. Kvik- myndatökustjóri Robert Brinkman. Tónlist Howard Shore. Aðalleikend- ur Uma Thurman, Janeane Garofalo, Ben Chaplin, Jamie Foxx, James McCaffrey, Richard Coca. Banda- rísk. 20th Century Fox 1996. ABBY (Janeane Garofalo) og Noelle (Uma Thurman) leigja í sama húsi í Englaborginni, annað eiga þær tæpast sameiginlegt. Abby er vet menntaður dýralæknir með vinsælan spjallþátt (sem myndin dregur nafn sitt af) í út- varpinu, bráðskörp, vel lesin, lág- vaxin og heldur illa tilhöfð , ein- manna og þjáist af minnimáttar- kennd og karlmannsleysi. Noelle er há og tíguleg sýningarstúlka sem vekur hvarvetna hrifningu karlpeningsins, en er hinsvegar ósátt með starf sitt, vill stefna hærra en er dulítið takmörkuð. Brian hinn breski (Ben Chaplin) á eftir að koma róti á líf þeirra. Þær verða báðar hrifnar upp fyrir haus af þessum aðlaðandi ljósmyndara sem hrífst af persónunni bak við útvarpsþáttinn. Hin hlédræga Abby missir kjarkinn á síðustu stundu og þorir ekki á stefnumót við hann, sendir sinn íturvaxna granna í sinn stað og úr þessu verður langvinnur feluleikur en ástin lætur ekki að sér hæða. Snotur smámynd sem kemur þægilega á óvart en rennur átaka- lítið áfram að fyrirsjáanlegu lo- kauppgjöri. Aðalleikararnir þrir halda fjörinu gangandi, koma allir hlutverkum sínum vel og skil- merkilega frá sér, enginn þó betur en Garofalo sem ljóti andarunginn. En sannleikurinn um Ijóta andar- ungann í Hollywood er gamal- kunnur. Hann reynist jafnan æðis- lega smart og sætur þegar á reyn- ir eftir hremmingarnar. Og það er ekki nóg að setja Garofalo í lúðaleg ígangsklæði, tólfmílnaskó og feiti í hárið, sjarmi þessarar bráðskemmtilegu leikkonu skín alltaf í gegn: Thurman er flott og leikur óaðfinnanlega „heimsku ljóskuna". Þessi limafagra leik- kona er sífellt að betrumbæta sig eftir heldur slakt gengi í döprum myndum. Chaplin er útlitslega e.k. engilsaxnesk útgáfa af Banderas, aukinheldur flinkur að meðhöndla andann í léttvægu, rómantísku gamni sem Sannleikanum.... Átakalaus, ljúf, auðgleymd. Tólist hins vaxandi Howards Shore (Se- ven, Ed Wood) er til mikilla bóta. Sömuleiðis leiktilburðir ferfætl- inga. Sæbjörn Valdimarsson ARNÓR G. Bieltvedt, myndlistar- maður, opnaði einkasýningu í listagalleríinu B.A.I. í Barcelona 6. ágúst. Arnór sýnir átta akríl/ol- íu málverk á striga. Eru þetta blómamyndir, einkum sólblóm. Arnór starfar sem myndlistar- kennari við Logos High School í St. Louis í Bandaríkjunum. í sept- ember opnar Arnór sýningu í East Ashland Gallery í Phoenix, Ariz- ona í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.