Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 41 ATVINNUAUGí YSINGAR Prentsmiður óskar eftir vinnu. Hef reynslu í Machintos-umhverfi. Meðmæli ef óskað er. Svör sendist til afgreiðslu Mbl., merkt: „Prentsmiður - 4040“. Framtíðarstörf 1. Skrifstofustarf á rannsóknarbókasafni. Starfið felst m.a. í útskrift reikninga, tölvu- skráningu, ritvinnslu og aðstoð í bók- haldi. Sérlega góð vinnuaðstaða. Vinnu- tími kl. 8/9-16/17. 2. Tölvuskráning hjá bóka- og ritfanga- verslun í Reykjavík. Innsláttur innkaupa- kerfi (concorde). Góð vélritunarkunnátta skilyrði auk nákvæmni í vinnubrögðum. Mikil vinna framundan. Þarf að geta byrj- að strax. Vinnutími frá kl. 9-17. 3. Lager-/afgreiðslustarf hjá innflutnings- og smásölufyrirtæki í Reykjavík. Leitað er að röskum og áhugasömum starfs- manni, sem getur axlað ábyrgð. Reyklaus vinnustaður. Vinnutími kl. 9-18. Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er kl. 9-14. Ath. að skrifstofan er flutt í Skipholt 50c. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Liósauki hf. Skipholt 50C - 105 Reykjavík - Sími 562 1355 Fax 562 1311 - Kt. 600182-0729 Frá Grunnskólanum á Flateyri Kennara vantar við Grunnskólann á Flateyri. Meðal kennslugreina: Almenn kennsla íyngri deildum. Einnig vantar kennara við íþrótta- og enskukennslu auk almennrar kennslu. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 456-7862 og 456-7670. RAFMAGNSVEITA REYKJAVIKUR Rafmagnsveitan vill hafa á að skipa haefasta starfsfólki á sínu sviði og viðhalda hæfni þess, því starfsfólkið er ein mikilvægasta auðlind fyrirtækisins. Jafnrétti verði til starfs og launa, þannig að kjör og frami samræmist ábyrgð og árangri. Óskum eftir að ráða aðstoðarmann deildarstjóra áætlanadeildar. Starfssvið: • Umsjón með tengingum heimtauga við veitukerfið. • Útgáfa verkfyrirmæla í samráði við deildarstjóra. • Áætlanagerð. • Skjalavarsla. Hæfniskröfur: • Menntun á sviði rafvirkjunar (sterk- straums), rafmagnstæknifræði eða rafmagnsverkfræði. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Mannvals, Austurstræti 17,3. hæð. Athygli er vakin á því, að það er stefna borgaryfirvalda að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstööum á vegum borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtækja. wm\ AU5TUR5TRÆTI 17 • 3. HÆÐ • 101 REYKJA/ÍK 5lMI 5B1 5B5B • FAX 5B1 5B5B LANDSPÍTALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... LEIKSKOLAR Leikskólinn Sólbakki, Vatnsmýrarvegi 32 Óskað er eftir leikskólakennara til eins árs frá 1. september nk. Nánari upplýsingar veitir Sigfríður Marinós- dóttir, leikskólastjóri, sími 560 1593. Matreiðslumenn - matráðskonur Okkur vantar matreiðslumann eða matráðs- konu til starfa í vetur. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Einnig vantar okkur starfs- fólk í önnur störf. Upplýsingar gefnar í síma 451 1150 (Bára eða Vilborg). /PIPAkmi Hrútafirði • Opið frá kl. 8.00 - 25.30 Sími 451 1150* Fax 451 1107 Staðarskáli Hrútafirði. Grunnskólinn í Sandgerði Kennara vantar til starfa næsta vetur. Meðal kennslugreina: Kennsla yngri barna, sérkennsla, raungreinar, tungumál og tónmennt. Upplýsingar veita Guðjón Þ. Kristjánsson í símum 423 7439 og 423 7436 og Þórunn B. Tryggvadóttir í símum 423 7439 og 423 7730. Félagsmálaráðuneytið óskar að ráða verkefnisstjóra fyrir tilraunaverkefni um starfsmat. Um er að ræða fullt starf sem áætlað er að taki 18 mánuði. Viðkomandi mun hafa sam- starf við skfirstofu jafnrétismála, Reykjavíkur- borg og aðila vinnumarkaðarins. Helstu markmið verkefnisins eru eftirfarandi: a) Að bera saman hefðbundin kvenna- og karlastörf með það fyrir augum að athuga hvort kynhlutlaust starfsmat dragi fram þætti í hefðbundnum kvennastörfum sem hingað til hafa verið vanmetnir. b) Að fá reynslu af notkun kynhlutlauss starfsmatskerfis sem tækis til að raða störfum innbyrðis innan fyrirtækis/stofn- unar. c) Að aðlaga kynhlutlaust starfsmatskerfi íslenskum aðstæðum. Umsækjendur skulu hafa áhuga og þekkingu á vinnumálum og jafnréttismálum, reynslu af stjórnun eða verkefnabundinni vinnu og góða skipulagshæfileika. Æskilegt er að við- komandi hafi lokið háskólaprófi. Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri störf, berist félagsmálaráðuneytinu fyrir 26. ágúst nk. Nánari upplýsingar í ráðuneytinu. Félagsmálaráðuneytið, 9. ágúst 1996. Skólastjóri Hofsós Skólastjóri óskast að Grunnskólanum á Hofs- ósi. Um er að ræða grunnskóla með um 65 nemendur 1. til 10. bekkjar. Áhugasarriir fái nánari upplýsingar hjá sveit- arstjóra, Árna Egilssyni í vsíma 453 7320 og hsíma 453 7395 og formanni skólanefnd- ar Valgeirir Þorvaldssyni í vsíma 453 7935. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og starfsferil, skulu sendar til skólanefnd Hofshrepps, Suðurbraut 12, 565 Hofsósi. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst. Sveitarstjóri Hofshrepps. Félagsmálastofnun Reykj avíkurborgar Aukavinna Við leitum að fólki eldra en 18 ára til að taka að sér liðveislu fyrir fatlaða, börn og full- orðna. Liðveisla er persónulegur stuðningur og aðstoð, sem miðar að því að rjúfa félags- lega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menn- ingar og félagslífs. Um er að ræða 8-30 klst. á mánuði, með sveigjanlegum vinnutíma. Nánari upplýsingar gefur Árni Ragnar Stef- ánsson, á fjölskyldudeild Félagsmálastofn- unar Reykjavíkurborgar, í síma 588-8500, miili kl. 9 og 12 næstu daga. Umsóknareyðublöð fást á Félagsmálastofn- un Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á 3. hæð. ORKUSTOFN UN GRENSÁSVEGI 9 - 108 REYKJAVlK Borholumælingar Orkustofnun óskar að ráða nú þegar raf- eindavirkja eða rafmagnstæknifræðing á Forðafræðideild. Starfssvið: Mælingar í borholum, viðhald og endurnýjun tækja til borholumælinga, úr- vinnsla borholumælinga. Ráðningin er tímabundin. Laun samkvæmt kjarasamningum ríkis- starfsmanna. Skriflegar umsóknir, sem greini aldur, menntun og fyrri störf, skulu sendar Guðnýju Þórsdóttur, starfsmannastjóra, eigi síðar en 26. ágúst 1996. Frekari upplýsingar veitir Valgarður Stefáns- son, deildarstjóri Forðafræðideildar. íþróttamiðstöðin að Varmá Starfsfólk óskast til starfa að íþróttamiðstöð- inni Varmá, Mosfellsbæ. Starfið felst í baðvörslu, gæslu, þrifum, af- greiðslu o.fl. í íþróttamiðstöðinni er sund- laug, íþróttasalir, íþróttavellirog tækjasalur. Unnið er á tvískiptum vöktum. Launakjör eru skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar. Nánari upplýsingar veitir Bjarni Jóhannsson, íþróttafulltrúi, í síma 566 8666 næstu daga. Umsóknarfrestur er til 19. ágúst nk. og skal umsóknum skilað á Bæjarskrifstofur Mos- fellsbæjar, Þverholti 3, 270 Mosfellsbæ. íþróttafulltrúi Mosfellsbæjar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.