Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ________MEIMIMTUN___ Skólamálum mis- jafnlega háttað EFTIR að sveitarfélögin tóku alfarið yfir rekstur grunnskólanna 1. ágúst sl. hefur verið mjög mismunandi með hvaða hætti þau hafa tekið á málum. í sumum byggðarlögum eins og á Suðurlandi, Vesturlandi, Vest- fjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hafa heilar sýslur eða stærri umdæmi tekið sig saman um rekstur skólanna. í öðrum tilvikum eru nokkrir hreppar eða sveitarfélög saman um reksturinn eins og á Reykjanesi og í Skagafirði. í enn öðrum tilvikum eins og í Grindavík, Bessastaðahreppi, á Kjalarnesi og í Kjós eru málefni grunnskólans rekin frá bæjar- eða sveitarskrifstofu með aðkeyptri þjónustu frá nágranna- sveitarfélögum. Að sögn Jóns Gunnars Stefáns- sonar, bæjarstjóra í Grindavík, hefur enginn sérstakur starfsmaður verið ráðinn til að sjá um skólamál, en leitað hefur verið eftir ráðgjöf eftir þörfum. Bæjarstjórn sér um ráðn- ingar kennara og skólastjóra og seg- ir Jón Gunnar að unnið hafi verið að skólamálum í nánu samstarfi við skólastjóra. Aðeins einn grunnskóli er í umdæmi Grindavíkur. í Bessastaðahreppi verður engin sérstök skólaskrifstofa sett á stofn heldur verður starfseminni a.m.k. til að byrja með stýrt frá skrifstofu hreppsins. Einn grunnskóli er þar og einn leikskóli, en þjónusta er keypt af nágrannasveitarfélaginu fyrir nemendur 8.-10. bekkjar, sem eru í Garðaskóla. í einhveijum bæjarfélögum, eins og t.d. Kópavogi og Garðabæ, hefur bæjarskrifstofum verið skipt upp í fjögur meginsvið og er misjafnt hvaða starfsemi fellur undir fræðslu- og menningarsvið, eins og þau eru oftast nefnd. Ýmist er þar farið með málefni leikskóla og tónlistarskóla, að hluta eða alls ekki, og sums stað- ar blandast félagsmál að hluta inn í starfsemina. Samkvæmt upplýsingum Sigur- jóns Péturssonar, deildarstjóra grunnskóladeildar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, hefur sam- bandið ekki fengið vitneskju um hvernig nákvæmlega verður staðið að rekstri grunnskólanna á öllum stöðum. „Enginn einn hefur þessar upplýsingar hjá sér,“ sagði hann. Hæg og róleg þróun Meginlínan um allt land er þó sú, að hlutverk skrifstofanna eru í þróun og menn hyggjast sjá hverju fram vindur er líða tekur á haustið. Víða verður leikskólum veitt aukin þjón- usta eftir áramót og þá einkum á sviði talkennslu, sálfræðiþjónustu og ýmiss konar ráðgjafar. Einnig eru víða uppi hugmyndir úti um land að færa rekstur tónlistarskóla undir svið fræðslumála, ef svo er ekki fyrir. „Auðvitað hafa menn mismunandi skoðanir á hvernig til tekst, sumir hafa verið með hrakspár en aðrir eru fullir bjartsýni á þann tíma sem fer í hönd. Ég er sannfærð um og tel eðlilegt að ýmsir byijunarerfiðleikar eiga eftir að koma í ljós, en ég er jafnsannfærð um að á endanum gengur þetta vel,“ sagði Bergþóra Gísladóttir forstöðumaður Skólamál- askrifstofu Húnvetninga á Blönduósi. Hornafjörður er frábrugðinn öðr- um sveitarfélögum því á vegum bæjarins er rekin Fræðslu- og fjöl- skylduskrifstofa. Þar er markmiðið að sameina í eina skrifstofu þá þjón- ustu sem skólaskrifstofu ber að veita frá 1. ágúst sl. og þá þjónustu sem nú er veitt af ýmsum aðilum sem Mjög mismunandi er með hvaða hætti mál- efni grunnskólans eru rekin um landið. Sums staðar hafa stærri sveit- arfélög tekið höndum saman en annars staðar fer rekstur fram á skrif- stofu bæjar- eða sveit- arfélagsins. Hildur Friðriksdóttir skann- aði landið til að gera sér grein fyrir stöðunni tengjast félagsþjónustu og fjöl- skyldumálum á Suðausturlandi. Hún er alfarið rekin á ábyrgð bæjarins, en önnur sveitarfélög í Austur- Skaftafellssýslu sem og Djúpavogs- hreppi fá fullan aðgang að þjón- ustunni gegn gjaldi samkvæmt samningi. Bæjarskrifstofan hefur gert samning við sálfræðing um sálfræðiþjónustu og stefnt er að því að gera samning við leikskólakenn- ara með framhaldsmenntun um fag- lega ráðgjöf til leikskóla á svæðinu. Þá hefur bærinn farið fram á við félagsmálaráðuneyti að sveitarfélag- ið yfirtaki málefni fatlaðra. Samkvæmt lögum á Samand ís- lenskra sveitarfélaga að sjá um að útbúa form á ráðningasamningum, drög að erindisbréfum og um inn- heimtu og úthlutanir á Námsleyfa- sjóði kennara. „Síðan eru sveitarfé- lögunum óskilgreint falin ákveðin verkefni eins og rekstur sérskóla fyrir fatlaða, Skólabúða að Reykjum og skipun kennslu fyrir nýbúa. Þetta eru verkefni sem tilheyra ekki neinu sérstöku sveitarfélagi og þess vegna hefur sambandinu verið falið að hafa forræði um lausn þeirra mála,“ sagði Sigurjón. Þá sagði hann að sambandið ætti í framtíðinni að sjá um túlkun kjara- samnir.ga. Því óskaði það eftir að vera milligöngumaður sveitarfélaga eða launagreiðenda kennara við fjár- málaráðuneytið, þó að slíkt stæði ekki beint í lögum. „Það er til þess að þekkingin sitji eftir á einum stað þegar frá líður,“ sagði Siguijón en benti á að sambandið hefði engin formleg verkefni. „Það er verið að flytja skólana til sveitarfélaga en ekki til sambandsins." Skortur á sálfræðingum I samtali við forstöðumenn skrif- stofanna kom í ljós að nokkuð erfið- lega hefur gengið að ráða sálfræð- inga. „Meginskýringin er einföld,“ sagði Jón Hjartarson, forstöðumaður Skólaskrifstofu Eyþings. „Margir sálfræðingar fá biðlaun í ‘/2-1 ár hjá ríkinu. Sumir þeirra hyggja á sjálf- stæðan rekstur eða nám svo að bit- ist er um þá fáu sem eru á lausu.“ Þá tóku nokkrir forstöðumenn fram að sálfræðingar hygðust bjóða fram verktakasamning við skóla- skrifstofurnar, en ekki virðist al- mennt mikill áhugi á slíku, þó svo að grípa verði til þeirra lausna. „Ég vil helst fastan starfsmann inn á skrifstofu, menntaðan skólasálfræð- ing því stílað er upp á ákveðið sér- fræðingateymi," sagði einn for- stöðumannanna. Hann sagði koma til greina að ráða kennslu- eða náms- ráðgjafa fengist ekki sálfræðingur til starfa. Geta má þess að sveitarfélög eru í ríkara mæli farin að samnýta ýmsa sérþjónustu við grunnskóla og leik- skóla. „Með breytingum á rekstri grunnskólans opnast möguleiki sveitarfélags til að gera hluti sem voru erfiðir áður. Nú geta þau tekið ákvörðun um hversu margir kennar- ar eru ráðnir, sálfræðingar o.s.frv. Áður voru þau háð samþykki ráðu- neytanna," sagði Siguijón. Enn kennaraskortur Forráðamenn skólaskrifstofanna gátu almennt ekki gefið upplýsingar um hvort búið væri að fullmanna skóla landsbyggðarinnar, því ráðn- ingar fara yfirleitt í gegnum bæjar- eða sveitarstjórnir. Af auglýsingum dagblaðanna má hins vegar ráða að eftir eigi að fylla einhveijar stöður en óvíst er að ástandið sé verra en verið hefur undanfarin ár. Birgir Karlsson skólastjóri Heiðarskóla í Borgarfirði auglýsti t.d. um síðustu helgi eftir 2-3 kennurum. Hann sagði að viðbrögð væru engin og kvaðst ekki vera bjartsýnn á að hægt yrði að ráða kennara með rétt- indi. Tók hann t.d. fram að þegar ríkið var vinnuveitandi kennara hefðu þeir getað fært sig á milli skóla með dags fyrirvara, en nú hefðu menn þriggja mánaða upp- sagnarfrest og yfirleitt væri farið fram á að hann væri unninn. Grunnskólinn á Islandi, fræðsluumdæmi og skólaskrifstofur ísatjölöjir o „ v Skóla Isafirði, 17 unnskólar, 5 stöðugildi rifstofa Vestfjarða Skólaskrifstofa Sigluf jarðar 1 grunnskóli, 1 starfsmaður aðkeypt sértræðiþjónusta Sigluljöröur rifstofa Skagfirðinga Sauðárkróki, 9 skólar, 3 starfsmenn f Sauðárkról Skóiamálaskrifstofa Húnvetninga lönduósi, 7 grunnskólar, leikskóiar, 2 starfsmenn eypt sérítæðiþjónusta að hluta I Skólaþjónusti Akureyri, 32 skólar, erða 101/2 frá áramótm Q semi leikskóla bætist væntam Akureýri i i I m Skólaskrifstofa i Reyðarfirði, 18 skólar, 6 starfsmenn Fræðslumiðstöð Reykjavíkur 30 grunnsk., 5 sérsk.A 5 einkask. 50 starfsmenn í 46 stoðugildum Skólaskrifstofa Seltjarnarnesbæjar 2 skólar, 3 leikskðlar, 2-3 startsm. Skólaskri 13 skólar, l I j \ ^ _, . leikskólar, 4 stöðugildi þjónustusamningur væntanlegur við Beykólahrepp um þjónustu við 1 grunnskóla í' ) Skólaskrifstofa Akraness Borgamesa;/2 skólar- 4 lalksk-» 1 SÓrsk., 3 1/2 StÖðug, J / Seltjarnameso, , Bessastaðahr.oöGKöpavoi j\ o Garðabæ ) o Hatnartjörður Njarðvlk -.......... Grindavik Skólaskrifstofa Kópavogs 7 skólar, 10 leiksk., 1 skóla- dagheimili, 5-6 starfsmenn hluti afFræðslu- og menningar- sviði Kópavogs, aðkeypt sérlræðiþjónusta að hluta Fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar, 3 skólar, 1 sérskóli, 6 leikskólar, 3-4 starfsmenn, aðkeypt sérfræðíþjónusta að hluta 2 sl^aíf l^lelksK óíi, 1 starfsmaður keypt þjónusta af Garðabæ tyrir unglingastig Skólaskrifstofa Hafnarf iarðar 6 grunnskólar, 2 sérskólar, 9 leikskólar, 15 starfsmenn Skólamálaskrifstofa Reykjanesbæjar (Njarðvík), 6 skólar, 6 leikskólar, 7 stöðugildi eftir breytingar sem i vændum eru Kjósarhreppur, 1 skóli, dagvíst Samningur við Mosleiisbæ og Kjalarneshr. AkonesKjalarneshreppur, 1 skóli, 1 sérskóli, v / skólamál hluti af starfsemi hreppsskrifstofu REYKJAVÍK Kjatameshr, Samningaviðr. við Mosfellsbæ um sálfræðiþj. og fagstj. Mostetishær Fræðslu- og menningarsvið Mosfellsbæjar S / Selfoss o O 2 skólar, 3 Skólaskrifstofa Suðurlands Selfossi, 26 skólar, 7 starfsmenn Grindavík, 1 skóli skólamál hluti af starfsemi bæjarskrifstofu sérfræðiþjónusta við leikskóla frá áramótum > \ \_______ Vestmannaeyjar Q Skólaskrifstofa Vestmannaeyjabæjar 2 skóiar, 1 sérskóli, 2-3 startsmenn kennslufræðileg ráðgjöf til dagvistarstofnana Fræðslu- og fjölskylduskrjistofa Suðausturlands, Höfn, 8 skólar Rekin á ábyrgð Hornafjarðarbæjar aðkeypt sérfræðiþjónusta að hlu seld sértræðiþjónusta að hluta, til leikskólaog tóníistarskóla Á kortinu er sýnt hvar skólaskrifstofur hafa verið stofnaðar eða ákvörðun tekin um að sveitarfélög ætli að starfa alveg sér a.m.k. til að byrja með. Upplýsingar eru fengnar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hlutverk skrifstofanna er mjög mismunandi, allt frá því að reka alla þjónustu í sambandi við fræðslu- og félagsmál og niður í að sjá um lágmarksþjónustu á bæjarskrifstofu mað aðkeyptri sálfræðiþjónustu og ráðgjöf, jafnvel frá öðrum sveitarfélögum. Á höfuðborgarsvæðinu starfar hvert bæjarfélag sjálfstætt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.