Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Háskólinn á Akureyri Sigþór Pét- ursson skip- aður dósent í efnafræði MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Björn Bjarnason, hefur skipað dr. Sigþór Pétursson dósent í efnafræði við Háskólann á Akureyri en sérstök dómnefnd hafði áður dæmt hann hæfan til starfsins. Sigþór hefur starfað við Háskólann á Akureyri frá 1990 og sem fastráðinn lektor frá 1992. Hann hefur haft veg og vanda af uppbyggingu efna- fræðikennslu við sjávarútvegs- og kennaradeild skólans. Sig- þór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugar- vatni 1965, B.Sc. prófi við University of Edinburgh 1970 og doktorsprófi í efnafræði frá University of Birmingham 1979. Að loknu doktorsnámi stundaði Sigþór rannsóknir við Oxfordháskóla. Niðurstöður fræðistarfa Sigþórs hafa birst í skýrslum og vísindaritum en auk þess hefur hann samið kennslurit vegna efnafræði- kennslu innan HA. Guðrún Alda sérfræðingur á leikskóla- braut GUÐRÚN Alda Harðardóttir hefur verið ráðin til að gegna störfum sérfræðings við leik- skólabraut kennaradeildar Há- skólans á Akureyri. Guðrún Alda er fædd árið 1955 í Reykjavík. Hún lauk leikskólakennaraprófi frá Fóst- urskóla íslands 1985 og hefur einnig lokið framhaldsnámi í stjórnun og uppeldisfræði við sama skóla. Frá 1994 hefur hún stundað meistaranám í uppeldis- og kennslufræði við Kennaraháskóla íslands. Hún hefur starfað sem Ieik- skólakennari, leikskólastjóri og verkefnastjóri en frá árinu 1994 hefur hún gengt starfí formanns Félags íslenskra leikskólakennara. Starf sérfræðings við leik- skólabraut Háskólans á Akur- eyri felur m.a. í sér stjórnun, kennsiu og rannsóknir. Um brautryðjendastarf er að ræða þar sem leikskólakennaranám er nýjung á háskólastigi. (001 Hótel Harpa Akureyri Gisting við allra hæíi. I>iá veluir: Fjörið í miðbænum. Friðsældina í Kjarnaskógi eða lága verðið á gistiheimilinu Gulu villunni gegnt sundlauginni. Sími 461 1400. Ljósmyndamaraþon 1 fimmta sinn Dalvíkingur átti bestu filmuna LJÓSMYNDAMARAÞON var haldið í fimmta sinn á Akureyri sl. laugardag. Áhugaljósmynda- klúbbur Akureyrar, A.L.K.A. stóð fyrir keppninni í samvinu við Kodak-umboðið Hans Petersen hf. og Pedrómyndir á Akureyri, auk nokkurra annarra fyrirtækja. Að þessu sinni mættu 65 keppend- ur til leiks og lék veðrið við þá á meðan keppnin stóð yfir. Aðalverðlaun keppninnar hlaut Sigurður Gauti Hauksson frá Dal- vík, Canon EOS 500 myndavél frá Hans Petersen en hann átti bestu filmuna (heildarlausnina) í keppn- inni. Bestu mynd keppninnar „Göt- ótt“ tók Anton Hansen og hlaut hann Canon Prima mini myndavél að Iaunum. Veitt voru verðlaun í 12 flokkum en besta filma keppn- innar var þó undanskilin við val á bestu mynd hvers flokks. Sigur- vegarar í hverjum flokki hlutu að iaunum Grímseyjarferð með Sæ- fara og filmur frá Kodak. 780 myndir framkallaðar og stækkaðar Keppendur fengu 12 mynda filmu við rásmark og þrjú verk- efni. Á þriggja tíma fresti næstu 12 klst. mættu þeir síðan á ýmsum stöðum víðs vegar um bæinn og fengu fleiri viðfangsefni. Að 12 tímum liðnum og 12 myndum teknum mættu allir keppendur í mark á Ráðhústorgi og skiluðu fiimunum. Alls voru 780 myndir framkall- aðar og stækkaðar um nóttina. Dómnefnd sem skipuð var þeim Gunnari Hilmarssyni, Birni Gísla- syni og Jónasi Viðari Sveinssyni, hóf störf að morgni sunnudags og lágu niðurstöður hennar fyrir þegar sýning á öllum myndum keppninnar var opnuð utandyra um miðjan dag. Þá er sýning með öllum myndum keppninnar opin í Dynheimum í dag þriðjudag og á morgun miðvikudag milli 15 og BESTA mynd keppninnar „Götótt“ sem Anton Hansen tók. 20 og er aðgangur okeypis. KEPPENDUR í ljósmyndamaraþoninu voru 65 en hér sést hópurinn sem hlaut verðlaun að þessu sinni. Veitt voru verðlaun fyrir bestu myndina í 12 flokkum og af þeim myndum besta mynd keppn- innar. Aðalverðlaunin voru hins vegar veitt fyrir bestu heildarlausnina á einni filmu. Trébryggja lengd í Grímsey Viðlegu- pláss eykst Grímsey. Morgunblaðið. NÚ ER unnið við að lengja aðra trébryggjuna af tveimur í höfninni í Grímsey. Guðlaugur Einarsson skipasmiður frá Fáskrúðsfirði er verktaki og vinnur Guðmundur sonur hans með honum við þetta verkefni auk þess sem Sigurður Ingi Bjarnason í Grímsey leggur til mannskap og tæki. Þessa dagana er verið að dýpka höfnina og vonast Guðlaugur til að því verði lokið um helgina. Ef allt gengur samkvæmt áætlun og veður verður hagstætt ætti verkinu að vera lokið um miðjan september. Þá verður bryggjan orðin 40 metra löng og við það eykst viðlegupláss fyrir bátana nokkuð. Morgunblaðið/Hólmfríður Morgunblaðið/Kristján Akureyrarbær fær „Ljóð dagsins“ ÞRÁINN Karlsson leikari, sem hlaut starfslaun bæjar- listamanns Akureyrar á liðnu ári, lauk timabilinu með því að færa menningarmálanefnd bæjarins skúlptúr er nefndin kom saman til fyrsta fundar síns eftir sumar- leyfi. Skúlptúrinn nefnir hann „Ljóð dagsins“ en hann er unninn úr steinsteypu, stáli og timbri. Jakob Björns- son, bæjarstjóri, veitti skúlptúrnum viðtöku. Þráinn sagði að það ár er hann hefði verið bæjarlista- maður hefði verið afar lærdómsríkt og gott. Hann hefði komið víða við, en einkum fengist við myndgerð. „Eg kem heilsuhraustur undan vetri, rétt eins og veð- hlaupahestur og hlakka til að fara að hlaupa,“ sagði hann, en liann hefur þegar hafið störf hjá Leikfélagi Akureyrar. Þráinn leikstýrir fyrsta verkefni vetrarins, Sigrúnu Ástrósu, en Sunna Borg fer með hlutverk hennar. Grímsey Sjómaður klemmdist á fingrum UNGUR sjómaður á snurvoðabát í Grímsey klemmdist á fjórum fingr- um hægri handar við vinnu sína sl. sunnudag. Maðurinn varð undir vír með Qóra fingur og lenti inn á tromlu er verið var að jafna vírana fyrir snurvoðina. Við óhappið datt maðurinn með öxlina á öryggisgrind og við það losnaði hann af troml- unni. Maðurinn var mikið bólginn og átti auk þess erfítt með að hreyfa einn fingur. Hann fór með ferjunni Sæfara til Akureyrar í gær til að leita sér lækninga. Mildi þykir að ekki fór verr en átakið á vírinn var ekki mikið þar sem aðeins var verið að jafna þá án snurvoðarinnar og einnig þótti heppilegt að maðurinn skildi detta á öryggisgrindina við óhappið. -----» ------- Unglingsstúlka slasaðist er hún féll af hestbaki UNGLINGSSTÚLKA slasaðist er hún féll af hestbaki við bæinn Leyn- ing í Eyjafjarðarsveit um miðjan dag í gær. Stúlkan kvartaði um höfuð- verk og hlaut auk þess einhveijar skrámur. Hún var flutt með sjúkra- bifreið á slysadeild í'jórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Stúlkan var með hjálm og segir Árni Jóhannesson læknir á slysa- deild að hjálmurinn verði ekki not- aður aftur, þar sem hann hafi brotn- að við slysið en jafnframt komið í veg fyrir frekari meiðsli stúlkunnar. Stúlkan fékk þó vægan heilahristing en líður vel eftir atvikum og taldi Árni að hún yrði útskrifuð fljótiega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.