Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ I Í I | | * m | AÐSENDAR GREINAR Stórfelld skerðing á fé til sjúkrahúsa VILLUKENNIN GIN um að kostnaður við sjúkrahús landsmanna hafi stóraukist síðustu ár er lífseig. í leiðara Morgunblaðsins 3. ág- úst mátti t.d. lesa eftir- farandi: „Jafnframt hefur það ítrekað komið fram í umræðum um stóraukinn kostnað við heilbrigðiskerfið, að sá kostnaður tengist ekki sízt þeirri hátækni, sem nú ryður sér tii rúms í spítalarekstri." Upplýsingar Þjóð- hagsstofnunar (26.2.96, tafla 6.2) sýna að útgjöld hins opinbera vegna sjúkrahúsanna í landinu hafa lækkað frá því sem var á seinni hiuta síðasta áratugar og í byijun þess tíunda. Sú niðurstaða blasir alls staðar við þótt skoðað sé út frá mismunandi forsendum. Útgjöldin til spítalanna hafa lækk- að sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu (sjá mynd 1). Á tímabilinu 1983 fram til 1990 voru þau 3,70- 4,30%, flest árin um og yfír 4%. 1994 og 1995 var hlutfallið 3,65 og 3,66% og hafði ekki verið lægra síð- an 1981, nema árið 1992. Fleiri íbúar en minni peningar Þegar opinber útgjöld til sjúkra- húsanna í landinu eru framreiknuð til verðlags 1995 (verðvísitala sam- neyslunnar) kemur í ljós að síðustu 4 árin, 1992-1995 fá sjúkrahúsin minna fé en á tímabilinu 1987- 1991, ef frá er talið árið 1990. Sam- anburðurinn sýnir að tæpar 700 milljónir vantaði árið 1995 til þess að sjúkrahúsin hefðu jafn mikið opin- bert fé og þau höfðu árið 1988: 17,4 milljarða 1988 en 16,7 milljarða 1995. Þannig lækka útgjöid til sjúkrahúsanna á sama tíma og lands- mönnum fjölgar. íbúar landsins voru 6,4% fleiri árið 1995 en árið 1988 og rökrétt að álykta sem svo að þeir þurfi að veija meira fé til sjúkrahúsa eftir því sem þeim fjölgar. Athyglivert er að fjölgun íbúa í Reykjavík og í Reykjaneskjör- dæmi er hlutfallslega mun meiri en heild- arfjölgunin, eða 11%. Fróðlegt væri að meta niðurskurð fjármagns til sjúkrahúsanna á þessu svæði í því sam- hengi. Ennfremur verður að taka með í reikninginn að hlutfall aldraðra hækkar hjá þjóðinni sem kallar á aukna heilbrigðisþjónustu. 70 ára og eldri fjölgaði um 15,7% frá árslokum 1988 til ársloka 1995. Auk þessa hafa íslensk sjúkrahús tekið að sér nýja þjónustu, sem fólk þurfti áður að sækja til útlanda. Sú þróun kallar á meiri kostnað sjúkrahúsanna en skilar þjóðarbúinu spamaði. Vantar 1.900 milljónir tjóðhagsstofnun sýnir einnig út- reikninga á opinberum útgjöldum til sjúkrahúsa með tilliti til fjölgunar landsmanna (sjá mynd 2). Sá saman- burður gefur réttari mynd en hinir fyrri af raunverulegum niðurskurði á opinberu fé til sjúkrahúsa síðustu árin. Þegar opinberum útgjöldum til sjúkrahúsa hefur verið deilt niður á íbúana, kemur í ljós að kostnaður á mann er mun minni árin 1992-1995 en hann var 6 árin þar á undan. Að jafnaði fengu spítalamir 69.500 kr. á hvern íbúa árið 1988 en 62.400 kr. árið 1995. Þarna munar 7.100 krónum á íbúa. Með því að marg- falda þá upphæð með íbúafjölda Spítalana vantaði 1.900 milljónir 1995, segir Kristín Á. Ólafsdóttir, til að hafa jafn mikð fé áíbúa og 1988. landsins um síðustu áramót kemur í ljós að spítalana í landinu vantaði hvorki meira né minna en 1.900 milljónir króna árið 1995 til þess að hafa sama opinbert fé og þeir höfðu út frá íbúafjölda árið 1988! Það munar um minna, enda eru afleiðing- arnar af þessum mikla niðurskurði að koma æ betur í ljós. Aukið álag og færri rúm Niðurskurðinum hefur ekki síst verið mætt með því að leggja stöð- ugt meiri vinnu á starfsfólk spítal- anna. Starfsfólki fækkaði, a.m.k. á spítölunum hér í Reykjavík, á sama tíma og sjúklingum fjölgaði. Rúmum spítalanna, a.m.k. í Reykjavík, hefur fækkað. Hvort tveggja kemur niður á þjónustu við sjúklinga. Þeir finna fyrir auknu álagi starfsfólksins. Vegna fækkunar rúma fjölgar þeim sjúklingum sem liggja á göngum eða í öðrum vistarverum sem ekki eru ætlaðar legusjúklingum. Biðlistar lengjast. Þjónusta lögð niður Þannig hefur stöðugt þrengst um starfsemi sjúkrahúsanna. Þegar áfram er svo haldið með niðurskurð- arhnífinn á þessu ári, eftir þá þróun sem tölur Þjóðhagsstofnunar hér að framan lýsa, eru ekki önnur ráð eft- ir en að leggja hreinlega af ein- hveija þá þjónustu sem spítalamir hafa veitt. Það er sá veruleiki sem blasti við stjómendum Sjúkrahúss Reykjavíkur þegar þeir samþykktu Útgjöld hins opinbera til sjúkrahúsa sem hlutfall af vergri landsframleiðslu /0 95 4,2- 4,U- 0,0“ 3,61 3,4- 3,2- 19 86 19 85 19 90 19 Opinber útgjöld til sjúkrahúsa á hvern íbúa Á verðlagi 1995, þar sem opinber útgjöld eru staðvirt á mann með vísitötu samneysiunnar 70.000 68.000 66.000 64.000 .lll iiim 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 GRÖFIN eru unnin upp úr gögnum Þjóðhagsstofnunar: „Útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála 1980-1995.“ Tölur ársins 1995 eru bráðabirgðatölur. tillögur um verulegan niðurskurð á þjónustu 25. júlí sl. Þá höfðu þeir í 10 mánuði reynt að fá fjárveitingar ársins hækkaðar með margítrek- uðum rökum um að annars neyddist spítalinn til þess að hætta einhverri þjónustu. Þeir sem halda því fram að kostn- aður til sjúkrahúsa hafi verið að stór- aukast þannig að niðurskurðurinn hafi verið og verði áfram nauðsynleg- ur verða að sýna fram á það með haldbærum rökum. Þeir hljóta að hrekja þær upplýsingar sem Þjóð- hagsstofnun birtir og gerðar hafa verið að umfjöllunarefni í þessari grein. Hér hefur einungis verið fjall- að um þær talnaupplýsingar sem snúa að sjúkrahúsum landsins. En Þjóðhagsstofnun birtir einnig tölur yfir heilbrigðismálin í heild. Þær upplýsa að opinber heilbrigðisútgjöld síðustu tvö ár voru lægra hlutfall af vergri landsframleiðslu en næstu sjö ár þar á undan. Megi það verða leið- arahöfundi Morgunblaðsins frá 3. ágúst til umhugsunar. Höfundur er stjórnarformaður Sjúkrahúss Reykjavíkur. Breytingar á leiðakerfí SVR ÞANN 15. ágúst nk. taka gildi .breytingar á leiðakerfi SVR. í fyrri greinum til kynningar á breytingun- um var fjallað um almennar áherslu- breytingar, breytingar í Breiðholti, í Grafarvogi og Árbæ. I þessari grein verður fjallað um þær breytingar sem verða í hverfum vestan Reykjanes- brautar og Elliðavogs ásamt Sel- tjarnarnesi, en SVR veitir þjónustu á sviði almenningssamgangna þar. Verulegar úrbætur verða gerðar á skiptistöð við Lækjartorg. Eftir breyt- inguna munu allir vagnar stoppa inn- an við 100 metra radíus frá skiptistöð- inni en í núverandi kerfi eru vagnar mjög dreifðir um svæðið. Aðstaða til skiptinga milli leiða sem ganga t.d. í Vesturbæ hefur ekki verið góð en með stórbættri aðstöðu á nýrri skipti- stöð SVR á Lækjartorgi horfir þetta til betri vegar. Mjög einfalt verður að taka vagn, t.d. úr Skeijafirði og skipta yfir í annan vagn sem fer t.d. að Hagaskóla. Hér er því um verulega bætta þjónustu að ræða. Á skiptistöð á Lækjartorgi munu hraðleiðirnar svokölluðu hafa enda- stöð. Hraðleiðirnar aka frá endastöð að Háskólanum, um Hringbraut og Miklubraut að Kringlu og sem leið Iiggur í austurhverfin. Á annatíma munu þessar leiðir aka með 20 mín. tíðni og þess gætt að dreifa brottfar- artímum frá endastöð. Það hefur það í för með sér að um verður að ræða ferðir frá miðborg að Háskóla og Kringlu á 4-6 mín. fresti. Hér er um mikla þjónustubót fyrir íbúa í Vest- urbæ að ræða, því hægt verður að taka hverfísbíl, nánast hvenær sem er, að Lækjartorgi og aldrei verður um langa bið að ræða eftir ferð að Kringlu ef ferðinni er heitið þangað. Sama á við um fólk sem vill fara frá Kringlu að miðborg, aldrei mun líða langur tími, á annatíma, þar til vagn kemur sem fer að Lækjartorgi. Nánar verður vikið að þjónustu við stærstu Skiptistöð við Hlemmtorg verður áfram ein stærsta skipti- stöðin í kerfinu og um skiptistöðina fara flestir viðskiptavinir SVR. Lögð er áhersla á að gera umhverfið meira aðlaðandi fyrir við- skiptavinina og hefur í því sambandi m.a. verið sett á stofn sérstök far- ' þegaþjónustudeild sem hefur það meginhlutverk að veita við- skiptavinum þjónustu, svo sem í formi upplýsingagjafar,_ sölu farmiða og Græna kortsins. í framtíðinni verður unnið markvisst að því að gera um- hverfið aðlaðandi og þannig úr garði að viðskiptavinum SVR líði þar vel. Leiðir 10, 11, 12, 14 og 15 hafa enda- stöð á Hlemmtorgi en þessar leiðir þjóna Grafarvogi, Árbæ og Breiðholti og aka allar um Grensás og Skeifu. Líkt og með hraðleiðirnar er þess gætt að dreifa brottfarartímum sem hefur það í för með sér að hægt er að bjóða upp á ferðir frá Hlemmtorgi að Skeifu, sem er vaxandi þjónustu- kjami, á 4-6 mín. fresti. Leið 1 Leiðin er ný leið hjá SVR og er ætlað að þjóna Þingholtum og Loft- leiðum. Tengir saman Lækjartorg, Domus Medica, Landspítala og Hótel Loftleiðir. Með akstri um Skólavörðu- stíg verður hægt að þjóna Þingholtum en í núverandi leiðakerfi er þjónustu við Þingholtin ábóta- vant. Gert er ráð fyrir 30 mín. tíðni á dagtíma og kvöld og helgar. SVR hefur fest kaup á litlum strætisvagni sem notað- ur verður á þessari leið, en götur eru mjög þröngar á þessu svæði. Leið 2 Akstursleið mun ekki breytast og mun því leiðin áfram þjóna Voga- og Heimahverfi austan miðborgar og Vesturbæ og Órfirisey að vestan. Ekur með 20 mín. tíðni á dagtíma og 30 mín. tíðni kvöld og helgar. Leið 3 Leiðin heldur áfram að þjóna Sel- tjarnarnesi en fer Hringbraut - Suð- urgötu í stað Hringbraut - Túngötu að Lækjartorgi. Með þessari breyt- mgu batnar þjónustan við Háskóla Islands verulega og verða nú íbúar á Seltjarnamesi, í Vesturbæ og Bú- staðahverfi komnir með bein tengsl við Háskóla íslands. Leiðin mun hætta akstri niður að Borgarspítala og hefur viðkomustað í báðum leiðum á Bústaðavegi við spítalann. Þessi breyting er forsenda fyrir því að leið- in geti þjónað Bakkahverfi, en leið 3 verður hverfisbíll í því hverfi. Þetta þýðir venilega bætta þjónustu fyrir marga. íbúar í Vesturbæ og á Sel- tjarnarnesi fá bætta þjónustu vegna tengsla við Háskóla Islands. íbúar í Bústaðahverfi fá bætta þjónustu vegna greiðfærari leiðar og tengsla við Háskóla íslands. íbúar í Selja- hverfi fá betri þjónustu þar sem leið Þjónustan, segir Þór- j-j hallur Orn Guðlaugs- son, er stórbætt við atvinnuhverfin í Borgarmýri. 11, sem er hverfisbíll í Seljahverfi, hættir að þjóna Bakkahverfi en í núverandi leiðakerfi þurfa íbúar í Seljahverfi að taka á sig krók í Bakkahverfi hvort sem um er að ræða ferð úr hverfi eða í hverfi. Ekið verður í Mjódd kvöld og helgar en í núverandi kerfi er það ekki gert. Ekur með 20 mín. tíðni á dagtíma og á 30 mín. tíðni kvöld og helgar. Leið 4 Ekki er um breytingar á aksturs- leið að ræða. Ekur í Mjódd kvöld og helgar en í núverandi leiðakerfi er það ekki gert. Ekið með 20 mín. tíðni á dagtíma og 30 mín. tíðni kvöld og helgar. Leið 5 Leiðin er nær óbreytt að Sunnu- torgi á mótum Langholtsvegar og Laugarásvegar, fer þó Hjarðarhaga - Dunhaga - Birkimel - Hringbraut í stað Suðurgötu. Með þessari breyt- ingu er komið verulega til móts við óskir íbúa í Skeijafirði. Leiðin lengist að Borgarspítala og fer yfir sama svæði og eystri hluti leiða 8 og 9 sem leggjast niður í núverandi mynd. Ekur með 20 mín. tíðni á dagtíma og með 30 mín. tíðni kvöld og helgar. Leið 6 Leið 6 mun sinna hlutverki leiðar 1 í Vesturbæ en leið 1 mun leggjast Þórhallur Örn Guðlaugsson niður í núverandi mynd. Fer um Lönguhlíð - Hamrahlíð - Listabraut og tengir saman skólana sem þar eru. Fer Bústaðaveg og verður með endastöð í Mjódd. Með þessari breyt- ingu er komið á beinum tengslum milli Mjóddar, Kringlu, Verslunar- skóla og Hamrahlíðarskóla, en þessi tengsl eru ekki fyrir hendi í núver- andi leiðakerfi. Ekur með 20 mín. tíðni á dagtíma og 30 mín. tíðni kvöld og helgar. Leið 7 Leiðin verður nánast óbreytt frá Lækjartorgi að gatnamótum Bú- staðavegar og Sogavegar. Hættir þó akstri á Sléttuveg og fer aðeins að hringtorgi í Suðurhlíðum. Frá Soga- vegi lengist leiðin að skiptistöð við Ártún og fer þaðan um Borgarmýri og til baka í gegnum Árbæjarhverfi að Ártúni. Með þessu er stórbætt þjónustan við atvinnuhverfin í Borg- armýri þar sem komin er góð tenging við alla borgarhluta Reykjavíkur. Einnig batna tengslin á milli Grafar- vogs - Borgarspítala - Landspítala og Árbæjar - Borgarspítala - Land- spítala. Ekur með 20 mín. tíðni á dagtíma og 30 mín. tíðni kvöld og helgar. Gert er ráð fyrir endastöð við Ártún kvöld og helgar og fer þó vagninn ekki í Borgarmýri né Árbæ. Breyttar tímasetningar Á flestum leiðum breytast tíma- setningar eitthvað. íbúar eru því hvattir til að kynna sér vei breyting- amar í símaskránni eða hafa sam- band í þjónustu- og upplýsingasíma SVR, 551-2700. Ný leiðabók verður fáanleg í byijun ágústmánaðar. Um leið og við hjá SVR óskum íbúum til hamingju með þá bættu þjónustu sem breytingarnar hafa í för með sér, viljum við hvetja íbúa til að nýta sér þessa fjárhagslega hagkvæmu og lipru þjónustu. Höfundur er forstöðumaður markaðs- ogþróunarsviðs SVR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.