Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 37 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson MAGNEA Rós komin á toppinn í fjórgangi unglinga á Vafa sínum. ALLT pottþétt hjá Ragnari og Hrafni í tölti og fjórgangi og í kaupbæti fengu þeir gullið í íslenskri tvíkeppni. Ragriar o g Viðar í stjörnuflokk KAREN og Manni voru öryggið uppmálað í fjórgangsúrslitum barna og sigruðu. HESTAKOSTUR íslandsmótsins var með miklum ágætum og á það ekki síður við um yngri flokkana þar sem keppnin var æsispenn- andi. Knapar í fyrsta sæti eftir forkeppni voru að falla jafnvel í fimmta eða sjötta sæti. I flestum hringvallargreinum yngri flokkana voru B-úrslit og kom þá glöggt í ljós hversu mikil breiddin er orðin bæði hvað varðar knapa og hesta- kost unga fólksins. Skin og skúrir hjá Ástu Kristínu Krakkamir í unglingaflokki voru sérlega vel ríðandi þar sem Ásta Kristín Victorsdóttir stóð efst eftir forkeppni í bæði tölti og fjórgangi á gamla brýninu Herði frá Bjarna- stöðum sem nú stendur á tvítugu. Ekki gekk það björgulega hjá henni í fjórgangsúrslitum þar sem sýning- in fór meira og minna í vaskinn og Magnea Rós Axelsdóttir á Vafa frá Mosfellsbæ greip gæsina þegar hún gafst og tók fyrsta sætið með trompi en Davíð Matthíasson á Pra,ta frá Stóra-Hofí varð þriðji. Ásta Kristín mætti hinsvegar tvíelfd til leiks í töltinu og lét þá ekkert fara úrskeiðis og enn hafði Davíð annað sætið en Magnea varð þriðja. Þótt Davíð sigraði aðeins í hindrunarstökki var hann vel á blaði á öllum vígstöðvum og varð stigahæstur keppenda. I fimmgangi unglinga urðu miklar sviptingar en undir lokin stóð Erlendur Ingvarsson uppi sem sigurvegari á Diljá frá Skarði. í ungmennaflokki var Ragnar E. Ágústsson nánast óstöðvandi. Vit- að var að hann var mjög sigur- stranglegur í tölti og íjói'gangi á Hrafni frá Hrafnagili en sigur hans í fimmgangi á Óskadís frá Akra- nesi var óvæntur og líklega komið honum sjálfum mest á óvart. En það var Sölvi Sigurðarson sem halaði inn flest stig samanlagt en þar hefði Guðmar Þór Pétursson getað veitt honum harða keppni ef hann hefði ekki verið dæmdur úr leik í fjórgangi þegar einn dóm- ari taldi sig hafa séð hann fara út af brautinni. Hann vann hins- vegar skeiðtvíkeppnina en Ragnar var efstur í íslenskri tvíkeppni. í barnaflokki var Viðar Ingólfs- son maður mótsins, vann töltið og allar stigakeppnirnar. Hafi einhver hinsvegar talið það heppni eða til- viljun að Karen Líndal Marteins- dóttir ynni fjórganginn á síðasta móti getur sá hinn sami farið að sannfærast því hún var með af- bragðsgóða sýningu á Manna sín- um og stóð uppi sem hinn öruggi sigurvegari. á Ljúfi frá Kýrholti en aðrir voru með lakari sýningu og Atli því vel að sigrinum kominn. Fimikeppnin hefur átt í vök að veijast hvað þátttöku varðar en hiklaust er vert að hvetja menn til að leggja rækt við þessa mjög svo gagnlegu undirstöðugrein sem er mjög áhugaverð ef vel er að þjálfun og undirbúningi staðið af hálfu keppandans. Sama verður ekki sagt um hindr- unarstökkið sem alltaf hefur verið hálfgerð hörmung og þaðan af verra. Keyrði nú alveg um þverbak að þessu sinni og má hiklaust nota orð eins áhorfandans frá Borgar- nesi í fyrra sem sagði að líkast hefði verið sem jarðýtur hefðu far- ið um svæðið þegar keppendur höfðu riðið um brautina. Hindrun- arstökkið var líka eina greinin sem ekki var vel staðið að af hálfu mótshaldara, hindranir lélegar og umhverfíð ekki í samræmi við það sem var á Varmárbökkum en keppnin fór fram á fótboltavelli skammt frá. En það gerði lítið til því fullt samræmi var á milli þeirr- ar aðstöðu sem keppendum var sköpuð og getu þeirra í keppninni og nú er mál til komið að hesta- menn kasti hindrunarstökkinu fyrir róða því það er löngu sannað mál að þessi grein á ekkert erindi inn á íslandsmót frekar en önnur mót af þessum toga! Nú var í fyrsta sinn keppt í 250 metra skeiði sem fullgildri grein og náðust feikna góðir tímar. Setti Sigurbjörn Bárðarson og Ósk frá Litladal vallarmet 21,59 sek. og Logi Laxdal á Sprengjuhvelli var einnig á góðum tíma 21,71 sek. Dómarar mótsins þóttu standa sig með mikilli prýði samræmi í góðu lagi í all flestum tilvikum þótt sjálfsagt megi finna einstök undantekriinga tilfelli. Þá var lítið um að keppendur væru dæmdir úrleik og engin spjöld hvorki gul né rauð voru á lofti þannig að ætla má að prúðmennskan hafi ráðið ríkjum á mótinu. Valdimar Kristinsson íslandsmót Gefnar eru upp einkunnir í forkeppni og úrslitum. Þar sem eru þijár ein- kunnir er um að ræða keppendur sem hafa unnið sig upp úr B-úrslitum og er þá miðjueinkunnin úr þeirri keppni. Opinn flokkur: Tölt 1. Þórður Þorgeirsson Geysi, á Laufa frá Kolluleiru, 8,27/8,84. 2. Hafliði Halldórsson Fáki, á Nælu frá Bakkakoti, 8,30/8,78. 3. Sigurbjöm Bárðarson Fáki, á Oddi frá Blönduósi, 8,07/8,62. 4. Höskuldur Jónsson Létti, á Þyti frá Kross- um, 7,93/8,08. 5. Fríða H. Steinarsdóttir Fáki, á Hirti frá Hjarðarhaga, 7,17/7,43/7,52. 6. Bjarni Sigurðsson Gusti, á Eldi frá Hóli, 7,20/7,48. Fjórgangui- 1. Ásgeir S. Herbertsson Fáki, á Farsæli frá Arnarholti, 8,00/8,17. 2. Sigurbjöm Bárðarson Fáki, á Oddi frá Blönduósi, 7,23/7,68. 3. Höskuldur Jónsson Létti, á Þyti frá Kross- um, 7,47/7,60. 4. Þórður Þorgeirsson Geysi, á Laufa frá Kolluleiru, 7,50/7,50. 5. Gunnar Amarsson Fáki, á Snilingi frá Austvaðsholti, 7,20/7,47. 6. Bjarni Sigurðsson Gusti, á Eldi frá Hóli, 7,13/7,16/7,21. Fimmgangur 1. Sigurbjöm Bárðarson Fáki, á Dyni frá Ytra-Skörðugili, 7,10/7,13. 2. Siguijón Gylfason Gusti, á Kolbaki frá Viðvík, 6,43/6.71/7,05. 3.Sveinn Jónsson Sörla, á Bassa frá Stokks- eyri, 6,77/6,98. 4. Sigurður Sigurðarson Herði, á Prinsi frá Hörgshóli, 6,77/6,76. 5. Hinrik Bragason Fáki, á Drottningu frá Skriðu, 6,67/6,44. 6. Elsa Magnúsdóttir Sörla, á Demanti frá Bólstað, 6,77/5,76. Gæðingaskeið 1. Sigurbjöm Bárðarson Fáki, á Dyni frá Ytra-Skörðugili, 112. 2. Sigurður Sæmundsson Geysi, á Grana frá Saurum, 103. 3. Jens Einarsson Hornfirðingi, á Hávarði frá Hávarðarkoti, 96,50. 4. Atli Guðmundsson Sörla, á Jörfa frá Ilöfða- brekku, 96. 5. Erling Sigurðsson Fáki, á Spá frá Varma- dal, 95,50. Skeið 250 m. 1. Sigurbjöm Bárðarson Fáki, á Ósk frá Litladal, 21,59. 2. Logi Laxdal Geysi, á Sprengjuhvelli frá Efsta-Dal, 21,71. 3. Þórður Þorgeirsson Geysi, á Lútu frá Ytra- Dalsgerði, 23,14. 4. Páll Bragi Hólmarsson Gusti, á Viljari frá Möðruvöllum, 23,15. 5. Erling Ó. Sigurðsson Fáki, á Elvari frá Búlandi, 23,22. Fimi G 2/Fijálsar æfingar 1. Atli Guðmundsson Sörla, á Ljúfi frá Kýr- holti, 5,22/6,80. 2. Elsa Magnúsdóttir Sörla, á Eómi frá Bakka, 4,45/5,80. 3. Sigurbjöm Bárðarson Fáki, á Hæringi frá Ármóti, 6,16/5,70. 4. Sævar Haraldsson Herði, á Goða frá Voð- múlastöðum, 5,75/4,17. 5. Elvar Einarsson Í.D.S., á Tindi frá Ög- mundarstöðum, 3,73. Hindrun 1. Sigurbjöm Bárðarson Fáki, á Hæringi frá Ármóti, 48,32. 2. Jóhann Þ. Jóhannesson Herði, á Nasa frá Dalsgarði, 1,33. 3. Elvar Einarsson H.Í.D.S. á Tindi frá Ög- mundarstöðum, -10. ísl. tvík.: Þórður Þorgeirsson Geysi, á Laufa frá Kolluleiru, 155,87. Skeiðtvík.: Sigurbjörn Bárðarson Fáki, á Dyni frá Ytra-Skörðugili, 175,90. 01. tvík.: Sigurbjörn Bárðarson Fáki, á Hær- ingi frá Ármóti, 85,27. Stigahæsti keppandi: Sigurbjörn Bárðarson Fáki, 525,40. Ungmenni: Tölt 1. Ragnar E. Ágústsson Sörla, á Hrafni frá Hrafnagili, 6,97/7,32. 2. Sölvi Sigurðarson Herði, á Gandi frá Fjalli í Skagarfirði, 6,67/6,95. 3. Guðmar Þ. Pétursson Herði, á Spuna frá Syðra-Skörðugili, 6,27/ 6,92. 4. Kristín Þórðardóttir Geysi, á Glanna frá Vindási, 5,87/6,26/6,73. 5. Marta Jónsdóttir Mána, á Sóta frá Valla- nesi, 6,23/6,53. 6. Alma Olsen Fáki, á Erró frá Langholti, 6,37/6,47. Fj'órgangur 1. Ragnar E. Ágústsson Sörla, á Hrafni frá Hrafnagili, 6,77/7,37. 2. Sölvi Sigurðarson Herði, á Gandi frá Fjalli, 6,43/6,97. 3. Marta Jónsdóttir Mána, á Sóta frá Valla- nesi, 6,17/6,62. 4. Kristín Þórðardóttir Geysi, á Glanna frá Vindási, 6,03/6,39. 5. Alma Ólsen Fáki, á Erró frá Langholti, 6,00/6,31/6,23. 6. Kristin H. Sveinbjamardóttir Fáki, á Val- iant frá Heggstöðum, 6,20/6,04. F'immgangur 1. Ragnar E. Ágústsson Sörla, á Óskadís frá Akranesi, 5,80/6,70. 2. Guðmar Þ. Pétursson Ilerði, á Draupni frá Sauðárkróki, 6,27/6,62 3. ísólfur L. Þórisson Þyti, á Svarta-Svaninum frá Leirárgörðum, 5,67/5,94. 4. Þóra Brynjarsdóttir Mána, á Fiðringi frá Ingveldarstöðum, 5,97/5,92. 5. Þorgeir Ó. Margeirsson Mána, á Funa frá Sauðárkróki, 5,50/4,80. Gæðingaskeið 1. ísólfur L. Þórisson Þyti, á Svarta-Svanin- um, 74. 2. Guðmar Þ. Pétursson Herði, á Draupni frá Sauðárkróki, 59. 3. Helgi Gíslason Ljúfi, á Frey frá Borgar- nesi, 50. 4. Sölvi Sigurðarson Herði, á Röskvu frá Keldudal, 48. 5. Sigriður Pjetursdóttir Sörla, á Rák frá Mel, 37. Fimi A II 1. Guðmar Þ. Pétursson Herði, á Drottningu frá Vindási, 58,23/ 2. Sölvi Sigurðarson Herði, á Vilja frá Þórann- arvöllum, 53,46/ 3. Sigríður Pjetursdóttir Sörla, á Þokka frá Rip, 46,66/ 4. Gunnar Haraldsson Fáki, á Tfgli frá Siglu- vik 45,09/ Hindrun 1. Sigríður Pjetursdóttir Sörla, á Þokka frá Ríp, 22,68. 2. Gunnar Haraldsson Fáki, á Tralla, 22. 3. Guðmar Þ. Pétursson Herði, á Mána frá Skarði, 12,66. Ísl.tvík.: Ragnar E. Ágústsson Sörla, á Hrafni frá Hrafnagili, 134,75. Skeiðtvík.: Guðmar Þ. Pétursson Herði, á Draupni frá Sauðárkróki, 115,43. 01. tvík.: Sigríður íjetursdóttir Sörla, á Þokka frá Ríp, 38,03. Stigahæsti kcppandi: Sölvi Sigurðarson Herði, 242,38. Unglingar: Tölt 1. Ásta K. Victorsdóttir Gusti, á Herði frá Bjamastöðum, 7,03/7,18. 2. Davíð Matthíasson Fáki, á Prati frá Stóra- Hofí, 7,00/7,03. 3. Magnea R. Axelsdóttir Herði, á Vafa frá Mosfellsbæ, 6,37/6,56. 4. Birgitta D. Kristinsdóttir Gusti, á Ósk frá Refstöðum, 5,80/6,23. 5. Sigurður Halldóreson Gusti, á Krapa frá Kirkjuskógi, 6,10/6,21. 6. Hinrik Þ. Sigurðsson Sörla, á Hugi frá Skarði, 5,73/6,03/6,10. Fjórgangur 1. Magnea Rós Axelsdóttir Herði, á Vafa frá Mosfellsbæ, 6,20/6,65. 2. Davíð Matthíasson Fáki, á Prata frá Stóra- Hofi, 6,27/6,55. 3. Birgitta D. Kristinsdóttir Gusti, á Ósk frá Refsstöðum, 6,03/6,33. 4. Sigurður Halldórsson Gusti, á Byr frá Melum, 6,0/6,17. 5. Hrafnhildur Jóhannesdóttir Herði, á Fjölni, 5,53/6,11/5,73. 6. Ásta K. Victorsdóttir Gusti, á Herði frá Bjarnastöðum, 6,40/5,13. Fimmgangur 1. Erlendur Ingvarsson Geysi, á Diljá frá Skarði, 5,27/5,37. 2. Þórdís E. Gunnarsdóttir Fáki. á Gosa frá Auðsholtshjáleigu, 5,50/4,95. 3. Sigfús B. Sigfússon Smára, á Hlýju frá V-Geldingaholti, 5,50/4,54. 4. Davíð Matthiasson Fáki, Gusti frá Reykja- vík, 5,30/4,26. 5. Gunnhildur L. Ambjömsdóttir Mána, á Vin frá Mykjunesi, 4,60/4,15. Fimi A 1. Magnea R. Axelsdóttir Herði, á Kopar frá Norðurhlíð, 70,44. 2. Kristfn Ó. Þórðardóttir Sörla, á Sfak frá Þúfu, 68,48. 3. Hinrik Þ. Sigurðsson Sörla, á Styrmi frá Bólstað, A-Landeyjum, 60,40/ 4. Brynja Brynjarsdóttir Herði, á Blakki frá Mosfellsbæ, 58,16. 5. Gunnhiidur L. Arnbjömsdóttir Mána, á Glæsi, 57,28. Hindrun 1. Davíð Matthfasson Fáki, á Greiða frá Reykjavfk, 12,50. 2. Hrafnhiidur Jóhannesdóttir Herði, á Punkti frá Skarði, 12,33. 3. Magnea Rós Axelsdóttir Herði, á Kopar frá Norðurhlíð, 2,33. 4. Hinrik Þ. Sigurðsson Sörla, á Styrmi frá Bólstað, 1,33. Ísl.tvík .: Ásta K. Victorsdóttir Gusti, á Herði frá Bjamastöðum, 132,68. Ol.tvík.: Davíð Matthíasson Fáki, á Greiða frá Reykjavík, 26,15. Stigahæsti keppandi: Davíð Matthíasson Fáki, 205,19. Böm Töit 1. Viðar Ingólfsson Fáki, á Fiðringi frá Ög- mundarstöðum, 6,17/6,32. 2. Berglind R. Ögmundsdóttir Gusti, á Maí- stjömu frá Svignaskarði, 6,03/6,28. 3. Karen L. Marteinsdóttir Dreira, á Manna frá Vestri-Leirárgörðum, 5,77/6,12. 4. Unnur B. Vilhjáimsdóttir Fáki, á Svertu frá Stokkhólma, 5,27/5,86/5,95. 5. Jóna M. Ragnarsdóttir Fáki, á Saflr frá Ríp, 5,73/5,91. 6. Sylvía Sigurbjömsdóttir Fáki, á Hauki frá Akureyri, 5,87/5,83. Fjórgangur 1. Karen L. Marteinsdóttir Dreira, á Manna frá Vestri-Leirárgörðum, 6,13/6,58. 2. Svandís D. Einarsdóttir Gusti, á Ögra frá Uxahrygg, 5,80/6,31. 3. Viðar Ingóifsson Fáki, á Fiðringi frá Ög- mundarstöðum, 6,10/6,03. 4. Sylvía Sigurbjömsdóttir Fáki, á Hauki frá Akureyri, 5,77/5,99. 5. Berglind R. Guðmundsdóttir Gusti, á Fjöð- ur frá Svignaskarði, 5,80/5,86. 6. Jóna M. Ragnarsdóttir Fáki, á Gusti, 5,67/5,98/4,33. Fimi Á 1. Viðar Ingólfsson Fáki, á Mósa frá Tuma- brekku, 60,69. 2. Sylvía Sigurbjömsdóttir Fáki, á Tvisti frá Skarði, 58,16. 3. Sigurður S. Páisson Herði, á Frey frá Geirlandi, 53,83. 4. Þórdfs E. Gunnarsdóttir Fáki, á Venna frá Kirkjubæ, 53,13. 5. Sigríður Þorsteinsdóttir Gusti, á Kyndli frá Háholti, 49,29. Hindmn 1. Sylvía Sigurbjörnsdóttir Fáki, á Tvisti frá Skarði, 11,30. 2. Viðar Ingólfsson Fáki, á Mósa frá Tuma- brekku, 7,0. 3. Skúli S. Vilbergsson Mána, á Nökkva frá Skarði, 4,0. Ísl.tvík.: Viðar Ingólfsson Fáki, á Fiðringi frá Ögmundarstöðum, 120,10. Ol.tvík.: Viðar Ingólfsson Fáki, á Mósa frá Tumabrekku, 22,04. Stigahæsti kcppandi: Viðar Ingólfsson Fáki, 142,26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.