Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 19 Fidel Castro Kúbuleiðtogi Sjötugur og enn fastur í sessi Havana. Reuter. FIDEL Castro Ruz verður sjötug- ur í dag og er enn fastur í sessi eftir að hafa verið við stjómvölinn á Kúbu í 37 ár, rúman helming ævinnar. ^ sem tekst á við „ hann, takist að knýja fram breytingar á Kúbu. Castro nam við jesúíta-skóla, lauk lögfræðinámi við Havana- háskóla og komst til valda í bylt- ingunni 1959 eftir sex ára baráttu gegn stjórn Batista. Hrun kom- múnismans í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu olli mikilli efna- hagskreppu á Kúbu og Castro hefur neyðst til að fallast á nokkr- ar tilslakanir en hann segist ekki hafa misst trúna á kommúnis- mann. Nokkrar varfærnislegar breyt- ingar hafa orðið á efnahagsstefnu stjórnarinnar til að tryggja erlent fjármagn en Castro er óánægður með sumar afleiðingarnar, svo sem misskiptingu auðsins. Hann segir að því fari fjarri að Kúba sé að taka upp kapítalisma þótt opnað hafi verið fyrir fjárfesting- ar erlendra fyrirtækja í landinu. Castro naut áður mikils stuðn- ings meðal þjóðarinnar en hann hefur líklega minnkað vegna efnahagsþrenginganna. Sumir Kúbumenn gagnrýna hann eða eru honum reiðir en margir bera enn mikla virðingu fyrir honum. Oft hafa heyrst sögusagnir um að Castro hafi átt við veikindi að stríða á síðustu árum, en þær hafa iðulega komið frá kúbversk- um útlögum í Bandaríkjunum. Castro kemur oft fram opinber- lega og virðist við góða heilsu miðað við aldur. Algjör leynd hvíl- ir yfir einkalífí hans og opinberu hátíðahöldin í tilefni afmælisins verða látlaus. „Menn deyja en þjóðirnar lifa,“ sagði Castro í ræðu nýlega. „Menn deyja en hugsjónirnar lifa áfram. Menn deyja en réttlætis- kenndin, hugsjónin um bræðralag og jafnrétti meðal manna, deyr aldrei.“ Castro hefur sagt í viðtölum við bandarískar sjónvarpsstöðvar að hann vilji draga sig í hlé en samstarfsmenn hans og þjóðin vilji að hann verði áfram við völd. Reuter MiMðúival af hellum og steinum. Mjöggottverð. Atvik á Vestur- bakkanum ÍSRAELSKUR landar, tæravörð- ur á Vesturbakkanum víkur sér að hópi Palestínumanna og seg- ir þeim að vera þögulir, þar sem þeir höfðu verið að spjalla við ljósmyndarann. Sögðu Palest- ínumennirnir að þeir hefðu ver- ið hnepptir í varðhald eftir að ísraelsk yfirvöld komust að því að þeir voru ekki með nauðsyn- lega pappíra og höfðu komist fram hjá ísraelskum lögreglu- mönnum og inn í Jerúsalem við þessa landamærastöð. Reuter Stéttin erfyrsta skrefið inn... Múrsins P 1 N1 minnzt T ÞESS er minnzt í Þýzkalandi í dag, að 35 ár eru liðin frá bygg- ingu Berlínarmúrsins. Helmut Kohl kanzlari hvatti landsmenn sína í ræðu af þessu tilefni í gær til að minnast ártíðar múrbygg- ingarinnar með því að leggja sig meira fram um að vinna að sannri sameiningu þjóðarinnar. Kanzlar- inn minnti landsmenn sína í austri sem vestri ennfremur á, að „með því að minnast hins 13. ágúst 1961 minnum við okkur öll á skylduna til að vernda frelsið, mannréttindi og lýðræðið, svo að ógnarstjórn, múrinn og gaddavír tilheyri að eilífu fortíðinni." Hér skoða ferðamenn fána austur-þýzka alþýðulýðveldisins sáluga á flóamarkaði við leifar múrsins í Berlín. m Ulv i 84% ALOE VERA hand- og líkamsáburburinn frá JASON á engan sinn líka. Gæðin tandurhrein og ótrúleg. Fæst me&al annars í öllum apótekum á landinu. Kynning í l&unnarapóteki, Domus Medica, fimmtud. 15. ágúst frá kl. 15 til 18 og í Ingólfsapóteki, Kringlunni föstud. 16. ágúst frá kl. 14 til 18. SIÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700- FAX 577 1701 Orugg festing med ábyrgd. HÚSASMIÐJAN Skútuvogi16, Reykjavík Helluhrauni 16, Hafnarfiiði ÍSIIN’SLA AUC1ÝSINCA5T0FAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.