Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 35 og högum hæfði. Nærri níræður, sjónlítill og fótafúinn líkami er eld- sálinni oft lítt að skapi sem ferðafé- lagi. Halldóra var sem sé atorkumann- eskja að hverju sem hún gekk. At- hafnasemi var henni líka í blóð borin. Hver stund notuð í hannyrð- ir og lestur góðra bóka. Hún eignað- ist góðan mann, hann Geir Zoéga, tuttugu og tveggja ára gömul. Stóð fyrir myndarheimili uppfrá þvi. Bjó við góð efni, eignaðist þrjú mann- vænleg börn og níu barnabörn. Hafði góða heilsu fram til síðustu ára, átti góða vini, gott skap og naut fjölda góðra lífdaga. Var það eitthvað fleira fyrir yð- ur? Þannig var stundum spurt í betri búðunum í gamla daga. Þann- ig spyr forsjónin okkur öll að leiðar- lokum. Þá er gæfan fólgin í því að hafa lokið erindi sínu. Sá, sem þetta ritar kynntist frú Halldóru, eins og hún var nefnd í minni Ijölskyldu, snemma á þeim tveimur áratugum, sem við hjónin höfum átt mikinn vinskap við Helgu dóttur hennar og Ingimar flug- stjóra. Þá var mest af ævistarfi hennar að baki og skiljanlega eru okkar kynni bundin við þetta tíma- skeið. Allan þennan tíma var hún mjög nálæg þeirra heimili og áttum við því oft samverustundir þar, bæði á Þinghólsbraut og í Króks- fjarðarnesi. Halldóra var kona hreinskilin í orðræðu og blátt áfram. Maður hefði ef til vill búist við, að við svona fína dömu ræddu menn ekki ófína hluti mannlífsins. En það var mis- skilningur, hún ræddi hinar ýmsu hliðar mannlífsins af næmleika og skilningi og kveinkaði sér hvergi. Hún hafði næmt skopskyn og frá- sagnargáfu, sem hélt manni föngn- um. Maður skynjaði að þarna fór lífsreynd og víðförul kona, sem kallaði ekki allt ömmu sína ef á þurfti að halda. Einu sinni stóð svo á að hún ætl- aði suður úr Króksfjarðamesi. Hall- dór var þá þar gestkomandi og ætl- aði að fljúga suður. Halldóra falaði sér far, sem var auðsótt, en henni bent jafnframt á, að flugmaðurinn væri nú ekki jafn traustur og tengdasonurinn við veðurskilyrðin þennan dag. Oo, það hefur þá farið fé betra hnussaði í Halldóru og skip- aði að bera pjönkur sínar um borð. Helga spurði hana svo seinna að því hversu henni hefði líkað túrinn. Jú, sosum þokkalega, nema flug- maðurinn flaug alltaf í einhverri bölvaðri þoku svo maður sá ekkert út. Hún hefði bara átt að vita hann var að vanda sig við að koma tengdamóður lærimeistarans skammlaust heim til sín! Það er ógleymanlegt að hafa hlustað á þær tala saman eina kvöldstund, Elísabetu Bjarnason og Halldóru Zoéga, sem komu bara tvær í matinn hjá okkur Steinunni. Báðar formfastar hefðardömur, sem höfðu ekki hizt fyrr. Þær ávörpuðu því hvor aðra með frúar- titlinum í hvert sinn allt kvöldið. En gátu samt tekið duglega upp í sig þegar kom að ýmsum atriðum í mannlífinu. Og voru þá oftar en ekki sammála. Betur lukkaðra sam- kvæmi hefur líklega ekki enn verið haldið á heimilinu né betur hlustað, því þær voru báðar sjór af fróðleik, sérstaklega um hagi og háttu eldri kynslóðarinnar. Það er margs að minnast eftir svo löng kynni og góð af óvanda- bundinni manneskju, sem maður ósjálfrátt tengist vegna þess sem sumir kalla charisma. Slíka útgeisl- un hafði frú Halldóra. Virðuleg en um leið glettin, alvarleg en stundum háðsk, oft mild í dómum en um leið hörð af sér og kjarkmikil. Fín dama af gamla skólanum, sem vissi samt fullvel, „að hjörtum mannanna svipar saman, í Súdan og í Gríms- nesjnu“. Útför Halldóru Zoéga verður gerð frá Dómkirkjunni hennar, þar sem hún starfaði að safnaðarmálum um árabil, þriðjudaginn 13. ágúst kl. 13.30. Við hjónin sendum eftirlifandi ástvinum hennar kveðjur okkar. Steinunn og Halldór Jónsson. JÓN SIGURVIN ÞORLEIFSSON HULDA MARÍA SÆMUNDSDÓTTIR + Jón Sigurvin Þorleifsson fæddist í Bolungar- vlk 12. janúar 1911. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 5. ágúst síð- astliðinn. Hulda María Sæmunds- dóttir fæddist í Reykjavík 4. júní 1914. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 21. júní siðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey frá Neskirkju þann 24. júní. For- eldrar Jóns voru Þorleifur Ás- geirsson og Guðlaug Guðjóns- dóttir. Foreldrar Huldu voru Sæmundur Pálsson og Anna Ágústa Einarsdóttir Sörensen. Jón og Hulda giftu sig 14. maí 1938. Börn þeirra hjóna eru: 1) Emilía, f. 1939, gift Duane And- erson og eiga þau tvær dætur. 2) Jón Hákon, f. 1941, fráskilinn og á hann sex börn. 3) Guðlaug, f. 1942, fráskilin og á hún fjög- ur börn. 4) Anna Ágústa, f. 1948, gift Guðlaugi Long, eiga þau hvort um sig þijá syni frá fyrra hjónabandi. 5) Haukur, f. 1952, í sambúð með Guðlaugu Árnadóttur og eiga þau tvö Mig langar til að kveðja hér með örfáum orðum þau Jón og Huldu, afa og ömmu unnusta míns. Það rifjast upp fyrir mér þegar ég kom fyrst á heimili þeirra, fyrir tæpum níu árum. Við Jón Örn höfðum þá verið saman nokkurn tíma og þótti kominn tími til að kynna mig fyrir afa og ömmu. Þau tóku vel á móti mér eins og þeirra var von og vísa, helltu upp á kaffi, drógu fram kon- fektkassa og við spjölluðum um heima og geima. Þau voru bæði komin yfir sjötugt þegar ég kynnt- ist fjölskyldunni, en voru við ágæta heilsu bæði andlega og líkamlega. Á þeim árum sem síðan hafa liðið kynntist ég þessum ágætu hjónum betur. Hulda var óskaplega elskuleg kona sem geislaði af hlýju en hafði engu að síður skoðanir á hlutunum. Jón var kankvís og glettinn og gerði oft góðlátlegt grín að sjálfum sér og öðrum L góðum stundum. Bæði fylgdust þau vel með barna- börnum sínum varðandi nám þeirra, störf og annað sem til stóð. Nú síð- ast í janúar héldu þau mikla afmæl- isveislu þegar Jón varð 85 ára gam- all. Það var yndislegt að sjá hvern- ig þau höfðu þroskast og elst sam- an, þannig að ástin var ennþá til staðar eftir margra áratuga hjóna- band og alla þá lífsreynslu sem þau höfðu gengið saman í gegn um. Skömmu síðar varð ljóst að Hulda var mikið veik og lést hún um miðj- an júní. Jón lést síðan nú í ágúst- byrjun og varð því ekki langt á milli þeirra. Þau gengu þannig sam- an í gegn um lífíð hafa nú fengið hvíld eftir langa ævi. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast þeim Jóni og Huldu og ég veit að fjölskylda þeirra á dýrmætar minningar um þau sem munu lifa áfram. Blessuð sé minn- ing þeirra. Anna Jóhannsdóttir. Við bræðurnir viljum hér kveðja með nokkrum orðum móðurafa okkar og móðurömmu, þau Jón og börn saman og hún tvö börn fyr- ir. 6) Helga, f. 1952, og á hún tvö börn. Jón útskrifaðist frá stýri- mannaskólanum 1934 og var til sjós sem skipsljóri og stýrimaður fram til 1953. Þá hóf hann störf hjá Lýsi hf. sem verkstjóri og starfaði þar uns hann lét af störf- um sökum aldurs. Hulda María var heimavinnandi og annaðist börn og barnabörn. Eftir að börn- in voru vaxin úr grasi starfaði hún þjá Lýsi hf. um nokkurt skeið. Þau hófu búskap sinn á Vesturgötunni en bjuggu lengst af á Grandavegi. Útför Jóns fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13:30. Huldu. Hulda amma lést fyrr í sumar, og Jón afi féll frá nú í ágústbyijun. Afi og amma bjuggu lengst af sínum búskap í íbúð á Grandavegi, en afi var verkstjóri hjá Lýsi hf. og því stutt að fara í vinnuna. Fyrir nokkrum árum fluttu þau sig um set á Grandaveg- inum í þjónustuíbúð fyrir aldraða sem þá var nýbúið að byggja, rétt hinum megin við götuna. Við eig- um góðar minningar frá gamla húsinu á Grandavegi og heimili ömmu og afa þar. Þau voru hlý og góð, en héldu líka aga á okkur strákunum þegar við vorum í heim- sókn eða pössun og voru mátulega ströng við guttana sína. Það þýddi lítið annað þegar þrír orkumiklir strákar voru á ferð. Afi hafði alla tíð gaman af að spila alvöru spil eins og bridds og vist, en hafði alltaf þolinmæði til að kenna okkur ýmislegt hagnýtt í spilamennsk- unni. Amma var hlý og góð, átti huggunarorð ef einhveijar skrám- ur hlutust i hita leiksins úti eða inni, og stundum mola eða köku - og plástur, ef eitthvað sá á harð- jöxlunum. Amma og afi höfðu gaman af að vera með sinni stóru fjölskyldu, en börnin og barnabörnin með fjöl- skyldum sínum skiptu tugum, þegar haldnar voru stærri veislur. Amma hélt fyrir nokkrum árum upp á átt- ræðisafmæli sitt og nú í janúar hélt afi upp á 85 ára afmæli sitt með mikilli veislu. Þau voru þá bæði við ágætis heilsu, miðað við aldur og nutu veislunnar og sam- vista við stórfjölskyldu og vini á þessari hátíðarstund. Við erum þakklátir fyrir að hafa fengið að hafa afa og ömmu hjá okkur svona lengi og kynnast þeim fram á fullorðinsár okkar. Við mun- um eigum dýrmætar minningar um þau, sem munu lifa með okkur áfram, eftir að við kveðjum þau nú með hryggð í hjarta. Blessuð sé minning þeirra. Jón Örn, Ólafur Már og Pétur Orri Brynjarssynir Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Hitvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sln en ekki stuttnefni undir greinunum. t Hjartans þakkir til allra sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug við andlát og útför VIKTORÍU MARKÚSDÓTTUR, Háteigsvegi 8, Reykjavík, Guð blessi ykkur öll. Margrét Ósk Árnadóttir, Bjarni Geirsson, Svanhvít Árnadóttir, Garðar Jóhannsson, Fjóla Kristín Árnadóttir, Kalman le Sage de Fontenay og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR ÖLDU JÓNSDÓTTUR, Öldutúni 10, Hafnarfirði. Guðjón Frímannsson, Helga Guðjónsdóttir, Grímur Jón Grimsson, Reynir Ómar Guðjónsson, Vilborg Stefánsdóttir, Þorbjörg Guðjónsdóttir, Gunnar Guðjónsson, Frímann Elvar Guðjónsson, Guðrún Lilja Rúnarsdóttir, Guðbjörn Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, bróður, mágs og afa, JÓHANNS BJARMA SÍMONARSONAR fyrrv. skrifstofustjóra, Klettaborg 4, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækn- ingadeildar Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar. Freygerður Magnúsdóttir, Þorleifur Jóhannsson, Olga Ellen Einarsdóttir, Símon Jón Jóhannsson, Hallfríður Helgadóttir, Gfgja Símonardóttir, Sverrir Sigurðsson og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, RANNVEIGAR G. ÁGÚSTSDÓTTUR, Kleppsvegi 48, Reykjavík. Loftur Loftsson, Valgerður S. Gunnarsdóttir, Bjarni Daníelsson, Guðriður Loftsdóttir, Matthías Hjálmtýsson, Inga Rósa Loftsdóttir, Loftur Loftsson, Guðrún Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega alla þá vinsemd og virðingu sem okkur hefur verið sýnd við fráfall ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍSABETAR KARLSDÓTTUR, Skipasundi 76, Reykjavik. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunar- fólki og læknum deildar A-7 á Sjúkra- húsi Reykjavíkur fyrir frábæra umhyggju og hlýhug. Sigtryggur Flóvent Albertsson, Sigríður Sigtryggsdóttir, Hreinn Björnsson, Sigrún Sigtryggsdóttir, Samúel Oskarsson, Sigurður Sigtryggsson, Sigrún B. Geirdal, Karl Sigtryggsson, Kristjana Rósmundsdóttir, Elsa Sigtryggsdóttir, Oddur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.