Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SESSEUA AIMDRÉSDÓTTIR Öxnafelli, Eyjafjarðarsveit sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. ágúst sl., verður jarðsungin að Grund, Eyjafjarðarsveit, laugardaginn 17. ágúst kl. 14.00. Ólafur Andri Thorlacius, Fjóla Huld Aðalsteinsdóttir Andri Thoralacius, Sindri Thoralacius. t Móðir okkar, HALLDÓRA Ó. ZOÉGA, sem andaðist 2. ágúst verður jarðsung- in frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 13. ágúst kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda hinnar látnu, GeirZoéga, Helga Zoéga. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG BALDVIIMSDÓTTIR, lést aðfaranótt 9. ágúst sl. í Sjúkrahúsi Reykjavíkur og verður hún jarðsungin frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, föstu- daginn 16. ágúst nk. kl. 13.30. Erna S. Kristinsdóttir, Guðmundur L. Jóhannesson, Sólveig J. Guðmundsdóttir, Kristin Þ. Guðmundsdóttir, Valdfs B. Guðmundsdóttir, Guðlaugur J. Jóhannsson. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓIM S. ÞORLEIFSSON fyrrv. verkstjóri, Grandavegi 47, verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag, þriðjudaginn 13. ágúst, kl. 13.30. Emilía Jónsdóttir, Duane K. Anderson, Jón Hákon Jónsson, Guðlaug Jónsdóttir, Anna Ágústa Jónsdóttir, Guðlaugur Long, Haukur Jónsson, Guðlaug Árnadóttir, Helga Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum hlýhug og vinsemd vegna andláts og jarðafarar elskulegr- ar vinkonu, LUISE MARÍU ÖNIMU SIGURÐSSON, fædd Wessel, Mýrargötu 20, Neskaupstað. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkrahúss Neskaupstaðar. Birgitte Björnsson, Guðrún M. Jóhannsdóttir. t Þökkum alúðlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu og móður okkar, BÁRUBALDURSDÓTTUR, Jörfabakka 10, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar K. Valsson og synir. HALLDÓRA Ó. ZOÉGA + Halldóra Ó. Zo- éga var fædd í Keflavík 15. desem- ber 1906. Hún lést í Reykjavík 2. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru þau Ólafur Ófeigs- son, fæddur á Fjalli á Skeiðum, kaup- maður í Keflavík, og kona hans Þórdís Einarsdóttir, fædd á Kletti í Geiradal, A-Barðastrandar- sýslu. _ Alsystkin voru Ásgeir Ólafs- son dýralæknir í Borgarnesi, Bragi Ólafsson læknir á Hofs- ósi, Eyrarbakka og i Reykjavík og Vilborg Ólafsdóttir af- greiðslustúlka. Uppeldisbróðir var Ólafur Ófeigsson skipstjóri. Hálfsystir samfeðra var Hrefna Ólafsdóttir. Þau eru öll látin. Auk þess tóku for- eldrar Halldóru að sér tvö bróðurbörn Þórdísar vegna er- fiðra heimilisað- stæðna. Þau voru Einar Jónsson og Kristín Jónsdóttir. Halldóra giftist Geir Zoéga hinn 3. nóv. 1928, hann lést 7. apríl 1985. Þeirra börn: Geir, for- sljóri, f. 1929, kvæntur Sigríði E. Zoéga, Ólafur Þór, flugmaður, f. 1935, hans kona var Elísabet Magnús- dóttir, hann fórst í flugslysi við Ósló 1963, Helga, f. 1941 hús- móðir, hennar maður er Ingi- mar K. Sveinbjörnsson. Útför Halldóru fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar til að skrifa nokkur orð um hana ömmu mína sem var mér alltaf svo góð. Það koma marg- ar hlýjar og notalegar minningar upp í hugann þegar ég hugsa til bernskuáranna á Óldugötu 14 þar sem amma Dódó og afi Geir bjuggu. Heimili þeirra ömmu og afa þótti mér alltaf ævintýralega fallegt og mér fannst sérstaklega gaman þeg- ar ég svaf hjá þeim og fékk ég þá alltaf að sofa í hossurúminu og amma las fyrir mig sögur þar til ég sofnaði. En mest þótti mér gam- an að vakna morguninn eftir og skríða uppí til þeirra og þá fór afi Geir niður í eldhús til að taka sam- an morgunmatinn og færa mér í rúmið og samanstóð þessi morgun- matur af Sinalco, bananastöng og Lindubuffi. Amma Dódó var mjög víðlesin kona og fylgdist hún mjög vel með öllu sem var að gerast í þjóðfélaginu og hafði hún mjög svo ákveðnar skoðanir á hlutunum. Það er mikill söknuður í mér þegar ég kveð ömmu en ég veit að hún er á góðum stað og er örugglega farin að lesa aftur og sauma í en það gerði hún svo fallega. Elsku amma mín, takk fyrir yndislegar samveru- stundir undanfarin þrjátíu og eitt ár, þín Dódó. Halldóra Ingimarsdóttir. r—" H H H H H Erfidrykkjnr * P E R L A N Sími 562 0200 falllillllf Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík - Sími 553 1099 Amma Dódó kveður þennan heim á 100 ára ártíð Geirs Zoéga eigin- manns síns. Alla tíð symbólsk kona eins og hún sagði sjálf. Hún var hefðardama sem bragð var að, samt með báða fætur á jörðinni. Hún bar það með sér að hafa hlotið gott atlæti og uppeldi hjá foreldrum sín- um í Keflavík. Hún var örlát kona jafnt í andlegum sem veraldlegum skilningi. Henni var margt til lista lagt. Hún var víðlesin, hæfileikarík, spil- aði af fingrum fram á píanó, kunni býsnin öll af ljóðum og kvæðum, samdi meira að segja lög. Hún var Kvennaskólagengin, talaði bæði ensku og dönsku og leysti auðveld- lega krossgátur á þessum tungu- málum. Hún fylgdist vel með ís- lensku menningar- og þjóðlífi allt fram á síðasta dag og var síður en svo skoðanalaus. Fátt jafnaðist á við hneykslaða Ömmu Dódó. Hún hafði geypigóða kímnigáfu og hélt gagnrýnni hugsun til æviloka. Hún veggfóðraði, yfirdekkti, bruggaði og virtist framkvæmda- gleðin aukast með árunum. Ég minnist stórglæsilegra boða að Öldugötu 14 þar sem amma var höfðingi heim að sækja. Hún var „la grande dame“ tíguleg í alla staði, á stundum jaðraði við að hún væri pjattrófa. Hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir beinbrot ef hún hefði fengist til að klæðast skynsamlegri skóbúnaði þegar sjón og líkamlegu atgervi tók að hraka — nei, háhælaðir skyldu skórnir vera. Hún hafði mikla ánægju af starfi sínu með Dómkirkjukonum sem m.a. fólst í því að sinna „gamla fólkinu “ sem oft var á svipuðum aldri og jafnvel yngra en hún. Hún átti erfitt með að sættast við ellina. Henni hentaði illa að vera sett á bás með gömlu fólki; henni fannst eins og búið væri að dæma sig úr leik. Nú er hún búin að rífa sig lausa úr fjötrum ellinnar. Vonandi halda þau veglega upp á 100 ára ártíð afa Geirs þar sem þau eru nú. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð. fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓTKL U!FTL£litlK Ég er þakklát fyrir þær gleðistund- ir sem við áttum saman og kveð með söknuði góðan vin. Hvíl í friði. Ragnhildur Zoéga. Með þessum orðum vil ég minn- ast þín, amma mín, um leið og ég þakka fyrir allar þær yndislegu stundir sem ég var svo lánsöm að eiga með þér í gegnum tíðina. Þú varst ekki einungis amma mín held- ur leit ég á þig sem einn af mínum bestu vinum og félögum. Ein af mínum fyrstu minningum er að fylgjast með þér í stóra hús- inu á Öldugötu, hlaupandi um allt hús með mig í eftirdragi, flautandi þínu sérkennilega flauti nokkurs konar flaut í hljóði sem ég tók um leið upp eftir þér og nota enn í dag. Þrátt fyrir nær sjötíu ára ald- ursmun þá náðum við strax vel saman, urðum hinir mestu mátar enda höfðum við hið sérkennilega flaut sameiginlegt. Það voru marg- ar stundir sem við hlustuðum á gömlu plöturnar þínar, og enn fleiri sem við sátum saman við flygilinn og þú spilaðir fyrir mig hinar ýmsu perlur. Þú vildir kenna mér að meta klassíska tónlist og þess vegna fuss- aðir þú og sveiaðir yfir lélegum popptónlistarsmekk mínum þegar ég komst á mín unglingsár. Það urðu því oft ansi líflegar umræður sem við áttum þegar talið barst að tónlist, þú að innræta mér gott tón- listarlegt eðli og ég að sama skapi að reyna að sannfæra þig um að sú tónlist sem ég hlustaði mest á væri ekki með öllu vond. Við rif- umst aldrei en við rökræddum oft á tíðum, þar sem þú hafðir sterkar skoðanir á flestum málefnum. Með þér náði ég að upplifa tímana tvenna, enda varstu prýðis- góður sögumaður og hafðir frá mörgu að segja eftir að hafa lifað viðburðaríku lífi. Þú tókst mér ávallt opnum örmum, hvenær sem ég kom til þín, hvort sem það var til þess eins að spjalla eða til þess að fá ráðleggingar eða hughreyst- ingu. Þinn helsti kostur fannst mér þó fyrst og fremst vera hve kímni- gáfa þín var skemmtileg og sérstök. Þú komst mér alltaf til að hlæja og brosa með þínum hnyttnu sögum og svörum. I fjölskylduboðum varst þú allt í öllu, ballið byijaði ekki fyrr en þú varst komin í hús. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér í gegnum tíð- ina, okkar samverustundir eiga eft- ir að reynast mér ómetanlegt vega- nesti í gegnum lífið. Jakobína Birna. Tengdamóðir mín er látin. Hún var mjög sérstæð kona. Hún var mikil húsmóðir og hugsaði hún mjög vel um heimilið. Henni var mjög annt um mann sinn, börn og barnabörn og sérstakur myndar- bragur var yfir heimboðum og veisl- um á heimili þeirra hjóna, og fjöl- skyldur barna hennar voru henni mikils virði. Þau hjón bjuggu fyrst í Hafnarfirði, en eftir stríð fluttu þau að Öldugötu 14 í Reykjavík. Heimili þeirra var alltaf mikið myndar- og menningarheimili og var hún mikill fagurkeri. Halldóra var alla tíð bókhneigð og hin fín- asta handavinna lék í höndum henn- ar og því hlýtur það að hafa verið henni erfið raun að missa sjónina. Eftir lát Geirs var heimilið á Öldu- götu selt og hún fluttist í lítið hús við vistheimilið í Seljahlíð. Síðustu árin var heilsufar hennar erfitt og nú síðustu lífdaga hennar hrakaði henni mjög þar til hún lést. Ég er mjög þakklátur henni tengdamóður minni fyrir allan hlýhug og velgjöm- ing í garð fjölskyldu minnar. Við þökkum starfsfólki Seljahlíð- ar fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Hvíli hún í guðsfriði, Ingimar K. Sveinbjörnsson. Frú Halldóra Zoega lést 2. ágúst sl. Ég hygg að dauðinn hafi verið henni langþráður gestur og velkom- inn líknari eins og hennar hetjulund

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.