Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 11 FRÉTTIR ÞÆR eru svolítið prakkaralegar, þessar stúlkur, sem voru augsýni- lega svangar eftir gönguferð um skógræktarsvæði Garðabæjar. ÞESSAR hnátur fleygðu sér á litfagra þúfu og ræddu málin. Englendingurinn Peter Goodwin með 18 punda lax, 99 sentimetra langan, sem hann veiddi á Collie Dog flugu i Eystri-Rangá. Vatnsá lifnar Vatnsá við Vík í Mýrdal hefur byijað vel og vakið vonir um að bet- ur aflist í ánni en í fyrra. Að sögn Hafsteins Jóhannessonar í Vík hófst veiði í ánni um síðustu mánaðamót og fyrstu vikuna komu rúmlega 20 laxar á land, auk þess sem menn sáu talsvert af físki og fyrstu sjóbirting- arnir voru einnig dregnir á þurrt. Úr ýmsum áttum Á fimmta hundrað laxa eru komnir úr Haffjarðará og þar reyt- ist á land þessa dagana, en sumir dagar að undanförnu hafa verið erfiðir vegna vatnavaxta. Enn hefur enginn lax vitanlega veiðst í Tungufljóti og Skaftár- hlaupið mun trúlega tefja eitthvað göngur enn um sinn. Aftur á móti var farinn að veiðast sjóbirtingur í netin í Kúðafljóti, feiknaboltar inn- an um, og hálfur mánuður er síðan menn fóru að fá góða sjóbirtings- veiði í Skaftá neðanverðri. Um 150 laxar eru komnir úr Gljúfurá í Borgarfirði og þær fregn- ir berast nú af sérsvæði Hítarár, Hítará 2, að þar hafí veiðst milli 40 og 50 laxar að undanförnu, sem er meira en allt síðasta sumar. Sogið hefur loksins losað 100 laxa og Stóra Laxá stefnir á 250 laxa markið. Fíkniefnamál í Kópavogi Teknir fyr- ir neyslu, sölu og dreifingu LÖGREGLAN í Kópavogi handtók í síðustu viku tvo menn um tvítugt með rúm 60 grömm af fíkniefnum. Við yfirheyrslur yfir mönnunum kom í ljós að þeir höfðu stundað sölu og dreifingu á fíkniefnum, auk þess að neyta þeirra sjálfir. Annar mannanna hefur komið við sögu lögreglu áður vegna fíkni- efnamála. Málið er enn í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Kópavogi. -----» ♦ 4---- Ovenjumargir að flýta sér LÖGREGLAN í Reykjavík kærði óvenjumarga ökumenn fyrir hrað- akstur um síðustu helgi. Frá föstu- dagsmorgni til mánudagsmorguns voru 127 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt og voru sjö þeirra sviptir ökuréttindum á staðnum. Þá voru 16 ökumenn kærðir fyrir að aka undir áhrifum áfengis og er það einnig óvenjumargt um eina helgi. -----■ • Sofnaði undir stýri BÍL var ekið út af Vesturlands- vegi á móts við Tinda á Kjalar- nesi snemma á sunnudagsmorgun. Farþegi í bílnum slasaðist og var fluttur á slysadeild. Ökumaðurinn mun hafa sofnað undir stýri og misst bílinn út af veginum af þeim sökum. AfsLáttur hefst kl. 9.00 20-70% Rýmum fyrir haustvörunum og seljum því vörur af eldri lager ásamt BARNAFATNAÐI með miklum afslætti. HREYSTI VERSLANIR LAUGAVEGI51 - S. 551-7717 - SKEIFUNNI19 - S.568-1717

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.