Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 15 Sumi- tomo- maðurinn úr felum TÓkýó. Reutcr. YASUO HAMANAKA, kopar- kaupmaður Sumitomo-fyrir- tækisins og höfuðpaur eins mesta fjármálahneysklis sög- unnar, er kominn úr felum og hefur rofið átta vikna þögn , en segir aðeins að hann sé við góða heilsu og hafi lifað rólegu lífi í Tókýó. Hamanaka sagði í stuttu samtali við Reuter á ótilteknum stað í Tókýó að hann mundi fjalla um hneysklið „einhvern tíma í framtíðinni." Hann kvaðst ekkert samband hafa haft við fyrrverandi vinnu- veitendur sína síðan hann var rekinn 14. júní, daginn eftir að fyrirtækið tilkynnti að það hefði tapað 1,8 milljörðum dollara vegna óleyfilegrar koparvið- skipta Hamanaka. Bkki hefur áður verið haft viðtal við Hamanaka síðan mál- ið varð uppskátt. Hans hefur verið „saknað" og ekki hefur verið vitað um dvalarstað hans. Sumitomo hefur oft neitað því að fyrirtækið viti hvar hann sé niðurkominn. Vildi ekki svara Hamanaka vildi ekki svara því hvort hann hefði rætt við rannsóknarmenn, sem sendir voru frá Lundúnum til Tókýó vegna málsins. Hann virtist afs- lappaður, en neitaði að ræða hneykslið. Hann kvaðst hafa búið á stað í Tókýó, sem hann vildi ekki greina frá nánar, og vísaði á bug fréttum aðð hann hefði falið sig í Osaka. Hann virtist litlar áhyggjur af koparhneyksl- inu. Fundur um góðæri VERÐUR góðærið okkur að gagni eða fer allt úr böndunum? Þetta er efni morgunverðarfundar, sem Verslunarráð íslands heldur í fyrra- málið. Framsögumenn verða Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands Islands, og Steingrímur J. Sigfússon, alþingis- maður og formaður sjávarútvegs- nefndar Alþingis. Á fundinum verður fjallað um það hvort hætta sé á að sagan frá 1987 eigi eftir að endurtaka sig, þegar gróska í efnahagslífínu setti þjóðarbúið á annan endann. Einnig verður skipst á skoðunum hvernig farsælast sé að nýta efnahagsbat- ann nú. Fundurinn verður í Sunnusal (Átthagasal) Hótels Sögu og hefst kl. 8. Hann er öllum opinn en nauð- synlegt er að skrá þátttöku fyrir- fram hjá Verslunarráðinu. HABITAT-ÚTSALAN A13t 70% afs]á.U-u.r af útsó'luvör-aln. Raihto-w raWMi á Jir. 83,3 (eilí lílií dmln.i!') habitat l*oV»v*vni $lmi 56J «70 )u in kiuii M kitk>#an kiUw kid 1 kiW Tóbaksbréf lækka eftir dómsúrskurð íBretlandi London. Reuter. VERÐ hlutabréfa í tóbaks- og tryggingafyrirtækinu B.A.T Ind- ustries Plc í Bretlandi hefur ekki verið lægra í eitt ár, þrátt fyrir yfirlýsingu um að fyrirtækið hygg- ist berjast gegn 750.000 skaðabóta- úrskurði dómstóls á Flórída. Kviðdómurinn tók afstöðu með Grady Carter, sem hefur reykt í 44 ár og er með lungnakrabbamein og sagði að American Tobacco — sem tilheyrir dótturfyrirtæki B.A.T., Brown & Williamson — hefði sýnt vanrækslu og framleitt hættulega og jgallaða vöru. Urskurðurinn dró dilk á eftir sér í Wall Street á föstudag og á mánu- dag lækkuðu síðan hlutabréf í B.A.T í verði í London. Þau seldust á 472 pens á hádegi þegar verð þeirra hafði lækkað um 37 pens, en lægst hafði verðið farið í 463 pens. Talsmaður B.A.T. kvaðst búast við að málið kæmi til kasta áfrýjun- ardómstóls eftir eitt ár og var von- góður um árangur vegna þess að ekki væri hægt að byggja sönnur á rökum dómarans og þau byggðust á vangaveltum. Meiri lækkanir? Sumir sérfræðingar telja að verð hlutabréfanna kunni að lækka enn- þá meir þegar markaðurinn átti sig betur á hættu þeirri sem stafi frá fjölmörgum málaferlum, sem tób- aksiðnaðurinn standi frammi fyrir. „Enginn veit hvort flóðgáttirnar muni opnast," sagði sérfræðingur Charterhouse Tilney og benti á að verið gæti að markaðurinn yrði ekki rólegur nema úrskurðinum yrði hnekkt. Aðrir sérfræðingar segja að flest mál gegn tóbaksiðnaðinum séu þeg- ar komin fram og að tal um að mál Gradys Carters muni hrinda af stað nýrri skriðu málaferla sé út í hött. Tóbaksiðnaðurinn hefur unnið rúmlega tug mála á síðari árum og aðeins tapað einu sinni, 1988, en þá var dóminum hnekkt þegar mál- inu var áfrýjað. Hins vegar jókst titringur á mörkuðum eftir tímamótamál í marz á þessu ári þegar Liggett, dótturfyrirtæki Brooke Group, féllst á réttarsátt í málaferlum við nokkur ríki Bandaríkjanna. BIO PACK GRIZZLY Meiriháttar fleece- buxur • Mjúkar og hlýjar • Með reim í mitti og smellum að neðan Stgr. kr. 8.218 FÁLKINN Suðurlandsbraut 8, sími 581 4670, Þarabakka 3, Mjódd, sími 567 0100. Nýttu þér fjölbreyttari möguleika , við skráningu í Islensk ffyrlrtœkl! Útgáfan íslensk fyrirtæki hefur tekið stakkaskiptum. í stað einnar bókar verða bækurnar tvær: Fyrirtækjaskrá og Vöru- og þjón- ustuskrá. Fyrirtæki verða einnig sýnileg á alnetinu auk þess sem skrárnar fást á handhægu forriti. Upplýsingar verða ítarlegri, framsetning þeirra skýrari, bækurnar auðveldari í notkun og heildarsvipurinn betri. Allt þetta mun skerpa þá sérstöðu sem ísiensk fyrirtæki hafa haft sem upplýs- ingamiðill á fyrirtækjamarkaðnum í 27 ár. Fyrirtækjaskrá: ítarlegri upplýsingar, öll fyrirtæki Fjöldi fyrirtækja stóreykst og mun skráin innihalda liðlega 18.000 fyrirtæki. Grunnupplýsingar verða ítarlegri þannig að auk nafns, heimilsfangs, póstnúmers, kennitölu og símanúmers, bætast við upplýsingar um faxnúmer, starfsmannafjölda og stofnár. Vöru- og þjónustuskrá: Meiri sýnileiki Þessi bók er hönnuð með þá í huga sem eru að leita að vöru eða þjónustu. Fyrirtækjum gefst kostur á fjölbreyttum sýnileika og er skráin því kjörinn vettvangur til að vekja athygli á því sem þau eru að bjóða. Alnet og forrit: Aukinn sýnileiki upplýsinga Allar upplýsingar verður hægt að nálgast á alnetinu og auk þess býðst forrit fyrir Windows umhverfi sem inniheldur allar upplýs- ingar og sem fyrirtæki geta notað t.d. við leit að markhópum. ítarlegt efnisyfirlit: Þrjú tungumál Allir flokkar í Vöru- og þjónustuskrá verða á þremur tungumálum auk íslensku og þjónar það vel þeim sem stunda útflutning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.