Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ 84 lík fundin FJÖLDI látinna, sem leitar- menn á ferðamannastað nærri spænska bænum Biescas í Pýreneafjöllum, þar sem mikil aurskriða féll á tjaldsvæði í síðustu viku, hafa fundið hing- að til var í gær kominn upp í 84. Síðasta fórnarlambið sem fannst var ung stúlka, en lík hennar hafði borizt tuttugu kílómetra niður með farvegi árinnar, sem rennur um svæð- ið. Draga úr auglýsingum STÆRSTU fyrirtækin í tób- aksframleiðslu, sem eiga á brattann að sækja þessa dag- ana m.a. vegna ófara í dóms- málum í Bandaríkjunum, hafa nú ákveðið að draga úr auglýs- ingum á Vesturlöndum, en ætla þess í stað að leggja þeim mun meiri áherzlu á auglýs- ingaherferðir í Austur-Evrópu og Asíu. Á föstudaginn var Bandaríkjamanni sem þjáist af lungnakrabbameini vegna áratugalangra reykinga dæmdar um 50 milljónir króna í skaðabætur á þeim forsend- um, að hann hefði verið blekkt- ur af auglýsingum tóbaks- framleiðenda. Pravda segist lifa RITSTJÓRI Prövdu, fyrrum málgagns sovézka kommún- istaflokksins, lýsti því yfir í gær, að fréttir af dauða blaðs- ins væru stórlega ýktar. Rit- stjórinn, Alexander Ilyin, sagði fréttamönnum í gær að enn væfi rúm fyrir blaðið í Rúss- landi, sem hætti að koma út þann 25. júlí sl. í kjölfar alvar- legra deilna við gríska eigend- ur þess. Þeir höfðu krafizt þess, að nauðsynlegar breyt- ingar yrðu gerðar á útgáfunni til að það gæti staðið undir sér, en það hafði safnað mikl- um skuldum með hríðminnk- andi sölu. „Siðferðis- skattur“ á vín BORGARSTJÓRI borgarinnar Iasi í Norðaustur-Rúmeníu hefur sett „siðferðisskatt11 á sölu sterks áfengis sem lið í tilraunum til að bæta afleita stöðu borgarsjóðs. Borgar- stjóranum reiknast til að nýi skatturinn muni færa borgar- sjóði meira en sem nemur 100 milljónum króna árlega, en íbúar Iasi eru um 365.000. Körfubolta- stjarna flýr ÖNNUR stjama úr ung- mennalandsliði Kúbu í homa- boita yfirgaf liðið í gær í bæ nokkrum í Illinois í Bandaríkj- unum, þar sem liðið tekur þátt í alþjóðlegu móti. Hinn 16 ára gamli Osmani Femandez er önnur hornaboltastjaman, sem flýr kúbverska landsliðið og biður um hæli í Bandaríkjun- um eftir Yalian Serrano, sem gerði slíkt hið sama í síðustu viku. Varaforsetaefni repúblikana gerir lítið úr missætti við Bob Dole Kemp segist maðnr Doles Reuter JACK KEMP, t.v., kvaðst hafa verið fljótur að taka boði Bobs Doles um að verða varaforsetaefni. JACK KEMP gerði grein fyrir því í gær svo ekki átti að verða um villst að markmið hans væri fyrst og fremst það, að veita Bob Dole brautargengi til embættis forseta í kosningunum sem fram fara 5. nóvember. Á sunnudaginn sátu þeir félagar fyrir á myndum og brostu framan í sjónvarpsvélar. Kemp hef- ur jafnan átt góð samskipti við fjöl- miðla og á sunnudaginn gaf hann bandarísku þjóðinni enn tækifæri til að kynnast sér, er hann kom fram í fréttaþættinum 60 Minutes. Þar lýsti hann trúnaði við Dole og gerði lítið úr þeim deilum og missætti sem lengi hefur ríkt milli þeirra. „Ef upp koma deilur biður Bob mig að halda þeim okkar á milli og ég geri það,“ sagði hann í fréttaþættinum 60 Minutes. „Ég er maður Doles.“ Varnarmaðurinn Þegar þeir höfðu siglt inn í höfn- ina í San Diego þar sem flokks- þingiið hófst í gær sagði Kemp við Dole: „Ég get sagt þér það afdrátt- arlaust hér og nú, Bob, að þú ert liðsstjórinn og ég vamarmaðurinn og við munum fara alla leið í mark.“ Fréttaskýrendur segja að þótt Dole og Kemp séu ólíkir eigi þeir ekki verr saman en til dæmis John Kennedy og Lyndon Johnson eða Ronald Reagan og George Bush. Dole er 73 ára og Kemp 61 árs. Þegar Kemp tók við útnefningu sem varaforsetaefni á sunnudag sagði hann: „Ég get ekki ímyndað mér meiri heiður en þann sem Bob Dole hefur falið mér.“ Hann var fljótur að taka boði Doles. „Ég var sneggri að segja já en demókratar eru að hækka skatta,“ sagði hann. Eitt af því sem ekki þykir lofa góðu er að Kemp lýsti stuðningi við Steve Forbes í forvali Repúblik- anaflokksins í apríl. Kemp sagði þá að Forbes væri bjartasta von flokksins um umbætur í skattamál- um og efnahagsuppgang. Kemp er fyrrverandi atvinnu- maður í ruðningi, var kjörinn á þing 1970 og var húsnæðismála- ráðherra í stjórn Bush 1988-1992. Hann hefur vakið athygli fyrir skel- egga baráttu fyrir lækkuðum skött- um á þeim forsendum að slíkt auki hagvöxt nægilega mikið til þess að ríkið verði ekki af neinum tekj- um. Hlynntur skattfriðindum Hann telur, að áhrifaríkustu skattfríðindin séu þau sem komi efnamiklu fólki til góða, vegna þess að þeir ríku séu líklegri til að spara og fjárfesta ef þeir þurfa að borga minni skatta, en millistéttarfólk og fátæklingar myndu fremur eyða peningum sem þeim kynni að áskotnast vegna skattfríðinda. Því er Kemp hlynntur skattfríðindum á fjármagnstekjur, til dæmis af sölu á hlutabréfum og fasteignum. Kemp vill að fyrirtækjum í fá- tækrahverfum miðborga Banda- ríkjanna verði gefin aukin tæki- færi, í þeim tilgangi að fjölga störf- um. Hann hefur hvatt til þess að stofnuð verði „framtakssvæði" þar sem framkvæmdafólki yrðu veitt skattafríðindi og önnur hjálp við að hefja rekstur. Kemp hefur sagt að það sé ekki réttmætt að for- dæma hina efnaminni fyrir að taka sig ekki á, og bjóða eigi þeim upp- byggileg tækifæri. Dole er talinn öllu varkárari og nær miðjunni í stjórnmálum en Kemp. Þegar þeir öttu kappi hvor við annan og Bush um að verða frambjóðandi flokksins 1988 sagði Kemp að Dole og Bush væru „repú- blikanar af gamla skólanum." Skynsamur maður En smávægilegur ágreiningur á borð við þennan hefur sjaldnast komið í veg fyrir að andstæðingar nái sáttum ef möguleiki á forseta- stólnum er í húfi. Bush gerði stólpagrín að „vúdúhagfræði“ Reagans 1980 en hljóp umsvifa- laust til þegar honum bauðst að slást í hópinn. Kennedy valdi John- son, þrátt fyrir að þeir hefðu lítið gert til að dylja gagnkvæma andúð sína, vegna þess að Kennedy þurfti stuðning í Texas sem var heima- völlur Johnsons. Fréttaskýrendur telja að með KemjJ bætist Dole liðsauki sem gæti dregið athygli kjósenda frá aldri forsetaframbjóðandans; vel kynntur stjórnmálamaður með umtalsverða reynslu. Kemp er álit- inn sjaldgæfur íhaldsmaður að því leyti að bæði hægrisinnar og miðju- menn eru sáttir við hann. Þeir repúblikanar sem eru fylgj- andi rétti til fóstureyðinga segjast líta á Kemp sem andstæðing, en um leið skynsaman mann sem þeir geti rætt við um ágreiningsmál. Tony Fabrizio, framboðsráðgjafí Doles, segir að næstu vikurnar muni Kemp reyna að ná upp dampi á framboðinu í Suðurríkjunum þar sem Dole þurfi aukinn stuðning. Þær úrtöluraddir hafa heyrst sem halda því fram, að Kemp verði demókrötum auðveld bráð. Þeir gagnrýni hann fyrir sérvisku, segja hann hættulegan og ágreining hans við Dole djúpstæðan. „Kemp hefur, á ferli sínum, haft rangt fyrir sér um næstum því allt,“ skrifar fréttaskýrandj tímaritsins The New Republic. „Á undanförn- um aldarfjórðungi hefur hann haft hönd í bagga með tilurð hverrar einustu vondu hugmyndar sem hægrimenn hafa fengið um hvað gera þurfi í Bandaríkjunum.“ Dole formlega útnefndur forsetaefni repúblikana Hvattur til eindrægni San Diego. Reuter, The Daily Telegraph. FLOKKSÞING bandaríska Repú- blikanaflokksins hófst í San Diego í Kaliforníu í gær og stendur í fjóra daga. Forsetaefni flokksins, Bob Dole, og varaforsetaefninu, Jack Kemp, var fagnað sem hetjum er þeir mættu á þingstað á sunnudag. Á þinginu mun Dole formlega taka við útnefningu sem frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum 5. nóvember næstkomandi. Hápunktur dagskrár þingsins í gær var ræða fyrrum yfirmanns bandaríska herráðsins, Colins Pow- ells, sem á tímabili þótti líklegur til að falast eftir því að verða frambjóð- andi flokksins. Átti ræða Powells að sýna að í röðum repúblikana væri að finna fólk með ólíkar skoðan- ir og í flokknum væri rúm fyrir miðjumenn. Á dagskrá þingsins eru ennfremur ræður fyrrum forseta, Georges Bush og Geralds Fords, og Ronald Reagan verður heiðraður. Hann er ekki við- staddur sökum veikinda, en Nancy kona hans mun halda ræðu. Meðal þeirra sem ekki munu láta í sér heyra á þinginu eru tveir ríkis- stjórar sem eru mótfallnir andstöðu flokksins við fóstureyðingar og einn- ig verður Pat Buchanan fjarri góðu gamni. Buchanan olli titringi á landsþinginu 1992 með því að segja Reuter PAT Buchanan bíður með að lýsa stuðningi við Dole. í ræðu sinni að Bandaríkin ættu að fara í stríð vegna trúar- og siðferðis- gilda. Buchanan réttir sáttarhönd Á sunnudag rétti Buchanan fram sáttarhönd þegar hann hvatti til þess í ræðu að repúblikanar sýndu eindrægni fram að kosningum til þess að þeir gætu borið sigurorð af Bill Clinton forseta. Buchanan var- aði Dole og stuðningsfólk hans þó við því að hann hefði ekki látið af áformum sínum um að ná undirtök- um í flokknum. „Þetta er ekki bara flokkurinn þeirra, þetta er líka okkar flokkur," sagði hann. Buchanan hafði látið í það skína að ekki væri útilokað að hann segði skilið við Repúblikanaflokkinn og efndi til eigin forsetaframboðs, en á sunnudag virtist sem hann hefði afráðið að ekki yrði af því. „Við getum ekki snúið baki við [flokkn- um]. Bandaríkin þurfa ekki endilega á þriðja flokknum að halda," sagði hann. „Við þurfum baráttuglaðan [RepúbIikanaflokk].“ Buchanan lét þess ógetið hvort hann myndi lýsa stuðningi við Dole. Kosningastjóri hans og systir, Bay, sagði að hann myndi tilkynna um það á miðvikudag eða fimmtudag. Engu að síður kemur afstaða Buc- hanans sér vel fyrir Dole og Repú- blikanaflokkinn sem þarf á því að halda að geta sýnt samheldni í bar- áttunni við Clinton. Nýjustu skoðanakönnunum á fylgi frambjóðendanna ber ekki sam- an. Samkvæmt könnun blaðisins The Washington Post er forskot Clintons komið niður í tíu prósent, en sam- kvæmt annari könnun hefur hann tuttugu prósenta forskot á Dole. Hitabylgja veldur raf- magnsleysi San Francisco. Reuter. STÓRAUKIN orkunotkun vegna mikilla hita olli rafmagnsleysi í níu ríkjum í vesturhluta Bandaríkjanna og svæðum í Mexíkó og Kanada á laugardag. Fjórar milljónir manna voru án rafmagns um tíma, sumir í nokkrar mínútur en aðrir í nokkrar klukku- stundir. Öngþveiti varð á götum margra borga þar sem umferðarljós urðu óvirk og neðanjarðarlestir stöðvuðust. í fyrstu var talið að skógareldur við mörk Kaliforníu og Oregon hefðu valdið rafmagnsleysinu en í ljós kom að orsökin var mikil notkun loftkæl- ingartækja í sumarhitunum sem voru sumstaðar um 40 stig. Raf- magnsleysið náði m.a. til svæða í Kaliforníu, Washington, Nevada, Arizona og Texas, auk Alberta í Kanada og Baja California í Mexíkó. Þetta er í annað sinn á sex vikum sem rafmagslaust verður í vestur- hluta Bandaríkjanna. 2. júli varð rafmagslaust á svæðinu eftir að raf- magnslína straukst við tré. Fulltrúar bandaríska orkumála- ráðuneytisins og rafveitna á þessum slóðum komu saman í gær til að ræða vandann og yfirvöld skipuðu sérfræðinganefnd til að leggja fram tillögur um úrbætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.