Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 MORGUNBLADIÐ FRÉTTIR Sex manna leiðangur stígur á land í Kolbeinsey Er útvörður- ínn að hætta á vaktinni? TILGANGUR leiðangurs þessa var að sjá með eigin augum og stíga fæti á hina síminnkandi Kolbeins- ey, nú í upphafi viðræðna Dana og íslendinga þar sem leitast verð- ur við að jafna þann ágreining sem upp er kominn um veiðar danskra skipa á umdeildu svæði norður af Kolbeinsey. Hver veit nema þetta verði síðasta heimsóknin sem Kol- beinsey fær áður en hún hverfur af yfirborði sjávar? Kolbeinsey, sem liggur 74 km norðvestan við Grímsey, er enginn sumardvalarstaður og þangað fer enginn nema í hagnýtum tilgangi. Sagnir eru til af Færeyingum, sem fyrr á öldinni nytjuðu Kolbeinsey með fugl og egg, en það virðist næsta ótrúlegt og ef satt er, þá er Snorrabúð stekkur. Kolbeinsey rís ekki nema á fjórðu mannhæð úr sæ og þar er ekkert sem minnir á fugla nema dritið. Þar blasir við sú staðreynd að eyjan er ekkert annað en sker fyrir fugla að drepa niður fæti á. „Smákropp í júní“ Leiðangursmenn hittust á bryggjunni við Ólafsfjörð og komu farangri sínum fyrir í Gullfaxa ÓF 11, 20 tonna dragnótabáti, sem gerður er út frá Olafsfirði. Sjór var sléttur og hæg undiralda er Gullfaxi lét úr höfn á sjöunda Morgunblaðið/Örlygur Steinn Siguijónsson KOLBEINSEY minnkar stöðugt og er nú varla meira en klettur í hafinu eins og myndin ber með sér. Það er með ólíkindum, að eins lítill klettur og Kolbeinsey er, geti skipt íslenska hagsmuni eins miklu máli og raun ber vitni. Þessi agnarsmáa steinbóla, sem nefnd hefur verið útvörður íslensku efnahagslögsögunnar heyr nú baráttu við sjávaröfl fyrir tilveru •• sinni. Orlygur Steinn Siguijónsson lýsir nýloknum leiðangri út í Kolbeinsey. tímanum á föstudagskvöldið og framundan var átta stunda sigling á fullu stími langt norður í Dumbs- haf. Siglt var út úr Ólafsfirði, út með Hvanndalabjargi og út á Grímseyjarsund þar sem undirald- an jókst jafnt og þétt og menn fóru að stíga ölduna. Sigurður Helgason, matsveinn kallar á menn í kvöldskattinn og býður upp á indverskan pottrétt. Blaðamaður þiggur hann strax og honum til samlætis snæðir Jón Thorleifsson háseti. „Við erum aðallega á kola, þorski og ýsu. Það hefur verið lélegt á dragnótinni í júlí, en smá- kropp í júní,“ segir Siggi mat- Oformlegt samkomulag Islands og Danmerkur um „grá svæði“ á lögsögumörkum ÓFORMLEGT samkomulag íslands og Danmerkur frá árinu 1988, um framkvæmd landhelgisgæzlu á um- deildum hafsvæðum á mörkum lög- sögu íslands, Grænlands og Færeyja, var rætt í ríkisstjórninni árin 1992 og 1993, er meint landhelgisbrot færeyskra skipa komu til umræðu, að sögn Þorsteins Pálssonar sjávar- útvegsráðherra. Davíð Oddsson for- sætisráðherra hefur bent á að sam- komulagið hafi ekki verið rætt í ríkis- stjórninni árið 1988 og ekki heldur á Alþingi og geti því ekki haft neitt gildi varðandi fiskveiðilögsögu ís- lands. Danir hafa vísað til þessa sam- komulags er þeir halda því fram að skip þeirra eigi rétt á að veiða á svæðinu norður af Kolbeinsey. Við- ræður íslenzkra og danskra embætt- ismanna um málið eiga að hefjast í Reykjavík í dag. Forsætisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 á sunnudag að hann hefði ekki þekkt tii upphafs þess máls að dönsk stjórnvöld kvörtuðu yfir fram- komu Landhelgisgæzlunnar gagn- vart dönskum skipum á Kolbeinseyj- arsvæðinu í síðasta mánuði. „Málið virðist eiga rót á haustmánuðum 1988 þar sem er hugsanlega gert einhvers konar samkomulag milli einhverra manna íslenzkra og danskra sem fór mjög hljótt, var hvergi birt í fjölmiðlum. Ég fæ ekki séð að það hafi verið rætt í ríkis- stjóm 1988 í nóvember og ekki var það rætt á þinginu þannig að þetta mál kemur mér allt mjög í opna skjöidu," sagði forsætisráðherra. Aðspurður hvort hann hefði rætt málið við danska forsætisráðherrann, svaraði Davíð: „Néi, ég vil nú frekar fyrst ræða hér innanlands, fara yfir málið hér innanlands, hvernig í ósköpunum þetta mál getur hafa komið upp, því í mínum huga er málið mjög hreint. Þetta er okkar lögsaga, það eru lög í landinu gild sem segja að þetta sé okkar lögsaga og það geta engir embættismenn haft einhver samtöl fyrir átta eða níu árum sem breytir eitthvað þeirri staðreynd. Ég tala nú ekki um ein- hver samtöl sem hvergi hafa verið skráð, hvorki hjá ríkisstjórn eða þingi, þannig að þar er pottur brot- inn og þarf að fara ofan í þau mál.“ Ellemann Jensen og Steingrímur ákváðu fund Danir, sem fara með grænlenzk og færeysk utanríkismál, hafa aldrei viðurkennt að miða eigi við Kolbeins- ey eða Hvalbak sem grunnlínupunkta ísienzku Iögsögunnar og því er u.þ.b. Samko mulagið rætt í ríkissljórn 1992 Deilt er um túlkun og gildi óformlegs samkomulags íslands og Danmerkur um „grá svæði“ á lögsögumörkum og hefur forsætisráðherra nú blandað sér í — — — — umræðurnar. Olafur Þ. Stephensen segir samkomulagið hafa verið kunnugt talsverðum hópi manna í tæp fjögur ár. 9.400 ferkílómetra umdeilt svæði á mörkum lögsögu íslands og Græn- lands og 9.000 ferkílómetra svæði á milli íslands og Færeyja. Forsaga þess að óformlegt samkomulag var gert í nóvember 1988 milli danskra og ísienzkra embættismanna var sú, að íslenzkt varðskip tók færeyskan togara á Kolbeinseyjarsvæðinu, en sleppti honum aftur í júlí sama ár. í framhaldi af atvikinu ítrekaði ís- lenzka utanríkisráðuneytið við dönsk stjómvöld hvar lögsögumörk íslands lægju samkvæmt íslenzkum lögum. Danir óskuðu eftir viðræðum um lög- sögumörkin og lýsti þáverandi utan- ríkisráðherra, Uffe Ellemann Jensen, því yfir að næðust ekki samningar í deilunni gæti þurft að vísa henni tii Alþjóðadómstólsins í Haag. Ellemann Jensen og Steingrímur Hermannsson, þáverandi utanríkis- ráðherra, hittust á fundi í byrjun september 1988 og ákváðu að emb- ættismenn beggja landa skyldu halda með sér fund um málið í lok nóvember, samkvæmt frásögn Steingríms i Morgunblaðinu 6. sept- ember 1988. Jóni Baldvin ekki kunnugt um samkomulag í millitíðinni sprakk ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar og í september- iok tók ný ríkisstjórn við völdum, þar sem Jón Baldvin Hannibalsson var utanríkisráðherra. Embættismanna- fundurínn fór fram í lok nóvember. Formenn viðræðunefndanna voru Guðmundur Eiríksson og Toge Le- hmann, en þeir verða báðir í viðræðu- nefndum ríkjanna, sem hittast í Reykjavík í dag. Ekki verður séð að greint hafi verið frá niðurstöðu fund- arins í fjölmiðlum á þessum tíma. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er í skjalasafni utanríkis- ráðuneytisins minnisblað, sem grein- ir frá efni fundarins. Þar kemur fram að ríkin hafi gert með sér „heiðurs- mannasamkomulag“ um að ekki skyldi gripið til fullnustuaðgerða gegn fiskiskipum, sem veiddu á „gráa svæðinu" norður af Kolbeinsey nema ríkið, sem skipin heyrðu undir, yrði fyrst látið vita. Með fullnustuað- gerðum er átt við að skipum sé vísað úr landhelgi eða þau færð til hafnar með valdi. Minnisblaðið er ekki dag- sett eða undirritað, enda um óform- legt plagg að ræða og ekki formieg- an samning milli ríkjanna. í danska utanríkisráðuneytinu vilja menn ekki veita upplýsingar um það hvaða form hafí verið á sam- komulaginu 1988 og hvernig það komi fram í skjölum ráðuneytisins. Jón Baldvin Hannibalsson, sem hafði verið utanríkisráðherra í hart- nær tvo mánuði, er fundur embættis- mannanna var haldinn, segir í sam- tali við Morgunblaðið að sér sé ekki kunnugt um neinn samning við Dani um málið. „Ef slíkt hefði verið gert, hefði ég auðvitað rætt það við aðra og komið því í einhvern farveg. Slíkt samkomulag hefði ég að sjálfsögðu kynnt í ríkisstjórn," segir Jón Bald- vin. Rætt tvisvar í síðustu ríkisstjórn Ekki fer þó á miili mála að í tíð síðustu ríkisstjórnar var rætt um hið óformlega samkomulag frá 1988. Árið 1992 fóru færeysk skip nokkr- um sinnum inn á „gráa svæðið" aust- ur af landinu, sem bæði ísland og Danmörk (fyrir hönd Færeyja) gera tilkail til. Að sögn Þorsteins Pálsson- ar, dómsmála- og sjávarútvegsráð- herra, óskaði Landhelgisgæzlan þá eftir fyrirmælum um hvemig henni bæri að standa að verki, en hún hafði þá ekki fengið skipanir um hvernig taka bæri á málum skipa á gráa svæðinu frá 1988, er færeyska skipinu var sleppt. Þorsteinn segist þá hafa fengið munnlegar upplýs- ingar um samkomulagið frá í nóvem- ber 1988 frá utanríkisráðuneytinu. „Málið var þá rætt í ríkisstjórn og sagt hvernig að því hefði verið stað- ið,“ segir Þorsteinn. Málið kom svo aftur upp í október 1993, er Færeyingar endurtóku leik- inn og skelltu skolleyrum við fyrir- mælum Landhelgisgæzlu um að yfir- gefa „gráa svæðið". íslenzk stjórn- völd höfðu þá samband við dönsk og sögðust myndu grípa til aðgerða gegn Færeyingunum ef þeir hlýddu ekki og hurfu skipin eftir það á brott. „Þá var málið rætt í ríkisstjórn og munnlega greint frá þessu óformlega samkomulagi," segir Þorsteinn. Vísað var til samkomulagsins á opinberum vettvangi á þessum tíma. í Morgunblaðinu 30. október 1993 sagði Þorsteinn Pálsson um áður- nefndan ríkisstjórnarfund: „Ég gerði að tillögu minni að utanríkisráðu- neytið myndi með formlegum hætti óska eftir skýringum frá færeyskum og dönskum stjómvöldum. Ég taldi rétt að kalla eftir þeim skýringum áður en eitthvað frekar yrði gert í málinu. Það hefur verið svona óform- legt samkomulag milli þjóðanna, að áður en gripið yrði tii aðgerða til að fylgja fram rétti á þessu svæði, myndi hvor þjóð um sig aðvara hina.“ Viku síðar sagði Kjartan Hoydal, fiskimálastjóri Færeyja, í samtali við Morgunblaðið: „Á milli okkar hefur ríkt eins konar heiðursmannasam- komulag á gráa svæðinu. Þannig veit ég ekki annað en skip okkar hafi virt tilmæli íslenzku landhelg- isgæzlunnar um að fara þaðan.“ Breytir ekki íslenzkum lögum Það er þannig ljóst að óformlega samkomulagið frá 1988 hefur verið kunnugt talsverðum hópi manna í a.m.k. tæp fjögur ár. Þorsteinn Páls- son segist sammála Davíð Oddssyni um að eðlilegt hefði verið að greina frá samkomulaginu í ríkisstjórn árið 1988. Burtséð frá forminu á því, breyti samkomulagið þó engu um túlkun íslenzkra stjórnvaida á því hvar mörk efnahagslögsögunnar liggi. „Það er ekki hægt að gera neitt samkomulag, sem breytir ís- lenzkum lögum um landhelgina, enda tel ég að dómsmálaráðuneytið hafi í einu og öllu staðið þannig að málum að það hefur farið með þetta svæði eins og íslenzka landhelgi. Vegna þessa heiðursmannasamkomuiags hefur skipunum verið vísað út og látið þar við sitja,“ segir Þorsteinn. Forsætisráðherra vildi í gær ekki tjá sig við Morgunblaðið um þetta mál. I forsætisráðuneytinu fengust þær upplýsingar, að það yrði tekið upp á ríkisstjórnarfundi í dag. Viðræður utanríkis- ráðuneytanna Viðræðunefnd Dana var væntan- ieg til landsins seint í gærkvöldi. Fram hefur komið að dönsk stjórn- völd hafi viljað hafa viðræðunefndir landanna stærri og viðræðumar víð- tækari en íslenzk yfírvöld. „Danir hafa viljað hafa þetta sem samninga- viðræður og að fulltrúar bæði frá sjávarútvegs- og dómsmálaráðuneyti íslands tækju þátt í þeim en við höf- um verið sammála um það hér heima að það kæmi ekki til greina; þetta væru bara samtöl, sem færu fram á vegum utanríkisráðuneyta land- anna,“ segir Þorsteinn Pálsson. Þetta varð loks niðurstaða emb- ættismanna ríkjanna í gær, eftir tals- vert þóf. Reyndar verða í för með sendinefnd Dana fulltrúar danska sjávarútvegsins og grænlenzku land- stjómarinnar, en hinar eiginlegu við- ræður verða eingöngu milli embætt- ismanna, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.