Morgunblaðið - 13.08.1996, Page 1

Morgunblaðið - 13.08.1996, Page 1
92 SIÐUR B/C 181. TBL. 84. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR13. ÁGÚST1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Skyndiárás tsjetsjenskra skæruliða á rússneska herstöð Lebed telur vopna- hlé hug'sanlegt í tlag- Moskvu. Reuter. ALEXANDER Lebed, yfirmaður rússneska öryggisráðsins, sagði í gær, að hann og Aslan Mask- hadov, yfirmaður herráðs aðskiln- aðarsinna í Tsjetsjníju, hefðu orðið sammála um það á fundi sínum í fyrrakvöld að vinna að vopnahléi og binda enda á bardagana í Grosní. Skæruliðar gerðu í gær skyndiárás á Khankala-herstöðina fyrir austan Grosní. Lebed fór til Grosní á sunnudag og var það fyrsta ferð hans til Tsjetjsníju eftir að Jeltsín skipaði hann í embætti 18. júní. Var skot- ið á bílalest Lebeds á leið til fundar við Maskhadov en jafnvel er talið, að rússneskir hermenn, sem ekki vissu um fundinn, hafi verið að verki. Lebed sagði eftir komuna til Bjartsýni á flokksþingi repúblikana FLOKKSÞING bandaríska Repú- blikanaflokksins hófst í San Di- ego í Kaliforníu í gær og eru þingfulltrúar næstum 2.000 tals- ins. Þar verður Bob Dole útnefnd- ur frambjóðandi flokksins í for- setakosningunum 5. nóvember en hann hefur valið Jack Kemp sem varaforsetaefni sitt. Pat Buchanan, flokksbróðir Doles en lítill skoðanabróðir, lýsti í fyrrakvöld yfir vopnahléi og stuðningi við þá Doíe og Kemp og kvaðst hann mundu leggja þeim allt sitt lið við að sigra Bill Clinton. í gærkvöld var beðið með eftir- væntingu ræðu Colins Powells hershöfðingja en einnig munu þeir forsetarnir fyrrverandi, Ger- ald Ford og George Bush, ávarpa þingið. Ronald Reagan verður ekki á þinginu vegna sjúkleika síns en Nancy, kona hans, mun bera því kveðju hans. Þingið sam- þykkti í gær stefnuskrá flokksins en þar segir, að innflytjendalög- gjöfin skuli hert verulega og stjórnarskránni breytt og fóstur- eyðingar bannaðar alveg. I ræð- um manna í gær kom fram bjart- sýni á, að repúblikanar gætu sigr- að í kosningunum í haust og í skoðanakönnun, sem TODA Y/CNN birti í gær, hefur Clinton aðeins níu prósentustig umfram Dole. Er það meðal ann- ars þakkað vali hans á Jack Kemp sem varaforsetaefni. í annarri skoðanakönnun ABC News kemur hins vegar fram, að enn munar 20 prósentustigum á þeim keppinautunum. Hér er hópur fulltrúa á leið til þingsins á báti. ■ Maður Doles/18 Moskvu, að Konstantín Púlíkovskí, yfirmaður rússneska hersins í Tsjetsjníju, og Maskhadov væru að ræða vopnahlésskilmálana og væri hugsanlegt, að byssurnar þögnuðu í dag. Sækja að Khankala- herstöðinni Interfax-fréttastofan rússneska sagði í gær, að skæruliðar hefðu gert skyndiárás úr vestri og norðri á Khankala-herstöðina fyrir austan Grosní en þaðan hafa Rússar stýrt hernaðinum í Grosní. Voru fréttir um ástandið þar óljósar í gær. Rússar segja, að þeir sæki fram í Grosní en Interfax-fréttastofan sagði, að skæruliðar verðust af hörku og væru að styrkja varnir sínar. Meðal annars hefðu þeir lagt BOSNÍU-Serbar létu í gær undan óbeinum hótunum NATO um vald- beitingu og heimiluðu eftirlit í her- stöð fyrir austan Sarajevo. Áður hafði NATO gripið til víðtækra ör- yggisráðstafana í þeim hluta Bosn- íu, sem Serbar ráða, flutt einangr- aðar sveitir til stöðva sinna og hvatt borgaralega starfsmenn til að koma sér á burt. Sir Michael Walker, einn af yfir- mönnum NATO-herliðsins, til- kynnti í gær að gripið yrði til víð- tækra öryggisaðgerða, öllum her- jarðsprengjur til að gera Rússum sóknina erfiða og búið um sig í skotgröfum. Talið er að þeir ráði enn stórum hluta borgarinnar. Sprenging í Moskvu Sprengja sprakk í yfirfullri lest í Moskvu í gær og lést einn maður og nokkrir slösuðust. Kenndi lög- reglan hryðjuverkamönnum um en talið er líklegt, að verknaðurinn tengist átökunum í Tsjetsjníju. Rússneskir sérfræðingar og fréttaskýrendur virðast hafa nokkra trú á, að Alexander Lebed geti fengið einhveiju áorkað í Tsjetsjníju, meðal annars vegna þess, að hann hafi barist í Afganist- anstríðinu og geri sér því grein fyrir, að deilan verði ekki leyst með hernaði. mönnum skipað að halda til stöðva sinna auk þess sem skorað var á borgaralega starfsmenn að yfirgefa serbneska lýðveldið. Kom fram í tilkynningu NATO, að ástæðan fyrir þessum viðbúnaði væri, að Serbar hefðu hindrað NATO-hermenn í að skoða Han Pijesak-herstöðina. Brot á Dayton-sam- komulagi ekki liðin Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagði í Sarajevo í gær, að Reuter Sigurhátíð í Króatíu KROATAR minntust þess í gær, að 281 ár er liðið síðan þeir unnu sigur á Tyrkjum árið 1715 en þeir hafa minnst þess árlega alla tíð síðan. Hér er Stipe Simundza í búningi riddara á hátíðinni. Serbar yrðu ekki látnir komast upp með að bijóta Dayton-samkomulag- ið um frið í Bosníu og eftir fund með fulltrúum þeirra staðfesti hann, að Biljana Plavsic, forseti Bosníu-Serba, hefði fallist á eftirlit í Han Pijesak. Er málið ekki síst viðkvæmt fyr- ir það að talið er að Ratko Mladic, yfirmaður hers Bosníu-Serba, hafi þar aðsetur. Hann er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi og NATO-her- mönnum ber að handtaka hann eigi þeir kost á því. Kýpurdeilan SÞ for- dæma ofbeldi Níkosíu, Ankara. Reuter. KÝPURSTJÓRN lagði í gær form- leg mótmæli fyrir Sameinuðu þjóð- irnar og öryggisráð þess vegna of- beldisfullra viðbragða Tyrkja á norðurhluta eyjarinnar á sunnudag, þegar hópur Kýpur-Grikkja fór inn fyrir vopnahléslínuna sem skipt hefur eynni eftir innrás Tyrkja árið 1974. Ungur maður úr hópi mótmæl- enda lét lífið í átökunum og fleiri en 50 særðust, en auk þeirra meidd- ust 12 úr hópi Tyrkja. Sameinuðu þjóðirnar brugðust við með því að fordæma ofbeldið og sögðu kýp- versk stjómvöld bera ábyrgð á því að ekki var komið í veg fyrir að til þess kom. „Það er ekki hlutverk Sameinuðu þjóðanna að hafa stjórn á mótmælaaðgerðum," sagði tals- maður SÞ í gær. Þetta eru alvarlegustu átök, sem orðið hafa í mörg ár milli þjóðabrot- anna tveggja á Kýpur. Þau virðast ætia að valda alþjóðlegum tilraun- um til að finna lausn á Kýpurdeil- unni verulegu bakslagi. ■ Kýpursljórn/17 Bylting í flugvéla- smíði í vændum Fimm- faldur hljóðhraði London. Daily Telegraph. VERIÐ er að þróa nýja þotu í Bandaríkjunum sem flýtur á loftflæði á fimmföldum hljóð- hraða og gæti flogið yfir Atl- antshafið á innan við klukku- stund. Þegar hafa verið gerðar til- raunir með líkön af lítilli stærð af flugvélinni, sem gengur undir nafninu LoFlyte, og tek- ist hefur að sýna fram á, að kenningin um svokallað „bylgjuflot" gengur upp. Hefðbundnar flugvélar verða að vinna sig áfram í gegnum loftpúða sem myndast framan við vænginn. LoFlyte-flugvélin vefur hins vegar um sig höggbylgju, sem myndast þegar farið er hraðar en hljóðið, og svífur áfram á loftflæðinu í bylgjunni með þeim afleiðingum að verulega dregur úr viðnámi. Bandaríski flugherinn og geimferðastofnun Bandaríkj- anna (NASA) hafa varið hundruðum milljóna dollara til að sanna kenninguna. „Það er aðeins tímaspursmál hvenær flugvél í fullri stærð flýgur,“ segir bandarískur flugmála- fræðingur. Reuter Bosníu-Serbar leyfa eftirlit í bækistöðvum Mladics NATO-herliðið haft í viðbragðsstöðu Sarajevo. Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.