Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
A
Iþrótta- og tómstundaráð Akureyrar
Samið verði við Þór um
byggingu knattspyrnuhúss
ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Akureyrar sam-
þykkti á fundi sínum í vikunni að mæla með
því að gerður verði samningur við Iþróttafélagið
Þór um byggingu og rekstur knattspyrnuhúss.
Jafnframt var lagt til að formaður ráðsins,
íþrótta- og tómstundafulltrúi og formaður fram-
kvæmdanefndar bæjarins verði skipaðir í við-
ræðunefnd til að fylgja málinu eftir og ræða við
fulltrúa Þórs.
Þórarinn Sveinsson, formaður íþrótta- og tóm-
stundaráðs, segir að hugmyndin sé að byggja
yfir hálfan knattspymuvöll, hús sem sé um
40x70 metrar. Hins vegar eigi eftir að útfæra
hugmyndina nánar og eins liggi ekki fyrir nein-
ar kostnaðartölur.
„Við stefnum að því að hægt verði að hefja
æfingar í húsinu í október, án þess að ég geti
sagt til um hvaða ár það verður, enda veitir
Akureyrarliðunum ekki af,“ sagði Þórarinn.
Gríðarlegt hagsmunamál
Guðmundur Sigurbjörnsson, formaður Þórs,
segir að hér sé um gríðarlegt hagsmunamál að
ræða fyrir framtíð knattspyrnunnar á Akureyri
og reyndar á öllu Norðurlandi. „Þetta þýðir að
hægt verður að líta á knattspyrnu sem heils árs
íþrótt og það er forsenda þess að hægt sé að
ná árangri."
Guðmundur sagði að enn hafí ekki verið rætt
af alvöru um stærð hússins en ljóst sé að menn
verði að sníða sér stakk eftir vexti. „Þörfin er
fyrst og fremst fyrir æfingahús og það verður
byggt á félagssvæði okkar við Hamar. Hér er
um brýnt mál að ræða og því er mikilvægt að
hægt verði að vinna því framgang eins fljótt og
mögulegt er,“ sagði Guðmundur.
Hætt við hugmyndir um hlutafélag
Uppi voru hugmyndir um að stofna hlutafélag
um rekstur knattspyrnuhúss á Akureyri en Þór-
arinn segir að þær hugmyndir séu ekki lengur
uppi^ á borðinu.
„Eg treysti mér ekki til að halda áfram með
þessa hugmynd um hlutafélag um reksturinn.
Það kom m.a. fram í úttekt sem gerð var í
Háskólanum að sveitarfélög og fyrirtæki sýna
þessu mjög takmarkaðan áhuga og KSÍ mun
heldur ekki koma að þessu af sama þunga og
maður vonaði. Þannig að þetta yrði þá einungis
Akureyrarbær og svo einhver skiptimynt annars
staðar frá,“ sagði Þórarinn.
Hringrás ehf. kaupir færanlega brotajárnspressu
Morgunblaðið/Kristján
NYJA brotajárnspressan er á öflugum dráttarvagni og því er
mjög auðvelt að fara með hana á milli staða.
BÍLFLÖK og annað brotajárn eru orðin mun fyrirferðarminni
eftir að hafa farið í gegnum brotajárnspressuna.
Líflegt
í Lista-
gilinu
VIGNIR Jóhannsson sýnir
veggverk úr tré og eir ásamt
frístandandi skúlptúr í Deigl-
unni á Akureyri laugardaginn
17. ágúst kl. 16.00.
Vignir býr og starfar í
Reykjavík um þessar mundir
og hefur ekki sýnt áður á
Akureyri. Við opnun sýning-
arinnar leikur Steinunn Birna
Ragnarsdóttir píanóleikari
nokkur verk.
I kvöld og annað kvöld mun
hópur akureyrskra listamanna
fremja gjörninga í Ketilhús-
inu. Gjörningarnir verða af
ýmsum toga, m.a. myndlist,
tónlist og dans. Dagskráin
hefst kl. 21 bæði kvöldin og
stendur eitthvað fram eftir
kvöldi. Aðgangur er ókeypis.
Svava Bernharðsdóttir ví-
óluleikar og Kristinn Örn
Kristinsson píanóleikari halda
tónleika í Deiglunni sunnu-
daginn 18. ágúst kl. 20.30. Á
efnisskránni eru verk eftir
Bach, Ramovs, Hindermith og
Brahms.
Svava er búsett í Slóveníu
og leiðir víólur í slóvensku fíl-
harmoníunni. Hún lauk dokt-
orsnámi frá hinum heims-
þekkta tónlistarskóla, Juilliard
í New York. Kristinn Örn er
Akureyringum að góðu kunn-
ur en hann var m.a. skóla-
stjóri Tónlistarskóla Akur-
eyrar um hríð.
Nemendur sem dvalið hafa
á þverflautunámskeiði sl. viku
kynna bæjarbúum árangur
starfs síns í Deiglunni sunnu-
daginn 18. ágúst kl. 13. Að-
gangur að tónleikunum er
ókeypis.
Messur
Bylting í endur-
vinnslu málma
hérlendis
ENDURVINNSLUFYRIRTÆKIÐ
Hringrás ehf. hefur fest kaup á
mjög öflugri færanlegri brota-
járnspressu og var hún formlega
vígð í gær á brotajárnssvæðinu við
Krossanes á Akureyri. Það var
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður Sambands íslenskra sveitar-
félaga, sem vígði þessa færanlegu
endurvinnslustöð.
Með brotajárnspressunni og af-
kastamiklum klippum á beltagröfu
er mögulegt að fullvinna brotajárn
á landsbyggðinni f framtíðinni.
Vinnslugeta stöðvarinnar er um
100 tonn á dag og því er hér um
byltingu að ræða í endurvinnslu
málma hérlendis.
Markmiðið er að starfsmenn
Hringrásar komi á hvern söfnunar-
stað með reglulegu millibili til að
vinna brotajárnið og minnka þann-
ig ummál efnisins margfalt, sem
auðveldar birgðahald. Efninu er
síðan skipað beint út frá hveijum
stað og skapar þannig vinnu og
hafnargjöld á svæðinu. Þetta ætti
að geta falið í sér verulegan sparn-
að fyrir bæjarfélög, segir í fréttatil-
kynningu frá fyrirtækinu.
Brautryðjandi í söfnun
brotamálma
Hringrás er í dag mjög sterkt
endurvinnslufyrirtæki og byggir á
nær 50 ára grunni, lengri tíma en
nokkurt annað fyrirtæki í endur-
vinnslu hér á landi. Fyrirtækið er
brautryðjandi í því að safna saman
brotamálmum, vinna þá og flytja
út. Áður hafði það viðgengist að
urða brotajárn. Aðferðir og tæki
við vinnslu brotamálma hafa verið
þróuð mjög mikið gegnum árin,
enda hefur fyrirtækið flutt út um
350.000 tonn af brotajárni.
GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjón-
usta í kirkjunni sunnudaginn 18.
ágúst kl.21.00. Athugið breyttan
tíma.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn
samkoma á sunnudaginn kl. 20.00.
Níels Jakob Erlingsson talar. Allir
hjartanlega velkomnir.
HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sam-
koma í umsjá unga fólkins laugar-
daginn 17. ágúst kl. 20.30. Safnað-
arsamkoma sunnudaginn 18. ágúst
kl. 11.00 og vakningasamkoma kl.
20.00. Bæn og lofgjörð kl. 20.30
föstudaginn 23. ágúst. Allir hjartan-
lega velkomnir.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa
laugardaginn 17. ágúst kl. 18.00 og
sunnudaginn 18. ágúst kl. 11.00.
e
CABHONT
Fisléttir gönguskór
• Leður og Cordura nælon.
• Dempun í sóla • Stærðir 38-47
• Vatnsvarðir • Aðeins 1160 gr. parið
Stgr. k..7.S9C
FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8, sími 581 4670.
Þarabakka 3, Mjódd, sími 567 0100.
Þórey sýnir á
Hótel Hjalteyri
ÞÓREY Eyþórsdóttir opnar mynd-
listarsýningu á Hótel Hjalteyri á
Hjalteyri kl. 14 laugardaginn 17.
ágúst. Þórey út-
skrifaðist frá
Myndlista- og
handíðaskólanum
1965 og Handa-
vinpudeild Kenn-
araskóla Islands
síðar. Hún hefur
lengi fengist við
myndlist og þá
einkum myndvefnað ásamt öðrum
viðfangsefnum og er þetta önnur
einkasýning hennar.
Þórey sýnir einkum myndvefnað
og textilverk sem hún hefur unnið
að á þessu ári. Hún rekur Gallerí
AllraHanda í Grófargili á Akureyri
og kaffihúsið í Hótel Hjalteyri ásamt
fjölskyldu sinni. Þórey hefur staðið
fyrir fjölmörgum sýningum og kynn-
ingum á verkum myndlistaramanna.
Þórey
Morgunblaðið/Kristján
Handverks-
sýningin
opnuð
H ANDVERKSSÝNIN GIN
Handverk ’96 var opnuð form-
lega að Hrafnagili í Eyjafjarðar-
sveit í gær en sýningin er opin
fram á sunnudagskvöld. Hand-
verksfólk víðs vegar af landinu
tekur þátt í sýningunni, auk
handverksfólks frá Færeyjum,
Grænlandi og Norður Noregi.
Fjölbreytni handverks og hrá-
efnis á sýningunni er ótrúleg.
Systurnar Elín og Heiðrún
Jónsdætur úr Reykjavík, komu
við í básnum þjá Dóru Sigfús-
dóttur, sem hér sýnir þeim hand-
bragðið við pinnavefstól. Dóra
starfar sem leiðbeinandi hjá fé-
lagsstarfi aldraðra í Reykjavík.