Morgunblaðið - 16.08.1996, Side 39

Morgunblaðið - 16.08.1996, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 39 FRETTIR Árbæjarsafn Fylgst með uppbygg ingu Lækjargötu 4 Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Herra Suðurland valinn í kvöld ARBÆJARSAFN verður opið um helgina 17.-18. ágúst frá kl. 10-18. Laugardagurinn verður eins og áður helgaður börnum og verður dagskrá fyrir þau frá kl. 14-15. A sunnudeginum er 210 ára af- mæli Reykjavíkurborgar, af því til- efni gefst gestum tækifæri á að skoða uppbyggingu hússins Lækj- argötu 4, en það hús var flutt í Árbæjarsafn árið 1988. Eins og margir eflaust muna tókst ekki betur til með flutninginn en svo að húsið hrundi af vagni flutningabílsins á mótum Banka- strætis og Lækjargötu. Á endanum komst húsið á safnið þó ekki væri það í einu lagi. Ráðgert verður að taka það að einhverju leyti í notkun árið 1997. Safngestum gefst kostur á að SIN leikur um helgina skemmtilega kráar- og danstónlist við allra hæfi. ■ HERÐ UBREIÐ SEYÐIS- FIRÐI Hljómsveitin Þáþrá ásamt gestum heldur fjáröflunardansleik föstudagskvöld en öll innkoma fer í að kaupa fleiri hljóðfæri í bæinn. Hljómsveitina skipa: Einar Bragi, María Gaskell, Aðalheiður Borg- þórsdóttir, Inga Þorvaldsdóttir, Þorsteinn Arason, Milli Breik og Björn Hildir. Gestir kvöldsins verða: Heiðrún Vestman, Júlli Bank og Ásdís Bank. ■ CAFÉ ROMANCE Á föstu- dags- og laugardagskvöld spila þeir Richard Scobie og Birgir Tryggva góða og þægilega tónlist. Þeir félagar munu flytja nýtt efni og er ætlunin að ná upp góðu stemmningunni sem einkenndi Café Romance, segir í fréttatilkynningu. ■ VÍÐIHLÍÐ V-HÚN. Hljóm- sveitin Zalka leikur um helgina en hljómsveitin er skipuð þeim Þór Breiðfjörð, Tómasi Tómassyni, Björgvini Bjarnasyni, Ólafi Hólm og Georg Bjarnasyni. ■ ARI í ÖGRI Dúettinn Harm- slag leikur laugardagskvöld frá kl. 12 á miðnætti til kl. 3 en ekki kl. 13-16 eins og sagði í frétt í gær. ■ GAUKUR Á STÖNG Á föstu- dags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Sól Dögg og kynna m.a. lög af nýjum geisladisk er þeir sendu nýverið frá sér. Á sunnu- skoða húsið frá kl. 14-17. í tengsl- um við Lækjargötu 4 verður smíða- verkstæðið opið en starfsmenn þess hafa séð um uppbyggingu hússins. Textablaði um byggingarsögu og steinbæi verður dreift og einnig verður sýning á torfhleðslu. Að þessu sinni verður messa í kirkjunni kl. 14. Leikið verður á píanó fyrir kaffigesti í Dillonshúsi. Einnig mun hefðarkona taka á móti gestum í Suðurgötu 7. Gamla þjóðleiðin verður gengin frá Austurvelli að Árbæ. Lagt verð- ur af stað frá Austurvelli kl. 11. Að öðru leyti verður hefðbundin dagskrá, s.s. harmonikuleikur, roð- skógerð, tóvinna og lummubakstur í Árbæ, hannyrðir og gullsmíði í Suðurgötu 7. Mjaltir verða við Árbæinn kl. 17. deginum mætir síðan Olsen gengið með þá James Olsen og Richard Scobie í fararbroddi. Mánudag og þriðjudag verða síðan Eyjólfur Krisljáns og Richard Scobie með kassagítarana. ■ SÝNING á verklegri sjóvinnu í Sjóminjasafni Hafnarfjarðar verður sunnudaginn 18. ágúst frá klukkan 13-17 en þá sýnir gamall sjómaður netabætingu. í forsal safnsins stendur yfir sölusýning á olíumálverkum eftir Bjarna Jóns- son listmálara. ■ LEIKMANNAMESSA verður í Vídalinskirkju í Garðabæ næst- komandi sunnudag kl. 11. Hug- vekju flytur Laufey Jóhannsdóttir og Helga Rós Indriðadóttir syng- ur einsöng. Leikmenn munu skipta með sér hinum ýmsu þáttum guðs- þjónustunnar. Örganisti er Gunn- steinn Ólafsson og kór kirkjunnar leiðir almennan söng. ■ FURÐULEIKHÚSIÐ verður með leiksýningu í Ævintýrakring- unni á laugardag klukkan 14.30 en Ævintýrakringlan er barna- gæsla og listasmiðja fyrir börn á aldrinum 2-8 ára á 3. hæð Kringl- unnar í Reykjavík. Furðuleikhúsið mun sýna Mjallhvíti og dvergana sjö í nýrri leikgerð leikhússins. Leikarar eru Margrét Pétursdótt- ir og Ólöf Sverrisdóttir en Gunn- ar Gunnsteinsson aðstoðaði við uppsetninguna. Miðaverð er 500 krónur. Hveragerði. Morgunblaðið. ÚR þessum gjörvulega hópi verður Herra Suðurland valinn á dansleik á Hótel Örk, Hvera- gerði, í kvöld. Er þetta í fyrsta sinn sem keppni um þennan titil fer fram á Suðurlandi. Þátttak- endur sem eru tíu talsins koma víða að og hafa þeir æft stíft fyrir keppnina. SAMTÖKIN Lífsvog ítreka nauðsyn þess að sett verði á stofn embætti umboðsmanns sjúklinga, er uppfylli kröfur um hlutlausa málsmeðferð kvörtunarmála sjúklinga. Leggja samtökin áherslu á að þau mál sem til þeirra berast þurfi úrlausnar við hvort sem þar er um að ræða sið- ferðileg úrlausnarmál eða tæknileg. í fréttatilkynningu frá samtök- unum segir að samtökin anni ekki þeim fjölda kvartana er berst til þeirra og vonast til að umboðsmað- ur líti dagsins ljós hið fyrsta. Samtökin Lífsvog eru stofnuð af fólki er telur sig hafa orðið fyrir læknamistökum og hefur starfsem- in beinst að aðstoð við sjúklinga við að afla gagna, s.s. sjúkraskýrslna og aðstoð við að setja fram kvartan- ir skriflega til Landlæknisembættis- ins, svo og sitja fundi með land- lækni og aðstoðarlandlækni um ein- stök mál. Benda talsmenn Lífsvogar á að næstum 60% kvartanamála fái ekki undirtektir af hálfu Landlæknis- Stúlkurnar sem þátt tóku í keppninni um Ungfrú Suðurland munu aðstoða keppendur í ýms- um atriðum sem öll bera keim áranna 1950-1970. Það er hljómsveitin Hunang sem leikur fyrir dansi að keppni lokinni og verður húsið þá opnað almenn- ingi. embættis og hátt í 80% umkvartana er berist til embættisins árlega, hafi engar aðgerðir í för með sér samkvæmt tölum frá embætti land- læknis. Talsmenn samtakanna segja þessar tölur aðeins ná til ársins 1993 og samtökin hafi spurst fyrir um nýjar tölur frá Landlæknisemb- ættinu en ekki fengið svör. Þess vegna sé ekki hægt að styðjast við opinberan tölulegan samanburð. „Um 300 félagar eru í samtökun- um Lífsvog og þeim fer sífellt fjölg- andi. Stjórnarmenn samtakanna sinna verkefnum í sjálfboðavinnu einu sinni í viku sem er engan veg- inn nægilegt. Hið gífurlega órétt- læti er enn ríkir í læknamistakamál- um, þar sem sjúklingurinn er allt í einu staddur á „eyðieyju kerfisins“ eyðieyju sem landlæknir þekkir og telur tilkomna vegna úreltrar laga- setningar í þessu efni. Samt sem áður þokast lítið áfram þrátt fyrir vitund heilbrigðistyfirvalda um þennan vanda,“ segir í fréttatil- kynningu frá samtökunum Lífsvog. Leitinni að öndvegis- súlunum lýkur HAFNARGÖNGUHÓPURINN lýk- ur í kvöld, föstudaginn 16. ágúst, þriðja áfanga gönguferðar úr Foss- vogi út með ströndinni og niður í Grófina. Gönguferðin er farin til að minna á sögnina í Landnámu um leit Vífils og Karla að öndvegis- súlum Ingólfs. Mæting er við Miðbakkatjaldið við Hafnarhúsið kl. 20. Þaðan verð- ur farið í SVR út á Seltjamarnes. Gangan hefst við Gróttu en val er um að stytta gönguleiðina. í lok göngunnar um kl. 21.30 mætir Þórður með nikkuna í Miðbakka- tjaldið og leikur til kl. 23. Ekkert þátttökugjald er og allir eru vel- komnir. A laugardaginn kl. 14 kem- ur víkingaskip siglandi inn Engeyj- arsundið inn á gömlu leguna fram- undan Grófinni og setur endapunkt- inn á leitinni að öndvegissúlunum. ------♦ ♦ ♦ LEIÐRÉTT Riga er í Lettlandi í frétt á baksíðu Morgunblaðsins á fimmtudag var borgin Riga sögð vera í Rússlandi en hið rétta er að Riga er höfuðborgin í Lettlandi. Rangt nafn í myndatexta við frétt um myndlist- arsýningu á Vopnafirði var rangt farið með nafn Geirþrúðar Ástu Jónsdóttur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ofaukið í inngangi í Gæðastjórnunarpistli viðskiptablaðs í gær um Innskyggni stóð í upphafi að „Líkön að stöðu- mati sta.rfsma.nna í fyrirtækjum..." var orðinu starfsmanna ofaukið eins og sést af lestri greinarinnar. Inn- skyggnir er líkan sem beitt er til stöðumats á fyrirtækjunum sjálf- um. Er beðist velvirðingar á þessum pennaglöpum. Litabækur - líta bækur í vinnslu á Víkverja í fimmtudags- blaði breyttist punktur í kommu í sögu sem sögð var af ummælum Jacks Kemps varaforsetaefnis bandaríska Repúblikanaflokksins um Bob Dole forsetaefni flokksins. Rétt er sagan þannig, að Kemp sagði að nýlega hefði bókasafn Doles brunnið. Báðar bækurnar í safninu hefðu eyðilagst og Dole hefði ekki verið búinn að lita nema aðra þeirra. ■ KRINGL UKRÁIN Hljómsveitin Lífsvog ítrekar nauðsyn á umboðsmanni sjúklinga RAÐAUGIYSINGAR FR Samkeppni um skipulag á Hraunsholti vestan Hafnarfjarðarvegar Garðabaer efnir til samkeppni um skipulag íbúðabyggðar á Hraunsholti, vestan Hafnar- fjarðarvegar, í samstarfi við Arkitektafélag íslands. Þátttaka í samkeppninni er öllum heimil. Veitt verða verðlaun að fjárhæð 2,6 millj. kr. og til innkaupa 0,4 millj. kr. Stefnt er að því, að höfundur tillögu, sem dómnefnd velur í 1. sæti, verði ráðinn til áframhaldandi skipulagsvinnu á samkeppn- issvæðinu í samvinnu við skipulagsnefnd og tæknideild Garðabæjar. Keppnislýsing verður afhent endurgjalds- laust hjá bæjarverkfræðingi Garðabæjar frá og með 16. ágúst 1996. Önnur gögn verða afhent á sama stað gegn 5.000 kr. skilatrygg- ingu. Skiladagur f samkeppninni er 1. desember 1996. Áætlað er að dómnefnd Ijúki störfum í fyrri hluta janúar 1997. Bæjarverkfræðingurinn í Garðabæ. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Selfossi, þriðjudaginn 20. ágúst 1996 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Bjarg, (65% eignarhl. E.H.) Stokkseyri, þingl. eig. Edda Hjörleifsdótt- ir, gerðarbeiðendur Stokkseyrarhreppur, sýslumaðurinn á Selfossi og Tryggingamiðstöðin hf. Smáratún 11, Selfossi, þingl. eig. Guðrún Steindórsdóttir, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Sýslumaðurinn á Selfossi, 15. ágúst 1996. immmmimmmmmmmmmmm | FÉIAGSÚF FERÐAFÉLAG @ ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Dagsferðir Laugardaginn 17.ágúst kl. 09.00 Stóra-Björnsfell sunn- an Þórisjökuls. Góð fjallganga. Verð 2.300 kr. Sunnudaginn 18. ágúst kl. 08.00 verða farnar dagsferð- ir f Þórsmörk og á Hveravelli og kl. 13.00 verður gönguferð á Jórutind í Grafningi. Brottför frá BSÍ, austanmegin (Mörkinni 6). Helgarferðir 16.-18. ágúst eru Árbókarferðin, Þórsmörk og Þórisdalur (gist í helli). Sjá aug- lýsingar undanfarna daga. Nánari upplýsingar á skrifst., Mörkinni 6, sími 568 2533. Ferðafélag Islands. Förðunarskóli íslands MAKEUP FOREVER Námskeið í Ijósmynda- og tísku- förðun, 6 til 12 vikur (grunnur 1 & 2) hefjast 10. september. Morguntímar og kvöldtímar. Skráning stendur yfir í símum 551 1080 og 588 7570.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.