Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 1
188. TBL. 84.ÁRG. Reuter HÓPUR láglaunafólks var viðstaddur er Clinton undir- ritaði lögin, og að því loknu tók hann lítinn snáða í fangið. Clinton hækkar lág- markslaun Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti undirritaði í gær lög um hækkun lágmarkslauna. Er þetta í fyrsta skipti í fimm ár, sem lágmarkslaun í Bandaríkjunum eru hækkuð. Hækkunin nemur 90 sentum (um 60 krónum) á lægsta tímakaup og hækkar það í 5,15 dollara (340 krónur) í tveimur áföngum. Tekur síðari áfangi hækkunarinnar gildi 1. september á næsta ári. Hækkunin er talin vera pólitískur sigur fyrir Clinton en hann hvatti til hækkunar lágmarkslauna í kosn- ingabaráttunni fyrir forsetakosn- ingarnar árið 1992. Demókratar börðust fyrir frumvarpinu í þinginu og að lokum var það samþykkt með miklum meirihluta í báðum þing- deildum. Er talið að repúblikanar, sem eru með meirihluta jafnt í full- trúadeildinni sem öldungadeildinni, hafi ekki viljað ganga til kosninga í nóvember með það á bakinu að hafa fellt frumvarpið. Þá var auðveldara fyrir repúblik- ana að samþykkja frumvarpið þar sem samhliða því voru samþykktar verulegar skattalækkanir fyrir smáfyrirtæki til að vega upp á móti auknum kostnaði. 64 SÍÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Óvissa um hvort Borís Jeltsín sé í raun við völd Moskvu, Grosní. Reuter. HARKA færðist í valdabaráttuna í Kreml í gær þegar rússneska öryggisráðið, undir forystu Alexanders Lebeds, lét í ljósi efasemdir um að Borís Jeltsín hefði sjálfur gefið út forsetatilskip- un um að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að Rússar næðu Grosní á sitt vald að nýju. Yfírlýsing öryggisráðsins kynti undir vanga- veltum um að forsetinn væri í raun ekki lengur við völd í Kreml vegna versnandi heilsufars, en rússneskir fréttaskýrendur voru þó ekki þeirrar skoðunar. Þeir sögðu að Jeltsín virtist enn við völd og léti undirmenn sína einfaldlega um að fínna bestu leiðina til að minnka pólitíska skað- ann sem ófarir rússneska hersins í Grosní hafa valdið. Öryggisráðið sagði í yfirlýsingu að forsetinn hefði ekki undirritað tilskipunina sjálfur og efað- ist um að forsetinn hefði tekið þátt í að undirbúa hana. Að sögn ráðsins notaði herinn tilskipunina sem átyllu til að undirbúa umfangsmiklar árásir á tsjetsjenska höfuðstaðinn. Öryggisráðið segir að tilraunir til að framfylgja tilskipuninni myndu grafa undan viðleitni Lebeds til að ná friðarsam- Heldur Jeltsín sig til hlés af pólitískum ástæðum? komulagi og gera að engu vopnahléssamninginn sem náðist á laugardag. Talsmenn forsetans lýstu yfir því að tilskipun- in væri í fullu samræmi við vilja Jeltsíns. Rúss- neskir fréttaskýrendur sögðu að svo virtist sem Jeltsín væri enn við völd þótt hann hefði ekki sést opinberlega síðan 9. ágúst þegar hann sór embættiseiðinn. Þeir sögðu þetta alls ekki í fyrsta sinn sem forsetinn héldi sig til hlés þegar Rússar lentu í vandræðum í Tsjetsjníju. Pólitískur „póker“? Fréttaskýrendur sögðu hugsanlegt að Jeltsín væri að reyna að firra sig ábyrgð á óvinsælum aðgerðum. „Allir eru að reyna að koma sér hjá ábyrgð, þeirra á meðal Jeltsín," sagði Pavel Felg- enhauer, blaðamaður rússneska dagblaðsins Sevodnja. „Ég tel að hann haldi sig fjarri af pólitískum ástæðum.“ Felgenhauer sagði að Jeltsín væri að leita leiða til að draga úr pólitíska skaðanum vegna stríðs- ins í Tsjetsjníju án þess að verða við kröfum Tsjetsjena um fullt sjálfstæði. Forsetinn hefði gefið undirmönnum sínum fijálsar hendur til að ná þessu markmiði og hótunin um hernaðarað- gerðir væri liður í samningaumleitunum. „Þetta er pólitískur póker þar sem mikið er lagt undir og Lebed veit það,“ sagði Felgenhau- er. Hann líkti hótunum hersins og friðarumleitun- um Lebeds við þá aðferð við yfirheyrslur að „góð- ur“ lögreglumaður og annar „vondur“ skiptust á um að yfirheyra fanga til að bijóta niður mót- stöðu hans. Herinn væri í hlutverki vonda manns- ins en Lebed hins góða og markmiðið væri að knýja Tsjetsjena til að semja um frið án þess að veita þeim sjálfstæði. Lebed hyggst fara til Grosní í dag og haft var eftir heimildarmanni í öryggisráðinu að hann hygðist „grípa til aðgerða til að eyða þeirri miklu spennu sem skapast hefur síðustu daga“. ■ Talsmenn vísa/16 Reuter Grosní yfirgefin ÓTTASLEGNIR íbúar Grosní í Tsjetsjníju yfirgáfu borgina í gær hundruðum saman eftir að yfir- menn rússneska hersins hótuðu að hefja umfangsmikla árás á morgun til þess að hrekja þaðan liðs- menn uppreisnarhersins. Var íbúum borgarinnar gefinn tveggja daga frestur til að verða á brott. Flóttafólkið, sem margt hafði ekki meira með sér en fötin sem það stóð í, sagði að rússneskar her- flugvélar hefðu byrjað loftárásir á borgina strax í gær. Lokuðu Rússar einni helstu flóttaleiðinni frá borginni, að því er virtist til þess að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn gætu komist á brott, en þá króaðist fjöldi flóttamanna af á svæði milli vígstöðva uppreisnarmanna og rússneska hersins. Bandaríkin Eiturlyfja- neysla ungl- inga eykst Washington. Reuter. EITURLYFJANEYSLA á meðal unglinga hefur aukist um 78% á síðustu þremur árum, samkvæmt könnun sem gerð var á vegum bandaríska heilbrigðisráðuneytis- ins og USA Today sagði frá í gær. A sama tíma hefur neyslan nær ekkert aukist hjá fullorðnum. Könnunin náði til unglinga á aldrinum 12 til 17 ára, frá 1992- 1995. Jókst eiturlyfjaneyslan mest á milli áranna 1994 og 1995, um 33%. Á því ári fjölgaði þeim sem tóku ofskynjunarlyf, þ.á m. LSD, um 54%, en kókaínnotkun jókst um 166%. Árið 1995 neyttu 0,8% unglinga kókaíns. Maijúananeysla jókst á þessu eina ári um 37%. ísraelar áforma nýbygg- ingar á V esturbakkanum Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELSKA húsnæðismálaráðu- neytið er að leggja drög að áætlun um byggingu fimm þúsund nýrra íbúða á Vesturbakkanum. „Við áformum að byggja tuttugu þúsund nýjar íbúðir og fimm þúsund þeirra verða austan grænu línunnar," sagði Amir Dobkin, talsmaður ráðuneytis- ins. Með grænu línunni er átt við landamæri Ísrael eins og þau voru fyrir sexdagastríðið árið 1967 er Vesturbakkinn var hernuminn. Dobkin sagði Meir Porush hús- næðismálaráðherra líta svo á að gömlu landamærin væru „fræðileg" og að hann teldi rétt að afmá þau. Nýbyggingarnar verða fjármagnaðar af einkaaðilum en hið opinbera mun standa straum af gatnagerðarkostn- aði ef nauðsynlegt þykir. Sagði tals- maðurinn að áætlunin yrði lögð fyrir Benjamin Netanyahu forsætisráð- herra síðar á árinu. „Við teljum okk- ur hafa vissu fyrir því að hún verði samþykkt," bætti hann við. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, hefur óskað eftir milligöngu Hosni Mubaraks, forseta Egypta- lands, til þess að reyna að fá stjórn Benjamins Netanyahu tii að falla frá áformum um frekari byggingar fyrir ísraelska landnema á Vesturbakkan- um og Gazasvæðinu. Með þeim telur Arafat að friðarferlið sé komið í blindgötu og hann segir spennu fara vaxandi á sjálfstjórnarsvæðum Pal- estínumanna vegna byggingar- áformanna. Þjófur brenndist London. Reutcr. BRESKUR þjófur, sem ákvað að verða sér úti um dálítið dekkri liúðlit með því að bregða sér í ljósabekk á sjúkrahúsi sem hann hafði brotist inn í, var rétt að segja brunninn til bana, að því er fram kom við réttarhald í gær. Þjófurinn, Owen Crowther, er 18 ára og hlaut þriðja stigs bruna á 90% líkamans eftir að hafa verið 15 sekúndur í ljósabekkn- um á Salisbury-sjúkrahúsinu á Suður-Englandi. Eftir að hafa fengið læknishjálp á öðru sjúkra- húsi viðurkenndi Crowther að hafa brotist inn. „Hann má þakka sínum sæla fyrir að hafa ekki látið lífið í þessari vél,“ sagði lögfræðingur hans, Sarah Barnard, við réttinn. „Hann var undir henni í 15 sek- úndur, en 45 sekúndur eru nóg til þess að verða manni að bana.“ 60 sinnum öflugri Ljósabekkur sá er um ræðir er notaður við meðferð á húð- sjúkdómum og er 60 sinnum öflugri en venjulegir ljósabekkir. Máli Crowthers var frestað og honum gert að sæta geðrann- sókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.