Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Mennirnir sem lentu í hrakningum
á Kvíslavatni voru vel búnir
Bj örgunarvestin
sönnuðu gildi sitt
GÓÐUR fatnaður, björgunarvesti og
hárrétt viðbrögð björguðu lífi
tveggja manna um fimmtugt sem
voru hætt komnir þegar báti þeirra
hvolfdi á Kvíslavatni sunnan Hofs-
jökuls í fyrrakvöid. Mennirnir tveir,
Gylfi Gunnarsson og Björgúlfur Þor-
varðarson, voru við netaveiðar á
þessum slóðum en þriðji félaginn,
Guðjón Valdimarsson, beið þeirra í
landi.
Gylfi segir að bátnum hafi hvolft
þegar þeir reyndu að gangsetja ut-
anborðsmótor bátsins sem stóð á
sér. Skipti engum togum að báturinn
steyptist undan þunga þe|rra og
honum hvolfdi. Gylfi komst af eigin
rammleik í land þeim megin sem
hann og Björgúlfur höfðu mælt sér
mót við Guðjón. „Ég var alveg
ákveðinn í að drepast ekki þarna,“
sagði Gylfi í samtali við Morgunblað-
ið í gær. „Það bjargaði okkur að við
vorum mjög vel klæddir og með góð
björgunarvesti."
Björgúlf og bátinn rak aftur á
móti með vindinum yfir á öndverða
strönd. Honum var bjargað í þyrlu
með góðri aðstoð Guðjóns sem tekist
hafði að finna félaga sinn með kíki.
„Þeir voru búnir að ákveða hvar
þeir ætluðu að taka land en þegar
mig tók að lengja eftir þeim keyrði
ég upp á hól og kíkti eftir þeim,“
sagði Guðjón. „Eg komst fijótlega
að raun um að báturinn var á hvolfi
og gat í fyrstu ekki séð félaga mína.
Skyndilega sá ég þó skína í mjög
skærgulan galla Björgúlfs. Hann lá
í flæðarmálinu og fylgdist ég með
honum allt þar til þyrlan kom.“
Sýndi hárrétt viðbrögð
Guðjón segir að hann hafi verið
í stöðugu sambandi við flugmenn
þyrlu Landhelgisgæslunnar og
reyndi hann að lýsa aðstæðum sem
og veðri.
Bogi Agnarsson, flugstjóri TF-
SIF, sem send var á slysstað, sagði
að mjög erfitt hafi verið að átta sig
á staðsetningu mannsins en vegna
mikilla framkvæmda og stöðugra
breytinga á svæðinu séu kort að
ýmsu leyti ófuilkomin. „Eini fasti
punkturinn sem við gátum miðað
við eru Versalir en sagt var að mað-
urinn væri 15-20 km norður af Ver-
sölum,“ sagði Bogi.
Þegar þyrlan kom að Kvísiavatni
komu flugmenn og Guðjón sér sam-
an um að Guðjón beindi ijósum bif-
reiðar sinnar að þeim stað sem
Björgúlfur lá. Bogi segir að eftirleik-
urinn hafi verið tiltölulega auðveldur
og telur hann að Guðjón hafi sýnt
hárrétt viðbrögð með því að bíða og
veita upplýsingar um aðstæður í stað
þess að reyna að finna félaga sinn.
„Það er hræðileg lífsreynsla að
þurfa að bíða, sérstaklega þegar
maður getur ekki gert annað en að
horfa á,“ sagði Guðjón. Hann segir
að það hefði líklega verið margra
klukkutíma keyrsla í myrkri að þeim
stað sem Björgúlfur lá og ekki hafi
bætt úr skák að þurfa að aka um
svæði sem hann þekkti lítið sem
ekki. „Ég var mjög þakklátur áhöfn
þyrlunnar að þeir hringdu í mig um
leið og þeir voru búnir að finna
Björgúlf og sögðu mér að þeir sæju
hreyfingu," sagði hann.
Mátti ekki seinna vera
Flugstjórinn segir að tilkynning
um slysið hafi ekki mátt koma mik-
ið seinna. Um það leyti hafi verið
tekið að dimma og veður að versna
með því að þoka lagðist yfir svæðið
með súld. Af þessum sökum var
ákveðið að fara fremur á TF-SIF
en nýju þyrlunni TF-LÍF vegna þess
að hún væri fljótari í förum. Bogi
segir að maðurinn hafi varla verið
með meðvitund þegar að var komið
og ofkælingareinkenni hefðu verið
skýr. Hann hafði þá legið í fjöruborð-
inu í tæpa tvo tíma.
Erfið heimferð
Jafnvel þótt farsællega hefði tek-
ist að bjarga Björgúlfi í tæka tíð
gekk ekki vandræðalaust að komast
með hann í þyrlunni til Reykjavíkur.
Sökum þokusúldar og ísingar vegna
kulda í háloftum var ekki hægt að
fljúga mjög hátt. Þess vegna þurfti
að fljúga eftir þekktum kennileitum
s.s. Þjórsá, Sigöldu og Búrfellsvirkj-
un. Um tíma leit út fyrir að lenda
þyrfti þyrlunni og stöðva för en að
endingu tókst að fljúga til Reykja-
víkur og lenti þyrlan rétt fyrir mið-
nætti, rúmum tveimur tímum eftir
að hún tók á loft.
Bogi segir að Björgúlfur hafi ver-
ið farinn að braggast á leiðinni suð-
ur, en hann hafi þó engu að síður
verið lagður inn á gjörgæsludeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna of-
kælingar. Eftir hádegi í gær var síð-
an hægt að flytja hann á almenna
deild.
Guðjón og Gylfi segjast vilja
þakka öllum þeim sem tóku þátt í
björgunarstörfum, ekki síst áhöfn
þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Skoðanakönnun
Meirihluti
vill aðskiln-
að ríkis og
kirkju
MEIRIHLUTI fólks vill aðskiln-
að ríkis og kirkju, samkvæmt
niðurstöðum nýrrar skoðana-
könnunar Gallup. Af þeim sem
tóku afstöðu kváðust rúmlega
58% vera hlynnt aðskilnaði en
tæplega 42% andvíg.
Hlutfallslega fleiri höfuð-
borgarbúar eru hlynntir að-
skilnaði en landsbyggðarbúar
en fylgi við aðskilnað minnkar
með hækkandi aldri annars
vegar og lækkandi tekjum hins
vegar. Fjórir af hveijum fimm
í yngsta aldurshópi, 18-24 ára,
vill aðskilnað en 34% í elsta
hópnum, 55-75 ára.
Trú mikilvæg fólki
í sömu könnun var kannað
hvort fólk teidi trú eða trúar-
brögð mikilvæg fyrir sig. 37%
aðspurðra töldu trú mjög mikil-
væga, 40,9 nokkuð mikilvæga
en 22,1 sögðu trúarbrögð ekki
vera mikilvæg. Þetta er í annað
sinn sem Gallup kannar viðhorf
til trúar og trúarbragða og
kemur í ljós að fleiri telja þessi
atriði mikilvæg nú. Þá sögðu
25,3% að trú væri mikilvæg,
47,9% nokkuð mikiivæg en
26,8% að trú væri ekki mikil-
væg.
Hlutfall þeirra sem. telja trú
eða trúarbrögð mjög mikilvæg
hækkar mjög með aldri. Fimmti
hver á aldrinum 18-24 ára er
þessarar skoðunar en 53% að-
spurðra á aldrinum 55-75 ára.
45,6% þeirra sem eru með
minna en 100 þúsund króna
mánaðartekjur telja trú mjög
mikilvæga. Þetta hlutfall lækk-
ar eftir því sem tekjur hækka
en 26,3% þeirra sem eru með
meira en 300 þúsund krónur á
mánuði telja trú eða trúarbrögð
mjög mikilvæg.
Morgunblaðið/Ásdls
Leikgarður
í Garðabæ
LEIKGARÐUR var opnaður í
gær á opnu svæði nálægt Vífils-
staðalæk, milli Smáraflatar og
Lindaflatar í Garðabæ.
Kostnaður við verkið nemur um
ellefu milljónum króna, en unn-
ið hefur verið að garðinum frá
1993. Garðurinn er hannaður
af Ragnhildi Skarphéðinsdóttur
landslagsarkitekt og á hann að
gagnast ungum Garðbæingum
til leikja, eldri bæjarbúum til
íþróttaiðkunar svo sem hlaupa
og einnig er möguleiki fyrir
íbúa í aðliggjandi götum að
halda götuveislur í garðinum,
samkvæmt upplýsingum frá
bæjarverkfræðingi. Börnin
undu sér vel í garðinum þegar
ljósmyndari heimsótti hann í
gær. Garðyrlyudeild Garðabæj-
ar hefur annast framkvæmdir
að mestu, en auk þess kom Jón
Stefánsson garðyrkjumaður að
verkinu.
Kjöldi geitungabúa upprættur
AÐALGEITUNGATÍMINN er í ágústmánuði og
fram í byrjun september en sökum góðs tíðarfars
í sumar hafa geitungamir verið heidur fyrr á ferð-
inni en venjulega, að sögn Erlings Ólafssonar skor-
dýrafræðings, sem stendur á þessum árstíma í
ströngu við að uppræta geitungabú.
Holugeitungur var mjög útbreiddur á höfuð-
borgarsvæðinu sumarið 1994, en það var mikið
geitungaár, að sögn Erlings. Það sumar rakst hann
stöku sinnum á aðra sjaldgæfari tegund, húsageit-
ung. Nú hefur dæmið snúist við, holugeitungurinn
er því sem næst horfinn en húsageitungurinn orðinn
mjög algengur.
Mikil fjölgun húsageitunga
„Þetta með holugeitunginn er óskiljanlegt en hitt
get ég vel skilið, því að húsageitungurinn er suðlæg
tegund og hitakær. Hitastigið hefur sennilega verið
aðeins yfir meðallagi í sumar, það hafa ekki verið
nein afföll og engin kuldaköst, ogþað líkar honum
vel. Þannig að það er allt í góðu gengi hjá geitungun-
um og mikil fjölgun," segir Erling.
Geitungabúin þarf að uppræta þegar dimmt er
orðið og íbúarnir skriðnir inn. Bú húsa- og holugeit-
ungsins eru ýmist falin í jörðu, inni í húsveggjum
eða á háaloftum. Þau getur oft verið erfitt að finna,
sérstaklega þegar þeim hefur verið komið fyrir inni
í veggjum, sem þá þarf jafnvel að rífa. Bú tijágeit-
ungsins eru aftur á móti mun aðgengilegri, þar sem
þau hanga berskjölduð í tijám, neðan á þakskeggjum
eða gluggakörmum.
Erling notar ekki eitur þegar hann eyðir geit-
ungabúum. Hann fjarlægir þau í heilu lagi, setur
þau í poka og inn í frysti. Hann segir það ekki
gert nema með ákveðnum handtökum, því tryggja
þurfi að geitungarnir komist ekki út.
Furðu lítið um hunangsflugur
Aðspurður hvort erfitt sé að finna búin segir
Erling að yfirleitt leyni þau sér ekki, því að straum-
urinn sé stöðugur út og inn og þá sé allt iðandi í
kringum þau. Jafnvel þó að fólk verði vart við geit-
unga f görðum sínum er ekki víst að bú þeirra séu
þar, þeir sveimi oft á milli garða.
Hann segir furðu lítið vera um hunangsflugur í
sumar, miðað við veðurfar. Þetta skýrir hann með
því að síðastliðið sumar hafi ekki verið nógu hag-
stætt, og framleiðslan á nýjum drottningum í fyrra-
haust lítil. Aftur á móti séu allar líkur á þvi að út
koman verði góð á komandi hausti.
SuðurstrandarvegTir
Unnið að
hönnun
VEGAGERÐIN hefur skipað
hönnunarhóp um Suður-
strandarveg, það er veginn
með ströndinni milli Grinda-
víkur og Þorlákshafnar. Inn í
athugunina á að taka þá tvo
ófullgerðu vegi sem honum
tengjast, Krýsuvíkurveg og
Nesveg.
Hönnunarhópurinn er skip-
aður í framhaldi af breytingu
þessa vegar í stofnveg. For-
maður hans, Eymundur Run-
ólfsson yfirverkfræðingur,
segir að hópurinn muni láta
gera kort af vegsvæðinu, legu
vegarins og kostnaðaráætlun.
Ákvörðun um framhald
vinnunnar verður tekin þegar
fjárveitingar liggja fyrir.