Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 29 AÐSENPAR GREINAR Dreifibréf prófessorsins UNDANFARIÐ hefur starfsfólk innan heilsugæslunnar bent undirrituðum á dreifi- bréf Jóhanns Ágústs Sigurðssonar, prófess- ors, dags. 02.08. 1996, sem sent var til hjúkrunarfræðinga, starfsfólks í afgreiðslu og annars starfsfólks heilsugæslustöðva. Einnig var vitnað til þessa bréfs í fréttum 19.8. sl. í bréfinu leggur prófessorinn fólki lífsreglurnar í kjölfar uppsagna heil- sugæslulækna og hvernig það skuli haga fréttaflutn- ingi af ástandinu. Að sjálfsögðu hefur prófessorinn ekkert yfir þessu fólki að segja, en lætur sér sæma að setja áróður sinn á blað- haus merktan Heimilislæknis- fræði/Læknadeild Háskóla Ís- lands. Ekki verður séð hvernig sú stofnun er aðili að úrlausn neyðart- ilvika í ofangreindri deilu. Þótt tvívegis sé vegið að aðstoðarland- lækni í bréfinu, hefur hann ekki hirt um að senda afrit til Land- læknisembættisins. í bréfinu segir svo: „Vegna uppsagna heilsugæslu- lækna hafa heilbrigðisyfirvöld und- ir forystu aðstoðarlandlæknis hafið umfangsmikla herferð í fjölmiðlum þar sem ítrekað er að skortur á heilsugæslulæknum hafi lítil sem engin áhrif á heilbrigðisþjón- ustuna. Að mínu mati er aðstoðar- landlæknir fyrst og fremst að veija kerfið í heiíd sinni en gerir lítið sem ekkert úr vandamálum ein- staklinga, sem lenda í því að fá óviðunandi þjónustu." Vegna þess vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri: 1. Það var og er skylda land- læknis og aðstoðarlandlæknis að segja satt og rétt frá ástandi heil- brigðismála á hveijum tíma. í því ástandi sem nú hefur ríkt höfum við haft samband við ljölda starfsfólks inn- an heilsugæslunnar. Lýsing ástandsins á hveijum tíma eru bein viðbrögð við þeim samtölum. 2. Aðstoðarland- læknir hefur tekið þátt í neyðarhópi vegna þeirrar alvarlegu stöðu, sem skapaðist við uppsagnir heilsu- gæslulækna. Þar hef- ur aðstoðarlandlækn- ir, rétt eins og hjúkr- unarfræðingar og aðr- ir úti á stöðvunum, reynt að vinna af full- um heilindum við að leysa brýn- asta vanda sem upp kemur til þess að stuðla að því að uppsagnirnar komi síður varanlega niður á heilsufari eða lífi fólks. Það er skylda aðstoðar- landlæknis, segir Matt- hías Halldórsson, að segja satt og rétt frá ástandi heilbrigðismála. 3. Fréttaflutningur hefur aldrei verið á dagskrá þessa hóps og allt tal um herferð í fjölmiðlum er hreinn uppspuni. Aldrei hefur verið boðað til blaðamannafundar og undirritaður hefur einungis svarað spurningum sem fjölmiðlamenn hafa borið fram, en aldrei haft samband við þá að fyrra bragði. Að lokum: Við Jóhann Ágúst Sigurðsson höfum átt ágætt samstarf. Þegar þessum hremmingum lýkur höld- um við því áfram eins og ekkert hafi í skorist, þrátt fýrir þær æru- meiðingar sem í bréfi hans felast. Höfundur er aðstoðarlandlæknir. Stökktu til Benidorm 3. september fyrir 29.932 í 2 vikur Við seljum nú síðustu sætin til Benidorm 3. september og bjóðum þér einstakt ferðatilboð þar sem þú getur notið þess besta í yndsilegu veðri á Benidorm í september. Þannig gengur það fyrir sig: Við höfúm tryggt okkur viðbótargistingu á frábærum kjörum. Þú kemur í dag eða á morgun og tryggir þér sæti og gistingu og fjórum dögum fyrir brottfor hringjum við í þig og segjum þér hvar þú gistir í fríinu. Verð kr. Verð kr. 29.932 39.960 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 2 vikur, skattar innifaldir. M.v. 2 fullorðna í íbúð, 3. sept., 2 vikur, skattar innifaldir. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600 Matthias Halldórsson Hillusamstæða Aðeins: yfirhillu Hornskrifborð Bókahillur, st. 3.500,- . Bókahillur m. 1.990,- # V f Svart og beyki V.ykiavíkurvegi 7? Holladörðum ?20 Hafnarliórdur y/Hoiiaveg 1p4 Höykjavík r i ,y j í r ( -] j [7 lj r %hl IUá \ .: f 'í If . - ■ , M vi í ti 1 _ t 4'* ^ . f r.'. tii t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.