Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgarbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima og nota aðra ferðamáta í dag Morgunbl adiö/ Jon. „Syavarsson KRAKKARNIR í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli voru í óða önn að undirbúa hvíldardag bílanna þegar Ijósmyndari leit þar inn í gærdag. Bíla má hvíla HVÍLDARDAGUR einkabílsins er í dag í Reykjavík. Kjörorð dagsins eru „Bíla má hvíla“. Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif bílaumferðar á umhverfi, heilsu og efnahag og hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum hennar með því að taka strætó, ganga, hjóla eða vera samferða öðrum í bíl. Á meðan bílar borgarbúa fá að hvílast verður ýmislegt á dagskrá fyrir mannfólkið. Má þar nefna að fólki gefst kostur á að komast leið- ar sinnar á sjó. Árnesið leggur upp frá Hafnarfjarðarhöfn kl. 7.15 og er gert ráð fyrir að sjóferðin til Reykjavíkur taki um eina og hálfa Greiðtærar hjálreiðaleiðir Tengileiðir SAMFELLDAR aðaíieiðir eru merktar með grænu á kortinu og tengiIeiðif'Trieð rauðu. Þær helstu eru leiðin frá Ægisíðu upp í Árbæ, leiðin meðfram Miklubraut og Laugardalsstígurinn með- fram Suðurlandsbraut. klukkustund. Einnig er ferð úr Nauthólsvík í Kópavog og aftur til baka kl. 7.15 og 8.15. Morgunleikfimi þg götuleikhús Á skiptistöðvum SVR bjóða íþróttir fyrir alla upp á morgun- leikfimi meðan beðið er eftir næsta vagni og þegar upp í hann er kom- ið getur að líta uppákómur á veg- um Götuleikhússins. Hægt vei’ður að fara í þolpróf og láta mæla blóðþrý.sting á Ingólf- storgi og í Hinu húsinu í hádeginu og í Kringlunni um miðjan daginp. í Reykjavík Seldi bílinn og fór að hjóla TÓMAS Maríusson steig skrefið til fulls fyrir tveimur árum, en þá ákvað hann ekki aðeins að hvíla bílinn, heldur að selja hann. Síðan hefur Tómas farið allra sinna ferða hjólandi og oftar en ekki má sjá hann með syni sína tvo í kerru aftan í - eða að þeir hjóla á sínum eigin hjólum við hlið föður síns. Hann hjólar með yngri soninn í kerrunni í leikskólann á morgnana og sá eldri hjólar samferða þeim í skólann. Tómas segist hafa átt bíl í sjö ár, en honum hafi ofboðið kostn- aðurinn sem því fylgdi. Hann hefði vel getað hugsað sér að gera eitthvað annað fyrir þá peninga sem fóru í bílinn, þannig að á endanum var hann seldur. „Það opnuðust nýir heimar. Maður getur til dæmis tekið hjólið með sér í flugvél þegar maður skreppur eitthvað. Eg fór nýlega með strákinn minn norður í brúðkaup, tók hjólið með og hann aftan á. Það héldu auðvitað allir að við værum út- lendingar," segir Tómas og hlær. ; ' Morgunblaðið/Ásdís FEÐGARNIR Tómas Maríusson og Kári Walter Margrétarson fara allra sinna ferða á hjólhestum og taka meira að segja hjólin með sér í aðra landshluta. Starfsmenn reiðhjólaverslana verðá á nokkrurn stöðum í borg- inni um og upp úr hádegi og veita góð ráð og sjá um minniháttar viðgerðir á reiðhjólum vegfarenda. Hjólreiðafélag Reykjavíkur sýnir hjólreiðafimleika á Ingólfstorgi klukkan fimm. Dagskránni Iýkur í kvöld með gönguferðum frá Árbæjarlaug og Vesturbæjarlaug með leiðsögn frá Útivist og Ferðafélagi íslands. Lagt er af stað klukkan átta og gert er ráð fyrir að hóparnir mæt- ist á miðri leið á göngubrúnni yfir Kringlumýrarbraut. Landlæknir áhyggjufullur vegna heilsugæsludeilunnar Segir ástandið koma verst niður á öldruðum ÓLAFUR Ólafsson landlæknir kveðst hafa sérstakar áhyggjur af öldruðu fólki vegna þess ástands sem skapast hefur í heilbrigðisþjón- ustunni eftir uppsagnir heilsu- gæslulækna. Hann segir að aldrað- ir bíði fremur en aðrir með vanda- mál sín sem hugsanlega geti haft alvarlegar afleiðingar. Landlæknir segir að ekki megi lengur bíða eft- ir lausn kjaradeilunnar. „Ymsir sem koma að þessum kjarasamningum telja að það vanti þrýsting frá fólkinu líkt og gerðist í kennaraverkfallinu til að hraða lausn málsins," segir Ólafur. Hann BYRJA mátti að veiða gæs á þriðju- daginn. Hefur Náttúrufræðistofnun íslands hvatt veiðimenn til að senda stofnuninni vængi af veiddum fuglum og merki sem þeir kunna að finna. Leiðangur fór á vegum stofnun- arinnar og bresku stofnunarinnar Wildfowl & Wetland Trust um Norð- urland til að merkja gæsir. Voru merktar 440 heiðagæsir og rúmlega 100 grágæsir og hafa ekki verið segir að þá hafi þrýstingur oft kom- ið frá yngra fólki með börn í skóla og það hafí oft fyllt síður dagblað- anna. „Menn átta sig ekki nægilega vel á því að stærsti hópurinn sem leitar venjulega til heilsugæslunnar er eldra fólk. Þetta fólk hefur meira langlundargeð en aðrir þó að kvíði og óöryggi sæki að. Það myndar ekki þrýstihóp og fyllir ekki síður dagblaðanna. Nú fer þetta fólk til heilsugæslunnar eingöngu ef brýna nauðsyn ber til. Að sama skapi lætur það gjarnan óþægindi og vandamál bíða, sem á þessum aldri merktar jafnmargar heiðagæsir í einu hér á landi síðan 1953 þegar leiðangur frá Wildfowl & Wetland Trust merkti um 9.000 gæsir í Þjórs- árverum. Gæsirnar voru merktar með plast- hringjum með ígröfnum stöfum sem gera kleift að lesa á hringina á lif- andi fuglum með sjónaukum auk þess sem hefðbundnir stálhringir voru settir á fuglana. getur verið upphaf alvarlegs ástands sem nauðsynlega þarf að sinna í tíma. Ég hef þungar áhyggj- ur af þessu fólki,“ segir hann. Forvarnastarf stærsta verkefni heilsugæslunnar Ólafur segir að samningamenn verði að skilja að ekki megi bíða eftir því að mjög alvarlegir atburðir verði vegna ástandsins í heilbrigðis- þjónustunni. „Sumir halda kannski að aðalverkefni heilsugæslustarf- seminnar sé að endurnýja lyfseðla og að forða neyð. Það er ekki raun- in. Stærstur hlutinn er að skoða fólk sem kemur með ný einkenni og sjá til þess að ekki verði neyð.“ Ólafur vill ennfremur leggja áherslu á að í þessu óörugga ástandi hafi berlega komið í Ijós að litlu spítal- arnir á landsbyggðinni væru mikil- vægustu hlekkirnir í öryggisnetinu. Ólafur segir að landlæknisemb- ættið fái daglega fjölmargar fyrir- spurnir vegna ástandsins. „Maður heyrir að það er mikið óöryggi og kvíði í fólki. Vinna okkar á skrif- stofunni fer að mestu í það að að- stoða þetta fólk og svara fyrir- spurnum." Gæsaveiðitíminn hafinn Morgunblaðið/Ámi Sæberg Brottför undirbúin VARÐSKIPIÐ Óðinn siglir í dag í Smuguna til að þjónusta ís- lensk skip sem þar eru á veið- um, en þau eru nú tæplega 50 talsins. Mikið annríki var við skipið í gær, þegar vistir fyrir úthald- ið voru fluttar um borð en það verður að minnsta kosti um sex vikna langt. Að sögn Kristjáns Þ. Jónssonar skipherra flytur varðskipið einnig varahluti fyr- ir íslensk skip, lítilsháttar vistir og margvíslega pinkla til sjó- manna frá fjölskyldum þeirra. Kristján yfirfór kort af Smug- unni og nálægum hafsvæðum í gær, en búið er að setja þau í tölvu sem auðveldar alla notk- un.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.