Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ HMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 33 MINNINGAR BJARNIBIRGIR HERMUNDARSON ASTA BJARNADÓTTIR + Ásta Bjarnadóttir var fædd í Hafnarfirði 27. febrúar + Bjarni Birgir Hermundar- son fæddist 11. ágúst 1935 á heimili sínu á Norðurbraut 21 í Hafnarfirði. Hann lést á heimili sínu, Sævangi 30 í Hafnarfirði, 11. ágúst síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 20. ágúst. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Mig langar með fáum orðum að kveðja vin minn Bjarna Her- mundarson sem lést á heimili sínu 11. ágúst á 61. afmælísdegi sínum, eftir erfiðan sjúkdóm. Skarð er fyrir skildi við lát hans. Ég kynntist Bjarna og Ester konu hans fyrir mörgum árum í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar. Við Bjarni urðum fljótt góðir vinir. Lionshreyfingin er félagsskapur sem hefur það að markmiði að hjálpa þeim sem minna mega sín og eiga um sárt að binda. Bjarni var einmitt þannig maður sem vildi gleðja og hjálpa öðrum. Alltaf þegar eitthvað stóð til í klúbbnum var hann boðinn og búinn að leggja sitt af mörkum. Hann var í mörgum nefndum í klúbbnum og yfirleitt formaður þeirra. Bjarni var greiðagóður og gaf mikið af sér og lagði alltaf gott til málanna. Þegar haldið var konukvöld eða þorrablót eða annar fagnaður, var Bjarni iðulega beðinn um að vera veislustjóri og tók hann því ávallt vel og fórst honum það vel úr hendi. Hann var mjög skemmtilegur og reytti af sér brandara. Hann var hrókur alls fagnaðar. Hann var formaður klúbbsins árið 1985-86 og stóð sig mjög vel og oft kallaður „skipstjórinn" af sum- um félögunum, enda var hann á sjó áður fyrr. Bjarni hætti í klúbbnum fyrir nokkrum árum og var mikil eftir- sjá í honum fyrir Lionsklúbb Hafnarfjarðar. Mér þótti oft tóm- legt á fundum eftir það. Bjarni var vinur vina sinna sem ég fékk að reyna þegar ég þurfti á að halda. Bjarni og Ester voru mjög sam- rýnd og samhent og störfuðu þau saman við sitt eigið fyrirtæki, með góðum árangri. Þau voru mjög ósérhlífin og dugleg. Við hjónin höfum átt mjög góð kynni við þau gegnum árin og erum þakklát fyr- ir það. Þau voru góð heim að sækja og gestrisin. Þau hafa búið sér hlýlegt og afar fallegt heimili. Bjarni hafði mjög gaman af tónlist og átti margar góðar plöt- ur. Bjarni var mjög barngóður maður enda var alveg einstakt og náið samband milli hans og dóttur- sonar hans, Bjarna Birgis, sem þau ólu upp sem sitt eigið barn. Mikill er missir hans. Elsku Ester, Bjarni Birgir, Björg og ijölskylda. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Við kveðjum þig með söknuði, Bjarni minn, og þökkum þér fyrir hlýleika þinn og góða samveru alla tíð. Blessuð sé minning þín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Elna og Baldvin. 1918. Hún lést á heimili sínu að Dísarstöðum, Sandvíkur- hreppi, 20. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sel- fosskirkju 27. júlí. Elsku amma! Við fengum áríðandi skilaboð um að hringja í föður okkar, sunnudaginn 21. júlí sl. Við þorð- um ekki að hugsa um það að eitt- hvað hefði komið fyrir, en kom- umst varla hjá því. Amma ykkar er dáin voru skilaboðin. Þú ert dáin, farin yfir móðuna miklu. Hugurinn reikar aftur í tímann: Páskarnir voru okkar tími, en þá komum við í heimsókn suður. Það var alltaf gaman að koma „til ömmu“ í sveitina, að Dísarstöð- um. Yfirleitt var það þannig að frændur okkar í Hveragerði komu líka, þannig að við vorum öll barnabörnin þín komin saman og oft var glatt á hjalla. Þótt stöku sinnum kvæði við grátur var fljótt komið bros á vör. Við gátum endalaust leikið okkur hjá þér við allskyns leiki s.s. úti á hólnum í búgarðsleik með kindabeinum, eða í boltaleik úti, sem inni. Marg- ar stundirnar voru við spila- mennskuna og bíltúrarnir með Jónu. Gaman var að taka þátt í störfum dagsins og fara í útreið- ar. Allt svona skýst fram í huga okkar. Að koma að jarðarför þinni, amma, er það erfiðasta sem við höfum gert á okkar lífstíð. Sér- staklega þar sem hlutirnir hafa ekki verið eins og best er á kosið. Okkur varð því ljóst þarna í kirkj- unni að þú varst alltaf sameining- artákn fjöjskyldunnar. Elsku Ásta amma, takk fyrir ailt það sem þú veittir okkur og gafst. Gangi þér vel í þínu nýja hlutverki á nýjum stað. Þó að kali heitur hver hylji dali, jökull ber steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Þín Ásta Lín og Hannes Karl. SVEINN ÓLAFS- SON -I- Sveinn Ólafsson fæddist í ■ Reykjavík 5. desember 1917. Hann lést 3. ágúst síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 12. ágúst. Mér var brugðið, eins og svo mörgum öðrum, er ég las um and- lát þitt í Morgunblaðinu, þar sem ég vissi ekki annað en að þú vær- ir við góða heilsu. Síðast sáumst við á fundi hjá frímúrurum þar sem þú hélst er- indi. Það gerðir þú með slíkri prýði að sérstaklega var eftir tekið, blað- laust af yfírvegun, orðsnilld og rökvísi, enda hafðir þú kynnt þér til hlítar frímúrarafræðin. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur var vand- að og allt sem þú kynntir þér var krufið til mergjar. Leiðir okkar lágu fyrst saman hjá Eimskip fyrir rúmlega tveim tugum ára. Þá kynntist ég sam- viskusemi þinni og drengskap. Það mæddi oft á okkur og þó sérstak- lega þér því þú varst greiðvikinn og vildir hvers manns vanda leysa. Það kom því iðulega fyrir að við- skiptavinirnir báðu um eitthvað sem ekki var unnt að inna af hendi og þá svaraðir þú af einlægi og stakri kurteisi: „Gerðu það fyrir mig að biðja ekki um þetta.“ Þessi setning lýsir ljúfmannlegri fram- komu þinni, þú vildir engan móðga eða stuða. Ég kveð þig með virðingu og þakklæti. Haukur Sveinbjarnarson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það éru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA KRISTJÁNSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skjóli áðurtil heimilis á Laugateigi 15, sem lést laugardaginn 17. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudag- inn 23. ágúst kl. 15.00 Guðrún Þórunn Ingimundardóttir, Jpn Bergmundsson, Kristjana Jónsdóttir, Ágúst Ásgeirsson, Kjartan Ingi Jónsson, Ingimundur Ágústsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLEY SIGURJÓNSDÓTTIR, Kirkjuvegi 1, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavfkurkirkju á morgun, föstudaginn 23. ágúst, kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Margeir Þorgeirsson, Ástríður Lilja Guðjónsdóttir, Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, Guðmundur Gestur Þórisson, Ingibergur Þorgeirsson, Valfríður Baldvinsdóttir og barnabörn. t Hjartans þakkir til allra þeirra fjöl- mörgu, sem sýndu okkur hlýhug sinn með símtölum, blómum og minningar- kortum vegna fráfalls móður minnar, SVEINBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, áðurtil heimilis á Kleppsvegi 40, Reykjavik. Þórunn Franz og aðstandendur. Rutland þéttir, bætir og kætir þegar að þakið fer að leka Ruttand er einn helsti framleiðandi þakviðgerðarefna í Bandaríkjunum Veldu rétta efnið - veldu Rutland! pp &CO Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVlK SlMI 553 8640 / 568 6100 GOLF fi ÞOK - VEfifil - p | t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR SIGURÐSSON skipasmiður frá Bæjum, Sólvangi 1, Hafnarfirði, lést í St. Jósepsspítala þann 18. ágúst. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju i Garðabæ föstudaginn 23. ágúst kl. 13.30. Sigþrúður Gunnarsdóttir, Rafn Oddsson, María R. Gunnarsdóttir, Sigurður Gunnarsson, S. Erla Lúðvíksdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Einar H. Þorsteinsson, Steinunn Gunnarsdóttir, Sveinbjörn Guðmundsson, Erla Þ. Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir mín, INGIBJÖRG H. JÓNSDÓTTIR, Ljósheimum 6, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, fimmtudaginn 22. ágúst, kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Páll Jónsson. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 5691181. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksenti- metra I blaðinu. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára ög eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.