Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NOG KOMIÐ AF RÍKISSTYRKJUM SALA á íslenzku lambakjöti í Bandaríkjunum hefur ekki gengið sem skyldi. Fram hefur komið að for- svarsmenn Áforma, verkefnis um útflutning á gæðavör- um, hyggist draga verulega úr stuðningi við markaðs- starfið vestra. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir að markaðsstarf verði héðan í frá kostað af söluverðmæti kjötsins og af umboðslaun- um. Verkefnið Áform komst á laggirnar með stuðningi frá Alþingi. Nú þegar hefur 25 milljónum króna verið varið til útflutningsverkefnisins í Bandaríkjunum af íslands hálfu. Langmest af þeirri fjárhæð eru peningar ís- lenzkra skattgreiðenda. Þetta fé virðist hafa skilað ís- lenzkum landbúnaði litlu, enda viðurkennir fram- kvæmdastjóri Bændasamtakanna að landbúnaðurinn hafi í raun ekki verið fyllilega í stakk búinn fyrir svona útflutning. Á undanförnum áratugum hafa miklir fjármunir runn- ið úr vösum skattgreiðenda til þess að greiða fyrir út- flutningi á lambakjöti, sem litlu hefur skilað. Nú hafa útflutningsbætur reyndar verið afnumdar. Ástæða er til að hætta með öllu ríkisstyrkjum til þessarar starfsemi og láta framleiðendur lambakjöts standa undir þeim kostnaði sjálfa, ef þeir á annað borð telja það tilraunar- innar virði að halda þessum útflutningi áfram. SKAÐABÆTUR FYRIR SAMNINGSBROT EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hyggst halda til streitu máli því, sem höfðað hefur verið fyrir EFTA- dómstólnum á hendur íslenzka ríkinu vegna álagningar og innheimtu vörugjalds hér á landi. í tvö og hálft ár þráaðist íslenzka ríkið við að breyta lögum um vöru- gjald, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar ESA um að viss ákvæði hennar brytu í bága við samninginn um Evr- ópskt efnahagssvæði. Lögunum var eftir langt þóf breytt og gekk breytingin í gildi 1. júlí síðastliðinn. Eftir stend- ur að fyrirtækjum, sem flytja inn erlenda vöru, hefur verið mismunað og þau sett í verri stöðu en innlend framleiðslufyrirtæki. Það er full ástæða til, að innflytjendur geri alvöru úr þeirri fyrirætlan sinni að sækja skaðabætur á hendur ríkinu fyrir íslenzkum dómstólum, eftir að niðurstaða er fengin fyrir EFTA-dómstólnum. Það er ástæðulaust að láta stjórnvöld komast upp með að brjóta alþjóðlega samninga og draga fæturna í málum sem þessu. Slíkt veikir aðeins rétt þann, sem ísland hefur aflað sér með gerð þeirra. Réttur einstaklingsins gagnvart ríkisvaldinu nýtur meiri virðingar en áður og sjálfsagt að á hann verði látið reyna. AÐ HVÍLA BÍLINN REYKJAVÍKURBORG gengst í dag fyrir hvíldardegi einkabílsins og er yfirlýst markmið hans að vekja fólk til umhugsunar um áhrif umferðar á umhverfið, heilsu og efnahag og hvernig almenningur geti dregið úr neikvæðum áhrifum umferðar. Eru borgarbúar hvatt- ir til að nýta sér almenningssamgöngur, hjóla, ganga eða samnýta bifreiðar í dag. Þemadagar af þessu tagi, hvort sem verið er að hvetja til reyklausra eða bíllausra daga, gegna fyrst og fremst því hlutverki að vekja fólk til umhugsunar um viðkom- andi málefni. Einkabíllinn er og verður mikilvægasta samgöngutæki nútímans. Það getur hins vegar verið hollt að hugleiða hvort draga megi úr notkun hans. í flestum nágrannaríkjum okkar er það eitt helsta for- gangsverkefni sveitarstjórna að styrkja valkosti við einkabílinn. Bifreiðar menga umhverfið, rekstrarkostnaður bifreið- ar vegur þungt í bókhaldi heimilanna auk þess sem bif- reiðin veitir fólki í kyrrsetustörfum ekki þá nauðsynlegu heilsubót er felst í daglegri hreyfingu. SÚ NIÐURSTAÐA umhverf- isráðherra að leyfa tak- tnarkað gjallnám í Seyðis- hólum í Grímsnesi hefur kallað fram sterk viðbrögð almenn- ings. Gróflega skiptast málshefj- endur í tvær fylkingar. Annars veg- ar er tekið undir sjónarmið landeig- enda um að aðeins sé um eðlilega nýtingu og sjálfsagðan frágang á ljótum sárum vegna fyrra gjallnáms að ræða. Hins vegar er lýst yfir stuðningi við sjónarmið sumarbú- staðaeigenda um að svo mikið gjallnám valdi of mikilli röskun í umhverfinu og sé óþarflega mikið til að hægt sé að ganga snyrtilega frá_ sárunum. í löngum aðdraganda að niður- stöðu umhverfisráðherra hafa sér- fræðingar ekki verið á einu máli um jarðsögulegt gildi Seyðishóla. Ekki hefur hins vegar verið dregið í efa að rauðbrún gígaþyrpingin hafi myndast í jarðhræringum fyrir 5 til 6 þúsund árum. Sunnan gíg- anna liggur Biskupstungnabraut og Búrfellsvegur austan við hólana og tengist Sogsvegi. Hraun frá gigun- um þekur neðanvert Grímsnesið. Takmarkað gjallnám í 50 ár Böðvar Pálsson, oddviti Gríms- neshrepps, segir að Grímsneshrepp- ur, Selfosskaupstaður og Árnes- sýsla hafi sameiginlega fest kaup á Kerhól og öxl norðaustan í Seyðis- hólum árið 1965. Grímsneshreppur hafi svo keypt hlut Árnessýslu árið 1982. Nú eigi Grímsneshreppur 61% hlut á móti 39% hlut Selfossbæjar. Kerhóll hefur nokkra sérstöðu í Seyðishólum enda er hann svipaðrar náttúru og Kerið skammt frá, og eini gígurinn í þyrpingunni á nátt- úruminjaskrá. Aldrei hefur verið hreyft við Kerhól og hefur verið tekið jákvætt í hugmyndir Náttúru- verndarráðs um friðlýsingu hans. Norðan Kerhóls taka við tvær bring- ur í eigu Lofts Jónssonar og hefur farið fram takmarkað gjallnám í þeim í um 50 ár. Álíka lengi hefur gjall verið numið í öxlinni norðaust- an í Seyðishólum sem er í eigu Grímsneshrepps og Selfossbæjar. „Fyrsta gjallnámið tengist fyrstu sumarbústaðabyggðinni í Gríms- nesinu. Vel efnaðir Reykvíkingar byggðu sumarbústaði undir fjöl- skyldur sínar á meðan stríðsógnin vofði enn yfir og gjallið var notað til að gera brautir heim að sumar- bústöðunum. Enn þann dag í dag þykir sumarbústaðaeigendum sjálf- sagt að fá rauðbrúnan stíg heim að sumarbústöðunum sínum,“ segir Böðvar og svarar því til að í þeim tilgangi hafi 5 til 10 þúsund rúm- metrar af gjalli verið teknir úr öxl- inni á hveiju ári sl. 50 ár. Úrskurðað um frekara gjallnám Umræðan um frekara gjallnám í Seyðishólum hófst fyrir 5 til 6 árum. Landeigendurnir gerðu samning við verktakafyrirtækið Léttstein ehf. um sölu á allt að 12 millj. rúm- metra af gjalli fyrir ákveðna krónu- tölu á hvern rúmmetra á 12 ára tímabili haustið 1995. Frummat var lagt fyrir skipulagsyfirvöld og heim- ilaði skipulagsstjóri ríkisins Gríms- neshreppi og Selfossbæ takmarkað gjallnám snemma í vor. Skilyrði skipulagsstjóra voru að efnistöku- svæðið yrði innan ákveðinna marka. Efnistökusvæðið er stærra en Nátt- úruverndarráð gerði tillögu um en minna en gert er ráð fyrir í frum- mati. í niðurstöðu skipulagsstjóra segir að við lokafrágang skuli hlíðar nám- unnar vera aflíðandi og skuli efnis- vinnsla og endanleg mótun lands- lags vera í samráði við Náttúru- vemdarráð. Steypa á plan fyrir elds- neytisáfyllingu, viðhald og viðgerðir á athafnasvæðinu. Ráðstafanir á að gera til að koma í veg fyrir olíu- mengun af völdum vélanna. Ekki mega fleiri flutningabílar en 75 fara með gjall úr námunni á dag. Um- ferð þeirra er heimil frá kl. 7 til 18 á virkum dögum. Hvorki má vinna í námunni eftir kl. 22 né um helgar. Heimilað hefur verið takmarkað gjallnám í Seyðishólum í Grímsnesi Morgunblaðið/Golli Á VINSTRI myndinni hér að ofan sést yfir sumarbústaðabyggðina að Seyðishólum. Kerhóll, á náttúruminjaskrá, syðstur og næst Biskupstungnabraut (t.v.), næstar eru tvær bringur í eigu Lofts Jónssonar og sárið á námasvæðinu blasir við í öxlinni. Takmarkað gjallnám hefur farið fram í öxlinni í um 50 ár og á myndinni til hægri sjást vinnuvélar að störfum. Umhverfisslys eða eðlileg nýting? Umhverfísráðherra hefur heimilað Grímsnes- hreppi og Selfosskaupstað takmarkað gjallnám 0 í Seyðishólum í Grímsnesi. Anna G. Olafsdótt- ir komst að því að sumarbústaðaeigendur telja úrskurð umhverfísráðherra meingallaðan enda komi ekki fram í honum hversu mikið gjall megi taka úr hólunum. Oddviti Grímsnes- hrepps nefnir 5 til 6 milljónir rúmmetra. Þó má sveitarstjórn veita undan- þágu til takmarkaðra efnisflutninga vegna verkefna innan sveitarfélags- ins um helgar. Hljóðmanir verður að gera við Búrfellsveg til að skerma af vinnusvæði og þar sem jarðýta verður að störfum. Bundið slitlag skal leggja á Búrfellsveg á fyrsta ári gjallnámsins. Umhverfisráðherra tók fyrir þijár kærur vegna niðurstöðu skipu- lagsyfirvalda og barst niðurstaða hans 19. ágúst sl. Niður- _________ staða umhverfisráðherra er nær samhljóða niður- stöðu skipulagsyfirvalda. Aðeins er hert á tveimur skilyrðum. Annars vegar er tekinn fyrir vinnutími og umferð við námurnar á föstudögum. Aðeins mega 50 þungaflutningabílar flytja gjall, flutningarnir mega ekki standa yfir lengur en frá kl. 7 til 13 og vinnu í námunni á að vera lokið kl. 18. Hins vegar er skýrt tekið fram að óheimilt sé að hefja Ekki farið skipulega fram framkvæmdir fyrr en lagt hafi ver- ið bundið slitlag á Búrfellsveg og veg að námusvæði. Efni í hraðbraut Böðvar viðurkennir að tilgangur- inn með kaupum á námunni hafi alla tíð verið að nýta hana. „Hingað til hefur gjallnámið hins vegar ekki farið fram með skipulegum hætti og því skilið eftir sig ljót sár í Seyð- ishólunum. Með gjallnáminu er því ________ lögð áhersla á að fegra lag hólanna og ganga snyrtilega frá þeim. Reyndar verða 4 kr. af hveijum rúmmetra látnar renna í sérstakan nátt- úruverndarsjóð til að ganga frá svæðinu endanlega,“ segir hann. Hann segir að upphaflega hafi verið sótt um að taka 10 til 12 milljónir rúmmetra úr námunni. Með niðurstöðu skipulags- og um- hverfisyfirvalda minnki magnið væntanlega um helming. Gjallið verður flutt til Þorlákshafnar og lagt í hraðbraut í Evrópu. „Gjallið er rakadrægt og verður lagt ofan á trefjaplast í votlendi í hraðbraut frá Ermarsundsgöngunum Frakk- landsmegin til Þýskalands, norður til Danmerkur og yfir til Svíþjóðar. Aðeins verður tekið við meðalgrófu gjalli og verður því fínna gjall tekið frá til að nota við fráganginn," seg- ir Böðvar. Hann sagðist búast við að í stað 400 milljóna króna myndi samning- urinn skila Grímsneshreppi um 200 milljónum samtals. Með fjármunun- um væri ætlunin að bæta vegakerfi og leggja kalda- og heitavatnsveitu um Grímsnesið, sem kæmi sumar- bústaðaeigendum og öðrum land- eigendum til góða. Hlutur Selfoss- bæjar verður væntanlega nokkru lægri en hlutur Grímsneshrepps eða um 133 milljónir króna. Böðvar segir að borið hafi á því að fyrstu sumarbústaðaeigendurnir í hreppnum hafi verið litnir horn- auga. Smám saman og þegar land- eigendur vöndust sumargestunum og áttuðu sig á því hversu þeim var í mun að fegra umhverfið hefði við- horfið breyst og orðið jákvæðara. Ekki væri því heldur að leyna að sumarbústaðaeigendur skiluðu um- talsverðum tekjum inn til hreppsins, t.d. hefðu fasteignaskattar numið 16 milljónum í fyrra. Reynt væri að þjóna sumarbústaðaeigendum eftir bestu getu og töluvert Qár- magn eða um 4,5 milljónir hefðu t.a.m. farið í sorphirðu á síðastliðnu Morgunblaðið/Júlíus VALDÓR Bóasson, formaður Hrauns, Félags sumarbústaða- eigenda í landi Hrauns í Gríms- nesi, gagnrýnir vinnubrögð hreppsins. ári. Snjómokstur í sumarbústaða- byggðunum um páskana kostaði um 600 þúsund kr. Hann lagði áherslu á að gjallnám- ið í Seyðishólum hefði aldrei verið leyndarmál og sumarbústaðaeig- endur í nágrenninu hefðu því ekki átt að láta sér bregða enda hefðu þeim verið sérstaklega kynntar fyr- irhugaðar framkvæmdir. Farið yrði að með gát og framkvæmdirnar ættu ekki að hafa umtalsverð áhrif á veru þeirra. Hjónin á Klausturhólum gegnt Seyðishólum Erfiðara verður að selja lóðir INNRA svæðið sýnir námu Grímsneshrepps. Ytri línan sýnir aftur á móti fyrirhugað vinnslusvæði gjallnámsins. Hljóðmanir verða látn- ar skerma af Búrfellsveginn og námasvæðið. BÖÐVAR Pálsson, oddviti Grímsneshrepps, með gjallið sem notað verður í votlendiskafla í hraðbraut suður í Evrópu. „EINS og aðrir landeigendur myndum við auðvitað hagnast á því að hagnaður af gjallnáminu færi í að byggja upp vatnsveitu fyrir sumarbústaðina enda myndu sumarbústaðalóðirnar væntanlega hækka í verði. Við höfðum hins vegar ætlað okkur að standa straum af hluta kostn- aðarins við að kaupa jörðina með því að selja sumarbústaðalóðirn- ar, sem fylgja jörðinni, og 12 ár eru nokkuð löng bið,“ segja hjón- in Guðmundur Jóhannesson og Þórleif Gunnarsdóttir, eigendur Klausturhóla gegnt Seyðishólum, um fyrirhugað gjallnám. Hjónin segjast í athugasemd til Skipu- lags ríkisins áskilja sér rétt til bóta verði af framkvæmdunum. Þau taka fram að þeim hafi ekki verið ókunnugt um að gjallnám í hólunum yrði fram- lengt. „Okkur datt hins vegar aldrei í hug að gjallnámið yrði í jafn miklum mæli og samningur- inn gerir ráð fyrir. Sumar- bústaðaeigendur í nágrenninu hafa lýst yfir óánægju. Afleiðing- in verður væntanlega sú að sum- arbústaðalóðir okkar lækka í verði eða verða illseljanlegar á meðan á framkvæmdunum stend- ur. Ég get t.a.m. sagt frá því að aðeins tveir höfðu samband við okkur eftir að lóðirnar voru aug- lýstar í sumar. Venjulega hringja svona tuttugu," segir Þórleif. Guðmundur segir að jörðinni hafi upphaflega fylgt 11 sumar- bústaðalóðir. Af þeim séu átta eftir og tvær þeirra séu alveg við Búrfellsveginn. „Þegar verk- takinn kom hingað til að kynna okkur framkvæmdirnar talaði hann um að kaupa af okkur þess- ar lóðir. Við höfum hins vegar ekkert heyrt frá honum síðan,“ segfir hann. Áhyggjur af slysahættu Hann segist hafa áhyggjur af aukinni slysahættu. „Umferð þungaflutningabíla hefur væntanlega meiri slysahættu í för með sér. Maður hefur t.a.m. heyrt af því að svona stórir bílar Morgunblaðið/Golli FJÖLSKYLDAN á Klausturhólum. Guðmundur (t.v.), Jóhannes Þórólfur, 7 ára, Þórleif og Helga, 8 ára. hafi misst aftan úr sér stóra aft- anívagna,“ segir hann og tekur fram að hann hafi áhyggjur af því að hætta á því að ekið verði á fé frá bænum aukist. Aðeins hefur verið ekið á tvö lömb sl. 10 ár. Þórleif tekur fram að vel megi greina hávaða frá vinnuvélum í námunni á kyrrum kvöldum. Hávaðinn eigi án efa eftir að verða enn meiri með meira gjallnámi. í framhaldi af því lýs- ir hún yfir ánægju sinni með að umhverfisráðherra hafi tak- markað umferð þungaflutninga- bíla enn frekar en gert er ráð fyrir í úrskurði skipulagsstjóra. Ekki megi heldur gleyma því að jákvætt sé að endanlega verði gengið frá sárunum eftir að gjallnáminu ljúki. Hjónin segjast ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um hvort þau láta verða af því að krefjast bóta vegna framkvæmdanna eins og þau áskilja sér rétt til í at- hugasemd til Skipulags ríkisins. „Við sumarbústaðaeigendur höf- um alla tíð litið svo á að við værum íbúar í hreppnum, a.m.k. yfír sum- artímann, enda dveljum við oft lang- dvölum í sumarbústöðunum, gerum okkur far um að versla í nágrenninu og borgum gjöld til hreppsins. Stað- reyndin er reyndar sú að um 1.500 sumarbústaðaeigendur standa straum af 67% af útgjöldum hrepps- ins. Gjöld frá okkur gera Grímsnes- hrepp að einum af stöndugustu hreppum á landinu. Neyðin rekur því ekki Grímsneshrepp til að gera jafn risavaxinn samning um sölu á gjalli úr námunni. Ef af verður og jafnmikið magn af gjalli verður selt úr landi lítum við svo á að stórt umhverfisslys hafi orðið,“ segir Valdór Bóasson, formaður Hrauns, Félags sumarbústaðaeigenda í landi Hrauns í Grímsnesi. „Hreppurinn hefur brugðist sumarbústaðaeigendum“ Hann gagnrýnir harðlega vinnu- brögð hreppsins og telur að fyrir- hugað gjallnám geti markað kafla- skil í samskiptum sumarbústaðaeig- enda og landeigenda. „Grímsnes- hreppur hefur gjörsamlega brugðist sumarbústaðaeigendum í tengslum við fyrirhugað gjallnám. Okkur hafa t.a.m. ekki staðið til boða neinir kynningarfundir. Oddvitinn hefur haldið því fram að haldinn hafi ver- ið kynningarfundur í júlí í fyrra. Ég veit hins vegar ekki til að nokk- ur hafi verið á þeim fundi. Að mér hefur meira að segja læðst sá grun- ur að landeigendur hafi haft tals- verð áhrif á að starfsmaður hjá Skipulaginu kom ekki til okkar á fund í Skútunni í vor. Hin opinbera skýring var að hann gæti ekki kom- ið á yfirlýstan mótmælafund," segir Valdór og tekur fram að aldrei hafi borist svör frá Grímsneshreppi við bréfum frá sumarbústaðaeigendum. Hann rifjar upp að sumarbú- staðaeigendur geri ýmsar almennar athugasemdir við framkvæmdina. „Ég get nefnt að við höfum vakið athygli á því að þegar umferð 75 þungaflutningabíla bætist við nú- verandi umferð fólksbíla aukist slysahætta til muna. Við megum ekki gleyma því að við erum ekki að tala um neina venjulega bíla. Þungaflutningabílar eru með langa palla, oft aftanívagna og geta tekið um 20 til 30 tonn af efni í einu. Vegirnir eru ekki einu sinni byggð- ir fyrir svona þunga bíla. Ekki verð- ur heldur litið fram hjá hávaða- menguninni frá þungaflutningabíl- unum og vinnuvélunum í námunni “ en nokkrir sumarbústaðir eru innan 500 m radíuss frá henni. Nokkrir sumarbústaðir standa mjög nálægt Búrfellsveginum. Ef vegurinn er venjulegur sveitavegur er fjarlægð- in kannski ekkert tiltökumál en hávaðinn verður gífurlegur þegar umferðin frá námunni bætist við,“ segir Valdór. Hann segir að Náttúruvemdar- ráð hafi veitt sumarbústaðaeigend- um afar lítinn stuðning. „Mér virð- ast athugasemdir frá Náttúruvernd- arráði hafa mjög litla þýðingu lög-. um samkvæmt. Ferðamálayfírvöld hafa sýnt fyrirætlun Grímsnes- hrepps afar litla eftirtekt og sú von að umhverfisráðherra kynnti sér málstað okkar sumarbústaðaeig- enda brást algjörlega. Reyndar er úrskurður hans meingallaður því hvergi er nákvæmlega kveðið á um hversu mikið magn af gjalli megi taka úr námunum. Aðeins er talac um bílafjölda og eins og allir vit£ gefur hann einn aðeins takmarkað- ar upplýsingar um magnið,“ segii Valdór og tekur fram að ráðuneytið virðist leggja meiri áherslu á lúpínu- dráp í Skaftafelli en umhverfisvernd nær höfuðborginni. Hann segir að sumarfrí lögfræð- ings Landssambands félaga sumar- bústaðaeigenda hafi valdið því að ekki hafi verið brugðist við niður- stöðu umhverfisráðuneytisins ní þegar. Ekki líði hins vegar á löngi þar til honum verði svarað með ein- hverjum hætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.