Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 19 ERLENT Sprakk elds- neytistankur þotu TWA? Hauppauge, New York. Reuter. Lögreglurannsókn á barnamorðunum í Belgíu Uppvísir að klúðri Brussel. Reuter. Reuter KISTUR þeirra Melissu Russo og Julie Lejeune, tveggja stúlkna sem barnaræningjar myrtu í Belgíu, hlið við hlið í bænum Grace-Hollogne í gær. Búist er við að allt að 100.000 manns taki þátt í minningarathöfn um stúlkurnar í Liege í dag, en þær verða jarðsettar á morgun. HVELLURINN, síðasta hljóðið sem heyrist á hljóðrita TWA-þot- unnar, sem fórst við Long Island í New York 17. júlí sl., svipar frem- ur til eldsneytissprengingar en til skerandi hljóðs frá sprengjunni sem grandaði breiðþotu Pan Am- erican yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988. Sérfræðingar, sem unnið hafa að greiningu hljóðsins, segja, að hugsanlega verði ekki hægt að segja til um orsakir slyssins út frá því einu saman. Hafi um sprengju verið að ræða kunni hún að hafa verið annarrar gerðar en Lock- erbie-sprengjan. Ennfremur kunni sprenging í eldsneytistank að hafa grandað TWA-þotunni. Rannsókn á braki þotunnar beinist nú einkum að því að finna út hvort eldsneytistankur við mið- bik þotunnar hafi sprungið en hingað til hefur verið talið að sprenging kunni að hafa orðið í farangurslest framarlega í henni. Létust af völdum höggþrýstings Flestir þeirra sem fórust með breiðþotu bandaríska flugfélags- ins TWA 17. júlí sl. biðu bana af völdum gríðarlegs höggþrýstings, að sögn meinafræðings, sem stjórnaði rannsókn á líkum þeirra 206 farþega og áhafnarmanna af 230 sem fundist hafa. „Sem almennur borgari myndi ég segja, að sprengja hafi grandað þotunni. Sem meinafræðingur get ég þó aðeins sagt, að ég hafi séð vísbendingar um sprengingu en veit ekki hvort hún stafaði af völd- um illvirkis eða bilunar," sagði meinafræðingurinn, Charles Wetli. Hreyflarnir í stakasta lagi Wetli sagði að þeir sem um borð voru hefðu beðið bana er flug- vélin var á flugi, en hún fórst hálfri tólftu mínútu eftir flugtak frá Kennedy-flugvellinum í New York. „Það er eins og allir hafi verið lamdir gífurlega föstu svipu- höggi, með þeim afleiðingum að þeir slösuðust illa í andliti og höfði er þeir lömdust í sætisbakið fyrir framan þá og síðan marðist heila- stofninn og hætti allri starfsemi er þeir hrukku jafnskjótt til baka vegna gagnhreyfingar,“ sagði Wetli. Rannsókn á orsökum flugslyss- ins hefur leitt í ljós, að hreyflar þotunnar störfuðu eðlilega. Engar öruggar vísbendingar hafa enn komið fram er útskýrt gætu hvað grandaði þotunni; sprengja, flug- skeyti eða vélræn orsök. REIÐI almennings í Belgíu beindist í gær að lögreglunni, þegar útdrætt- ir úr skýrslum voru birtir í blöðum, sem sýndu fram á röð mistaka, klúð- urs og tapaðra tækifæra í vinnu- brögðum lögreglunnar við rannsókn barnarána á undanförnum misser- um. Victor Hissel, lögfræðingur for- eldra tveggja átta ára gamalia stúlkna, Julie Lejeune og Melissu Russo, sem fundust látnar um helg- ina, sagðist í gær ætla að fara fram á aðgang að lögregluskýrslum með dómsúrskurði. „Við verðum að kom- ast til botns í því hvers vegna lög- reglan fann stúlkurnar ekki ... hvers vegna hún rannsakaði ekki,“ sagði lögfræðingurinn. Skýrslurnar, sem kaflar voru birt- ir úr í belgískum dagblöðum í gær, varpa ljósi m.a. á hvernig hinum ýmsu deildum lögreglu í héraði virt- ist fyrirmunað að eiga eðlileg sam- skipti, miðla upplýsingum og bregð- ast við í samræmi við þær. Skýrslurnar fjalla um mál barna- nauðgarans Marc Dutroux, sem hef- ur viðurkennt að hafa rænt ungum stúlkum, misnotað þær kynferðis- lega og haldið þeim á leynilegum felustöðum í húsi sínu. Lögreglan brást ekki við upplýsingum Samkvæmt skýrslum, sem belgísk blöð vitna í, var lögreglu sagt frá því árið 1993 að Dutroux væri að smíða leyniherbergi í einu af húsum sínum þar sem hann hygðist geyma börn sem rænt hefði verið áður en þau yrðu send til útlanda. Ekki var brugðist við þessum upplýsingum. Stúlkunum tveimur, Julie og Mel- issu, var rænt í júní í fyrra og dóu úr hungri í prísundinni snemma á þessu ári. Lögregla leitaði tvisvar sinnum í húsinu á þessu níu mánaða tímabili, en fann ekkert. Mánuði eftir barnsránið - í júlí- mánuði í fyrra - yfirheyrði lögregla Dutroux en tók orð hans trúanleg, þegar hann sagðist aðeins hafa verið að endurnýja kjallarann í húsi sínu með byggingarvinnunni, sem lög- reglan vissi um. Auk þess hefur Dutroux nú viður- kennt, að bera ábyrgð á hvarfi tveggja stúlkna, sem rænt var í Oost- ende í seinnihluta ágúst í fyrra. í bytjun sama mánaðar hafði maður nokkur sagt lögreglunni frá því, að Dutroux hefði boðið sér fé til að hjálpa sér við barnsrán. Belgíska ríkissjónvarpið gat sér þess til að skýringin á þessari hala- rófu mistalca væri sambandsleysi milli mismunandi lögregludeilda, að menn hefðu ekki skilið mikilvægi upplýsinganna eða að ríg milli iög- reglusveita væri um að kenna. Engin skýring hefur heldur komið fram á því, hvers vegna dæmdur barnanauðgari, sem ekki virtist hafa neinar löglegar tekjulindir, gat samt átt og rekið sex húseignir án þess að því væri veitt meiri athygli. Dómsmálaráðherrar Norðurlanda hefja löggjafarsamstarf Norrænt samstarf nýtt til áhrifa á ESB-löggjöf DÓMSMÁLARÁÐHERRAR Norð- urlandanna samþykktu á fundi sínum í Naantali í Finnlandi á mánudag nýja samstarfsáætlun um löggjafarsamstarf Norður- landanna. í áætluninni kemur meðal annars fram að nýta skuli norrænt samstarf til að Island og No regur fái upplýsingar um nýja löggjöf Evrópusambandsins strax á undirbúningsstigi og geti haft áhrif á mótun hennar. Norrænt samstarf um mótun nýrrar löggjafar á sér langa hefð. Fyrri samstarfsáætlun hefur nú verið endurskoðuð í ljósi breytinga á norrænu samstarfi og aðildar þriggja norrænna ríkja að Evrópu- sambandinu. Niðurstaðan er sú, að Norðurlöndin eigi í auknum mæli að nýta löggjafarsamstarf sitt til að hafa áhrif á samningu nýrrar löggjafar Evrópusam- bandsins. Evrópusamstarfið útheimtir nánara norrænt samstarf í áætluninni segir að vegna Evrópusamstarfsins hafi norrænt samstarf breytzt. Evrópusam- starfið megi þó ekki leiða til þess að hinu norræna sjónarhorni verði vikið til hliðar, þvert á móti út- heimti evrópskt samstarf enn nán- ari norræna samvinnu á mörgum sviðum. „Ástæða þessa er m.a. að samræmd norræn löggjöf eða af- staða til mála getur í sumum til- fellum ráðið úrslitum um það hvort Norðurlöndin vinna önnur Evrópu- sambandsríki til fylgis við „nor- rænar“ lausnir," segir í áætlun- inni. „Þar að auki hlýtur skilvirkt, norrænt löggjafarsamstarf að telj- Island og Noregur fái upplýsingar um nýjalöggjöf ESB á undirbúningsstigi ast kostur fyrir evrópskt samstarf almennt séð.“ Jafnframt kemur fram að hefja beri samráð Norðurlandanna um mál á vettvangi Evrópusambands- ins eða Evrópska efnahagssvæðis- ins eins snemma og unnt sé, helzt strax um leið og framkvæmda- stjórn ESB tilkynnir að hún hafi nýja löggjöf á pijónunum. Þegar á undirbúningsstigi skuli Norður- löndin afla upplýsinga um áform og sjónarmið framkvæmdastjórn- arinnar, í því skyni að móta sam- eiginlega norræna stefnu eins fljótt og auðið er. Koma beri á fót föstum sam- starfsformum, sem tryggi að emb- ættismenn í norrænu ríkjunum upplýsi hveijir aðra eins fljótt og hægt er um tillögur að nýrri lög- gjöf í ESB og EES. , Upplýsingar til Islands og Noregs Löndunum beri að skiptast á upplýsingum og, eftir því sem nauðsyn beri til, koma sameigin- legri afstöðu Norðurlandanna á framfæri á fundum ESB- eða EES-stofnana. Þá segir í áætluninni að Norður- löndunum beri að athuga hvort nauðsynlegt sé að halda norræna íorfundi, þar sem afstaða ríkjanna sé samræmd, fyrir fundi í ráð- herraráði Evrópusambandsins. „í þessu sambandi er það hlut- verk hinna norrænu aðildarríkja ESB að upplýsa ísland og Noreg um þau sjónarmið, sem sett eru fram á vettvangi ESB, og þann árangur, sem næst,“ segir í áætl- uninni. „Um leið ber að gera grein fyrir því með hvaða hætti ísland og Noregur geti tekið virkan þátt í undirbúningi viðkomandi tilskip- ana [ESB].“ Samræming Schengen-reglna Fram kemur að fylgjast verði vel með því hvernig nýir samning- ar innan „þriðju stoðar“ Evrópu- sambandsins, þ.e. dómsmála- og löggæzlusamstarfsins, hafi áhrif á Norðurlandasamninga um sömu mál. í tengslum við samstarfsáætl- unina var samþykkt framkvæmda- áætlun um einstök svið samstarfs- ins, en hún verður endurskoðuð árlega. í framkvæmdaáætluninni kemur meðal annars fram að nú, eftir að Norðurlöndin hafa hlotið áheyrnaraðild að Schengen-sam- starfinu, muni ríkin einbeita sér að því að samræma lög og reglur, sem nauðsynlegar séu til að hrinda ákvæðum Schengen-samkomu- lagsins í framkvæmd. wm VERDDÆMI Bolir Irá 990 Jakkar frá 2.900 Dickies jakkar 3.900 Dickies buxur 2.900 Dickies bolir 490 Ath. VANS LO CAB 3.900 Hldrei lægra verð bii þessa helgi KRINGLUNNI 553 1717 LAUGAVEGI 511 1750 ATH.Í OPIÐÁ LAUGAR- VEGINUM A SUNNUDAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.