Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 48
<o> AS/400 er... ...með PowerPC K64 bita örgjörva og stýrikerfi <o> NÝHERJI SKAr, OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 II00, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUaC.ENTRUMJS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆH I FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Húsbréf fyrir 8,9 milljarða hafa verið afgreidd frá áramótum Aðeins 8,4% lána eru til 15eða40ára BÚIÐ er að afgreiða eða veita láns- loforð vegna húsbréfalána fyrir tæpa 8,9 milljarða króna hjá hús- bréfadeild Húsnæðisstofnunar rík- isins frá áramótum, skv. upplýsing- um sem fengust hjá stofnuninni í gær. Lítil ásókn hefur verið í lán til 15 eða 40 ára en frá seinustu áramótum hefur verið unnt að fá húsbréfalán til 15 og 40 ára auk 25 ára lána, sem hafa verið í boði frá upphafi húsbréfakerfisins. Þann 19. ágúst höfðu verið af- greidd frá áramótum húsbréf með 25 ára lánstíma að nafnvirði 8.150 millj. kr. Húsbréf með 40 ára greiðslutíma námu 650 milljónum kr. á tímabilinu eða 7,3% af heildar- upphæðinni og eingöngu voru af- greidd húsbréf með 15 ára greiðslu- tíma fyrir 100 millj. kr., eða 1,1% af heild. Gert er ráð fyrir, að útgáfa hús- bréfa á þessu _ ári verði um 13,5 milljarðar kr. Útgáfan það sem af er árinu virðast vera í samræmi við áætlanir, að sögn Hauks Sigurðs- sonar hjá húsbréfadeild Húsnæðis- stofnunar. Ávöxtunarkrafa á eftirmarkaði af nýju húsbréfaflokkunum til 15 ára hefur verið sú sama og af 25 ára bréfunum allt frá áramótum en ávöxtunarkrafa af 40 ára húsbréf- um hefur verið þrem punktum lægri. Skv. upplýsingum Lands- bréfa var ávöxtunarkrafan af 15 ára og 25 ára húsbréfum 5,56% í gær en á 40 ára bréfunum var hún 5,53%. Talsverður munur er á greiðslu- byrði húsbréfaflokkanna. Þannig er mánaðarleg greiðslubyrði miðað við einnar millj. kr. húsbréfalán, um 8 þúsund kr. ef lánstíminn er 15 ár, um 6 þúsund kr. ef lánstíminn er 25 ár og um 5 þúsund kr. ef láns- tíminn er 40 ár. Morgunblaðið/Ásdís Bjartviðri sunnanlands GERT er ráð fyrir norðan- og norðaustanátt um helgina og þar með þurru og björtu veðri sunn- anlands. Því ætti að viðra til máln- ingarvinnu í þeim landshluta. Hins vegar býst Veðurstofan við rigningu eða súld um norðanvert landið. Veður fer heldur kólnandi. Ríkisbankarnir Tillagna að vænta VIÐSKIPTARÁÐHERRA mun á næstunni leggja frumvarp fyrir rík- isstjórn þar sem kveðið er á um að ríkisbönkunum, Landsbanka og Búnaðarbanka, verði breytt í hluta- félög. Samráðsnefnd sem viðskiptaráð- herra skipaði skilaði tillögum um formbreytingu viðskiptabankanna í frumvarpsformi til ráðherra í maí og hafa þær verið til skoðunar síðan. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins fela tillögurnar í sér þijár leiðir, sem nefndin telur færar til að gera ríkisbankana að hlutafélög- um. Munurinn á þessum leiðum felst aðallega í því að mismunandi er hvar ábyrgðin á framkvæmdinni liggur. ■ Viðskiptaráðherra/B2 Morgunblaðið/Golli Oddviti Grímsness býst við 5-6 millj. rúmmetra gjallnámi í Seyðishólum Grímsneshreppur fengi um 200 milljónir í sinn hlut KR-ingar áfram NAFN KR verður í hattinum þeg- ar dregið verður í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa á morg- un, en KR lagði Mozyr frá Hvíta- Rússlandi 1:0 á Laugardalsvellin- um í gær. Það var Einar Þór Daníelsson, sem hér sést, sem skoraði undir lok leiksins, en fyrri leik liðanna lauk með 2:2 jafntefli. ■ KRekki/Cl Atján arn- arungar að verða fleygir FUGLAFRÆÐINGAR eru ekki ánægðir með arnarvarpið á þessu ári þrátt fyrir að jafn- mörg pör hafi ekki orpið í tugi ára. Kristinn Skarphéðinsson fuglafræðingur sagði að frést hefði af fimmtán pörum sem hefðu náð að koma upp ungum og væru átján ungar að verða fleygir þessa dagana. Vitað var að 34 pör urpu á árinu og það er því innan við helmingur af pörunum sem komu upp ungum. Þar að auki eru á landinu 4-5 geld pör. Síðustu tíu ár hafa verið hér á landinu 35 til 40 arnarpör og stofninn því verið nokkuð stöðugur. Vitað er um erni erlendis sem hafi náð 30 ára aldri. Hér á landi eru varp- svæðin helst á Vesturlandi, frá Hvalfirði norður á Vestfirði. „Viðkoman hefur verið frekar léleg í nokkuð mörg ár. Fyrir um tíu árum komust upp um 20 ungar. Margar ástæður eru fyrir því að þetta misferst og ekki allar þekktar. Örnum hefur fækkað mjög mikið og er stofninn orðinn mun fálið- aðri en hann ætti að vera mið- að við landgæði og fyrri út- breiðslu. Til þess að stofninn vaxi eitthvað að gagni þarf viðkoman að vera mun betri þótt hún nægi til þess að halda í horfinu," sagði Kristinn. GAGNRYNISVERT er að mati Valdórs Bóassonar, talsmanns sumarbústaðaeigenda í Grímsnes- inu, að hvergi í nýlegum úrskurði umhverfisráðherra skuli vera ná- kvæmlega tilgreint hversu mikið magn af gjalli Selfosskaupstaður og Grímsneshreppur hafi leyfi til að taka úr námu í Seyðishólum í Grímsnesi. Böðvar Pálsson, oddviti Grímsneshrepps, segir að upphaf- lega hafi verið sótt um að taka 10 til 12 milljónir rúmmetra úr námunni. Með niðurstöðu skipu- lags- og umhverfisyfirvalda minnki magnið væntanlega um helming. Hann sagðist búast við að í stað 400 milljóna króna myndi samn- ingur vegna efnistökunnar skila Grímsneshreppi um 200 milljónum króna samtals í tekjur. Með fjár- mununum væri ætlunin að bæta vegakerfi og leggja kalda- og heitavatnsveitu um Grímsnesið, sem kæmi sumarbústaðaeigendum og öðrum landeigendum til góða. Hlutur Selfossbæjar yrði væntan- lega nokkru lægri en hlutur Gríms- neshrepps eða um 133 milljónir. Gjallið verður flutt til Þorláks- hafnar og þaðan til Evrópu. Gjallið er rakadrægt og verður lagt ofan á trefjaplast í votlendi í hraðbraut frá Ermasunds- göngunum Frakklandsmegin til Þýskalands, norður til Danmerkur og Svíþjóðar. Aðeins verður tekið við meðalgrófu gjalli og verður því fínna gjall tekið frá til að nota við fráganginn," segir Böðvar. Umhverfisráðherra brugðist Valdór segir að sú von sumarbú- staðaeigenda að umhverfisráð- herra kynnti sér málstað þeirra hafi algjörlega brugðist. „Reyndar er úrskurður hans meingallaður því hvergi er nákvæmlega kveðið á um hversu mikið magn af gjalli megi taka úr námunum. Aðeins er talað um bílafjölda og eins og allir vita gefur hann einn aðeins takmarkaðar upplýsingar um magnið," segir hann. Sumarbú- staðaeigendur hafa m.ai gagnrýnt aukinn umferðarþunga og hávaða- mengun í tengslum við fyrirhugað gjallnám. Eigendur sumarbústaða hyggj- ast bregðast við niðurstöðu um- hverfisráðuneytisins fljótlega ■ Umhverfisslys eða/24-25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.