Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids 1996 Mánudaginn 12. ágúst spiluðu 24 pör Mitchell tvímenning með forgefnum spilum. Spilaðar voru 10 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 270 og efstu pör í hvora átt voru: NS GuðniIngvarsson-ErlaSiguqónsd. 332 Gísli Þórarinsson - Þórður Sigurðsson 294 Eggert Bergsson - Valdimar Elíasson 290 ÞórðurSigfússon-PállÞórBergsson 272 AV Björn Þorláksson - Hlynur Garðarsson 305 Sigurður B. Þorst. - Sverrir G. Ármannss. 301 VíðirJónsson-EyþórJónsson 298 Guðlaugur Sveinss. - Eðvarð Hallgn'mss. 294 Þriðjudaginn 13. ágúst mættu 26 pör til leiks. Spilaðar voru 10 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 270 og bestum ár- angri náðu: NS Magnús Aspelund - Steingrímur Jónass. 325 Anna ívarsdóttir - Guðrún Óskarsdóttir 323 Agnar Kristinss. - Jón Viðar Jónmundss. 318 Hjálmar S. Pálsson - Páll Þór Bergsson 296 AV Rúnar Einarsson - Bjami Á. Sveinsson 329 Sturla Snæbjömsson - Friðrik Egiisson 319 Andrés Þórarinss. - Halldór Þórólfss. 306 Guðlaupr Sveinsson - Jón Stefánsson 302 Miðvikudaginn 14. ágúst spiluðu 24 pör tölvureiknaðan Mitchell tví- menning með forgefnum spilum. Spilaðar voru 10 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 270 og efstu pör í hvora áttina voru: NS Jón Stefánsson - Guðlaugur Sveinsson 328 Sveinn R. Þorvaidss. - Steinberg Ríkarðss. 298 Rúnar Einarsson - Guðjón Siguijónsson 294 Guðrún Jóhannesd. - Hjálmar S. Pálsson 282 AV Soffía Daníelsd. - Hrafnhildur Skúlad. 319 Guðný Guðjónsd. - Guðbjöm Þórðarson 302 Lennart Heip - Björgvin Sigurðsson 293 Snorri Karlsson - Þórður Sigfússon 290 Fimmtudaginn 15. ágúst mættu 30 pör til leiks. Spilaður var tölvu- reiknaður Mitchell tvímenningur að venju, með forgefnum spilum. Meðalskor var 420 og hæstu skor í hvora átt náðu: NS Albert Þorsteinss. - Kristófer Mapúss. 487 Jón Ingi Björnsson - Gylfi Baldursson 475 Ragnar S. Haildórss. - Gissur Ingólfsson 473 Helgi Hermannsson - Hjálmar S. Pálsson 460 AV Anna Þóra Jónsdóttir - Jacqui McGreal 502 Sigfús Þórðarson - Garðar Garðarsson 477 Sturla Snæbjörnsson - Cecii Haraldsson 459 Jóhannes Ágústsson - Friðrik Friðrikss. 449 Hornafjarðarleikurinn Efstu tveir menn í Horna- fjarðarleik Sumarbrids 1996 eru: 1. Gylfi Baldursson 86 bronsstig. 2. Eiríkur Hjaltason 76 bronsstig. Hornafjarðarleikur Sumarbrids er sameiginlegur leikur sem Sum- arbrids 1996, Bridsfélag Horna- fjarðar og Hótel Höfn standa fyr- ir. Hann fer þannig fram að þeim 2 spilurum, sem skora flest brons- stig á 4 spiladögum í Sumarbrids, er boðið á Hornafjarðarmótið sem fram fer síðustu helgina í septem- ber. Nánari upplýsingar um Homafjarðarmótið er að fá á heimasíðu þess: www.eld- horn.is/bridge Spilamennskan í Sumarbrids 1996 hefst kl. 19 sex daga vikunn- ar (ekki laugardaga) og er spilað í húsnæði Bridssambandsins í Þönglabakka 1, 3. hæð. Á sunnu- dagskvöldum verður spilaður Monrad-Barómeter ef þátttaka fæst, en annars hefðbundinn Baró- meter. Aðra daga er Mitchell-tví- menningur. Spilin eru alltaf for- gefin. Keppnisstjórar eru Sveinn R. Eiríksson og Matthías G. Þor- valdsson og taka þeir vel á móti öllum spilurum. Reynt er að hjálpa til við myndun para. Bikarkeppni BSÍ 1996 — dráttur í 4. umferð Garðar Garðarsson - Landsbréf Sparisj. Þingeyinga - Hrafnhildur Skúladóttir Búlki hf. - Jón Ág. Guðmundsson Samvinnuferðir-Landsýn - VÍB Fjórðu umferð skal lokið sunnu- daginn 8. september. Undanúrslit og úrslit verða spiluð helgina 21. og 22. september. Bikarkeppni BSÍ 1996 Úrslit úr 3. umferð: Stefán G. Stefánsson - Búiki bf. 64-80 Aðalst. Jónsson - Garðar Garðarsson 85-140 Stefanía Skarph. - Hrafnh. Skúlad. 69- 88 Jón Ág. Guðmsson - Sigm. Stefánss. 110-51 Háspenna-Sparisj.Þingeyinga 91-115 Eriendur Jónsson - Landsbréf 22-89 Nectar - VÍB 62-159 Samvinnuf.-Landsýn - Eurocard 91- 89 TJLBOÐ A RYKSUGUM 4FRÁ20-30 Gólfhreinsivél VAX 2000 • 1050 wött • Þyngd 7 kg. Tilboðsverð Kr. 19.900,- Stgr. VAX vélarnar eru með: VAX POWA 4100 • Öfluguri ryksíun sem skilar * Stillanlegur SOgkraftur útblæstri 99,9% hreinum 450-1200 wott • Sex mismunandi aukahlutum .__...... til hreingerninga á öllu * ÞV»a 7'5 k9M heimilinu Tllboðsverð • 11 lítra rykpoka Kr. 29.900,- Stgr, ^^Alþjóða Verslunarfélagið ehf Skipholt 5,105 Reykjavík -S: 511-4100 Nofðflröi. Málningarpjónustan Akranesi. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is GÓð þjónusta Vesturferða Maraþonhlaup SIGURBJÖRG skrifar: „Ég vil koma á fram- færi þakklæti til Vestur- ferða á Isafirði fyrir frá- bæra þjónustu. Sigling út í Vigur með fleyi Vestur- ferða Halldóri Sigurðssyni IS 14 verður fjörutíu kon- um sem voru á ferðalagi á vegum Kvenfélagasam- bands Kópavogs um Vest- firði dagana 16.-18. ágúst ógleymanleg. Báturinn Halldór Sig- urðsson var áður hákarla- veiðiskip en nú hefur eig- andinn byggt smekklega yfir farþegarýmið og er þetta hið vistlegasta fley. Ferðin var í alla staði hin ánægjulegasta og er.þeim feðgum Konráði Eggerts- syni og Guðmundi syni hans færðar bestu þakkir.“ Sigurbjörg Björgvinsdóttir Seðlaveski tapaðist SVART seðlaveski með öll- um skilríkjum, peningum o.fl. tapaðist um helgina er eigandi þess gekk frá Islandstorgi að Laugavegi 133. Skilvís fínnandi er Kettlinga vantar heimili TVEIR átta vikna svartir, loðnir, kettlingar þurfa að eignast góð heimili sem fyrst. Þeir eru kassavanir. Ahugasamir dýravinir hringi í síma 552-7949. Meira um Steinkudys REYNIR Ármannsson, kom að máli við Velvak- anda með eftirtaldar upp- lýsingar: „Afi minn var Eyjólfur Þorvaldsson, steinsmiður. Hann var að vinna í Skóla- vörðuholtinu ásamt fjórum öðrum er Matthías Þórðar- son, þá þjóðminjavörður, fór þess á leit við þá að grafin yrðu upp bein Stein- unnar Sveinsdóttur frá Sjöundá. Þeir voru tregir til verksins, en sömu nótt dreymir afa minn Stein- unni, og fékkst hann þá til að framkvæma verkið. Þetta var sumarið 1915 og voru fimm viðstaddir útför hennar sem framkvæmd var í Hólavallakirkjugarði af Jóhanni Þorkelssyni Dómkirkjupresti. Samkvæmt heimildum Jóns Gizurarsonar, fyrrum skólastjóra, var dysin beint upp af Mímisvegi sem nú er kór Hallgrímskirkju. Steinunn Sveinsdóttir og Bjarni maður hennar voru bæði dæmd fyrir morð á mökum sínum, en hann fluttist til Noregs og var hálshöggvinn þar. Steinunn dó á sóttarsæng árið 1815 á loftinu í fanga- húsinu, sem nú er stjórnar- ráðshúsið." Velvakandi telur hér með að þetta mál sé fullr- ætt á hans vettvangi. Hvar fæst Rainseal? KONA leitaði til Velvak- anda því hún var að leita að vamarefni sem heitir Rainseal. Hún hafði lesið umfjöllun um efnið í grein HJUKLVIJN Kristbergsson tók þátt í skemmtiskokki um helgina. Hann hringdi í Velvakanda og sagðist vera óánægður með að tímar voru teknir af kepp- endum í öllum hlaupum að skemmtiskokkinu undan- skildu. Tapað/fundið Skrautfáni hvarf BRYNDÍS Víglundsdóttir skrifar: „Meðan ég gat bograð og legið á hnjánum hafði ég mikið yndi af að rækta blóm á sumrin. Þó að getan til ræktunar hafi snarm- innkað hefur löngunin til að hafa blóm fyrir augun- um ekkert breyst. Því keypti ég mér fána með fjórum túlípönum, tveim bleikum, einum fjólubláum og einum gulum og hengdi á hús mitt við Grenibyggð 25 í Mosfellsbæ. Þegar ég kom út snemma morguns sunnudaginn 18. ágúst sl. var fáninn horfinn. Nú bið ég þann sem tók fánann að skila honum aftur þang- að sem hann á að vera.“ um steypuskemmdir og viðgerðir og að það væri til hér á landi, en hefur ekki enn fundið það í versl- unum. ðinn að hafa a 552-4031. Georgspoki tapaðist GRÆNN Georgspoki, sem innihélt bláa húfu, tapaðist á leikjanámskeiði sem haldið var í Öskjuhlíð í júlí- mánuði sl. Pokinn var merktur Aroni Rafni og er skilvís finnandi vinsamlega beðinn að hringja í síma 565-0126. Peningabudda fannst PENINGABUDDA úr hreindýraleðri fannst í bið- skýli SVR við Dunhaga sl. laugardag. Eigandinn má vitja hennar í síma 551-3738. Gleraugu fundust GLERAUGU í rauðu hulstri voru skilin eftir á Hlölla-bátum á Ingólf- storgi sl. þriðjudag um kl. 14. Eigandinn sem var kona má vitja þeirra þar. Gæludýr Hlutavelta Með morgunkaffinu ÞESSIR krakkar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi íslands. Þau heita Edda Sigurðardótt- ir, Arnar Gunnarsson og Stefán ísak Agnarsson. ÉG kom fjórum tímum of seint í vinnuna og enginn tók eftir því. Víkveiji skrifar... KUNNINGI Víkveija var á ferð í Borgarfirði á dögunum og ætl- aði þá að virða fyrir sér náttúruna frá Svignaskarði. Á Fróðhúsaborg við Svignaskarð hafði F’erðafélag Islands sett upp útsýnisskífu fyrir mörgum árum, en þegar Víkverji kom að stöpl- inum, var þar engin skífa. Samkvæmt upplýsingum heimil- ísfólksins í Svignaskarði mun Vega- gerðin í Borgarnesi hafa tekið skíf- una og farið með hana til hreinsunar fyrir allmörgum árum. Síðan hefur skífan ekki sést og virðist svo sem enginn viti hvar hún er niður komin. Eins og skáldið Tómas sagði: „landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt“ - þá eru skífur sem þess- ar ómissandi á góðum útsýnisstöð- um. Ferðafélagið hefur verið ötult við að setja upp slíkar skífur og á hrós skilið fyrir það. Þá geta ferða- menn glöggvað sig á landslaginu og velt fyrir sér örnefnum í náttúrunni. En hvar er skífan sem stóð á Fróð- húsaborg? Það virðist enginn vita og árið 1992 eða 1993 birtist auglýsing í héraðsblaðinu Borgfirðingi, þar sem auglýst var eftir fólki, sem vissi hvað orðið hefði af skífunni. Að sögn hús- freyjunnar í Svignaskarði var skífan úr eir og níðþung. Víkveiji leyfir sér því hér með að lýsa eftir skífunni og ætti fólk, sem veit um afdrif henn- ar að láta Vegagerðina í Borgarnesi vita. Raunar sagði húsfreyjan í Svignaskarði við Víkveija, að sam- kvæmt því sem sér hefði verið tjáð hjá Vegagerðinni í Borgarnesi, væri verið að smíða nýja skífu. Enn er þó skífulaust í Svignaskarði. XXX EN ÚR því að minnst er á Borg- arfjörðinn, þá hafði Víkveiji nýlega viðdvöl í Hreðavatnsskála og fékk sér þar að borða. Á meðan hann staldraði við kom þar kona með ungbarn og spurði, hvort ekki væri skiptiborð á staðnum, þar sem unnt væri að skipta um bleiur á ungbörn- um. Afgreiðslukonan, sem varð fyrir svörum svaraði fyrirspurninni neit- andi. Þessi fyrirspurn vakti hjá Víkveija hugsun um þjónustu, sem hlýtur að vera nauðsynleg fyrir ferðafólk, sem leið á um landið. Mikið hefur áunnizt á undanförnum árum og víða er góð salernisaðstaða fyrir ferðafólk. En auðvitað þarf einnig að þjóna yngstu samborgurunum. Þeir þurfa að geta fengið þurra bleiu á áningarstöðum sem Hreðavatnsskála. XXX ANNARS var maturinn, sem snæddúr var í Hreðavatns- skála alls ekki góður. Víkveiji pant- aði sér smurt brauð með skinku og salati og svo gerði maki hans einnig. Bragðið af brauðsneiðinni var hálfsúrt, þrátt fyrir að afgreiðslu- stúlkan segði að brauðið væri ný- smurt. Víkveiji lét sig þó hafa það og át brauðið, sem hans betri helm- ingur gerði ekki og kvartaði. Fékk hún þá brauðsneiðina endurgreidda. Matartilbúningi hefur almennt fleygt mjög fram á íslandi og und- antekning er ef eitthvað er athuga- vert við þann mat sem fólk kaupir. En slíkt sem þetta ætti ekki að koma fyrir. Eitt er víst að næst þegar Vík- veiji á leið um Borgarfjörðinn, á hann ekki viðdvöl á þessum stað til þess að fá sér í svanginn. Lítil brauð- sneið, sem er ekki góð, getur því orðið harla dýr staðnum, svo ekki sé meira sagt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.