Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Arafat hafnar kröfum ísraela Túnis, Jerúsaiem. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hafnaði í gær þeirri kröfu ísraela að brotthvarf ísraelskra hermanna frá borginni Hebron yrði að tengjast því að Frelsissamtök Palestínumanna (PLO) hættu starfsemi sinni í Austur-Jerúsalem. ísraelar sögðu á þriðjudag að þeir myndu ekki draga sveitir sínar til baka fyrr en PLO lokaði skrifstofu sinni í Jerúsalem. Hafði embættismaður eftir Benjamin Netanyahu forsætisráðherra að enginn árangur yrði í Hebron-viðræðunum meðan skrifstofan væri opin. „Hann [Netanyahu] verður að standa við fyrri samþykktir og getur ekki sett ný skilyrði," sagði Arafat við blaðamenn eftir fund með Zine al-Abidine Bln Ali, forseta Túnis. Arafat sagðist hafa greint forsetanum frá erfíð- leikum Palestínumanna vegna tregðu ísraela við að hlíta ákvæðum friðarsamninganna og þeirri hættu er stafaði af áformum þeirra um nýbygging- ar landnema á hernumdu svæðunum. Samkvæmt friðarsamkomulaginu áttu ísraelar að hafa dregið sig frá Hebron fyrir lok mars. Þeim áformum var slegið á frest eftir að 59 ísrael- ar fórust í tilræðum í febrúar og mars. Ottast Sýrlendinga Hagi Merom, þingmaður fyrir Verkamanna- flokkinn, sagði í gær að ísraelsku öryggisþjón- usturnar hefðu vaxandi áhyggjur af því að Sýr- lendingar kynnu að hefja styijöld til að bijótast út úr þeirri sjálfheldu, sem friðarviðræður þeirra og ísraela væru komnar í. Merom var formaður utanríkis- og varnarmálanefndar ísraelska þings- ins í tíð síðustu ríkisstjórnar. Hann sagðist ekki geta sætt sig við tilraunir Netanyahus til að gera lítið úr spennu í samskipt- um við Sýrland. „Ég hef heyrt nýlega að allar öryggisþjónusturnar hafí Sýrland undir smásjánni og fylgist grannt með öllu sem þar heyrist.“ Merom sagði allt benda til að Sýrlendingar væru að íhuga þann valkost að efna til styijaldar. „Það má ekki gerast að nýtt Yom Kippur blasi við er við vöknum einhvern morguninn," sagði Merom í viðtali við útvarp ísraelska hersins og vísaði þar til óvæntrar árásar Egypta og Sýrlend- inga árið 1973 á helgidegi gyðinga, Yom Kippur. Sýrlendingar sökuðu ísraela í gær um „móður- sýkislegar" ofsóknir á hendur sér eftir að ísra- elska sjónvarpið greindi frá því á þriðjudag að Sýrlendingar hefðu gert tilraunaskot með Scud C-eldflaug er væri þ_að langdræg að hún gæti hitt flest skotmörk í ísrael. Þægindi í akstri Einstakir aksturseiginleikar hafa alltaf veriö aöalsmerki Peugeot. Sérstakur tjöörunarbúnaöur gerir Peugeot 406 rásfastari og þægilegri í akstri en þú átt aö venjast í öörum bílum. Blllinn „svínliggur“ á götunum. Þægindin skapa öryggið Viö hönnun á Peugeot 406 var gífurleg áhersla lögð á öryggi og yfir 100 árekstursprófanir voru geröar á bílnum. En þaö eru fyrst og fremst aksturseiginleikarnir sem skapa öryggiö þvf þú átt auöveldara með að stjórna bílnum þegar mest á reynir. Þægindi við hendina Innrétting Peugeot 406 er vönduö lúxusinnrétting þar sem stjórntækjum er vel fyrir komiö, sem gerir bllinn ekki eingöngu þægilegri I akstri heldur eykur enn á öryggiö. Verölö kemur þægílega á óvart! - frá i.480.ooo kr. Nýbýlavegi 2 • Sími 554 2600 Það tók yflr 200 vikur að hanna nýja Peugeot 406, enda markar hann tímamót. Elnstakir aksturselginlelkar, fjöðrun, öryggi, þægindi og útlit - allt þetta sameinast af enn meiri krafti en áður í nýjum Peugeot 406. Taktu líka eftir hvað Peugeot 406 er hljóðlátur þegar þú reynsluekur honum. PEUCEOT - þekktur fyrir þcegindi Vinnur Karpov heiminn? ANATÓLÍ Karpov, heims- meistari I skák, hyggst tefla gegn heimsbyggðinni á alnet- inu (Internet) og hefst viður- eignin nk. mánudag. Eftir hvern leik Karpovs hefur heimsbyggðin 10 mínútur til að finna mótleik. Tölva finnsks miðlunarfyrirtækis finnur þann leik sem flestir stinga upp á hveiju sinni og leikur honum. Þeir sem vilja etja kappi við Karpov geta kallað tölvuna hans upp á slóðinni: http://www.tele.fi/karpov frá klukkan 10 að íslenskum tíma á mánudaginn. Aftaka í Missouri RICHARD Oxford, 39 ára fangi í Missouri í Bandaríkjunum, var tekinn af lífí með banvænni sprautu í gær. Hann var dæmd- ur fyrir að myrða bónda í Miss- ouri og konu hans árið 1986. Oxford er fimmti fanginn sem tekinn er af lífi í Missouri á ár- inu og 22. frá því ríkið tók upp aftökur að nýju árið 1989. Ritstjóri í fangelsi? T0GER Seidenfaden, aðalrit- stjóri Politiken, á yfír höfði sér fangelsdóm vegna birtingar blaðsins á dagbók Ritt Bjerr- egaard, sem fer með umhverfís- mál í fram- kvæmda- stjórn Evr- ópusam- bandsins, ESB. Hefur ríkissaksókn- ari ákveðið að höfða mál á hendur blað- inu vegna brota á höf- Seidenfaden undarréttar- lögum en ákæruskjalið hefur enn ekki verið birt. Politiken átti birtingarrétt á nokkrum köflum úr bókinni en hætt var við útgáfu hennar á síðustu stundu. Ákvað blaðið þá að birta alla bókina I auka- blaði, og olli sú ákvörðun mikl- um deilum. Bjerregaard og bókaforlagið Aschehoug, sem hugðist gefa bókina út, kærðu blaðið og ákvað ríkissaksóknari að höfða mál á hendur því. Lögmaðurinn Knud Aage Fro- bert, segir málið einstakt, þar sem það snúist um það hvor sé rétthærri; höfundarrétturinn, eða rétturinn til að birta upplýs- ingar um mál sem varða hags- muni almennings. Þá verði til umfjöllunar tjáningarfrelsið og réttur manna til halda upplýs- ingum fyrir sig. Málið verður tekið fyrir á næsta ári og bendir flest til þess að réttarhöldin muni drag- ast á langinn. Skákeinvígi endurtekið GARRÍ Kasparov, heimsmeist- ari í skák, og skáktölva IBM- fýrirtækisins, Fagurblár, munu endurtaka einvígi sitt, sem fram fór í febrúar sl. Því lauk með sigri Kasparovs í sex skák- um en tölvan bar sigur úr být- um í einni. Einvígið fer fram í New York í maí nk. og fær sigurvegarinn um 48 milljónir ísl. kr. í sinn hlut, en sá sem tapar um 27 milljónir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.