Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Viðræöum við Dani um Kolbeinseyjarsvæðið frestað: Leynd létt af komulaginu NEI, nei, það á að klappa honum fyrst. FEÐGARNIR Garðar Geir Hauksson, t.v., og Haukur Geir Garð- arsson með 18 punda hæng úr Vesturdalsá í Vopnafirði, einn 15 laxa sem þeir veiddu á þremur dögum nýlega. Auk þess fengu þeir 80 vænar sjóbleikjur, allt að 5 punda. Einstaka á mögn- lega of- veidd Á HEILDINA litið verður laxveiði- sumarið 1996 ekki í minnum haft fyrir mikil og góð aflabrögð. Und- antekningar eru þó fyrir hendi, sérstaklega suðvestan- og vestan- lands. Norðanlands hefur verið aflabrestur í smálaxi og veiði byggst upp á stórlaxagöngunum sem voru í meðallagi að margra mati. Smálaxinn skiptir miklu máli í aflanum, en vegna fjarveru hans í afla norðan heiða eru veiðitölurn- ar þaðan óburðugar í sumar. Sig- urður Guðjónsson deildarstjóri hjá Veiðimálastofnun telur útséð með að sumarið verði lélegt á þessum slóðum. Sigurður minnti á mikla sjávar- kulda í fyrra og mjög síðbúna niðurgöngu seiða úr ánum. „Ástandið var batnandi í sjónum er seiðin fóru niður og því vonuðu menn að laxinn kynni að koma til baka í seinna lagi í sumar. Það er útséð með að það gangi eftir. Obrigðult merki er að smálaxinn er mjög smár miðað við oft áður, sem bendir til að hann hafi ekki haft það gott í sjónum. Árnar fyrir vestan koma betur út því ástandið í sjónum þar úti fyrir er stöðugra og betra,“ segir Sigurður. Ofveiði í einstökum ám? Þær raddir hafa orðið æ hávær- ari í sumar að einstakar ár kunni að vera ofveiddar og þá sérstaklega þar sem veiðiálag er mikið á sama tíma og illa árar eins og í fyrra. Benda menn á gífurlega ástundum í Langhyl í Laxá á Ásum þar sem helstu hrygningarstöðvamar eru að finna, önnur dæmi sem nefna má eru Svartistokkur í Kjarrá og Rjúkandasvæðið í Vesturá í Mið- firði þar sem áður var fáfarið en nú miklu meira sótt. Og nú síðast hafa komið fram nýjar reglugerðir sem heimila framlengingu á veiði- tíma langt fram á haustið. Sigurður sagði að ekki mætti horfa fram hjá slíkum möguleika og að vel mætti vera að einstakar ár gætu verið ofveiddar við viss skilyrði. „Okkar vantar þó talning- ar. Ef við tökum algenga formúlu, veiði í á yfir sumarið, hvað situr eftir af laxi og hvernig seiðabú- skapur kemur út, þá bendir ekkert til ofveiði í íslenskum ám, utan að árið 1984 hef ég fundið dæmi um það gagnvart Blöndusvæðinu og Vopnafjarðaránum. Dæmin gætu auðvitað verið fleiri, enda reynist stöngin vera mjög öflugt veiðitæki sem getur tekið stóra hlutdeild úr gör.gunum," segir Sigurður. Ýmsar tölur Prýðisveiði hefur verið í Miðá í Dölum í sumar, en allra síðustu dagar hafa verið upp og ofan. Að undanförnu hafa komið smágöngur af laxi. Þannig veiddust 7 laxar um helgina, allir nýgengnir og fleiri sáust á ferli. Voru þá komnir 40 laxar á land, svipað og allt síðasta sumar. Bleikjuveiði hefur verið góð lengst af og á þriðjudag voru komn- ar 332 bleikjur á land, flestar 1-2 pund og þær stærstu 4-5 pund. Heldur minna er þó af bleikju í ánni en í fyrra, en þó hafa menn að undanförnu verið að fá góða veiði, m.a. á Birgiseyrum, í Ármót- um og víðar. Rangárnar eru komnar yfir 1000 laxa, í gærdag voru komnir 1020 á land, 650 úr Ytri-Rangá og 390 úr Eystri-Rangá. Ágústmánuður hefur verið sterkur í ytri ánni. Um 150 laxar munu komnir úr Brynjudalsá. Þar hafa verið gerðar lagfæringar á báðum laxastigum. Að sögn Friðriks Brekkan leigu- taka eru menn sáttir við útkomuna og er vonast til þess að fram- kvæmdirnar skili sér í enn betri veiði. Afangakerfi tekið upp í Svíþjóð Arangnr nem- enda stórbatnaði eftir breytingu Þorlákur Helgason 0 RANGUR nemenda ASkiljeboskólans í Vesterás í Svíþjóð 1 í samræmdum prófum í stærðfræði og ensku hefur tekið stökk upp á við eftir að áfanga- kerfi hefur verið við lýði þar sl. tvö ár. Ráðgjafi við skólann á fyrstu skrefum þess til áfangakerfis var Þorlákur Helgason, sem nú er búsettur í Svíþjóð. Sam- kvæmt sænskum lögum frá 1995 eiga allir fram- haldsskólar að taka upp einhvers konar áfanga- kerfi, sem Þorlákur segir að geti þýtt allt frá því að skipta námsefni upp í áfanga upp í að hafa enga bekki. „í nýjum námskrám bæði fyrir grunn- og fram- haldsskólann kemur fram að áherslan eigi að vera á nemand- ann; að hann sé í fyrirrúmi. Þetta þýðir að sinna eigi öllum á því þroska- og hæfileikastigi sem þeir eru staddir á. Aðéins Skiljebóskól- inn hefur tekið upp áfangakerfi eins og íslendingar þekkja það og árangurinn lætur ekki á sér standa," sagði Þorlákur. - Hver var útkoman? „Áður en áfangakerfið var tek- ið upp var skólinn í neðsta sæti af tólf gagnfræðaskólum í Vást- erás í ensku en er nú á tveimur árum kominn upp í annað sæti. I stærðfræði, sem er tvískipt, fór hann annars vegar úr 11. sæti í 1. sæti og hins vegar úr 6. sæti í 1. sæti. Arangurinn varð ekki eins góður í sænsku þar sem skólinn fór úr 12. sæti í það níunda. Ástæðuna má e.t.v. rekja til þess að margir innflytjendur búa í hverfinu sem hafa ekki vald á málinu.“ - Hver er talin helsta ástæða þessarar kúvendingar? „Menn vita ekki nákvæmiega hver skýringin er. Skólinn í Vast- erás er mér vitanlega fyrsti grunn- skólinn á Norðurlöndum sem skellir sér beint í áfangakerfi með þrjá efstu bekkina og því er erfitt að draga endanlegar ályktanir. Eg tel þó að nokkrir meginþættir fari saman í skólanum í Vásterás og þeim framhaldsskólum hér í Svíþjóð sem hafa reynt áfanga- kerfið. Nemendur velja áfanga og námshraða í samræmi við getu og áhuga. Eg legg mikla áherslu á að nemendur geti hverju sinni haft a.m.k. einn áfanga í náminu sem þeir hafa algjörlega valið sjálfir. Hver nemandi hefur eigin námsáætlun sem er í raun náms- samningur milli nemanda og skól- ans. Markmiðin eru sjáanleg því skólaárinu er skipt upp í námsann- ir eða lotur. Að lokinni hverri önn fær nemandi skriflega umsögn í hverju fagi og nemendur og for- ráðamenn sjá glöggt hvernig stað- an er.“ - Hvernig kom það til að þú fórst að vinna að þessum málum? „Þegar ég vann í menntamála- ráðuneytinu fyrir fjórum árum voru fyrstu hópar Svra að koma til landsins og kynna sér áfanga- kerfíð. í kjölfar þess var ég beðinn um að koma utan og halda fyrir- lestra og starfsdaga. Það endaði með að ég hætti í ráðuneytinu og sneri mér alfarið að þessu auk þess sem ég sá að við gætum einn- ► Þorlákur Helgason fæddist í Reykjavík 1948, varð stúdent frá MR 1969, fil.kand. í félags- fræði og haggreinum frá Upp- salaháskóla 1973 og stundaði framhaldsnám i Svíþjóð. Hann hefur starfað sem kennari, var aðstoðarskólameistari og skólameistari við Fjölbrauta- skólann á Selfossi. Hann hefur unnið sem blaðamaður og fyrir Ríkisútvarpið. 1990-95 starfaði hann í utanríkisráðuneyti og menntamálaráðuneyti. Frá 1993 hefur hann verið ráðgjafi Samtaka sveitarfélaga í Sví- þjóð um áfangavæðingu fram- haldsskóla og sjálfstætt starf- andi sérfræðingur í Svíþjóð frá maí 1995. Hann sljórnar nú viðamiklu skólaverkefni fyrir dönsku neytendastofnunina. Sambýliskona hans er Krist- jana Sigmundsdóttir félags- ráðgjafi. Þorlákur á eina dótt- ur úr fyrra hjónabandi og þrjár stjúpdætur. ig komið upp stundatöfluhugbún- aði. Ég hvatti því íslendinga til að flytja hugbúnaðinn út og nú er svo komið að eitt stærsta tölvu- fyrirtæki í Svíþjóð, VM-Data, er að hefja markaðssetningu á hug- búnaði frá EJS.“ - Hefurðu verið ráðgjafi víðar? „Já, ég vann ásamt fyrrverandi fræðslustjóra í Vásterás að for- skrift áfangakerfis í Oxelösund- skóla, sem er bæði gagnfræða- og framhaldsskóli. Fyrst var áfangavætt á framhaldsskólastig- inu en frá og með næsta skólaári bætist gagnfræðastigið við. Skól- inn óskaði eftir því að verða sýnis- skóli fyrir nýja kerfið sem EJS bjó til, enda er starfsemi hans mjög fjölbreytt og flókin, sem reynir á alla þætti stundatöflugerðar. Einnig hef ég verið ráð- gjafi fyrir skólayfirvöld í Uppsölum, en þar hef ég lagt til að „íslenska“ áfangakerfíð verði reynt í einum skóla, áður en því verður komið á af alvöru í öilum skólum. Þá hef ég unnið mikið fyrir samtök sveit- arfélaga í Svíþjóð, en sveitarfélög- in eru allsráðandi um fram- kvæmdina. Fleiri skólar eru á döf- inni.“ - Hafa Svíar eingöngu leitað til íslands sem fyrirmyndar? „Þegar fyrstu drögin eru skoð- uð sést að ísland er fyrst og fremst fyrirmynd, en þeir hafa einnig skoðað kerfín í Finnlandi og Bandaríkjunum." Skólinn fór úr tólfta sæti í annað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.